Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1940, Síða 3

Fálkinn - 20.09.1940, Síða 3
F Á L K I N N 3 Fr. le Sage de Fontenay, sendiherra Dana sextugur. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritsljórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. FramlxV.stjóri: Svavar Hjaltestcd Affalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og l-(5. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út livern föstudag. kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr.. árg. Erlendis 28 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprení. Skraddaraþankar. Sumri hallar nú óðum. Snjór hefir jjegar fallið, þótt enn sjeu ekki mikil brögð að því, sem lika óeðlilegt væri, svo snemma á tíma. Margir kvarta undan þessu sumri. Það hefir verið næsta kalt og sólskinslitið og mörg- um bændum hefir það víða orðið þungt í skauti. Heyskapurinn hefir viða orðið örðugur viðfangs. Margir spá líka hörðum vetri að afliðnu svo köldu sumri. Það er þvi hálfgerður kuldakvíði í mörgum. En oss er lika mjög gjarnt að bera oss illa og berja lóminn, ef eittlivað hallar á lakari veg um veðurfar og árferði. En sök- in er sú, að þótt vjer sjeuin nú eins og flestar aðrar þjóðir illa settir vegna stríðsins, og megum illa við þvi að fá harðan vetur, þá erum vér samt sem áður betur undir hann búnir en oft áður. Og þetta liðna sumar hefir þrátt fyrir sinn kulda og úrkomu, verið kostasumar miðað við mörg önnur, sem hart hafa komið við landslýðinn til sjós og lands. Undanfarna áratugi má segja að veðurfar liafi verið gott hjer á íslandi, lítið um hafisa og annan bjargarskort. Slík sumur hafa ósjald- an gengið yfir þetta land, að ísar hafa legið við strendur alt sumarið, og grasleysi og bjargarleysi hefir sogið merginn úr mönnum og skepn- um. — En þjóð vor hefir þó altaf skrimt af hörmungarnar, enda þótt oft hafi hin óbliða náttúra höggvið Ijót skörð i stofninn. Undanfarin ár höfuin við átt við gott veðurfar að búa, hlýja vetur og sæmileg sumur. En það má þó aldrei gleymast oss, að vjer getum alltaf átt von á, að út af bregði. Vetur konungur getur hvenær sem er látið oss finna til máttar síns. Meðlætið má ekki blinda oss. Vjer verðum að vera á verði. Á forsjálni og varúð hefir íslenskur landbún- aður flotið í gegnum boða örðug- leika og vandræða. Enn verður þjóð- arbúskapurinn að hvíla á sömu flot- holtunum, enda þótt nýtísku fram- leiðsluhættir sjeu nú viða viðliafðir og greiðari og fljótari eftirtekjan. Og óneitanlega ættum vjer síður að þurfa að óttast harðan vetur nú en i gamla daga, því að betur ætt- um vjer að vera undirbúnir slíkt, auðveldara um samgöngur og birgðir m^iri. Ekki höfðu forfeður vorir t.d. snjóbíla til að flytja fyrir sig, þeg- ar hríðir og fannfergi torvelduðu flutninga. Ekki höfðu þeir jafn- mikla garðrækt og vjer, sem nú framleiðum t. d. nægilega mikið af jarðeplum fyrir neyslu vora. En gömlu mennirnir voru nýtnir og var- færnir og það varð þeim drýgst. „Fálkanum" harst nýlega til eyrna, að hr. Fr. le Sage de Fonlenay, sendiherra Dana á íslandi, yrði sex- tugur innan skamms. Þetta reyndist rjett vera, afmæli sendiherrans er n.k. þriðjudag, 24. september. í til- efni af þessum merkisdegi í æfi þessa merkismanns sneri „Fálkinn“ sjer til de Fontenays og bað um samíal við hann, sem hann góðfúslega veitti. Þegar komið er inn i stofurhar á heimili sendiherrans, er brátl auð- sjeð, að húsbóndinn er bókamaður, því að þar er fjöldi bóka, bæði ís- lenskra og erlendra. Enda er hjer um að ræða hámentaðan mann, sem ekki er einasta fjölfróður og víðles- inn, heldur og sjálfstæður visinda- maður og afkastamikill rithöfundur. De Fontenay á fjölþætt liugðarefni og sinnir þeim af