Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N May Edgington: »Jeg þarf á þjer að halda.« ÆKNIRINN gat fengið gömlu frú Winnie Carlton til að leggjast fyrir á sófann í fata- herberginu, og fór ofan til að tala yið börnin. Þau voru öll heima og sátu við að drekka te. — Jæja, hjer hittir maður þá fólkið, sagði læknirinn og tók við tebollanum, sem lafði Whit- comb rjetti honum. — Loksins hefi jeg nú getað fengið hana móður yklcar til að hvíla sig. — Aumingja mamma, and- varpaði frú Whitcomb. — Hún er alveg uppgefin. — Pabbi er svo síngjarn! sagði yngsta dóttirin, Audrey hjet hún og las til læknis. — Mamma liefir altaf verið am- bátt hans. — Mamma hefir altaf verið svo gamaldags, sagði næstelsta dóttirinn, frú Lessington. — Alt of skyldurækin. Henni yrði það sannarlega ljettir, ef....... — Það álít jeg líka„ sagði lafði Whitcomb. — En þesskonar leyfist manni ekki að segja. — Yíst leyfist manni það, sagði Audrey. — Henni yrði aðeins Ijettir að því, að pabbi færi veg allrar veraldar. Hún hefir stjanað við hann alla sína æfi, og aldrei fengið að lifa sínu eigin lífi. Bræðurnir þrír litu óvildar- legu auga til hennar, enda þótt þeir væru lienni í raun og veru sammála. Faðir þeirra var liarð- stjóri á heimilinu og fór oft svo harðneskjulega með móður þeirra, að þeir rjeðu sjer varla fyrir reiði. — Þessar næturvökur hafa farið svo illa með hana. Því skyldi mamma líka endilega þurfa að vera að vaka, þegar við liöfum tvær hjúkrunarkon- ur til þess. En hvað er hirt um það. Pabbi heimtar, að mamma vaki yfir honum, og hans vilji er hennar lög. John, elsti SQnurinn sneri sjer að lækninum: — Ilvernig líður pabba? Er nokkur breyling á liorfunum? — Nei, jeg er hræddur um, að þið megið vera við því búin að ...... Synirnir þrír og tvær eldri dæturnar andvörpuðu, en Aud- rey Ijet engan bilbug á sjer finna: — Þið getið sagt hvað sem ykkur líst, en jeg veit bara, að mömmu verður það mikill Ijett- ir, þegar hún hættir að heyra þetta eilífa: Korndu undir eins ....! Hvar erlu? Jeg þarf á þjer að halda! — Skyldi hún liafa sofnað? spurði Rupert. Þau læddust upp stigann, Audrey og hann. Gamla frúin svaf vært eins og barn. — Yitanlega mundi hún sakna hans fyrst í stað! hvísl- aði Audrey. — En síðar mun hún njóta þess að vera frjáls — það skaltu sanna! Gamla konan rumskaði og bylti sjer í svefninum og rak upp lágt vein. Börnin lijeldu niðri i sjer andanum tiP að vekja hana ekki, og læddust niður aftur á tánum. Frú Winnie Carlton svaf. ORNUNG og veikbygð stúlk- an var á sífeldum erli eins og hún var vön. Dustaði ryk af skrautmununum, með fjaðra- sop, sem vinnukonan rjetti henni. Vökvaði blómm, saum- aði útsaum, ók með móður sinni í heimsóknir. Einn daginn kom húsbóndinn snemma heim. Hann var ríkur maður, strang- ur húsbóndi. Á hverjum morgni ók hann heiman að úr stóra og fallega liúsinu og i ríkmannlegu skrifstofubygginguna. Og á hverju kvöldi kom hann heim, glaður, rólegur og ánægður með sjálfan sig. En í þetta sinn, sem liann kom snemma heim, var hann reiður. — Hvar er Winnie? lirópaði hann. Konan hans, sem heyrði hve reiður hann var, skalf er hún svaraði: — 1 dagstofunni, vinur minn! — Jeg þarf að tala við liana. Og það er best, að þú sjert við- stödd. Þegar foreldrarnir komu inn stóð telpan upp. Hún var föl, og vissi á hverju hún átti von. — Jeg veit alt, Winnifred! öskraði faðir hennar með þrumuraust. Hún svaraði engu en varð alt í einu blóðrjóð. — 0, James, hvað er að? spurði móðir hennar. — Hún hefir sýnt Ijettúð í ástamálum, orgaði hann. — Hún hefir liaft stefnumót, skrif- að ástarbrjef, gefið lieit. jeg veit alt. Þetta er okkur bæði skömm og óvirðing. En unga stúlkan sagði ekki nokkurt orð að svo stöddu. — James! lcallaði móðirin. — Um hvern ert þú að tala? — Um unga Carlton. Yngsta skrifstofuþjóninn minn. Hann er fátækur eins og kirkjurotta, hefir engin sambönd, á enga ætt. Móðir Winnie rak upp óp. — Drottinn