Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 5

Fálkinn - 31.01.1941, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 þegar tatarakonurnar hefðu litið í lófann á þeim og lesið úr línunum. Þær skyldu líka fá að vita, hvernig maður læknar kvef eða hvernig á að fara með krakkana, ef þeim verð- ur ilt í maganum. Tatararnir verða snemma að læra að verða mannþekkjarar og þroska eftirtektina. Þeir vita, að þegar tjöld- in fyrir gluggunum eru skökk eða ó- jöfn, þá er fólkið á bænum hjarta- gott og gjöfult. Þar má reyna að selja. En ef gluggatjöldin hanga rjett og sljett þá er heimilisfólkið naumt og sýtingssamt og litil von um við- skifti. Þar sem mikið er um hunda, ketti og fugla, getur maður verið viss um að hitta gott fólk. Tatarar telja þetta óbrigðult merki. Sjerstaklega er gott að eiga við litla menn, sem eiga stóra hunda. Þeir eru altaf hlið- ir og fórnfúsir. En þegar maður sjer magran og mannfælinn kött við bæj- ardyrnar, veit tatarinn, að þessi kött- ur verður að sjá fyrir sjer siálfur, svo þar á bæ er ekki von á góðu. Ef kötturinn hleypur upp i trje þegar maður kemur, þýðir ekkert að herja á dyrnar. „Yfirleitt hefir fólk afar sljóga eftirtekt," hjelt tataraforinginn áfram og barði öskuna úr pípunni. Þess- vegna er það stundum, að við erum Jialdnir göldróttir, þegar við erum að draga einföldustu ályktanir. Göm- ul kona býður okkur inn til sín og við föruni að tala inn soninn hennar i Ameríku. Hún verður undir eins glöð og forviða, er hún þykist sjá, að við sjáum jafnlangt nefi okkar. Hún a nefnilega son í Bandaríkjunum. En við þurfum ekki að hafa sjeð ann- að en myndakort, sent einhverstaðar frá Ameriku eða ljósmynd á veggn- um, með nafni ljósmyndarans í horn- inu ásamt borgarnafninu. Við berjum á eldhúsdyr og húsmóðirin kemur og lýkur upp. Hún er að þvo þvott og hefir nóg að hugsa. Við biðjum um að mega spá fyrir lienni með því að lesa í lófa hennar. Við segjum henni hve mörg börn hún eigi, ald- ur þeirra og hve margir strákarnir sjeu og stelpurnar. Hún verður al- veg hissa. En við eigum enga yfir- náttúrlega spádómsgáfu, við höfum aðeins tekið eftir þvottinum, sem hangir á snúruni. Þarna eru þrír litlir kjólar, mismunandi stórir — með öðrum orðum þrjár stúlkur. Þarna eru líka litlar buxur — fimm ára gamall drengur. Þetta er allur galdurinn! Annars þarf maður ekki að koma á marga bæi, til þess að verða kunnugur flestum heimilum í sveitinni. Fólk hefir gaman af að tala mn náungann." Tonio, svo hjet tataraforinginn, sem jeg talaði við, — hló að spurn- ingum mínum um ofurást tatara og ástríður, tunglsljós og blóðheitar tat- aradrósir. „Þetta er alt skáldskapur," sagði hann og stafar af því, að fólk hefir frá upphafi fengið rangar upp- lýsingar um siðferði tatara. Tatarar hafa svo strangan aga, að tatarakonu inundi aldrei detta í hug að renna hýrum augum til nokkurs nema ✓ mannsins síns. Ef hún gerði það, mundi hún þegar verða útskúfuð úr sinum hóp. En þegar hún þarf að selja þá brosir hún blitt og augun glampa — hún gæti ekkert selt ef liún væri afundin og súr á svipinn. Tatarastúlkan giftist snemma, því að hún telur hentugra að verða móð- ir seytján ára en tuttugu og sjö ára. Hún giftist i þrennu augnamiði: til að verða fjelagi mannsins sins, til að eiga börn — hún hirðir ekki um hve mörg þau verða —■ og til að hjálpa manninum að vinna. „Þjer álítið,“ sagði Tonio, „að kven- fólkið okkar lifi þræla lífi. Það getur Tatarakerling með kaffikelilinn sinn. STÓRSKOTALIÐIÐ STARFAR. í yfirstandandi styrjöld hefir stór- skotaliðsins gætt minna en áður því að flugvjelar hafa tekið að sjer hlutverk hinna langskeyttu fallbyssa. Það er sem sje bæði ódýrara og ör- uggara að senda flugvjelar með þung- ar sprengjur til að hella yfir borg- irnar en að skjóta þeim af lang- skeyttum fallbyssum, því að þær eru vel verið, en það er aldrei leiðinlegt líf og við reynum aldrei að talca r \ð- in af öðrmn, eins og þið, og þykjast meiri en við erum. Það tel jeg mesta gallann á siðmenningunril.