Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Francis D. Grierson: Framhaldssaga. nr oma iiiiftiH. Lcyuilögi'eglusaga. „Hvað meinið þjer?“ „Nú skuluð þjer sjá, komið þjer með mjer upp á loft.“ Hann gekk á undan Barry upp á efri hæðina, opnaði dyr og kveiki á rafljósinu. Barry leit forviða kringum sig. Þessi stofa var heilt vopnasafn — öll hugsanleg vopn, minni en fallbyssur. „Jeg get ekki gortað af, að jeg eigi jafn gott sýnishornasafn og þið í „Yardinum“, sagði Marrible, „en hefi safnað eins og föng voru til. 1 allmörg ár hefi jeg komist yfir allskonar gripi, sem standa í sambandi við hugsanlega eða framkvæmda glæpi, og þjer getið ekki hugsað yður, að hve góð- um notum mjer hefir orðið þetta. Sumir þessir gripir eiga sjer talsvert merkilega sögu. Þessi litla skammbyssa þarna kom upp úr handtösku austurrískrar fríðleiks- konu og var notuð til að drepa nafnfrægan aðalsmann — þó að það væri látið heita svo, að hann hefði framið sjálfsmorð. Lít- ið þjer á þessa sólhlíf, þrýstið þjer á fjöðr- ina þarna og þá sprettur svolítið hnífsblað fram úr handfanginu. En farið þjer var- lega. Hnífurinn er eitraður. Jeg skal segja yður söguna af honum í trúnaði, einhvern- tíma við tækifæri. En lítið þjer nú kring- um yður og athugið hvort þjer getið fund- ið hníf, sem er líkur þeim, er var notaður til að drepa Cluddam með.“ Barry horfði með áhuga á gripina. Þarna var bogmyndaður malajaskur rýtingur og þarna langur ítalskur hnífur. Þarna voru stór sverð, ljettar skylmingakesjur, blað- breiðar zulusveðjur, bogar, slöngvur og hengingarólar, sem Indíánar nota, rotkylf- ur, hnúajárn og fjöldinn allur af skotvopn- um. Hann tók einn hnífinn upp úr röðinni, sem lá fyrir framan hann. „Það var svona hnífur, sem Cluddam var drepinn með,“ sagði hann og Marrible kinkaði kolli. „Jeg bjóst við, að þjer munduð segja það.“ „Hversvegna?“ „Vegna þess að hann, er svo algengur. Svona slíðurhnífa er hægt að kaupa í fjölda búða í hverjum einasta hafnarbæ. Flestir sjómenn nota þá, og enda verka- menn líka. Jafnvel sumir skátar eru farn- ir að bera þá núna. Er hann gamall eða nýr, sá sem þjer hafið?“ „Hann virðist nokkuð gamall, en er i besta standi.“ „Einmitt, keyptur notaður, sennilega í smábúð eða á „Caledonia Market“ eða á- líka stað. Heyrið þjer, Blyth, því meira sem jeg heyri um þetta mál, því sannfærð- ari er jeg um að hjer er við bráðslunginn bófa að eiga. En komið þjer nú ofan, við skulum fá okkur whisky og sóda, nema þjer viljið skoða alt safnið núna, úr því að við erum hjerna á annað borð.“ „Það langar mig mikið.“ Og Barry var ekki lengi að sjá, hvers- vegna Marrible þurfti að hafa rúmgóð húsakynni. í næsta herbergi var efnarann- sólcnastofa með allskonar áhöldum, stórri smásjá, lampa með útfjólubláum geislum og margt fleira. 1 annari stofu var myndasafn — ljós- myndir af fjölda glæpamanna, teikningar og riss, fingraför, eyrnamál eftir Bertill- ons-aðferðinni og borð með uppdráttum og teikniáhöldum. Þar var lítið herbergi með speglum og mörgum skápum, fullum af fötum, áhöld til að setja á sig andlitsgerfi, parruk og fleira, og þetta gaf Marrible til- efni til, að halda ofurlítinn fyrirlestur um gerfi og leiklist þá, sem dulbúningi væri samfara: „Dulargerfi geta verið mjög nytsamleg, ef maður notar þau á rjettan hátt. Það eru smámunirnir sem alt veltur á. Franskur bankafulltrúi mundi aldrei reykja úr krít- arpípu, en enskan sjómann má ekki vanta pípuna." *,Nei,“ sagði Barry. „Sumir starfsmenn hjá okkur eru skrambi leiknir i þeirri grein. Jeg hefi sjeð til sumra þeirra." í sjerstöku skjalasafni var fjöldi af heim- ildum, alt frá járnbrautaráætlunum til af- rita af rjettarprófum. Marrible afsakaði sig með því, að