minn! stundi hún. — Winnie, jeg blygðast mín fyrir þig. Hvar hafið þið kynst? Hvar liafið þið stefnu- mót. Svaraðu mjer! — Við hittumst á skrifstof- unni hans pabba! — Hittust! En það er ekki sama og ástabrjef, kossar og heit! — Nei . . nei, það kom síðar. — Kom siðar? Svo að þú neitar þessu þá ekki? — Nei, pabbi. Því að jeg elska hann. — Þegi þú! Snáfaðu upp í herbergið þitt og vertu þar, þangað til hún móðir þín og jeg höfum fundið ráð til að bjarga þjer úr klóm þessa þorp- arp. — Hann er enginn þorpari. — Þú heyrðir víst að jeg kall- aði hann þorpara, og þú lieyrð- ir kanske að jeg skipaði þjer upp í herbergið þitt. Burt með þig! Winnie fór. Móðir hennar fór með henni og aflæsti hurðinni hennar, svo að hún kæmist ekki út. Hún sat við gluggann eins og fangi. Föl, hljóð og þráandi, og horfði á fagurt sumarkvöld- ið. Þegar tunglið fór að lýsa heyrði hún, einhvern læðast. Hún opnaði gluggann. Það var hann. — ^Þau hafa uppgötvað alt! hvíslaði hún. — Þau ætla að senda mig burt. — Mjer hefir verið sagt upp stöðunni; en Winnie, Winnie, flý þú með mjer, gerðu það! Hún var átján ára og Carlton tuttugu og eins. Þau elskuðust svo heitt og voru óaðskiljanleg á stóra útflutningsskipinu, sem þau flýðu með. Þau voru farsæl! Hann sór — með höfuð lienn- ar við öxl sjer — að hefna þeirr- ar háðungar, sem hún hafði verið beitt. Sór að foreldrar hennar skyldu verða að iðrast harðneskju sinnar og að hún skyldi aldrei þurfa að iðrast þess, að liún hefði valið liann, þegar hún^ átti að velja milli hans og þeirra. — Jeg veit það, sagði hún. ■ JG hún vissi það á árunum, sem fóru í hönd. Fyrs.tu árunum, harðrjettisárunum, sem hana hafði aldrei dreymt um. Hún fór meí> honum inn í frumskógana, lifði sem ástmey hans, kona hans, fjelagi hans og vinnukona. Hann skipaði, hún hlýddi. Hann barðist áfram, hún fyldi honum eftir. Hann var herra hennar og hún elsk- aði hann og vissi, að hún hafði vald yfir honum vegna ástar hans til hennar. Það var eina leyndarmálið, sem hún duldi fyrir lionum .... en kanske vissi liann það sjálfur. í kofanum í frumskóginum ól hún fyrsta barnið, hann John. Hún var ekki fullra tuttugu ára þá. Drengurinn var það dýrð- iQgasta, sem þau höfðu upplif- að fram til þeirrar stundar og þau voru mjög hamingjusöm. Hún grátbændi hann um leyfi til að mega skrifa heim. Eng- inn mundi geta staðist gegn fregninni um barnið. Undir eins og foreldrar hennar vissu, að þau væri orðin afi og amrna, þá .... En brjefið kom aftur, án þess að eitt orð fylgdi því — það var bara rifið sundur um miðjuna. Þá fjell John Carlton á knje við fátæklega rúmið konunnar sinnar og sór dýran eið í hljóði. Eið, sem hann sagði henni ekki frá. Þeim fæddust tvö börm enn, áður en hamingjan brosti við þeim. Hann kom heim frá vinnu einn góðan veðurdag, þögulí og alvarlegur. Hún var að búa til matinn þegar liann sagði: — Láttu matinn eiga sig og komdu til mín. Jeg þarf á þjer að halda. Hann liafði skrifað fjölda brjefa síðustu mánuðina, en fengið afar fá svör, en nú hafði hann fengið svar, sem breytti framtíðarhorfum þeirra. Hann hafði fengið stöðu á eim- skipafjelagsskrifstofu í Mel- bourne. — Eimskipafjelags? Er það ekki eittlivað svoleiðis, sem hann pabbi er? Hann kinkaði kolli. — Jú, hann er útgerðarmaður. Og svo fluttu þau til Mel- hourne. Fengu lífskjör, sem voru ljómandi góð í samanburði við lifið í frumskóginum, en lítilmótleg í samanburði við það, sem hún hafði átt að venj- ast í æsku. Þau tóku sjer vinnukonu — svertingja. Og ár leið eftir ár. John liækkaði í stöðunni. Þau eignuðust fleiri börn. John keypti þetta fjelag, sem hann ha'fði gerst starfsmaður við. Þau fjölguðu vinnufólkinu. Þau uxu í. almenningsálitinu. John var orðinn maður, sem aðrir urðu að taka tillil til. Hann var orðinn stórmenni. Þau urðu rík, mjög rík. Winnie átti orðið sex börn og hafði altaf yfrið nóg að hugsa

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.