Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 2

Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - HARDY NÝTUR LÍFSINS. Þessi Hardy-kvikmynd er sú sjötta í röðinni, í hinum fræga flokki þess- ara skemtilegu mynda, og síst er hún eftirhátur þeirra, sem á undan eru farnar. 1 þessari mynd gerist það, að Hardy sjer sjer leik á borði til þess að eignast peninga. Hann upp- götvar sem sje, að langalangafi hans, stórfræg hetja úr stríðinu inikla 1812, hafi látið eftir sig auðlegð mikla, ekki minna en um tvær miljónir dollara, og fer nú á stúfana til þess að vitja arfsins. Vitanlega vill hann hafa alla fjölskylduna með sjer og leigir sjer flugvjel til þess að kom- ast sem skjótast á staðinn, þar sem peninganna er von. Andy nær ekki upp i nefið á sjer við tilhugsunina um alla peningana, og Mary systir hans dreymir stóra drauma um það, livað liægt verði að gera, þegar lnin og þau öll sjeu orðin miljónamær- ingar. En Mickey litli þarf að hitta Polly Benedikt vinkonu sína áður en hann fer, en þá vill svo til, að hann hittir þar slánann Dick Bannersley frá Boston, mann sem honum lýst prýðilega illa á. Mickey kveður Pol- ly í hálfgerðu fússi. Segir nú ekki frekar af ferðinni, fyr en á leiðinni, að Milly frænka hittir í flugvjelinni ríkan kaupsýslumann, talsvert full- orðinn. Hann kynnir sig, og heitir Terry Archer og verður þeim vel til vina. Þegar kemur á áfangastað hinnar ríku arfleifðar halda þau Hardy- hjúin þegar á arfleifðina, sem sann- ast að segja er orðin talsvert niður- nídd. Leeds hjet ættfaðirinn ríki og þarna liitta þau kjörson síðasta af- komanda hans, Philip Westcott að nafni. Þar er og brytinn Dobss, og kemur hann allmikið við sögu. Kjör- sonurinn er allra þægilegasti piltur og vel upp alinn, og verður því.ekki neitað, að Mary líst dável á hann. Þannig hefst sagan. En svo segir myndin frá því, livernig Hardy-fólk- inu gengur að framkvæma erindið: sem sje að ná i aurana. Þar skeður svo' margt óvænt, og með svo ein- kennilegu móti, að engin tök eru á að lýsa því. En vist er um það, að engum leiðist meðan hann er að horfa á þá atburði. Það er vitanlega sama gamla ein- valaliðið, sem leikur í þessari mynd og i þeim sem á undan voru gengn- ar. Hardy er leikinn af Lewis Stone, sem ávalt er jafn skemtilegur hvað gamall sem hann verour. En Andy Hardy leikur hinn ungi fulltrúi em- eríkanskrar kvikmyndalistar, Mickey Rooney.En Cecilia Parker, Fay Hol- den og Ann Butherford leika þær Marian, frú Ilardy og Polly Benedict. Sparaðu eyririnn — þá kemur krónan. Eitt allra fegursta landsetrið i Pyreneafjöllum, Frakklandsmegin, er eign fyrcverandi fatageymslu-umsjón- armanns á hinum lieimsfræga París- arveitingastað „Maxim“. í fjörutíu ói' var þessi maður, sem hjá gestunum gekk undir nagninu Gerard, í fata- geymsdlunni og eyddi aldrei grænum eyri í óþarfa. Var hann fastagestum um jafn kunnur og staðurinn sjálfur, stundum lánaði hann skyndilán þeim, sem hann vissi að liann mátti treysta og fjekk drjúga þóknun fyrir. En þegar hann liætti störfum var hann orðinn svo loðinn um lófana, að han ngat keypt höllina og dvelur nú þar i ellinni og þykir ósínkur ó fje. RÆKTIÐ ÞIÐ SKÓG! Leiðbeiningar uni trjárækt. Víkingsútgáfan, Rvík. 1941. Húkon Bjarnason