Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N BRYNREIÐAR. Frh. af bls. 5. dálítið lengur! Þjóðverjar viðurkendu sjálfir seinna, að ef þúsu.id bryn- reiðar hefðu ráðist á þá í einu þenn- an dag, mundi allsherjarflótti hafa orðið i liði þeirra. Atlagan varð samt ekki með öllu þýðingarlaus. Aðalgagnið að henni var það, hve hermönnu.ium óx hug- ur og eins herstjórninni sjálfri. Var nú ákveðið að láta smíða þúsund brynreiðar. Ári síðar voru mörg liundruð bryn- reiðar komnar á vígstöðvarnar, Hinn 20. nóvember voru þær sendar i orustu. Hæstráðandi brynreiða- sveitanna, Hugh Elles hershöfðingi, fifldjarfur foringi og ungur, stjórn- aði árásinni frá „flaggskipi11 sínu, brynreiðinni „Hilda“ og árangurinn af þeirri atlögu varð sá, að Hinden- burglínan var rofin. Þann dag viður- kendi almenningur fyrst ágæti liins nýja vopns, sem Swinton ofursti átti hugmyndina að. En nú fóru Þjóðverjar líka að smíða brynreiðar og í apríl 1918 var fyrsta orustan háð milli brynreiða- sveita. Bretar sigruðu þar. Og smám- saman urðu brynreiðarnar svo al- gengar, að hætt var að tala um þær. Og þær fullkomnuðust sí og æ. Bryn- reioar siðustu styrjaldar ættu lítið erindi í núverandi styrjöld. Svo mjög hefir vjeltæknin í hernaðinum aukist og fullkomnast, ekki síst hjá Þjóð- verjum. Það er, sú tækni, sem öðru fremur hefir gefið þeim svo margan sigurinn. P. C. DAVLD. Frh. af bls. 3. liraðnæmur, að það þótti ganga göldrum næst. Langar og flóknar tónsmíðar eftir Mozart, Haydn, Cherubini o. s. frv., sem aðrir voru ef til vill margar vikur að læra og festa í minni, lærði hann á svip- stund, svo að segja, og mundi síðan og gat leikið svo að hvergi skeikaði. Þetta er nú að vísu ekki einsdæmi um tónsnillinga, en þó fágætt, og er ákaflega mikilsvirði hverjum þeim, sem þessum hæfileika er gæddur. Þegar David hafti lokið náminu á þessum skóla Jesúitanna, komst hann ekki lengra að sinni á listarbraut- inni, sökum efnaskorts. Varð hann nú að setjast á skrifstofu hjá mági sínum, sem var lögfræðingur. Hann var þá átján ára og langaði ákaflega mikið til að mega halda áfram við tónlistina. En við það var ekki kom- andi hjá fólki hans. Þó rættist von bráðar úr fyrir David, því að honum var boðið starf sem aðstoðar-hljóm- sveitarstjóri við leikhús i Ajax. Því starfi gegndi hann í eitt ár og næsta ár þar á eftir var hann organisti og söngstjóri við dómkirjuna i Ajax, og samdi þá allmargar kirkjutónsmíðar, sem hann ljet syngja jafnharðan. Ein þeirra (Beatus Vir) kom fyrir augu Cherubinis nokkru síðar og lauk hann á liana miklu lofsorði, enda tók Cherubini ákaflega vin- gjarnlega á móti David, þegar hann kom til Parísar 1830 og greiddi fyrir lionum á ýmsa lund. Meðal annars studdi hann að því, að David fjekk þegar inntöku í tónlistarskólann. Stundaði hann nú tónfræðinám þar um nokkurt skeið, naut tilsagnar hinna ágætustu kennara (Millot, Réber og Fétis) og tók fullnaðarpróf í hinum æðri tónlistarfræðum með pýðilegum vitnisburði. Einhvers styrks hafði hann notið til þessa náms frá frænd- fólki sínu. En þegar náminu var lok- ið var álitið, að hann gæti sjeð fyrir sjer sjálfur og hafði hann um sinn ofan af fyrir sjer með kenslu. En þá gerist sá einkennilegi at- burður, að David gengur í munka- reglu. Að vísu hjelt hann áfram að semja tónsmíðar, en það voru gðal- lega tónsmíðar sem notaðar voru daglega í klaustrinu. En munkareglan sem David hafði gengið í var upp- leyst 1883. Tvístruðust þá „bræðurn- ir“ og David lenti i hóp, sem lagði á stað fótgangandi suður um Frakk- land. Komu þeir við í Lyon og var tekið þar vel, ekki síst vegna þess, að þeir sungu þar með mikilli prýði nýjar kirkjutónsmíðar eftir David. Þeir hjeldu áfram alla leið til Mar- seille, og þar tóku þeir sjer fari með skipi til Austurlanda. David var nú í fjögur ár i sífeld- um ferðalögum um Tyrkland, Egypta- land og Landið helga, og mótaðist list hans síðan mjög af áhrifum frá þvi tímabili. Skömmu eftir að hann kom heim aftur, gaf hann út safn af tónsmíðuin, sem hann nefndi Mélo- dies orientales (austurlanda-lög) fyr- ir slaghörpu (1835). Þetta voru prýði- legar og frumlegar tónsmíðar og snildarlega fram settar. En þeim var lítill gaumur gefinn þá. Siðar hafa þær verið