Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.05.1941, Blaðsíða 5
f Á L K 1 M tt 5 ♦ stök nefnd til þess aÖ koma tilraun- inni í framkvæmd, svokölluð „land- skipsnefnd". Tilraunirnar gáfust ekki vel og her- stjórninni var óljúft að sjá af mönn- um, i liinn svonefnda landskipaflota. Sneri nefndin sjer í öngum sínum til frú Pankhurst og suffragetta hennar og buðu þær fram sextán sjálfboða- liða. En aldrei þurfti á því að halda, því að mannafli kom á síðustu stundu út annari átt. Tveir verkfræðingar, Tritton og Wilson, unnu nú að teikningum dag og nótt. Kölluðu þeir bifreiðina „Little Willie“, en það gælunafn höfðu bretsku hermennirnir gefið þýska krónprinsinum. Og i desember 1915 var fyrsta brynreiðin fullgerð, smíðuð af firm- anu Foster & Lincoln. Hún fjekk nafnið H.M. Landship „Centipede", en var seinna kölluð „Mother", enda var þetta móðir allra síðari bryn- reiða. Næstu brynreiðarnar voru kallaðar „Big Willies". Herfræðingar luku lofsorði á gripinn. En mundi nú þessi „Mother“ nokkurntíma komast á vígvöllinn? Churcliill var stað- ráðinn í að svo skyldi verða. Smíðið á þessari brynreið hafði farið fram með mestu leynd. Hver einasti maður, sem að smiðinni vann var bundinn þagnareiði og allir vissu, að þung refsing lægi við, ef út af bæri. Það litla, sem barst út um smiði skipsins var, að tilraunin væri mis- hepnuð og almenningur trúði því. Hinn 2. febrúar var ein af bryn- . reiðunum sýnd ýmsu stórmenni i Hatfield Park, þar á meðal I.loyd George og lord Kitchener. Vakti hún hrifningu allra — nema Kitcheners. „Laglegt leikfang" kallaði hann bryn- reiðina og dró ekki dul á þá skoðun sína, að aldrei mundi styrjöldin vinn- ast með slikum tækjum. En eigi að síður var nú farið að smíða fleiri brynreiðar og þvi haldið áfram með inestu leynd næstu sex mánuði. í júlílok afrjeð lierforingjaráðið að senda brynreiðarnar til vigstöðv- anna og liafa þær til taks þar undir haustið. En það voru ekki nema fáar bryn- reiðar fullgerðar og aðeins lítið lið, sem kunni með þær að fara. Nefnd- in áleit, að brynreiðarnar mundu tæplega gera gagn nema þær yrðu margar. Og ef byrjað væri að nota þær áður en mikið væri til af þeim þá mundi það aðeins verða til ills eins og öllum líkum yrði spilt til þess, að hægt yrði að sigra fjand- mennina með þeim. Óvinirnir mundu Anthony Eden, sem þá var hermálaráðherra, skoðar brynreiðaherdeild í Austur-Englandi. þá fá tima til að efna til varnarráð- stafana. Frakkar voru um þessar mundir að byrja að smiða bryn- reiðar og vildu láta Breta bíða þang- að til þeirra vjelar yrðu tilbúnar, svo að þær gætu gert atlögu sameig- inlega. En Haig hermarskálkur vildi ó- gjarnan breyta skipun, sem hann liafði gefið. Orustan við Somme, sem hófst L júlí 1916 var ekki komin á hástig, og þó að samherjar hefðu ekki komist nema nokkrar mílur frain, var mannfall þeirra eigi að síður ógurlegt. Eftir fyrstu atlöguna töldu Bretar sig hafa mist um 60.000 fallna og særða — kjarnann úr her Kitcheners. Eitthvað varð að gera til þess að auka liðinu djörfung og eggja það til nýrrar sóknar. — — Hinn 15. september 1916 óku rúm- lega fimtíu bifreiðar upp að víglín- unum og voru tygjaðar undir atlögu. Mestur hluti liðsins á brynreiðunum hafði aldrei verið á vigstöðvunum og ætlaði að ærast af stórskotahríð- inni. Vegirnir voru þvergirtir og látlaus- ar raðir af hermanna- og sjúkrabif- reiðum. Langar raðir af múlasna- vögnum dróu fallbyssur og skotfæra- vagna og ógry.nni fótgönguliðs óð grágulan aurinn á vegunum. En allir töluðu aðeins um eitt: nýja vopnið, sem væri væntanlegt til aðstoðar. Nóttina áður en atlagan hófst skriðu brynreiðarnar nokkur hundr- uð metra áfram, inn í sjálfa víglín- una. Þaðan átti atlagan að hefjast, hálftima fyrir birtingu. Klukkan hálfsex settu áhafnirnar hreyflana i gang eftir