Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 með alvarlegri mál en hænsna- þjófnað og flakk og þessvegna fanií liann talsvert til sin. Nú var læknirinn kominn, en hreppstjórinn fór að rannsaka kommóðlma. í efstu skúffunni var alt í hrærigraul, en engir pen- ingar voru þar. Hinar skúffurn- ar höfðu ekki verið opnaðar. Morðinginn liafði verið kunnug- ur og vitað hvar peningarnir voru. Svo komu nokkrir menn úr gæsluliðinu og þeir lögðu til, af símað væri í bæinn eftir hjálp og fjelst hreppstjórinn á það með f semingi, en hann liefði helst vilj- að fjalla um málið einn. „Betur sjá augu en auga,“ sagði hann ^ hugsandi. Og nú var Bardau fulltrúi sendur, lögregluspæjari, sem liafði upplýst ýmis flókin mál. Hann kom einn í litla gráa bílnum sínum og settist að á kránni „Chez Pére Lapin“, þar sem hann liitti sjer til mikillar furðu gaml- an kunningja sinn og einskonar starfsbróður — Jean Tulipe. Þeir höfðu oft starfað saman og þó að þeir væru oft ósammála og ertu livor annan, þá báru þeir jafnan virðingu og hlýjan hug Hivor til annars. "JV/TEÐAN Bardau fulltrúi hraut uppi i rúmi sínu í gaflher- herginu með hláröndóttu glugga- tjöldunum, þrammaði Tulipe út þjóðveginn. Þó að bæði væri rok og rigning liafði liann ekki eirð í sjer til að bíða þangað til full- trúinn vaknaði. Áhugi hans var vaknaður, og haiin varð að skoða húsið, sem morðið hafði verið framið í. Gamla slagkápan hans var eins og fjaðrafolc í rokinu og hann varð að halda barðastóra brenni- vínshattinum sínum með báðum liöndum. Begnið buldi á andlit- inu á honum og gömlu aspirnar meðfram veginum, sem setja svo einkennilegan svip á umhverfið, svignuðu í vindhviðunum. Veg- urinn var eitt svað og fjaðrastíg- vjelin skrikuðu í leirnum. Hús frú Montvoisin lá eitt sjer og liáar aspir alt i kring. Þetta var liátt liús í barok-stil, frá önd- verðri 18. öld. Síðari eigendur liöfðu gert ýmsar breytingar á því og meðal annars sett á það bratt helluþak og marga liáa reykháfa. Var húsið niðurnítt að sjá. Sandsteinsslcrautið var veðr- að, hliðin og ljóskerin ryðguð og múrinn kringum húsið og garð- inn missíginn og mosavaxinn. Það var líkast gömlum kastala. Járnhliðið var jafnan læst, eins og gamla konan byggist við hætt- um utanfrá. Það var óhugsandi, að morðinginn hefði getað klifr- að yfir þennan múrgarð til þess að komast inn í húsið. Jean Tulipe var sammála fulltrúanum um það. Morðinginn hlaut að vera innan veggja hússins. Tulipe tók í ryðgaðan klukku- streng og nú buldi í stórri bjöllu. Húsið var niðurnítt. Eftir dálitla stund bólaði á hin- um virðulega Marcel bryta og svo lireppstjóranum, sem liafði sest að í húsinu uin sinn. Marcel heilsaði stutt og spurði hátíðlega um erindi gestsins, en lireppstjór- inn, sem þekti Tulipe, gat ekki leynt gremju sinni að fullu. Góðan daginn, herra minn — svo að þjer eruð kominn lika. Það er auðsjeð, að þeir halda, að við getum ekki gert neitt sjálfir hjer í Serviers. Fyrst er okkur sendur þessi Sherlock Holmes frá París — þessi Bardau fulltrúi, og svo skýtur glæpamálasjerfræð- ingnum Jean Tulipe upp. Jean Tulipe brosti góðlátlega og rjetti hreppstjóranum hend- ina. — Sannast að segja liefir enginn sent mig. Jeg kem liingað af sjálfsdáðum — sannast að segja af forvitni og til þess að læra. Þjer getið auðvitað rekið mig út ef þjer viljið. En ef það truflar yður ekki í starfinu, þá þætti mjer vænt um, að fá að líta inn í liúsið og tala við fólkið. — Þjer megið ekki misskilja mig, monsjör Tulipe. Jeg sagði þetta vitanlega í gamni. Þjer get- ið farið hjer um livar sem þjer viljið og talað við hvern sem þjer viljið. En jeg býst ekki við, að þjer finnið neitt, sem yður þykir matur í. Málið er að kalla upp- lýst. Þessi Bosalie .... Er búið að taka hana fasta? — Nei, ekki enn. Fulltrúanum fanst rjettara að láta það bíða, þó að við liöfum nægar ástæður til að gera það. En við höfum vörð í húsinu. Enginn má fara út hjeðan nema með leyfi. Þeir voru komnir inn i anddyr- ið og Tulipe skimaði kringum sig, en Marcel tók við rennblaut- um frakkanum lians og hattin- um. —- Er eldakonan í herberginu sinu ? — Nei, hún er eitthvað að dútla í eldhúsinu. Það er gæsluþjónn þar til að hafa gát á henni, ef hún skyldi reyna að strjúka .... -----eða reyna að lauma eitri