kostgæfni. Frank le Sage de Fontenay er fæddur 24. sept. 1880 að Unnerup- gaard við Helsinge. Hann er af gam- alli, franskri aðalsætt, eins og nafnið bendir til. Hann varð stúdent 1899 og lauk háskólaprófi í sögu við Hafn- arháskóla 1906. — 1909 varð hann skjalavörður danska utanríkisráðu- neytisins og 1914 yfirskjalavörður í sama safni. De Fontenay gerði i þessu embætti miklar umbætur á endurskipun skjala í safninu og á árunum 1921—22 heimsótti hann dönsku sendisveitirnar í ýmsum höf- uðborgum Evrópu og kom nýju skipulagi á skjalasöfn þeirra. Dvald- ist hann þá t. d. í London, París, p.russel, Haag og viðar. Árið 1924 verður de Fontenay sendiherra Dana lijer á íslandi og hefir gegnt því starfi siðan. Hann er kvæntur ís- Neyðin kennir naktri konu að spinini og þeim liafði hún kennt að vera nægjusamir og að búa sem mest að sinu. Dæmi þeirra og reynsla ætti að vera oss minnisstætt, svo að vjer þurfum ekki sjálfir að reka oss á í hinum harða skóla reynslunnar. Þá þurfum vjer síður að óttast köld sumur og harða vetur. lenskri konu, Guðrúnu Eiríksdóttur. — Hvenær tókuð þjer fyrst að fá áhuga fyrir íslenskum bókmentum og tungu? spyr jeg sendiherrann. — Þegar á mentaskólaárum mín- um, svarar de Fontenay. Við lásuin nokkuð í kenslubók Wiminers í nor- rænu, áttum að lesa eitthvað um 50 blaðsíður, að mig minnir, en jeg varð þegar svo stórhrifinn af þessum fræðum, að jeg las alla bókina vand- lega. Síðan get jeg vitnað í ýmis kvæðin, sem jeg las þá eins og t. d. Hávamál og Hákonarmál, og kann mikið af þeiin utan að. Sendiherrann dregur nú fram lestr- arbók Wimmers og ber hún þess vott, að hann hefir lesið hana gaumgæfi- lega á skólaárunum. Eru þar víða undirstrikuð orð, skýringar og at- hugasemdir ritaðar á spássíur og laus blöð. — í liáskólanum hafði jeg íslensku sem aukanámsgrein. Var prófessor Finnur Jónsson kennari minn. Las jeg hjá honum Völuspá, forn kvæði, ýmislegt í rímum o. fl. Þá las jeg og margt liinna íslensku fornsagna og kvæði og lireifst mjög af þeim, einkum Gunnlaugs sögu Ormstungu. Siðan hefir áliugi minn fyrir ís- lenskum efnum aldrei dvínað. Loks skal jeg geta þess, að jeg eignaðist góða fjelaga og kunningja meðal ís- lenskra stúdenta á Garði i dvöl minni l>ar. Get jeg t. d. nefnt dr. Guðmund P’innbogason, sjera Gísla á Stóra- Hrauni, Jón Poppé, Lárus Fjeldsted. Ólafur Daníelsson bjó að vísu ekki á Garði, en hann kom þar oft, og iuarga skákina tefldum við Ólafur saman. — En hvað olli svo einkum því, að þjer fenguð svo brennandi áhuga fyrir austurlenskum fræðum? — Það var í gegnum sögurann- sóknir mínar. Jeg fjekk snemma á- huga fyrir spánskri sögu og þá var auðvitað skamt til Arabanna. Sökti jeg mjer niður í þetta viðfangsefni og kynti mjer austurlensk mál og ntenningu með aðstoð próf. Östrup. sem sjerstaklega var kennari minn í arabisku. Hjá de Fontenay sá jeg skrá yfir fræðirit hans og ritgerðir. Eru þau mikil að vöxtum og fjalla einkum um söguleg efni og bókmenlir og málfræði, einkum um islensk efni og austurlensk. Hann gaf út ásamt öðrum Veraldarsögu Gylciendals, i 6 bindum 1919—1922. Af því riti samdi P'ontenay einn um 900 bls. Af því, sem hann liefir ritað um íslensk efni má nefna ritgerð hans um íslenskan skáldskap á 19. öld. Þetta er fyrir- lestur, sem höf. flutti fyrst i „Dansk- islansk Samfund" 1926, og síðan aft- ur aukinn og endurbættan fyrir dönskum lýðháskólakennurum á Laugarvatni í fyrra súmar. í erindi Frh. á bls. Vi. Jóhannes Stefánsson, kaupm., Seljav. 29, verður 80 ára 23. þ.m. Frá lngibjörg Jensdóttir, Lauf- ásveg 38, verður 80 ára 25. þ. m. Frú Guðlaug Jónsdóttir frá Ingjaldshóli, verður 80 ára 24. þ. m.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.