Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N \ VNC/fU U/6NbURNIft Kolur veiðir bófana. OB REGAN var starfsmaður i hinni ríðandi lögreglu Canada- manna. Og besti vinur hans var hundurinn Kolur, stór og sterkur, ekki ósvipaður úlfi. Þegar þeir voru á ferðalagi út um óbygðirnar, þar sem sjaldan steíg nokkur maður fœti sínum — en þá sjaldan það gerðist voru það helst bófar og illmenni — kyntust þeir hvor öðrum vel. Ivolur skildi hverl einasta orð, sem húsbóndi hans sagði. Gráblesóttur hestur, sem Bob kall- aði Grámann, var þriðji þátttakand- inn i þessum ferðalögum. Það var reiðhestur Bobs. Og Bob sagði oft: — Jeg held að Grámann og Kolur skilji hvor annan og geti taiað sam- an á vissan hátt. Jeg finn oft sárt til heimsku minnar, að skilja ekki það sem þeir segja eða liugsa. Þeir skilja mig altaf, en jeg er víst of tornæmur til að skilja það, sem þeir vilja segja mjerl Það var einn fallegan vordag, þeg- ar alt að þiðna og lækirnir voru í ofvexti og fyrstu trjágreinarnar voru að laufgast, að Bob Regan var send- ur út af örkinni til þess að leita uppi bófa nokkra, sem ráðist höfðu á bónda einn og rænt hann. Bær þessa bónda var mjög afskektur. Eina nóttina vaknaði bóndinn og kona hans við vondan dramn: hópur manna kom ríðandi og hafði í hót- unum við þau. Sögðust drepa þau ef bóndinn ljeti ekki af hendi háa peningaupphæð, sem bóndinn hafði nýlega fengið. Siðan bundu þeir bóndann og konu hans og það var ekki fyr en undir morgunn, sem þeim tókst að slíta af sjer böndin aftur. — En það er víst lítil von um, að jeg fái peningana mína nokkurn tíma aftur, sagði bóndinn raunalega, er hann liafði sagt lögreglufulltrú- anum raunasögu sína. — Mjer var ómögulegt að sjá hvernig þorpararn- ir litu út, því að þeir voru allir með grímu. Og nú eru þeir vitanlega komnir eitthvað út í buskann! — Hvað sem því líður þá sendum við nú menn út af örkinni, sagði lög- reglufulltrúinn. — Fyrst lieim til yðar, til þess að prófa hvort þeir geta fundið þar nokkur vegsummerki, sem gefið gætu leiðbeiningu, og síð- an reynum við aðrar leiðir. Látið ekki hugfallast, maður minn og miss- ið ekki vonina! Það var nú gott og blessað að hlusta á þessi liughreystingarorð, en hvorki bóndinn nje konan hans höfðu mikla trú á því, að peningarnir mundu sjást aftur, þegar Bob Regan reið burt heiman að frá þeim. Að vísu hafði Kolur hnusað mikið þegar hann fann klútrýju fyrir utan bæjar- dyrnar, og tók þegar á rás beint inn i þjettan skóginn og hnusaði i sífellu. En bóndinn sagði sem svo, að einn hundur hefði lítið að gera í kruml- urnar af heiium hóp af bófum.-------- Bob Regan reið í spretti á eftir hundinum og kom loks að hamrabelti, sem Grámann treysti sjer ekki að leggja í, því að þarna var afarmikið grjóthrun. Bob Regan fór þá af baki og skildi hestinn sinn eftir, en lijelt sjálfur upp hamrana á eftir Koi. Þetta hefði kanske farið vel, ef ekKÍ svo illa viljað til, að stór steinn kom skoppandi og lenti í höfðinu á Bob, svo að hann fjell niður meðvitundar- laus. En í sama bili sást skuggaleg- ur maður koma fram á brúnina. Hann hafði losað steininn. — Nú þarna er þá einn í rauðum frakka! sagði hann glottandi og gekk til lögreglumannsins. — Jeg skal ekki vera lengi að sjá fyrir þjer! Hversvegna rjeðst Kolur, sem ann- ars var vanur að vera svo athugull og áræðinn, ekki undir eins á bóf- ann, þegar hann laut niður að Bob og fór að binda hann á höndum og fótum? Það var einhver hughvöt hjá hund- inum, sem rjeð því, að hann gerði þetta ekki, þó honum dytti það strax í liug. Hann sá nefnilega, að að- komubófinn var með byssu um öxl, og Kolur vissi, hve fljótt þessháttar verkfæri voru að verka á þá, sem fyrir þeim urðu. í stað þess að ráðast á þorparann fór Kolur í felur og læddist áfram eins og þjófur. Hann sá að þorparinn tók Bob og bar hann inn i bjálka- kofa skamt