i matinn! Jean Tulipe brosti, en lireppstjórinn skildi ekki, að hann var að gera gys að honum. — Mætti jeg fá að líta inn í lverbergið hennar? — Gerið þjer svo vel. Þjer far- ið þessa leiðina. En þar er ekk- ert, sem að lialdi kemur — við höfum rannsakað lierbergið. Hún hlýtur að hafa falið morðvopnið annarsslaðar. — Það var mjög skynsamlegt, lautaði Jean Tulipe. Herbergi Rosalie var uppi und- ir þaki. Þetta var snoturt her- bergi með rósóttum veggpappír og útsýni yfir sljettuna, úr glugg- anum. Saumakassinn liennar stóð á litlu borði — gljáfægður kassi með mynd af Notre Dame- kirlcjunni á lokinu. Þar var og önnur askja nieð skeljum og kuðungum. Jean Tulipe opnaði hana — hún var fóðruð með rauðu flaueli og spegill í lokinu. — Þetta hefir hún víst fengið hjá sjómanni einhverntíma, taut- aði hann. — Það er ekki fallegt að vera að gramsa í dótinu kerl- ingarinnar, en kanske hefir hún samt gott af því. Hann leit á ýmis brjef og mynd ir, sem voru í öskjunni — einu þeirra stakk liann í vasann. — Nei, þjer hafið rjett að mæla, hreppstjóri. — Hjer er ekkert merkilegt! — Sagði jeg það ekki! Jean Tulipe sneri sjer að bryt- anum: — Hve lengi liafið þjer verið hjerna, Marcel? — Bráðum í fjörutíu ár, mon- sjör! Hann svaraði hægt og form lega og það mátti sjá á andlitinu á honum, að honum var svona slettirekuskapur ekki geðfeldur. — Má jeg spyrja yður nokk- urra spurninga? Þjer getið slept að svara þeim ef þjer viljið. Jean Tulipe liorfði fast á gamla þjón- inn. — Vissuð þjer, að frú Mont- voisin geymdi peningana sína i kommóðunni í svefnherberginu sínu? Það var eins og Marcel yrði ofurlítið fölari og rödd hans ofurlítið hikandi. — Nei, mon- sjör. Það vissi jeg ekki. — Hm. — vissuð þjer kanske ekki, að frúin átti peninga? — Nei, monsjör, jeg þekti ekki neitt til fjárhags frúarinnar. — Og þó liafið þjer verið lijerna í fjörutíu ár! — En með- al annarra orða: — Hvert farið þjer þegar þjer flytjið hjeðan? Eigið þjer nokkuð til að lifa af? Hefir frúin ekki ánafnað yður neitt eftir sinn dag? — Jeg veit ekkert hvert jeg fer. Jeg hjelt — frúin hafði minst á það einu sinni — að hún mundi ánafna mjer einhverja fjárupphæð. En það hefir ekki orðið. Það kom vonbrigðasvipur á andlitið á gamla manninum. — Nú, svo þjer hjelduð það. Ilm! ofurlitla fjáruppliæð. Og þjer sögðuð áðan, að þjer vissuð ekki til að frúin ætti peninga. — Ef þjer þurfið ekki að spyrja mig um fleira, monsjör, þá vil jeg gjarnan fá að fara. Jeg verð að liugsa um verkin mín. Hann hneigði sig. Jean Tulipe fór fram í eldhús. Honum þótti gaman í eldliúsum og var sjálfur vel að sjer í mat- reiðslu. Og Rosalie, sem stóð þarna og var að flytja smjerdeig, virtist vera fyrsta flokks elda- kona. Eldhúsið var stórt og livít- kalkað, með bogamynduðu lofti, eldavjelin var gljáfægð og reyk- hetta yfir. Þarna var brauðalykt og móreykur samanblandað. Hvarmarauð augun í Rosalie lýstu skelfingu er hún sá gestinn koma. Eri Jean Tulipe brosti svo alúðlega, að lienni hægði. — Ah, posteikur! Það er upp- áhaldsmaturinn minn. Og jeg sje að þjer kunnið að búa til deigið í þær. Tíu til fimtán sinnum verður maður að leggja það sam- an og fletja það út — þá verða lögin þunn eins og pappír. Rosalie fjekk ósjálfrátt traust a honum þegar hún sá, að hann kunni að búa til posteikur. Og nú fór Tulipe að spyrja hana, hvað hún hygðist fyrir. — Minnist þjer ekki á það — jeg hefi ekki gert neinar fram- tíðaráætlanir. Jeg veit ekkert lwað um mig verður. Ef til vill stinga þeir mjer í tugthúsið —. Hún fór að gráta. — Ætli það væri ekki hyggi- legra, að segja alt sem þjer vit- ið? Þjer haldið einhverju leyndu fyrir lögreglunni og með því ger- ið þjer sjálfa yður grunsamlega. — Já, en jeg liefi sagt alt sem jeg veit. Fulltrúinn hefir spurt og spurt — hann var að spyrja mig í alla nótt, svo að jeg vissi loksins ekki mitt rjúkandi ráð og einu sinni varð hann reiður og fór að hrópa. Jeg var svo lirædd við hann -— hann vill láta hálshöggva mig fyrir það, sem jeg liefi ekki gert. — Vissuð þjer hvar frúin geymdi peningana sína? — Já, auðvitað. Það vissum við öll. — Og Marcel líka? — Já, það var liann sem sagði mjer það. Hann þóttist viss um að hún hefði ánafnað honum Frh. d bls. Vc.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.