Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 4
F Á L K I N N BRYNREIÐAR Skæðustu landvopn heimsstyrjaldarinnar. Haustið 1916 voru fyrstu brynreiðarnar notaðar í heimsstyrj- öldinni. Þær vöktu athygli, en urðu ekki að þeim notum, sem vænst hafði verið. Brynreiðar núverandi styrjaldar eru miklu fulikomnari. ^uEYÐIN er móöir uppgötvananna, og sannleiksgildi þeirra orða kemur máske aldrei eins ljóst fram og á stríðstimum. Það er erfitt að segja hvort styrjaldir knýja betur fram vondar hneigðir mannsins eða góðar, en vist er um það, að menn eru aldrei eins hugvitssamir og í ó- friði. Erfiðleikarnir á því að brjótast gegn á vesturvígstöðvunum 1914—1918 knúðu þannig fram tvær nýjar vopna- tegundir, orustuflugvjelina og eitur- gasið og endurlifguðu æfagamalt vopn, stríðsvagnana eða brynreið- arnar. Tilgangurinn með stríðsvögnunum var upphaflega sá, að vera fótgöngu- liðinu til verndar, er það sótti fram gegn varnarskothríð óvinanna. Og stríðsvagnarnir frá 1916 eru fyrstu tæki þeirrar teghndar, sem voru sæmilega nothæf. Annars kann her- sagan frá ýmsum stríðsvögnum að segja, svo sem stríðsvögnum Assyriu- ínanna og Rómverja, sem. ólmum graðhestum var beitt fyrir, striðs- kerrum Kínverja, sem voru notaðar fyrir rfteira en 3000 árum og „lier- skipinu á hjólum“, sem sagt var að prinsinn af Oraniu hafi látið smiða. En vjelknúnir stríðsvagnar voru líka til á undan brynreiðunum frá 1916. Fyrsta vagn af þeirri tegund mun Frakkinn Cugnot liafa smíðað árið 1769. Hann smíðaði gufuvjel, sem stóð á lijólum. Þessi brynreið komst ékki nema fáeina kílómetra á klukkustund og tuttugustu hverja mínútu varð hún að nema staðar til að kynda og auka gufuþrýstinginn. Þegar hugvitsmaðurinn var að sýna fulltrúum frönsku stjórnarinnar vjel- ina, tókst svo illa til, að hún braut niður vegginn í skálanum, sem liún stóð í. Og hugvitsmaðurínn var settur i fangelsi. Ástralskur hugvitsmaður, L. E. Mole að nafni, sendi ensku her- stjórninni árið 1912, teikningar að brynreið, sem rann á gúmmíbandi og hafði margt til sins ágætis. En þessi hugmynd fjekk ekki byr hjá sjerfræoingunum og teikningarnar voru lagðar á hilluna. Þær komust ekki fyrir almennjngssjónir fyr en styrjöldinni var lokið. Sama var að segja um brynvarða dráttarvjel, sem verksmiðja ein í Nottingham bauð hermálaráðuneytinu. Téikningarnar fundust í skjalasafninu eftir stríðið, og þessi athugasemd fylgdi þeim frá Brynreid' að koma upp úr djúpum skurði. Brattinn hindrar • hana ekki. í október 1914 hugkvæmdist enska ofurstanum E. D. Swinton að smíða brynreið, sem gæti slitið sundur gaddavírsgirðingar, farið yfir skurði og skotið sundur vjelbyssustöðvar ó- vinanna. Einn af kunningjum hans hafði lýst fyrir lionum hugmynd sinni um „yankey-traktor“, sem gæti arvjelar. Skyldu þeir vera með þykkri brynju og vopnaðir fallbyssum og hríðskotabyssum og gæti klifrað yfir skotgrafir og farið gegnum gadda- virsgirðingar. Þar var hugmyndin að brynreið nútímans komin fram. En saga henn- ar, þangað til hugmyndin fjekk á sig fast form og fyrsta brynreiðin var full- gerð, er saga sam- feldrar baráttu við tortryggni og skrif- finsku. Hermálaráðuneyt- ið var lítið hrifið af tillögunni. Sumir af sjerfræðingum þess töldu, að það mundi taka mörg ár að smíða svona vjel- ar, og að styrjöldin yrði búin áður. Til- lögurnar voru lagð- ar á hilluna. En Swinton gafst ekki upp. Hann fór á nýj- an leik í hermála- ráðuneytið, en eklci fjekk hann sínu framgengt í það skifti. n _ Meðan þessu fór Ljettar brynreiðar á vegleysum. Þær eru miklu hraðskreiðari en brynreiðar styrjaldarinnar fram voru þó gerð- 191 k—18, og hægra að stjórna þeim. sjerfræðingnuin, sem hafði haft þær til álita: „Maðurinn er vitlaus." Þjóðverjinn Goebel smíðaði eða teiknaði líka „vopnað landbeitiskip“ — mikið bákn með fjölda af fall- byssum. „klifrað eins og skrattinn sjálfur.“ Swinton sendi hermálaráðuneytnu tillögur sínar 20. október 1914 og hjelt því fram, að liægt væri að smíða „vjelbyssuspillira" sem gengi á gúmmi- eða stálbandi, eins og drátt- Ensk brynreiðafylking á æfingu. ar ýmsar undirbún- ingstilraunir. Hug- myndin hafði nefnilega komið fyr- ir sjónir Winston Cliurchill, sem þá var „First Lord of Admiralty“ og liann sá þegar, að þarna var merki- leg nýung á ferðinni. í janúar 1915 lagði hann fram tillögur fyrir As- quith forsætisráðherra um að smíða vjelar, sem gætu farið yfir skotgrafir og gegnum gaddavírsgirðingar, eins- konar brynvarðar dráttarvjelar. Ekki skyldu þær notaðar sem sóknarvopn heldur til þess að flytja fram her- sveitir gegnum kúlnahríð óvinanna. Ennfremur mælti Churcliill með til- lögum, sem komiö höfðu frá öðrum enskum fyrirliða, um að smíða „land- beitiskip" á þremur hjólum. Þrír fallbyssuturnar, hver með tveimur 4-þumlunga fallbyssum. 800 hestafla diesilhreyfill átti að knýja vígvjel þessa áfram. Það var talið að svona vagn ætti að geta farið yfir 15 feta djúpar ár, svo að ekki var liann neitt smásmíði. Og svo mikil var bjartsýnin, þegar verið var að ræða um þessa brynreið, að ekki var talið neitt þvi til fyrir- stöðu, að hún ;gæti komist yfir ána Rín. En þegar farið var að athuga málið nánar varð niðurstaðan sú, að þessi vígvjel yrði aldrei minna en 1000 smálestir á þyngd og yrði ágæt skot- skífa fyrir fallbyssur óvinanna. Bryn- reiðarnar urðu að vera miklu minni. Og í febrúar 1915 var skipuð sjer-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.