Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N FJÖGUR í HÚSINU SAKAMÁLASAGA EFTIR HANS SCHERFIG. /"jÓÐAN daginn, fulltrúi! Þjer eru'ð svei mjer snemma á ferðinni í dag! — Hm — snemma — rnjer finst rjettara að segja seint. Jeg liefi ekki farið í bólið í nótt og nú er klukkan liálf átta. Má jeg setjast hjerna við borðið hjá yð- ur, monsjör Tulipe? Jean Tulipe hafði þegar rýmt lil fyrir manninum, sem kom inn. Þetta var í borðstofunni á kránni „Chez Pére Lapin“ skamt fyrir utan smábæinn Serviers í Puy- de-Dome- amti, en þar dvelur Jean Tulipe nokkra mánuði á ári hverju til þess að geta unnið í friði. Þarna i friðsælunni í Suð- ur-Frakklandi hefir hann samið ýmsar bestu skáldsögur sinar, og góðvinur hans, veitingamaðurinn Pére Lapin, hefir lag á að dekra við hann og sjer um, að enginn ónáði þennan fræga gest. Bardau fulltrúi varp öndinni. — Þetta hefir verið mikið strit. En nú held jeg, að maður sjái loksins fyrir endann á því. — Hver haldið þjer þá, að hafi gert það? Jean Tulipe horfði for- vitnislega á veitingamanninn. Sjálfur hafði hann samið margar lögreglusögur og því var ekki nema eðlilegt, að Tulipe hefði á- liuga á uppljóstrun glæpsins, sem hafði verið umtalsefni allra þarna í sveitakyrðinni undanfarið. Fulltrúinn ljet svarið bíða þangað til stúlkan hafði helt kaff inu í bollana og sett diskinn með ilmandi nýbökuðum snúðum á borðið. -— Það lilýtur að vera eldakon- an- hún Bosalía gamla — jeg hefi verið að yfirlieyra hana i alla nótt. Og framburður hennar er samanhangandi vefur af útúr- dúrum og fjarstæðum. Hún liefir beinlínis neitað að svara ýmsum spurningunum, en jafnframt þyl- ur hún upp langar romsur, sem sannanlega eru eintómur upp- spuni. — Hefir liún meðgengið? — Nei, ekki ennþá. En málið er augljóst. Það er ekki um ann- að að gera. Jean Tulipe brosti. — Er ekki viðurblutamikið að kveða upp svona ákveðið álit? Grunað fólk hagar sjer ávalt einkennilega. Sje sá grunaði rólegur og hægur, er sagt að hann sje óvenjulega harð- svíraður og kaldlyndur. Ef hann eins og eðlilegt er — verður ó- kyiT og óðamála, er það talið sönnun fyrir þvi, að hann sje sekur. Neiti hann að svara — til þess að lenda ekki í gildru, eða vegna þess, að hann vill ekki Ijósta upp einkamálum — þá þykir hann sannur að sök. Og svari hann greiðlega hinum flóknu spurningum, sem fyrir hann eru lagðar, er hann viss um að lenda i gildrum lögreglu- mannsins og verða tvísaga. — Mjer er ómögulegt að trúa, að þessi meinleysislega eldakona sje morðingi. — Nú, ekki það! Bardau full- tiúi átti bágt með að dylja, að honum gramdist. Hann hafði þrælað í tuttugu tíma samfleytt, starfað rökfast og af kappi. Og svo sat þessi viðvaningur — þessi söguskrifari — útsofinn og mont inn við morgunverðinn og gerði lítið úr árangrinum, sem liann liafði haft upp úr öllu stritinu. ■— Þjer hafið máske aðra ráðn- ingu á gátunni, monsjör Tulipe? Hefir yður hugnast eitthvað i nótt? Hefir yður kanske dreymt eitthvað, sem gétur vísað oklcur á sporið? Það lá við að fulltrú- inn hreytti þessu úr sjer. Jean Tulipe brosti góðlátlega. — Ekki að reiðast, herra fulltrúi. Mjer dettur ekki í lnig að finna að verki yðar. Jeg þekki ekkert til málsins annað en það, sem þjer liafið sagt mjer. Jeg liefi ekki einu sinni skoðað húsið, sem morðið var framið i. En þótt jeg sje ekki lögregluspæjari þá hefi jeg einstöku sinnum tekið þátt i uppljóstrun sakamála. Og jeg hefi lesið málskjölin í mörg hundruð glæpamálum á æfinni. En um Jietta mál get jeg vitan- lega enga hugmynd gert mjer, fyr en jeg hefi komið á vettvang- inn og kynt mjer aðstæðurnar. Mætti jeg