Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1941, Page 11

Fálkinn - 13.06.1941, Page 11
F Á L K I N N 11 SABA HIN MIKLA Efftir M. Y tírand old lady Ameríkumanna rjetti mjer tebollann og teygði úr sjer i sessinum, þegar jeg spurði hana, hvaða vonir hún hefði gert sjer um son sinn, þegar liann var barn. — Æðsta hugsjón mín, drengnum mínum viðvíkjandi, var sú, svaraði "Sara Delano lloosvelt, — að hann yrði vaskur, heiðarlegur og góður ameríkanskur bórgari. Jeg átti enn hærri vonir, en jeg bað ekki Guð um meira. Franklin Delano Roosvelt var kjör- inn forseti Bandaríkjanna í þriðja sinn í röð í nóvember síðastliðnum — og mamma hans var hreykin af honum. Þessi dásamlega móðir er áttatíu og sex ára gömul, en ellin nje liðnu árin hafa sannarlega ekki mælt liana. Hún er fimm fet og tíu þumlungar á hæð, bein og hnarreist eins og drotning og þróttmeiri á sál og lík- ama en margir þeir, sem aðeins eru hálfdrættingar við liana að aldri. Áttatíu og sex ára gömul les hún gleraugnalaust og heyrir hvert orð, sem talað er kringum hana og hefir ánægju af góðum mal, eins og alt Rooseveltsfólk. „Þetta er að þakka heilnæmum lífsháttum, góðum ætt- stofni og saklausri samvisku", sagði móðir forsetans við mig, „og svo far- sældinni. Jeg hefi lifað áttatíu og sex farsældarár.“ Og hvað hún var lík syni sínum, hún sagði þetta. Að vísu er sagt, að syni eiga að bregða til móður, en samt finst manni það óvænt á- nægja að sjá, hve forseti Bandaríkj- anna er líkur Söru Delano Roosevcll. Þar er sami höfðingsskapurinn, bæði til líkama og sálar. Sama sterka hak- an, sama nefið, söniu skæru, hrein- skilnu augun. Og frúin er fögur, með þjett, mjúkt, livítt hár, fína gagnmentaða rödd, og andlit, sem er alvarlegt eitt augna- blikið, en brosandi það næsta, eða leiftrandi af þögulli gremju eða reiði. Og þó að liún sje úr ríkra borgara stjett, þá lætur lnin reiðina bitna á ríku borgurunUm, sem henni finst liugsa lágt og lubbalega. — Hversvegna eru þeir ríku svo oft blindir á það, sem landi og þjóð er fyrir bestu? spyr hún. — Þeir ríku eiga kost á að fá gott uppeldi, og maður skyldi halda, að þeir sæu hvert heiminum stefnir, en samt eru svo margir þeirra þröngsýnir og aft- urhaldssamir og hræddir við Jifið. Jeg á venslafólk, sem getur varla yrt á okkur, vegna þess að sonur minn sje „svikari við sina stjett 1“ Svikari við sína stjett! Jeg stæri mig af ógeðinu, sem jeg hefi á liverjum þeim, sem getur sagt það. Hann son- ur minn þekkir enga stjett aðra en Ameriku!“ Þegar jeg heyrði liana segja þetta, þá komst jeg að raun um, livaðan Franklin Roosevelt hafði mikið af manngildi sínu og hversvegna 25 miljón kjósendur höfðu ákveðið, að hann væri maðurinn, sá fyrsti í sög- unni, sem kjósa bæri i þriðja sinn sem forseta U.S.A., á þeim tíma, er ríkin standa á barmi óttafullra og örlagaríkra daga. Sveitasetur Roosecelts, sem kallað er Hyde Parlc, stendur við Hudson- fljót, skamt frá Poughlceepsie, um 70 mílur frá New York. Þar var jeg eina síðdegisstund á sunnudegi ný- lega, í heimsókn lijá frú Söru Roose- velt. Hyde Parlc er fallegt, viðfeldið og þægilegt landsetur, i einum fegursta dalnum, sem til er í Bandaríkjunum. Sveitasetur Roosevelts forseta, sem -MóðirRoosveits. Matarbálkur . Halton. . Eftir Elfsabetu Guðmundsdóttur .a' er leiðtogi 130 miljón manna, er svipað heimkynnum ríks ensks óð- alsbónda. Og það er vart hægt að hugsa sjer lms, sem ber þess betur merki, að þar eigi fólk heima. Þar verður varla þverfótað fyrir liús- gögnum í mismunandi stíl og frá mismunandi tímum. „En hjer er vist- legt“, sagði Sara Roosevelt. „Þetta er lieimili, en ekki gripasafn." Bókasafnið mikla, þar sem jeg dvaldi mestan hluta heimsóknartím- ans, er ósvilcinn þáttur jjess, sem ameríkanskt er og verður merkt sýn- ishorn fyrir óbornar kynslóðir Amer- íkumanna. Frú Sara Roosevelt á hús- ið og jeg býst við, að það verði eign jjjóðarinnar á sínum tíma. Þarna eru