Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN SVONA MENN FÁ OFT KALD- AR HENDUR. Frh. af bls. 3. Tyrkjarán. Þessi staður hefir eflaust verið valinn vegna þess, að bergið slútir fram yfir sig og skýlir við rigningu og skjól er þarna gott, eftir því sena um er að gera. Þó man jeg eftir stórviðri, þegar svo illilega stóð upp á þarna, að bátur tókst fullft mannhæð í loft upp og fauk eina 5—6 faðma. Þetta horfði jeg á sjálfur. — Voru nokkuð stór skip smíð- uð þarna i Skiphellunum? — Já, allstór. Þar var t. d. smið- aður vjelbáturinn Enok, alt að 12 tonn á stærð. Sumir spáðu því, að hann mundi aldrei komast á sjóinn, svo erfitt mundi verða að setja hann þarna ofan að. En svo illa fór þó ekki. Við völduin frostdag til setn- ingsins, sandurinn var glergaddaður og tókst okkur að koma bátnum fram á h. u. b. tveimur klukkutím- um. — Það hafa verið margir snún- ingar við þetta starf? — Ójá, einkum var það dálítið strembið meðan jeg jiurfti, strax eftir dagsverkið, að fara að smíða járn til næsta dags. Og fyrstu árin þurfti maður lika að smíða naglana. Það var leiðinda vinna. — Hvað var nú kaupið hátt fyrstu árin? — 18 aurar á klukkustund. Jeg leit undrandi á gamla mann- inn. 18 aurar! En hann er ekki að gera að gamni sinu. Kaupið var 18 aurar. Og aldrei liafði hann liærra kaup en þeir, sem með honum unnu að skipasmíðunum. — Var ekki stundum kaldsætt að standa við smíðar þarna úti í Skip- hellum? spyr jeg Ástgeir. — Ójú, stundum. Svona menn eins og jeg fá oft kaldar hendur. Jeg man eftir því, að einn dag í 16 gráðu frosti átti að setja kjölinn í stórskip og áttu fjórir menn að lijálpa. Þeir fóru allir heim aftur. En jeg fór ekkert heim. Mjer var ekkert kalt. — Stundaðir þú nokkra aðra vinnu jafnframt smíðunum? — Já, mikil ósköp, jeg stundaði bæði sjó og aðra landvinnu. Jeg var formaður í 20 vertíðir. — Komstu ekki oft i hann krapp- ann á sjónum? — Ekki sjerstaklega. Einu sinni l'yrir löngu síðan, leit reyndar hálf iila út fyrir okkur. Þá lágu hjer um bil allir bátar hjeðan úr Eyjum hjer úti undir Eiði, í há-austan roki og gaddfrosti. Það var svo hvast, að við urðum að skriða á dekkinu. Tveir bátar slitnuðu upp og voru að flækjast innan um hina alla nóttina. En það fór alt sæmilega. — Og eitthvað hefirðu tíklega drepið af fuglinum, eins og fleiri Vestmannaeyingar? Gamli maðurinn kímir við. — Ójá, þú drepur varla fleiri fugla á einum degi en jeg hefi gert á æfinni! Um margt mætti fræðast af Ást- geiri ef nægur tími gæfist til þess að rabba við hann. Hann er greindur maður og hefir margt reynt. Sálar- kraftar hans eru enn ólamaðir. En augun er nokkuð farin að bila. Þó gengur hann um enn einn síns liðs. — Svona menn eins og jeg, fá oft kaldar hendur, segir Ástgeir. En enn er þó hlýtt handtakið gamla manns- ins. Og margir eru þeir, sem kald- ari hendur hafa en Ástgeir Guð- mundsson, og hafa þeir þó ekki smíðað skipastól handa heilli kyn- slóð í einni helstu verstöð íslands. rjóh FJÖGUR í HÚSINU. Frh. af bls. 9. peninga í arfleiösluskránni sinni. — Hversvegna voruð þjer ekki í rúminu yðar