samdi. Ef hægt er að segja um bók, að hún sje „orð í tíma talað“ þá ma segja þetta um litla bók, sem Hákon Bjarnason skógræktarstjóri hefir sam- ið og Víkingsútgófan gefið út. Bókin keifiur á rjettum tíma, einmitt undir vorið, þegar moldin kallar á menn- ina og biður þá um að iíota sig til þess að klæða landið. Of mikið sinnuleysi hefir frá alda- öðli ríkt um þau mál, sem kölluð eru skógræktarmál. Þegar fyrsti skóg- ræktarstjórinn var skipaður hjer á landi, lir. Koefod-Hansen, þó átti liann við svo ótrúlega örðugleika að slríða af hálfu þeirra, sem hann átti og ætlaði að vinna fyrir, að þess munu fá dæmi. Nú, þrjátíu árum síð- ar, er farinn að sjást árangur af starfi lians, og m. a. gefst landsmönn- um nú tækifæri til að atliuga, livað friðun gamalla skógarleifa hefir mikla þýðingu. Iíyrkingslegur skógur vex og bætir við liæð sína á einum ára- tug meiru eh hann liafði áður getað gert á lieilli öld. Eftirmaður hins fyrsta skógræktar- stjóra íslands, Hákon Bjarnason, hef- ir sýnt það á þeim fáu árum, sem hann hefir liaft skógræktarmól ís- , lands undir liöndum, að hann er rjettur maður á rjettum stað. Fyrir atfylgi hans hefir m. a. tekist að friða stór skógsvæði og jafnframt liefir hann verið ótrauður í því, að gera tilraunir með nýjar viðarteg- undir hjer á landi, sem áður þótti lítil von um, að dafnað gætu lijer. Má í þvi sambandi einkum minnast á barrviðartegundir ýmsar, sem illa liefir gengið að fást til að þrífast hjer svo vel, að jiær geti orðið að nytjaskógi þegar frá líður. — — — Bók sú, sem hjer er getið, er ekki nema stutt. Hún er skrifuð sem leið- beining lianda fólki, sem hefir áhuga á, að koma upp Qfurlitlum trjálundi kringum híbýli sín. Bók sein þessi hef ir ekki verið gefin út áður á íslenslui máli, en vert er að minnast þess, að Einar sál. Helgason garðyrkjufræð- ingur gat út á sinni tíð bók, er liann nefndi „Bjarkir" og miðaði að sama marki. En hvorttveggja er, að sú bók mun vera uppseld fyrir löngu, og svo liitt, að síðan lnin var rituð hefir fengist margvísleg reynsla hjer innanlands um meðferð trjáa og val á þeim tegundum, sem besl lienta íslensku loftslagi. Er tvímælalaust enginn maður á landinu, sem liefir jafnmikla reynslu í þeim efnurii og Hákon skógræktarstjóri. Bók hans á því erindi inn á hvert einasta heimili á landinu, sem hefir ofurlitla holu fil gróðursetningár trjáa og á innan heimilisins fólk, livort heldur eru húsbændurnir eða börn- in, sem langar til að skapa lieimilinu þá bestu ónægju og mestu prýði, sem heimili getur eignast. „Leiðbeiningar um skógrækt“ er ennfremur einkar Ijóst og vel skipulega samin bók, sem engum er ofvaxið að færa sjer i nyt. Ilafi höf. og útgefandi þökk fyrir bókina. Eftir nokkra áratugi mun liún hafa reist sjer minnisvarða víðsvegar um landið. Helst sem víð- ast. - NÝJA BÍÓ - ÆSKA ABRAHAMS LINCOLNS. Eftir hundrað ár verður ekki um það sagt, hver þá verði vinsælastur allra Bandaríkjaforseta. Sá nýi heim- ur, sem skapast mun upp úr jiessari styrjöld, mun t. d .skera úr því, hvar núverandi Bandaríkjaforseti verði settur á bekk — eini forsetinn sem ti! þessa hefir verið kjörinn þrívegis í forsetasætið. En eitt er víst og það er það, að af öllum liðnum forsetum Bandaríkja er enginn jafn