Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Rolf Hansen: Oscar Clausen: Chambres á Louer“ Frá liðnum dögum Arendal og Mandal voin einu sinni á vesturlandinu, þó að báðir þessir „dalir“ hafi alla tíð verið við strend- ur Skageraks, sinn hvoru megin við Líðandisnes. Suðurlandið var ekki til :þá, í Noregslandafræðinni, og sunnlendingarnir ljetu þessvegna öld- um saman gera lítið úr sjer, eins og hverjum öðrum vestlendingum. Úr því að hugmyndirnar verða svo bjag- aðar, að austur verður vestur, en þetta snýst liinsvegar við, er maður hefir siglt fyrir syðsta annesið í land- inu, er engin ástæða lil að vjefengja sannleikskraft þessarar sögu, sem gerðist fyrir fimtíu árum í einum af smábæjunum, sem eru meðfram ströndinni eins og perlur á festi, alla leið frá Risör til Flekkefjord. — Tobías Sörensen var fullmektugur „Lýðviljans“, sem ábyrgur ritstjóri þessa máltóls, er var eina róttæka og frjálslynda blaðið þar um slóðir. Það kom út tvisvar í viku, þriðju- dag og föstudag, ög samkvæmt aug- lýsingunum i dálkum blaðsins sjálfs, var það besta blaðið og flutti ávalt nýjustu frjettirnar. — Gerist áskrif- endur! Auglýsið! Hin stjórnmálalega lilið á starfsemi Sörensens ritstjóra fullnægði vafa- laust því, sem hinir 115 áskrifendur blaðsins gátu með nokkurri sanngirni krafist, að því er snerti meiðyrði og úrvals skammir um alla þá, sem ekki voru í sama flokki eða hugsuðu öðru- vísi en Sörensen. Því að Sörensen ritstjóri hafði fyrrum verið klæð- skeri og sem slíkur kunni hann að sveifla skærunum og klippa skamm- argreinar úr blöðunum. En meður því, að liann var lítt kunnandi á er- lendar tungur, varð hann að láta sjer nægja, að klippa úr innlendum blöð- um, því að hann skildi ekki útlendu málin. Hann öfundaði oft í hjarta sínu keppinaut sinn i „Föðurlandinu“ þvi að liann hafði tekið gagnfræðapróf. Hann gat meira að segja belgt sig út með því að birta í blaði sínu þýð- ingar á útlendum ástarsögum, undir fullu nafni. Þesskonar eykur blaða- mönnum sæmdir og virðingu hjá les- endunum, fanst Sörensen, enda þótt hann hinsvegar gengi ekki að þvi gruflandi, að keppin.auturinn hefði að öðru leyti ekki eins mikla þekkingu til brunns að bera og hann sjálfur, einkum í stjórnmálum og innanhjer- aðsmálum. Tobías Sörensen hafði því lagt sjer- staka áherslu á stjórnmálin, bygðar- frjettir og samgöngumálin — þar vildi hann hafa forustuna, hvað sem allri tungumálakunnáttu leið. — Einn glóðheitan sumardag var bar- ið að dyrum á ritstjórnarskrifstofu „Lýðviljans“, og tveir sprengrónir fisikmenn standa löðrandi af svita og másandi af mæði frammi fyrir rit- stjóranum. — Þessa nafnfjöl fundum við á reki úti undir Gerðahólma í morg- un, þegar við vorum' að vitja um. Hún hlýtur að vera af útlendu skipi, sem hefir farist, því að nafnið og heimilisfangið könnumst við ekkert við; jeg gæti lielst trúað, að skipið hefði verið spánskt. Sörensen nasar þarna stórtíðindi. Hvort þetta þykir frjett núna í hunda- dagamollunni! Það er eitthvað annað en bjeaður Miðgarðsormurinn, sem blaðamennirnir eru altaf að tönnlast á, þegar hitarnir eru sem mestir á sumrin. „Sjambres au Lúer“, stafar hann á fjölinni. Jú alveg rjett, þetta er spánska, það held jeg. Skipið hefir héitið Sjambes og er frá Lour. Það er smábær þessi Lour, segir liann spekingslega en með sannfæringar- innar krafti, við sjómennina. — Það er best að liengja fjölina til sýnis út i glugga undir eins og senda sím- skeyti til höfuðborgarinnar og til- kynna þetta. Hjerna eru tvær krón- ur lianda ykkur fyrir fjölina og ó- makið. Og ef eitthvað skyldi koma fyrir seinna, þá munið þið það, að „Lýðviljinn" fer víðast og borgar best. Verið þið sælir, herrar mínir. Sjómennirnir rjeru heim til sín aft- ur í öllum sólarbakstrinum. En nii