nóttina, sem frú Montvoisin var drepin? Það veit jeg ekki — jeg gat ekki sofið — og af því að rúmið mitt var óbælt, þá halda allir, að jeg hafi myrt frúna. Hún fiktaði við kökukeflið, eins og það væri liættulegt vopn. Jean Tulipe varð litið á vinstri hendina á henni. Hvaða ör er þarna á hend- inni á yður, Rosalie? Hún kipti að sjer hendinni. — ör. Jeg sje ekkert ör. Hauu tók um úlfliðinn á henni. Jú, þarna er ör — á haug- fingrinum. Fingur Rosalie voru bólgnir og' rauðir af margra ára eldhús- vinnu, en á vinstra baugfingri var greinilegt far, sem líktist öri. — Svei mjer ef jeg veit það. Jeg hefi aldrei tekið eftir því áður. Það var angist í augunum á henni. — Jú, víst vitið þjer það. Og yður er hyggilegast að segja frá því. — Nei, jeg veit ekkert og segi ekkert. Fyr læt jeg þá setja mig í fangelsi og hengja mig. — Nei, jeg segi ekki neitt. — Eitt enn, Rosalie! Þjer liafið sparað svolítið af kaupinu yðar i mörg ár og lögðuð það í spari- sjóð. Hversvegna tókuð þjer út alla peningana daginn áður en morðið var framið? Hver hefir sagt yður það? — Maður getur sjeð það á sparisjóðsbókinni yðar, sem ligg- ur í kuðungakassanurn. Lög- reglan liefir rannsakað hirslurn- ar yðar, þjer vitið það? — Jeg segi ekkert — þjer fáið mig ekki til þess! hrópaði hún. Takið mig fasta ef þið viljið. Mjer er sama um alt! .Tean Tulipe gafst upp. — Þá er jómfrú Legrinne eftir. Skyldi hún fást til að segja noklíuð? Sú gamla tók vingjarnlega á inóti honum, en þó þurlega. — Þetta hafa verið hræðilegar stundir, sagði hún. Allir þessir lögreglumenn, sem eru hjer að lmýsast og spyrja. Þeir eru ekki feimnir. Þetta eru hörmungatím- ar, sem við lifum á. Fólkið myrð- ir og stelur! — Þjer álitið, að þeir hafi ekki myrt í gamla daga, jómfrú? -— Nei, svaraði liún stult. — Yður þótti vænt um frú Montvoisin. Þetta hefir verið mik ið áfall? — Auðvitað. Hafið þjer sjeð arfleiðsluskrá frú Montvoisin? — Já. — Hún hefir gert yður að einkaerfingja. —- Já, en nú hefir peningunum hennar verið stolið. Ekkert er örugt. — En hún Ijet fleira eftir sig. Húsið, garðinn og ýmis verðhrjef. — Já, jeg veit það. En það var ófyrirgefanleg ljettúð að geyma peningana í konnnóðuskúffu — jeg sagði lienni það oft. — Þjer vissuð, að frú Montvoi- sin geymdi peningana þar? - Nei — jú auðvitað vissi jeg það. — Hver haldið þjer, að hafi drepið vinkonu yðar? Auðvitað eldakonan. Sliku fólki er trúandi lil alls .... I sama bili heyrðist urga í hif- reið við liliðið. Það var Bardau, hress og útsofinn. Það var hætt að rigna og komið sólskin. Jean Tulipe Iieilsaði glaðlega. Nokk uð að frjetta, fulltrúi? — Nei, en jeg hefi hugsað mál- ið. Þetta er augljóst. Jeg er kom- inn til að handtaka eldakonuna. Mjer verður láð, ef jeg læt það dragast lengur. Sannanirnar eru nægar. — Það ættuð þjer ekki að gera. Nú — hversvegna ekki? Af því að hún liefir ekki gert það. - Nú, ekki það. Bardau brosti neyðarlega. — Viljið þjer þá gera svo vel að segja mjer liver gerði það ? — Gjarnan. Það er þessi mað- ur! Jean Tulipe tók úr vasa sín- um mynd af sjómanni. Á mynd- inni mátti