vinsæll og Abraham Lincoln. Jafnvel George Washington, hinn fyrsti forseti ríkjanna og liöf- undur stórveldisins í Norður-Ameríku kemst ekki í hálfkvisti við Lincoln. Vera má, að þetta sje af jiví, að Lincoln var í fylsta máta barn sinn- ar eigin þjóðar. Upprunninn úr al- þýðustjett, alinn upp i fátækt, og hafði ekkert veganesti annað en það, sem liann aflaði sjer að loknu striti dagsins. Það sem Englendingurinn kallar „selvmade man“. Hann brýst i því, að afla sjer lögfræðimentunar og liann verður lögfræðingur og þeg- ar hann fer að „praktisera“ þá gefur hann öllum þeim, sem ekki gálu borg- að, aðstoð sína. Ef til vill liafa þær gjafir útvegar honum fyrsta fylgið síðarmeir, en ekki það lagasta. Þrælastríðið varð til þess að reyna á hið sanna manngildi þessa mikla forseta. Þessi borgarstyrjöld mun lengi verða talin sögulegasti viðburð- urinn, sem yfir Bandaríkin hefir gengið. Og eins og flestir vita, þá varð hatrið á Lincoln og afstaða lians í styrjöldinni: barátta lians fyrir mannrjettindum liinna blökku þegna Ameríku, til þess að stytta lion- um aldur. Hann var skotinn í leik- liúsi á sýningu, af hálfærðum ofstæk- ismanni. Og líklega liefði liann aldrei orðið jafn vinsæll af eftirtíð sinni og raun ber vitni, ef æfilok hans hefðu ekki orðið liessi. Því að dauði hans var í raun rjettri píslarvættis- dauði. Myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna á næstunni, er ekki lieildaræfisaga Abrahams Lincolns, heldur aðeins saga æsku hans. Og tilgangur mynd- arinnar er só, að sýna, hvernig þessi mikli maður mótast af umhverfi sínu og glímunni yið allar ytri að- stæður. Honum er ekki hossað i uppeldinu, þessum unglingi. Jafnvel útlitið hafði hann á móti sjer, og var kallaður klunninn, og „kálfurinn í postulínsbúðinni“. Jafnaldra hans, sem mest níddust á honum óraði slölt- fyrir því, að þessi ólánlegavaxni slött ólfur ælti eftir að verða forseti Bandaríkjanna. Eins og nærri má geta hefir vcl verið til myndarinnar vandað. Hún er fallegt og fróðlegt listaverk, sem talar jafnt til heilans og lijartans. Hlutverk Lincolns er leikið af Hen- ry Fonda. EF ÞJER EIGIÐ VIN innlendan eða erlendan, sem þjer viljið gleðja á þessu nýíjyrjaða 'sumri þá gefið lionum 100 íslenskar myndir. BÖKA VERSLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU. Edouard Rotschild barón, flýði til Ameríku, þegar útsjeð var um, hvern- ig fara mundi fyrjr Frökkum i viður- eigninni við Þjóðverja, og skildi eftir allar þær eignir, sem hann gat ekki komið undan, svo sem liina fögru liöll sína í París. Hafa Þjóðverjar tekið höllina, en málverkin hafði Rotschihl skorið út úr umgerðun- um, eins og sjá má af myndinni. YFIRGEFNA HÖLLIN. Aðalmaður frönsku Rotschilds- auðmannanna og bankaeigendanna, — Það er undarlegt livað sumir gera í leiðslu. Jeg hefi þekt mann, áem var svo utan við sig, að þegar liann kom heim eitt kvöldið, Jagði hann frakkann sin kyrfilega í rúm- ið og breiddi ofan á hann, en hengdi sjálfan sig upp á snaga. — Læt jeg það vera. Einu sinni þekti jeg mann, sem kom lieim að kvöldi dags, einu sinni sem oftar. Þegar hann var afklæddur lagði hann seppann sinn undir rúmið en spark- aði sjálfum sjer ofan stigann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.