“ Kynborinn tatari og tatarastúlka hlanda hlóði þegar þau giftast. Hjóna skilnaður er óþekt fyrirbrigði. Þau hafa of mikið að gera til þess að verða missátt og þau glíma ekki við nein dýpri andleg verkefni. Maðurinn fer ekki í vinnu og skilur konuna eft- ir heima, og hann á aldrei sumarleyfi í vændum. Maður og kona vinna sam- an í fjelagi. Þau vaxa saman í starfi og við gagnkvæm áhugmál og verða livort öðru holl. Hrukkurnar i andliti tatarakerlingarinnar eru tákn virðing- ar og aðdáunar. Auk foringjans, hefir hver flokkur sina ættmóður — phuri- dan — eða „gömlu mömmu“, sem vakir yfir siðum og venjum flokksins. Kemur þar fram virðing tatara fyrir ellinni. Foringinn liefir ótakmarkað vald yfir flokki sínum og flokkarnir eru liver öðrum óháðir. í Sviþjóð eru tvær aðalkvíslir tatara, önnur eldri og blandaðri og nefnist tatorar (í Sví- þjóð og Þýskalandi fengu fyrstu si- gaunarnir naf.iið tatarar, því að menn lijeldu að þeir væru af sama stofni og hinir herskáu tatarar í Asíu) og önn- ur yngri kvísl, liinir hreinu sígaunar. Af þeim eru aðeins tveir flokkar til á Tatarar i Epson i Englandi. Gamla konan hefir verið viðstödd allar Der- byveðreiðar í 48 ár. Hjer á myndunum þremur er ferða- saga kúlusprengjunnar út úr hlaupi á svonefndi þungri fallbyssu, en þær skjóta skeytum, sem eru frá 9,2 til 18 enskir þumlungar í þvermál og draga alt að 35 kílómetra. Á fyrstu myndinni sjest reykurinn og þrýsti- gasið í sama hili og kúlusprengjan er að komast út úr lilaupinu. Næsta myndin sýnir livernig gasið, sem þrýsti kúlunni út, liefir dreift sjer, en sú þriðja sýnir blossann, sem kemur út úr hlaupinu á eftir kúl- unni. norðurlöndum; kom annar frá Ung- verjalandi og er kendur við foringja sinn, Berziko, en hinn flokkurinn kom frá Rússlandi og hjet foringi hans Taikon. Johan Dimitri Taikon er maður um sextugt og nýtur mikils álits, fyrir vitsmuna sakir og rjett- lætis. Það eru skiftar skoðanir um hvað- an tatarar sjeu sprottnir í fyrstu. Þeir komu til Evrópu fyrir nálægt 1100 árum, og segja rithöfundar frá Bysants, að þeir sjeu komnir frá Frygíu. Aðrir telja þá ættaða frá Indlandi. Þeir kalla sig sjálfir romanoi og tungu sina romanoika, og í Hellas eru enn afkomendur af sama stofni, sem kallar síg romanoi. „Hvernig lýst yður á að taka fasta húsetu og lifa eins og annað fólk, á föstum samastað?" spyr jeg. Þá bros- ir Tonio: „Nei, ferðalöngunin er of rík til þess. Hún er okkur í blóð borin. Lítið þjer á hana ömmu gömlut Hún var 83 ára þegar hún dó, en fram til þess síðasta gat hún aldrei haldið kyrru fyrir. Hún ætlaði alveg að ganga af göflunum, þegar henni fanst við halda of lengi kyrru fyrir á sama. stað. Og svona erum við öll.“ Þannig talaði sonur hinnar flakk- andi eymdar — sem í rauninni er engin eymd. ekki endingargóðar, og endasi þvi skemur því lengra sem þær flytja. Þó hefir verið getið um stórskota- hríð af langdrægum fallbyssum i yfirstandandi styrjöld, einkum i sam- bandi við hríð þá, sein Þjóðverjar gerðu á Suður-England í liaust, um það leyti sem innrásin i England átti að fara fram.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.