frá og lagði hann þar á gólfið. — Þjer er eins gott að vera ekki að ybba þig, sagði maðurinn þjösna- lega og leysti böndin af Bob. — Við erurn einir, þú og jeg, og í kvöld á jeg von á fjelögum mínum. Þá ætl- um við að skifta peningunum, sem við náðum hjá karlgarminum og síðan ætlum við að sjá fyrir þjer, að þú segir enga sögu til næsta bæj- ’ar. Það er gjá hjerna fyrir ofan, og þar getum við falið þig til dómsdags, þannig að enginn finni þig! Þegar hann hafði sagt þessi orð fór hann út úr kofanum og stað- næmdist upp við trje. Hann hafði auðsjáanlega verið skilinn eftir til að gæta kofans meðan hinir væru i burtu. Langt í fjarska sá liann ein- hverja hreyfingu — hvað gat þetta verið? Var það úlfur? — Ljómandi falleg skepna, sagði hann og lyfti byssunni. Hver veit nema jeg geti unnið mjer inn auka- skilding á feldinum af honum? Hann skaut og skepnan spratt hátt á loft. Bob liafði staðið við glugg- ann og horft á, og nú sá hann hvar Kolur ]á hreyfingarlaus. Var hann dauður? Maðurinn hló kuidahlátur og lijelt i humátt til Kols, sem hann hafði haldið að væri úlfur. Byssuna sína hafi hann skilið eftir upp við trjeð. En um leið og hann laut niður að skepnunni, sem hann hjelt að hann hefði banað, spratt Kolúr upp og var ekki seinn að kollvarpa manninum, sem hafði orðið alveg forviða. En Kolur beið ekki boðanna og sinti þorparanum lítið heldur hljóp að trjenu og tók byssuna i kjaftinn og bar hana að glugganum til hús- bónda síns. — Vel af sjer vikið, kunningi, sagði Bob Regari og greip byssu þorparans, en í henni voru nokkur skot enn. — Hafðu nú gát á honum! Aldrei hafði bófinn orðið jafn for- viða á æfi sinni eins og nú, þegar liann sá hvað hundurinn hafðist að. Og viðureigninni lauk með því, að Bob lagði hendur á bófann, sem nú var vopnlaus, og neyddi hann til að skila aftur peningunum, sem hann hafði stolið frá bóndanum. Síðan fór — Nú bítur á, herra lávaröur! S k r í 11 u r. — Hversvegna hafið þjer vara- dekk meö yður hjerna um borð, skipstjóri? hann með hann til bygða. Þegar þeir komu niður fyrir hamrana hitti Bob Grámann sinn og settist á bak, en Bob ljet bófann hlaupa samsíðis hestinum, alla leið heim á bónda- bæinn. — Þjer eigið ekki að þakka mjer fyrir þetta! sagði Bob Regan, þegar fulltrúinn fór að hæla honum fyrir þennan vasklega erindrekstur. — Það var Kolur, sem náði í bófann. Og eftir að þeir höfðu náð í þenn- an eina tókst þeim bráðlega að ná i hina þorparana, undir eins sama daginn. Og alt var þetta eiginlega honum Kol að þakka. Skákmeistarinn í baði. Slátrarinn: — Jeg þarf að spyrja yður ráða, málaflutningsmaður. Þegar hundur stelur frá mjer keti, hvar á jeg þá að fá skaðann bættan. Málafl.m.: — Ef þjer getið sannað stuldinn, þá á ei'gandi hundsins að bæla yður hann. Slátrari: — Já, það get jeg sannað. Jeg er lijerna með 6 króna reikning fyrir 6 pund af besta keti. Viljið þjer gera svo vel að borga ^þetta lítilræði, því að þjer áttuð hundinn, sem át ketið. Málafi.m.: — Mjer þykir nú þetta nokkuð dýrt ket. En látum það gott heita. Ráðleggingar mínar kosta 10 krónur, en svo drögum við ketið frá. Það verða þá fjórar krónur, sem þjer eigið að borga mjer. Malarinn: — Jeg vildi að liann færi nú bráðum að hvessa. Konan: — Hörmung er að lieyra til þín, maður, síðan þú keyptir þessa ótætis vindmyllu. Þú veist livað mjer liður iila undir eins og kólnar, en það er svo að sjá, sem þjer þyki miklu vænna um mylluna en mig. Malarinn: — Það er iíka meira gagn í því sem hún malar en þú. Drengurinn: — Mamma bað að heilsa skólakennaranum og biðja hann um að þiggja þennan ost. Kennarinn — skilaðu kærri kveðju og segðu henni, að osturinn sje alt of stór. Drengurinn: Það sagði hann þabbi lika, en þá sagði liún mamma, að maður neyddist til að gefa þessu pakki, svo að það muni um það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.