sjá liörundsflúr á hálsi og handleggjum. - Hver er þessi maður? — Fyrverandi sjómaður. Hann hefir verið, eða rjettara sagt er giftur Rosalie. Hann var níðing- ur og barði konuna og drakk. Hún hljóp frá honum og kom sjer í vist lijerna og hjelt, að hann mundi ekki finna sig. Hringur- inn hennar var orðinn svo þröng- nr, að hún varð að klippa hann af sjer. Merkin eru ennþá á fingrinum. Hún geymdi myndina í öskju sinni. Hann kom liingað daginn fyrir morði'ð. Hún gaf honum peninga, tók alt sem hún átti út úr spari- sjóðsbókinni sinni, svo að liann ljeti liana í friði. Svo ljest hann fara, en í rauninni faldi hann sig í húsinu og um nóttina framdi liann morðið. Hann liafði ekki . . Bardau gaf sjer ekki tima til að lilusta á meira. Hann hringdi og skömmu síðar voru leitar- menn á þönum í allar áttir. Jean Tulipe fór án þess að kveðja. Hann vildi láta lögreglu- manninn sjálfan hafa lieiðurinn af málinu. En síðar, löngu eftir að morðinginn liafði náðst, liitti Bardau hann aftur á kránni. — Jeg má til að taka i hendina á yður, Tulipe. Þjer eruð altaf snjallastur. En hlessaðir segið þjer engum frá því. Þeir mundu hlæja að mjer, hinir, ef það vitn- aðist. Jean Tulipe liló. Svo kallaði liann á þernuna. — Heyrið þjer, Jeanne, viljið þjer færa okkur tvær flöskur af víni. Jeg verð að gera mjer glaðan dag með Bar- dau fulltrúa, úr því að honum tókst að ljósta upp morðinu. ÞJÓÐSÖGUR. Frh. af bls. 5. fjallshnúkur kaltaður Torf.atindur, og Torfamýri. í Torfajökli átti Torfi að hafa haft síðan aðsetur, í einhverjum dölum, sem nú eru öllum ókunnir. En hvert hann liefir verið par til dauðadags, greiná ekki sagnir um“. (Heimild sama og i Fálkanum síð- asta). Aths. Öll þessi örnefni, sem hjer eru nefnd og kend við Torfa og hestana, munu enn vera viðliði, á þeim stöðum sem tilgreindir eru. Og má því draga tvennkonar ályktun af þjóðsögu þessari: Annaðhvort er hún vaxin af sannsögulegri rót, í ein- hverri líkingu við frásöguna.. Ellegar hún er alger skáldskapur utanum helslu örnefnin, — sem menn liafa áður jiekt, en ekki vitað af hverju voru dregin — til þess að gera þau lífrænni og skiljantegri. Vel getur það verið, að einhvers- konar afhrotamaður (Torfi að nafni) hafi verið eltur á flótta, og bjargað sjer undan eftirsókn, með afburða gljúfurhlaupi, og runnið svo á jökul- inn. „Torfahlaupið“ gat verið af- burða rösklegt, þó hann hjeldi ekki á fullorðnum kvenmanni. En söguskáldinu hefir láðst að geta Jiess, liver var lil frásagna um samtal ráðsmanns, Torfa og stúlk- unnar. V. G. Dtbreiðio Fálkann! MAKI í AMERÍKU. Margir munu kannast við finnska hlaupagarpinn Maki, e. t. v. mesti hlaupari í lieimi. Hann var í vetur leystur frá lierJjjóiHistu til Jiess að hann gæti ferðast til Ameríku til að lcynna Finnland og finskar íþróttir. Hjer sjest Maki koma að marki. Idleaill Schreibmaschinea, Svo maður snúi aftur að Rosa- lie, þá er hún núna eldastúlka hjá Jean Tulipe, og allir kunn- ingjar hans geta vottað, að hún er snillingur í að búa til mat — ekki síst posteikur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.