langa vökunótt, skjálf- andi af spenningi og nú skriðu bryn- reiðarnar áfram — út í fyrsta æfin- týrið. Löng lína af brynreiðum fikr- aði sig áfram í leðújunni, mölvaði niður gaddavírsstólpana og færðist nær og nær þýsku viglínunni, en áhöfnin gat varla dregið andann í þröngum stálklefunum. Nú var kom- ið að fremstu þýsku hlaupgröfunum. Fjöldi gráklæddra manna tók á rás upp úr þeim og flýði skelkaður, en margir fjellu í skotliriðinni. Þýsku hermennirnir lögðu ekki i vana sinn að hræðast, lireysti þeirra var viðurkend af andstæðingunum. En þarna hittu þeir fyrir vopn, sem þeir höfðu aldrei sjeð áður, hræði- legt og dularfullt vopn og því var ekki furða þó þeir flýðu. Þetta var sama sagan og þegar besti her heims- ins, Bómverjar, mættu brynjuðum fílum Hanníbals í fararbroddi fyrir málaher Kartagóborgarmanna. Þá kom fát á hermennina og þeir flýðu sem fætur toguðu fyrir fílunmn. Á sama hátt fór þýsku hermönn- unum nú er þeir mættu hinum ó- stöðvandi brynreiðum. Sumar þeirra lentu að vísu í sprengiholum, sumar biluðu og aðrar viltust í þokunni. En þær sem dugðu sóttu vel fram. Ein brynreiðin stefndi í farar- broddi inn í smábæinn Fleurs og Þjóð- verjar flýðu undan í mesta ofboði. fíren-byssuvagnarnir eru ekki brynreiðar í venjulegnm skilningi, þó að þœr renni á band- hjólum. Hjer sjást pólskir hermenn á einum slikum vagni. Sumir földu sig i kjöllurum sundur- skotinna húsa og herinn frá Nýja- Sjálandi, sem sótti fram í kjölfar brynreiðanna átti hægan leik að finna þá og taka bæinn blóðsúthell- ingarlaust. Og njósnarflugvjel, sem var á sveimi yfir bænum, sendi sig- urboðskapinn heim jafnharðan og var honum tekið með miklum fögn- uði“. Önnur brynreið staðnæmdist á þýskri skotgröf og skaut til beggja handa og ók siðan meðfram gröfinni og tók 300 fanga. Þýsku herstjórninni kom þetta ekki gersamlega á óvart. Hún vissi fyrir- fram, að Bretar höfðu vígbúnað til að setja nýja vígvjel á vígstöðvarnar. Það spurðist síðar að þessi fregn hafði komið frá njósnakvendinu Mata Hari, „Java-dansmærinni“, sem síð- ar var skotin í Frakklandi. að minsta kosti hafði þýska herstjórnin ámint herinn um að láta ekki skelfast, þó liann sæi eitthvað nýstárlegt, en sú aðvörun hreif ekki. Þegar þýsku hermennirnir sáu gráu vígvjelarnar koma fram úr þokunni hurfu öll góð áform og þeir komust í uppnám, eins og eðlilegt var. Hinsvegar óx hermönnum samherj- anna mjög hugur við þetta. Enski „Tommy-inn“ hafði eignast áreiðan- legan samherja, sem dugði vel þó hann væri ljótur og seinn í vöfun- um, og strandaði hvorki á gaddavír nje vjelbyssuhreiðrum — verstu ó- vinum hermannanna. En einn flokkur manna var litið ánægður með nýjungina og það voru áhafnirnar á brynreiðunum sjálfum. Þær áttu bágt með að skilja fögnuð- inn yfir þessum vjelum og þótti ekk- ert varið í gamanvisuna um „Old Mother Hubbard", sem hermennirnir skírðu brynreiðarnar. Þegar áliafn- irnar komu skríðandi út úr vögnun- um eftir orustuna, þar sem þær höfðu setið löðrandi í svita, hálf- kafnaðir af bensinfýlunni og hálf- ærðir af hvellunum frá sínum eigin 6-punda fallbyssum, vissu þeir ýmis- lcgt, sem fjelagar þeirra ekkfc vissu. Björtu vonirnar, sem menn liöfðu haft á brynreiðunum, höfðu ekki ræst. Af þeim 32 brynreiðum, sem fóru i bardagann, tókst níu að halda sjer í fararbroddi fótgönguliðsins og vinna óvinunum stórtjón. Níu viltust í þokunni og urðu að láta skeika að sköpuðu, fimm lentu í skurðum og sprengjuliolum og níu sátu fastar vegna vjelbilunar. Áhöfnunum fanst þetta hálfgerður Pyrrhusarsigur. Og nú höfðu óvin- irnri komist að leyndarmálinu, án þess að árangurinn af sókninni hefði orðið sá, sem búist var við. Það hafði ekki tekist að rjúfa víglínu óvinanna. Bara að yfirherstjórnin hefði beðið Frll. á bls.J/t í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.