kanske koma með yð- ur þangað, Bardau fulltrúi? — Sjálfsagt! En jeg geri ekki ráð fyrir, að þjer sjáið neitt, sem yður þykir matur í þar, Þetta er alt ofurljóst. Blátt áfram ráns- morð. — Annars ætla jeg nú að fara að sofa núna, monsjör Tul- ipe. Jeg er dauðþreyttur. En síð- degis í dag — þegar jég hefi sofið út. — — — TV/T ORÐIÐ, sem Jjeir voru að ^ tala um, hafði verið framið nokkra kílómetra frá kránni. Gömul kona — frú Montvoisin — hafði fundist dauð í rúmi sínu snemrna morguns. Myrt með egg- vopni, sennilega öxi. Hún liafði dáið samstundis og alt benti á, að hún hefði vei'ið myrt sofandi. Það var Marcel, sem náði í lög- regluna. Marcell var í senn þjónn, ekill, húsvörður og einskonar ráðsmaður hjá frú Montvoisin. Hafði hann verið í vist hjá frúnni í heilan mannsaldur. Hann var orðinn gamall þegar maður- inn hennar dó, og það var hjer- aðsfleygt, hve anl hann Ijet sjer um gömlu frúna og hve hann var henni trúr. I uppnáminu, þegar Odetta, vinnukonan, var að segja frá því hágrátandi, hvað skeð hafði, var hann sá eini, sem ekki ljet sjer bregða. Hann sím- aði þegar til lireppstjórans, og þegar liann kom, sagði Marcel honum frá því, sem orðið var, hægt og rólega og í samhengi og svaraði hverri spurningu ofur hlátt áfram. Hann var að vísu cfurlítið fölur og röddin skalf \ið og við af geðshræringunni, en annars hafði gamli þjónninn fult vald á sjálfum sjer og misti ekki halds á þeim virðuleika, sem brytum er svo eiginlegur. Um hitt fólkið var öðru máli að gegna. Vinnukonan Odetta, sem var kornung, var sígrátandi og snöktandi og gat varla sag't tvö orð í samhengi. Jómfrú Le- grinne, vinkona og gestur frú Montvoisin, var svo yfirbuguð, að bún gat varla talað. Og hún gat ekki upplýst neitt, sem gefið gæti lögreglunni nokkra vísbend- ing. Það lítið, sem upp úr lienni kom, voru almennar athugasemd- ir um spillingu mannkynsins, sem að hennar áliti hafði vaxið hröðum skrefum „eftir stríðið“, og einskonar móðguð furða yfir, að svona gæti komið fyrir á „heiðarlegu heimili“. Morð og manndráp voru að hennar áliti jiess eðlis, að þau gátu ekki kom- ið fyrir nema meðal lágstjetl- anna. Henni fanst gersamlega ó- viðeigandi af frú Montvoisin að deyja ó þennan hátt. Og svo var það loks Rosalie, eldakonan, sem Bardau hafði þegar dæmt seka. Hún hafði líka verið í vist hjá frú Montvoisin árum saman. Af flestum var hún talin besta sál, fremur einföld og ef til vill nokkuð dutlungafull, en einstaklega vinnusöm og trú húsmóður sinni. En hátterni hennar, jiegar lögreglan kom var í sgnnleika einkennilegt. — Að þetta skyldi eiga að fara svona, kjökraði liún. — Og pen- ingarnir! — Allir peningarnir gömlu frúarinnar! — Peningarnir? Hvaða pening- ar? spurði hreppstjórinn. Hann hafði ekki ennþá fengið ráðrúm til að athuga, hvort frú Montvois- in hefði verið rænd lika. — Peningarnir, sem frú Mont- voisin geymdi altaf hjá sjer. Hún treysti ekki bönkunum, og það getur maður vel skilið — ekki betur en þeir fara með sparifje fólks nú á dögum. — Hvar geymdi frú Montvois- in peningana? — í efstu kommóðuskúffunni — alveg við höfuðið á sjer. Hvernig vitið þjer það? Veit jeg? — Jeg veit það auðvitað alls ekki. Jeg þekki ekk- ert til einkamála frúarinnar. Æ, hreppstjóri, jijer skuluð ekki taka neitt mark á því, sem jeg er að blaðra. Jeg er gamall fáráðling- ur, sem kann ekki að lialda mjer saman — það sagði frúin altaf. — Það er skylda yðar, að segja alt sem þjer vitið til þess að fá upplýsingar í málinu, sagði hreppstjórinn hátíðlega. Þetta var í fyrsta skifti, sem hann sýslaði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.