fór fólk að safnast sarnan fyrir utan gluggann.hjá „Þjóðviljanum“ svo atl innan skamms varð ekki þverfótað þar. Skiptapi, nafnfjöl fundin á reki, spánskt skip, mörg mannslíf farin forgörðum. Þetta kliðaði í loftinu og allur bærinn talaði ekki um annað. En nú kemur Claesen gamli kon- súll röltandi, á heimleið frá skrif- stofunni sinni. — Skiptapi, nafnfjöl og ótal margt fleira kliðar fyrir eyr- unum á honum. Og af því að hann var mesti útgerðarmaðurinn í bæn- um þá leggur liann hlustirnar við — það mundi þó aldrei vera ein af skútunum hans, sem væri farin? En þegar hann sjer „nafnfjölina" og fregnmiðann, lilær hann og verður rórra innan brjósts. — Nei, aldrei hefi jeg nú,vitað aðra eins frekju! — Frekju? Þykir konsúlnum sæm- andi' að' hlæja að jafn sorglegum atburði? segja einliverjir áhorfend- ur, sem gremst þetta. — Já, víst hlæ jeg. — Lýgur „Lýðviljinn" þá, — Ójú, ekki ber á öðru. Vitið þið hvað þessi fjöl er? Nú, ekki það. — Það er algengt, franskt fjalarskilti. —Chambres á Louer stendur á því — hcrbergi til leigu. Ætli jeg megi ekki hlæja? En Tobias Sörensen hló ekki. Fjúkandi vondur tók liann fjölina og þeytti lienni í skranbinginn i port- inu og síðan gekk hann berserks- gang á skrifstofunni. Daginn eftir rigndi uppsögunum yfir hann. „Föð- urlandið“ hrósaði happi en „Lýð- viljinn" þagði. Viku eftir að frjettafölsunin hafði komist upp var ritstjórnarskrifstof- an galtóm og glugganum var skilti með stórum stöfum. Þar stóð: HERBERGI TIE LEIGU. Krókur á móti bragði. Franskur listmálari hafði, sam- kvæmt beiðni, málað mynd af em- eríkanskri konu, auðugri mjög, en þegar myndin var fullgerð, neitaði hún að taka við henni. Dverghund- urinn liennar gat nefnilega ekki þekt hana á myndinni, sagði hún, svo að lnin hlaut að vera mjög ólík henni. Aumingja málarinn vissi ekki sit trjúkandi ráð, þangað til honum loksins hugkvæmdist snjallræði. Hann boðaði frúna á sinn fund i vinnu- stofunni á ákveðnum degi. Ilún kom með hundinn, en hann leit ekki einu sinni á myndina. „Þarna getið þjer sjeð ....“ sagði frúin reiðilega, en listamaðurinn tók nú fram í og sagði, að liundar væru svo nærsýnir og bað hana um, að koma með liundinn nær myndinni. Hún gerði það, og nú teygði liundurinn úr sjer, og fór að sleikja myndina. Frúin varð glöð við og borgaði nú listaverkið hærra verði en um hafði verið samið og ljet bíl- stjóra sinn taka það. Ráðningin var sú, að málarinn hafði borið gæsa- feiti á málverkið, en hún þykir hund- um herramannsmatur. Hjónabandsvísa eftir síra Björn í Laufási. Þegar síra Björn, faðir Þórhalls biskups, var prestur í Laufási við Eyjafjörð voru þar í sókninni trú- lofuð hjú, sem drógu nokkuð á lang- inn að innganga í heilagt lijónaband og var sagt að stúlkan hafi ráðið þessu, og henni verið nauðugt að fara að samsænga allan lífsferilinn með unnusta sinum, en þó fór svo að liún fór að þykkna undir belti og þá fór hún, eins og oft vill verða, að verða fúsari til þess að láta leggja á sig viðjar lijónabandsins og svo „pússaði“ síra Björn þau saman. — Sama daginn og prestur hafði fram- kvæmt lijónavígsluna kvað hann þessa vísu: Nú gengur alt sem náðugast, nú er þá björninn unninn, og hjónabandsþráður hnýttur fast, hvernig, sem hann var sþunninn. Bóndans þar efa ekki starf, óljett er konan, ekki þarf að bera í fullan brunninn.1). NoJtkrar vísur Sierurðar á Jörfa. Einu sinni var Sigurður Helgason skáld á Jörfa staddur í kaupstað og lieilsaði þar kunningja sínum með kossi, eins og þá var siður, en beyk- ir nokkur var þar nærstaddur og gjörði skop að þessu. Þá - kvað Sig- urður: Kossinn ekki krenkir þig, kærleiks aldinn siður, gefðu ekki um að gabba mig, grútarhylkja smiður. — Sigurður kvað einu sinni þessa vísu við smaladreng, sem hjá honum var: Sæktu