Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Til vinstri: Tatarakona með króann sinn. T. h. Gamall tataraforingi. TATADAD ji n j. ii n ii n FRÆGUSTU FLÖKKUMENN VERALDAR Tatarinn, eða Sigauninn, á að gfeta ferðest kr'ngum hnöttinn án þess að hafa eyri í vasanum. En þeir verða að kunna margl og vera sjeðir. — og Tatarastúlkurnar eru dygðin sjálf! TVEIR tataravagnar með hestum A fyrir koma sígandi fram "veginn. Jeg var staddur í sumarleyfi á þessum slóðum, og undir eins og vagnarnir námu staðar, kom fjöldi af krakka- andlitum út í gluggana á húsvögnun- um. Rjett hjá kirkjunni stigu tveir metin ofan úr ekilsætunum. Þeim leist auðsjáanlega vel á, að dvelja þarna um stund. Og nú valt heill hópur af krökkum og kerlingum út úr vögn- unum og allir stóðu í hnapp við vegarbrúnina. Þar var staðið og blaðrað og bent í allar áttir — það var auðsjáanlega verið að ræða um, livar besta væri að setjast að. Foringi hópsins fór nú að leita uppi landeigandann, sem þarna átti hlut að máli, til þess að fá leyfi til að setjast að þarna. En hann baðaði frá sjer -tiáðum höndum. Nýtt þref, nýir samningar við aðra landeigend- ur, nýjar neitanir. En liversvegna? spurði tataraforinginn í öngum sín- um. Við gerum engum manni ilt. Ójá, en gæti hann borgað nokkra leigu? Nú, það var ekki annað! Var það elcki annað en það, hvort hann væri borgunarmaður fyrir leigunni? Altaf sama viðkvæðið — allir vildu hafa tryggingu. Eftir langt þref fór tataraforinginn til hreppstjórans og sagði honum livað væri i efni. Ef þeir vildu fá tryggingar, væri hægurinn hjá, að hringja til ákveðins banka, sem tat- arinn skifti við. Þegar tatarinn var farinn hugsaði hreppstjórinn sjer, að rjett væri að gera þetta, og svo hringdi hann. Jú, þeir könnuðust vel við þennan tatara, sagði maðurinn í bankanum. Hann átti tvö hús í Osló og auk þess 200.000 krónur á vöxtum í bankanum. Nú urðu engin vandræði með að fá blett og innan skamms hafði lijörðin komið sjer fyrir á grasflöt við þjóðveginn. Það var þarna, sem jeg hitti foringjann og fjekk hann til að segja mjer sitt hvað af háttum sínum og tataranna yfirleitt. Þetta var mesti greindarkari, blikksmiður að iðn og mjög handlaginn. „Það þýðir ekkert að spyrja mig hvenær jeg sje fæddur,“ sagði hann hlægjandi. „Tataramæður hafa ekki tíma til að segja börnunum frá af- mælisdögum þeirra. En mig rámar óljóst í stórt fljót og mikið af tjöld- um. Síðan hefi jeg friett að fljótið lijet Dóná og landið Rúmenía. Faðir minn jvar hrossabraskari og giflist roóður minni, sem var falleg kona méð tinnusvört augu og koparrauð á hörund. Jeg var ekki nema krakki þegar við komum til Svíþjóð r. Skamt frá Gautaborg giftist jeg konu af sama kynþælti og jeg — Taikon-bálk- inum. Það er hún sem situr þarna hjá henni móður sinni“. Við eldinn sat tiltölulega uugleg kona, með svart hár og strítt, gneist- andi augu, stóra eyrnahringi og spöng um ennið. Hún var i mosn- grænum kjól og með gult sjal. Hjá henni sat gömul kona, sem ekki gat heitið fríð lengur, en það mátti sjá, að hún hafði verið það einu sinni. Þær voru báðar önnum kafnar við að taka upp dúka og sjöl, með sterk- um litum. Nokkrir krakkar komu með fangið fult af greinum og kvistum, sem þau höfðu tínt saman í skóginum, og lögðu þetta í kesti við eldinn. Tvær telpur, átta til tíu ára voru að skræla kartöflur. Tatarabörnin byrja að vinna þeg- ar þau eru fjögra ára. Meðan full- orðna fólkið er á bæjunum að spá, selja eða betla, annast börnin heimil- ið. Drengirnir hugsa um hestana en telpurnar um matinn. Og þau minstu eru tátin safna í eldinn. Tataramóðirin segir, að barnið geti aldrei lært of mikið. Tatarinn á að vera fær um, að komast kringum hnöttinn, án þess að hafa eyri i vas- anum. En hann á að vera þ'’sund lsjala smiður, og vera sjeður eins og naðra. „Föðurbróðir minn kendi mjer blikksmíði,“ segir tataraforinginn og kveikir i pípunni sinni. „Hann var þjóðhagi — kunni alt — smíðaði skeifur, óf dúka, reið net og sm'ðaði líka fiðlur og munnhörpur og gal leikið á flest hljóðfæri. Og honum var afarlagið, að kenna börnum. Ef honum líkaði ekki það, sem þau höfðu gert, fjekk hann þeim það a't- ur, án þess að segja orð. Og ef krakkarnir spurðu hann, hvað væri að, þá svaraði liann bara: „Heilinn í mjer er fyrir mig, ykkar heili er handa ykkur“. Og innan skamms sáu börnin sjálf hvað að var.“ „Jeg hafði fengið mjög naumt upp- eldi, eins og flest tatarabörn. Jeg fjekk fleiri kjaftshögg en kossa, því að kjassið er ekki haft í hávegum hjá okkur, en barsmiðinni tökum við við og látum úti. Og hversu vel sem jeg rækti störf mín þá fjekk jeg al- drei laun fyrir. Þó jeg væri svo ó- heppinn að skera mig í fingur, þá þýddi ekkert að gráta. Hygilegast var að segja ekki neitt, því annars gat jeg átt von á kinnhesti. Skæri jég mig þá var það af því að jeg var klaufi, og þessvegna var best að hafa hugann betur við það, sem maður trfði fyrir stafái, í næsta skifti. Móðir mín var vön að segja, að lifið væri hart og grimt, og þessvegna væri best að venjast þvi frá barnæsku. Jeg man altaf eftir, hve gott mjer þótti að koma til Sviþjóðar, þegar jeg var barn. Fólkið hló að vísu að okk- ur, en það var ekki fjandsamlegt okkur. Og mjer fanst það mundu verða skemtilegt, að eiga heima inn- an um fólk, sem brosti þegar það leit á mann.“ Konurnar við eldinn voru öðru hverju að skreppa inn i vagnana og koma'út aftur með ker og kyrnur, af ýmiskonar gerðum og stærðum. Bundu það saman á hönkunum, fleygðu sjölum og dúkum yfir öxl- ina og lögou svo upp í flakkið á bæ- ina. Maðurinn brosti til þeirra þegar þær kvöddu. Nú gætu húsmæðurnar í nágrenninu fengið tækifæri til að fá sjer nýjan pott eða ausu og ann- að sem þær vanhagaði um. Og þær fengi ekki aðeins góð-r vörur fyrir lítið verð, heldur mundu þær líka fá gott ráð eða lofsverð ummæli,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.