hann væri einn þeirra manna, sem ekki tímdi að fleygja neinu, en ljet þess getið um leið, að sjer hefði þó oft komið sumt af þessu gamla rusli að góðu haldi eftir á. Hann ljet þess getið með talsverðum metnaði, að af svona einkasöfnum væri aðeins tvö í heiminum, stærri en hans; annað í Þýskalandi og hitt í Canada. „Can- adamaðurinn,“ sagði hann, „er prófessor í guðfræði, en hefir þetta í hjáverkum; hánn hefði getað orðið fyrsta flokks glæpa- fræðingur, þó hann vilji ekki lieyra á það minst. Jeg skrifast á við hann að staðaldri, og það er altaf eitthvað að græða á athug- unum hans.“ „Hvernig hitluð þjer hann?“ spurði Barry. „Jeg bjargaði lifi hans,“ svaraði Marr- ible. „Konan hans reyndi að seigdrepa hann á eitri, og hann tók ekki eftir neinu. Þessir guðfræðipexarar eru svo grandalaus- ir, — en komið þjer nú ofan og fáið yður whisky.“ Þegar þeir höfðu drukkið út úr glösun- um stóð Barry upp: „Nú verð jeg að fara,“ sagði hann. „En þetta hefir verið einkar skemtilegt kvöld, og jeg þarf ekki að segja, hve vænt mjer þykir, að þjer skulið ætla að ganga í málið.“ „Jeg hugsa að jeg hafi gaman af þvi lika,“ svaraði Marrible. „Eigum við að fara út og skoða hæinn?“ „Yagninn minn stendur hjerna fyrir ut- an, við getum ekið.“ „Ef þjer megið vera að því — mig lang- ar til að fá mjer munnfylli af lireinu lofti.“ „Gott og vel. Vagninn minn er opinn. Við getum hringsólað dálitla stund um göturn- ar, ef þjer viljið.“ „Þakka yður fyrir. — Jeg á erfitt með svefn. Jeg geng oft langar göngur á nótt- inni.“ „Er það satt? Og eruð þjer þá ekki þreyttur daginn eftir? Þjer eruð altaf svo hraustlegur og blómlegur, þegar jeg sá yður í klúbbnum um daginn, varð jeg for- viða á hvað þjer lituð vel út.“ „Og jeg hafði ekki lcomið i rúmið alla nóttina áður. Jeg var að brjóta heilann um dálitla gátu.“ „Jeg man, að þjer sögðust hafa verið í hermálaráðuneytinu.“ „Já, jeg fór seint út og athugaði nokkra staði. Snemma um morguninn náði jeg í 1‘eiguvagn og ók út í Richmond, labbaði um þar, fjekk mjer bað og matarbita. Svo fór jeg inn i borgina aftur, fór upp í einn klúbbinn. minn og sofnaði í lestrarsalnum fram að hádegisverði. Búið!“ „Þjer eruð úr járni,“ sagði Barry með öfundarhreim, þegar Durand kom inn með yfirhafnirnar þeirra. „Alls ekki. Stundum get jeg sofið liálfan sólarhring. Jæja, eigum við þá að fara?“ Nóttin yar hljóð og heit og þeir óku í klukkutíma. Marrible var þögull og Barry truflaði hann eklci. Alt í einu rjetti Marr- ible úr sjer í sætinu, iðandi af fjöri. „Nú datt mjer nokkuð i hug,'í‘ sagði hann. „Jeg ætla ekki að segja yður frá því núna, jeg verð að athuga það betur fyrst. Getið þjer ekki hilt mig á morgun?“ „Hvenær sem þjer óskið.“ „Gott. Eigum við þá að segja klukkan níu, heima hjá mjer.“ „Jeg skal koma.“ „Þakka yður fyrir. Við byrjum með að fara til „Carrisrot.“ — En nú vil jeg skemta mjer. Mig langar að dansa, sjá fallegar kon- ur og drekka kampavín. Komið þjer'með mjer í „Káta köttinn“. Það er svo skrambi góð kvöldskemtun þar núna.“ Barry hló og hristi höfuðið. „Það er vel hoðið,“ sagði hann, en mjer er víst nær að fara 1 „Yardinn“ og athuga, hvort ekki liggja þar nein boð fyrir mjer.“ Hann skildi við Marrible við náttldúbb- inn og glæpafræðingurinn brosti er hann steig út úr vagninum. „Blyth,“ sagði hann. „Mjer finst á mjer, að við verðum fyrir skelli í þessu máli.“ „Það finst mjer líka,“ sagði Barry. IX. KAPÍTULI. Morguninn eftir sótti Barry dr. Marrible. í vagni frá lögreglunni og ók með lionum til Hampstead. „Jeg vona, að þjer hafið sofið í nótt,“ sagði Barry á leiðinni. „Jú, jeg svaf skrambi vel eftir að jeg kom heim klukkan tvo,“ svaraði Marrible.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.