liesta suður á mel, á sauðum hafðu gætur, urgaðu trúss þín ærið vel, arkaðu svo á fætur. — Einu sinni laumaðist einhver ná- ungi lieim að Jörfa og stal þar skötu og hljóp með liana í burtu, en i því kom Sigurður út og sá tit hans. Þá kvað hann: Stal burt mötu, stór sem jötun strákur grófur, beygði af götu, bölvaður skötubarða þjófur. Fyrri kona Sigurðar lijet Guðrún. Hjónaband þeirra liefir víst ekki ver- ið nein jarðnesk Paradís, eins og þeir hugsa sjer þá stofnun, sem ekki liafa lent í sælunni, ef dæma má eftir ummælum skáldsins um þessa „frómu egtakvinnu“ sína. — Sigurður kvað þessa vísu um Guðrúnu: í liúsi jálka, hefir sinn, helming aðdráttanna, grett á kjálka, grá á kinn, Guðrún dálka móðirin. — „Andskctinn í augað fór“. Það kom fyrir í sóknum sjera Gisla Thorarensen, þegar liann var á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, að stúlka kendi manni barn, sem hann þóttist ekki eiga og sór hann fyrir faðernið. Það var þó álit kunnugra manna, að þarna hefði átt sjer stað einhver misnotkun á eiðnum og svo tókst til skömmu síðar, að þessi „heiðursmaður“ varð blindur á öðru auga. Þá kvað sjera Gísli: Maðurinn fyrir soninn sór, svört eru glæpatjónin, — en andskotinn í auga fór og innsiglaði þjóninn. —’) Síra Páll skáldi borgar fyrir sig. Síra Páll var, eins og kunnugt er, níðskældinn mjög og illskeyttur, ef í það fór og ljet ekki standa upp á sig, ef að honum var kastað hnútu, enda var hann fluggáfaður hæfileikamað- ur, en sjerkennilegur. Einu sinni var maður, sem „kássaðist upp á“ sjera Pál og gerði gys að skáldskap lians. Þá orti prestur þetta: Þú ert að skimpa skáldmælin, skíthællinn þinn, af þvi þig vantar agann, Þjer ferst að lasta ljóðin min, leirbullan þín og rækalls rassambagan, sem orð óskælt, aldrei fær mælt þínum úr trant, það er svo grant, ljót, en sönn er sagan.2) Brynjúlfur Kuld var gáfaður, en lánlítill mentamaður, sem dó ungur um síðustu aldamót. Hann var liagmæltur vel og eftir liann eru þessar tvær vísur: Hvar fær maður klattpappir? Kaupið þjer ekki rjóma? Hvað er nú þessi klútur dýr? Hvar er það, sem hann Lárus býr? Konsúllinn hefir klattpappír; vjer kaupum ekki rjóma; klúturinn er á krónu nýr. Á kontornum hann Lárus býr. 1) í. B. 978 8va. 2) í. B. 979 8vo. Þeir Iituðu heslinn. Þegar Georg VI. Bretakonungur og Elísabet drotning fóru í heimsókn til Canada eftir ríkistöku þeirra, voru riddaraliðarnir i Montreal marga daga að æfa sig undir móttökurnar, áður en konungshjónin komu. Nii er það áríðandi að hestarnir láti sjer ekki bregða, þegar kveðjuskotunum er hleypt af og verður hver æru- kær riddaraliði að sitja grafkyr á hestinum, meðan móttakan fer fram. Á síðustu æfingunni sáust þess merki, að einn hesturinn var ókyr þegar skotin byrjuðu að þruma, og þessvegna bauð ofurstinn, að nýr liestur skyldi útvegaður í staðinn. En ekki fanst neinn hestur nema hvítur. Það dugði ekki, þvi að allir hinir hestarnir voru jarpir, og ekki mátti þessi skera úr. Hvað gerði ofurstinn. Ilann ljet lita klárinn jarpann — og sóma riddaradeildarinnar var bjarg- að. Annars er þétta ekki nýtt, þvi að þetta liefir skeð hjer á landi. Tveir erlendir kvenstúdentar, rússneskur og austurrískur liöfðu verið á ferðalagi hjer heilt sumar og keypt hestana er þær notuðu. Seldu þær þá að loknu ferðalaginu, nema gráa hryssu, sem þeim tókst ekki að finna kaupanda að. Þá liugkvæmdist þeim að kaupa sjer dós af skóbrúnu, og mála mer- ina röndótta og auglýstu siðan „zebrahross til sölu“. Þetta hugvit bar þó ekki árangur, og þegar rigndi á merina skaddaðist listaverkið og merin varð harla ótútleg gð sjá. Lauk þeirri sögu svo, að þeim tókst að selja liana fyrir — tíu pund af kon- fekti. D í. B. 978 8vo.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.