Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. Ýmsar manneskjur eiga ávalt i sál- arstríði, en áróður sá, sem sumar hernaðarþjóðir gera á þjóðir með ■ ininnimáttarkend til þess að neyða þær til undirgefni við sig, hefir verið nefndur taugastríð. Það byggist á því að gera heilar þjóðir hræddar, með þvi að ógna þeim með allskon- ar liörmungum, hrella þær, gera þeim skráveifur, byrsta sig og sýna fram á, hve máttur þeirra og megin sje mikið. — Þá er sú önnur aðferðin, að láta njósna um einstaklinga, segja þeim, að þeir hafi sjest tala við ákveðinn „vondann mann“ á þess- ari og þessari stundu, og að það muni hafa afleiðingar, ef þetta sjáist oftar. Það er og þáttur í taugastriði, þegar það er háð gagnvart þjóð, sem þegar liefir verið hernumin, að nema á brott menn, er þeir eru fjarstaddir heimili sínu, láta ekkert um þá vitn- ast og halda þeim i fangelsi viku eftir viku — helst þangað til fjöl- skylda mannsins hefir látið hugast, eftir margar andvökunætur og mikla sorg. Þá kemur maðurinn heim. Hann hefir aðeins verið hafður í haldi, en ekki pindur nema hann hafi þótt grunsamur. En þegar þetta er gert nógu viða í landinu þá safnast þeg- ar saman kemur. Fólkið sem verður fyrir taugastriðinu, biður um náð og þjóðin biður um náð — gefst upp. Við íslendingar höfum ekki haft af þessu að segja, og gerum það von- andi aldrei. En samt sem áður finst ýmsum íslendingum, að þeir eigi í taugastriði. Þetta er misskilningur. Við höfum að vísu átt við harm að búa undanfarið, bæði þjóðin öll og sjerstaklega þeir, sem hafa orðið fyrir ástvinamissi. En samt er þetta annað en taugastríð ýmsra annara landa. Það má segja með nokkrum rjetti, að aðfarirnar gegn íslensku skipunum hafi verið taugastríð, til þess að undirbúa hafnbannið, sem siðan kom yfir þetta land. En þó er þetta smáræði lijá taugastríði, sem dunið hefir yfir ýms önnur lönd, og * tiltölulega klaufalegt stríð. En sumum finst að við megum ekki fara varhluta af taugastríðinu. Og til þess að svo fari leggja þeir í vana sinn að búa til sögur ýmist af slys- förum íslenslcra skipa, eða af yfir- vofandi loftárásum, sem eigi að gera á íslandi, eða einhverju öðru, sem er vel til þess fallið að gera fólki órótt innanbrjósts. Þessir menn ættu að gera sjer ljóst að þeir eru að vinna níðingsverk. VESTURFÖR HALIFAX LÁVARÐAR. Bretar þóttust ekki hafa hæfari manni á að skipa, er þeir útnefndu nýjan sendiherra til Bandaríkjanna, en að senda þangað Halifax lávarð, sem áður var utanríkisráðherra Bret- lands. Fór sendiherrann vestur um liaf með einu af nýjustu og fullkomn- ustu herskipum Breta, „King George V.“ og er myndin tekin af lávarðin- um, þegar hann gengur um borð í tundurspillirinn, sem flytur liann út i bryndrekann. — Þegar Halifax lávarður kom vestur tók Roosevelt forseti sjálfur á móti honum, þegar hann kom af skipsfjöl, og þegar liinn nýi sendiherra Bandarikjanna, Winant, kom til Englands skömmu síðar, tók Bretakonungur sjálfur á móti honum á skipfjöl og er þetta í fyrsta skifti, sem nýjum sendiherra er sýndur sá heiður i Englandi. „QUISLINGAR“ HANDTEKNIR rásin, scm enskt herskip gerði á f NOREGI. Svovlvær í Lofóten í marsmánuði. Mönnum er enn i fersku minni á- Gekk herlið af skipinu í land og eyði- lagði sildarverksmiðju og sprengdi lýsisgeymira hennar, og handtók f orustumenn Quislingstjórnarinnar þar á staðnum, svo sem lögreglustjór- ann og aðstoðarmann hans, og hafði skipið þá með sjer til Englands. Ennfremur gerði skipstjóri þeim sem vildu kost á því að fara með skipinu til Englands og urðu margir til þess að nota sjer boðið. — 215 fanga tók skipið alls í Svovlvær. — Hjer á myndinni sjest lögreglu- stjórinn í Lófót og fulltrúi lians. Er myndin tekin eftir að þeir komu til Englands. Siðan hafa Norðmenn farið í sams- konar ferð til Norður-Noregs, á ein- um af ameríkönsku tundurspillunum, sem Bretar fengu hjá Ameríkumönn- um. Voru þeir alls 50 en fjóra þeirra hafa Norðmenn fengið tii umráða. í marsferðinni söktu Bretar og 18 þúsund smálesta skipastól fyrir Þjóð- verjum. />//>/ r>/ />/ ne Magnús Stefánsson dyravörðnr l Stjórnarráðinu varð fimtugur 29. apríl. Theoðór Ámason: — Merkir] tónmillinflar lifs og liöuír, — Felicien César Davíd. 1810—1876. David var fæddur i Cadenet i Vaucluse-hjeraði á Frakklandi 13. apríl 1810. Fyrstu spor hans á tón- listarbrautinni voru þau, að hann þótti hafa frábærilega fagra söngrödd sem smábarn, og einhver tónlistar- maður varð til þess að hvetja for- eldra hans til að gefa þeim hæfileika gaum og láta temja hann. Þau fluttu búferlum til Aix, þegar Felicien var á sjöunda árinu og var lionum kom- ið fyrir í drengjakór dómkirkjunnar. Þar fjekk hann svo fyrstu tilsögn- ina í tónfræði og organleik, jafnframt því, sem söngröddin var þjálfuð. Var honum þetta nám sem leikur einn og hann fór brátt að semja lög, — fyrst sálmalög og motettur’), og þrettán ára gamall samdi hann strengjakvartett, sem enn er til og þykir bera vott um talsverða kunn- áttu og ótrúlegan þroska. Árið 1825 fekk hann inntöku i mentaskóla Jesúítanna í Aix, og þar fjekk hann meðal annars framhaldsmentun í tónlistarfræðum og ágæta tilsögn á fiðlu, og þótti allslyngur fiðlari að loknu námi í þessum skóla. Einn hæfileika hafði David, sem menn voru oft undrandi yfir: hann var svo stálminnurur á tónsmíðar, og Frh. á Ms. Í4. ')Motetta = andleg tónsmíð fyrir söngraddir í „kontrapunkt“-stíl, án undirleiks.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.