grafnar upp og þykja nú sem dýrar perlur. David varð sár út af því, hve fálega tónsmíðunum var tekið, hvarf aftur til París og leitaði enn einveru um nokkurt skeið. samdi hann mikið á því tímabili, þar á meðal tvær hljómkviður, tuttugu og fjóra strengja-kvintetta og fjöldann Kröftugur söngur. Fáir söngvar hafa haft jafn af- drifarik áhrif á áheyrendur og „Amour sacré de la patrie“ úr söng- leiknum „Hinn þögli Portici", sem var sunginn á söngleikhúsinu í Brux- elles 25. ágúst 1830. Fólk komst í svo mikinn uppreisnarhug undir söngn- um að það æddi út á götuna, eftir að hafa vopnað sig með stólfótum og stólbökum, sem það hafði náð í inni í leikhúsinu. Var haldið i kröfugöngu allan af sönglögum. Til Parisar kom hann svo aftur 1841, og nú fór heldur að rofa til fyrir honum. Menn fóru að gefa gaum að tónsmiðunum og þó einkum söngvunum, — en i þvi átti mestan þátt ágætur söngvari, M. Walter að nafni, sem söng þá rásinnis á hljóm- leikum og túlkaði þá svo vel, sem best varð kosið á. Og nú kemur fram það verkið, sem aflaði David heimsfrægðar, svo að fyrir það eitt er hann talinn með merkustu tónskáldum, sem uppi voru á síðastliðinni öld. Þessi tónsmíð var ákaflega stórbrotin og frum- leg hljómkviða, — raunar ólík öll- um slíkum verkum annara höfunda, og var nefnd Le desert, — eyðimörk- in, og lýsir tónskáldið þar ferðalagi sinu i Austurlöndum. Hverja skoðun, sem menn kunna annars að hafa á hinni svokölluðu „prógrammmúsik“, (sem á íslensku hefir verið nefnd „hermitónlist") verður að kannast við það, að þetta verk er fádæma mikilfenglegt og eitt- hvert hið snildarlegasta, sem til er í þeim flokki tónsmíða. Inn í verkið eru fljettaðir arabiskir söngvar og dans-stef og yfir því öllu svo eðli- legur og sannur Austurlanda-blær, að talið er, að jafnvel meisturum, um göturnar, syngjandi og æpandi og ávalt óx mannfjöldinn. í raun- inni varð þessi atburður upphaf uppreisnarinnar, sem lauk með fullu sjálfstæði Belga og skilnaði þeirra við Hollendinga. í lögreglusamþykt bæjarins Hia- watha í Kansas er m. a. það ákvæði, að þegar brunaliðsmenn eru kvaddir til slökkvistarfa, sje þeim leyfilegt sem annars eru taldir David miklu fremri, hafi ekki tekist betur við svipuð viðfangsefni, og að enginn samlandi Davíðs komi þar til grelna til samanburðar við hann. Skiljan- legast er hægt að gera þetta með einni setningu úr umsögn blaða- manns um hljómkviðuna: „Arabarnir hans (Davids) eru hreinræktaðir Arabar, en ekki Frakkar í dular- klæðum." Ekkert hinna síðari verka Davids náði svipuðu risi og þessi hljómkviða eða óður, þó að mikið væri í sum þeirra spunnið, t. d. óratoriiuna Moses d Síani, sem hann lauk við að semja í Þýskalandi 1846, er liann var þar á hljómleikaferðalagi. Fjög- ur leiksviðstónverk samdi liann, og gekk á ýmsu um afdrif þeirra. Á því sviði tókst honum betur upp í gletni en dramatik. David andaðist í París 29. ágúst 1876. Eftir aldamótin síðuslu voru ýms verk lians tekin upp aftur og liafa verið flutt siðan og tekið fádæma vel, og ýms mæt tónskáld síðari tíma hafa tekið David sjer til fyrirmyndar og siður en svo þótt minkun að, enda eru Frakkar lireyknir af Félicien David. að lijóla á gangstjettunum. Síðustu áratugi hafa slökkviliðsmenn vitan- lega ekki hreyft sig nema í bifreið- um, til slökkvistarfa; en ákvæðið er samt enn við lýði. /VÍV/VIV/V/V/V/V/VÍV/W/V/V(V/W/V/W/V/V/V(V(»<(V/V(V Leiðbeiningar um trjárækt Eftir Hákon Bjarnason skóBræktarstjóra Þetta er ómissandi handbók á hverju heimili, bók sem hvert mannsbarn þarf aö lesa og læra og alveg sjerstaklega unglingar. Þjer lesið þessa bók á rúmri klukku- stund, og þá vitið þjer það, sem hvert manmsbarn á íslandi á að vita um trjárækt. Bókin er skrýdd fjölda mynda, meðal annars fjölda teikninga, sem skógræktar- stjóri hefir látið gera. — Bókin kc-star kr. 3.50. Nokkur eintök, prentuð á þykkan pappír, í vönduðu bandi kosta kr. 7.50 og má panta þau í bókaverslunum eða hjá Víkingsútgáfunni Hverfisgötu 4. — Sími 2864. Ungmennafjelög, búnaðarfjelög, kaupfjelög og kaupmenn úti um land, sem vilja gera fólki auðveldara að ná í þetta rit, með því að hafa það á boðstólum, geta fengið það sent eftir símpöntun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.