þúsundir bóka og fjöldi málverka og ljósmynda og allskonar innanstokksmunir. Eins og alls stað- ar þar, sem Franklin Roosevelt held- ur sig, er þarna mikið af sjávar- myndum og skipa. Þar er og mikið af fjölskyldumyndum og kunningja, og sumar myndirnar lianga ofurlítið á ská og það gera lampaskermarnir líka, eins og gerist í heimahúsum liispurslauss fólks. Á einu borðinu eru ljósmyndir með tileinkun, af Elísabetu drotningu og Georg kon- ungi, og þar er ennfremur mynd með áritun, af Mary ekkjudrotningu. „Það var hátíð, þegar konungs- hjónin voru lijerna“, sagði frú Roose- velt. „Jeg veit, að drotningin hafði gaman af að koma. Hún var með tárin í augunum, þegar hún fór. Hún er afbragðs kona, og okkur þótti vænt um hana.“ „En konungurinn?" Frú Roosevelt brosti. „Jeg gleymi aldrei því fyrsta, sem hann sagði, þegar hann kom hingað. Þau liöfðu verið að skoða heimssýninguna og voru ósköp þreytt, þegar þau komu. Jeg spurði konunginn, hvernig hon- um hefði litist á sýninguna. „Ljóm- andi vel,“ sagði hann, „en enginn gaf mjer tebolla!" Hann var eins og glorliungraður strákur. En við feng- um okkur te hjerna — úr þessari könnu.“ Hún helti í bollann lijá mjer úr fallegri könnu í Georgs II. stíl. — Kínverskt te. Faðir frú Söru, Warren Delano II., var ríkur kaupmaður og flutti inn te frá Kina, og árum sam- an var fjölskyldan búsett í Hongkong. „Þegar jeg var átta ára, fór móðir min með okkur sjö systkinin til föð- ur okkar i Hongkong. Við sigldum suður fyrir Gróðrarvonarhöfða á ein- um af þessum frægu „China Clipp- ers“, sem lijet Surprise. Við vorum 110 daga á leiðinni!“ Við sátum þarna undir mynd af Isaacli Roosevelt, langalangafa for- setans, sein var vinur Georgs Was- liingtons á sinni tið. „Þett-a málaði frægur andlitsmyndamálari þeirra tíma, Gilbert Stuart,“ sagði frú Sara. „Isaach Roosevelt var þingmaður í sambandsþinginu." Fyrsti Rooseveltinn kom til Veslur- heims frá Hollandi árið 1643. En forfeður frú Söru gömlu vbru komn- ir á undan. Langalangalangafi lienn- ar, Pliilip de Lannoye, fór frá Belgíu árið 1621 og kom til Plymouth í Massacliusetts. Því má bæta við, að frú Sara er ein þeirra, sem átti for- feður með því fræga skipi „Mayflow- er“, en það skip þykir liafa flutt vestur aðal Bandarikjamanna. Það eru hvorlci meira nje minna en prett- án greinar af Mayflowerættum, sem mætast í forsetamóðurinni. Og hún er stolt af því, en þó í hófi. „Jeg er viss um, að gott ætterni er mikils virði,“ segir liún. „Sá, sem hefir átt 1. Eggjasúpa. II. Laxkotelettur. III. Hamborgarhryggur. IV. Rabarbaragelé. Eggjasúpa handa 6 manns. 2 1. af vatni og Ys pd. sagomjöl er hrært út með Yi pela af köldu vatni. 185 gr. af púðursykri og 4 eggja- rauður og 2 hvítur er hrært út þang- að til það hvítfreyðir. Hellið siðan heitri súpunni hægt og gætilega út i eggin ásamt % pela af Slierry. Einnig er gott að nota rabarbarasaft og hvítvín. Kotelettur úr laxi. Hreinsið laxinn, rífið hann úr roðinu og flakið hann. Skerið flökin í sneiðar, berjið fiskinn með buff- hamri og formið fiskinn í kringl- óttar kökur. Stráið yfir fiskinn salti og pipar, dýfið kotelettunum í egg og brauðmylsnu, brúnið þær síðan í vel heitu smjöri. Berið á borðið brúnað smjör, blandað enskri fisk- sósu eða sítrónusafa. Hvitar kartöfl- ur eru bornar með. Ef um gestaboð er að ræða, þá sjóðið uggana, þunn- ildi og roð í ljetlu saltvalni. Síið soðið síðan gegnum þunna siu. Mæl- ið soðið síðan með lítramáli. Bræð- ið 10 þunnar eða 4 þykkar matar- límsplötur og látið út i soðið. Hellið því siðan í liringa og látið það standa í kulda, uns hlaupið er kalt. Blandið rauðum lit í hlaupið, áður en þið kælið það, þannig að það verði ljósrautt. Síðan er hringnum hvolft á fat og hringurinn fyltur rækjum, humruin eða öðrum skel- fiski. Raðið kodelettunum kringum hringinn og skreytið fatið með sal- atblöðum. Þetta er ljúffengur og fínn rjettur. heilbrigða og greinda forfeður, getur treyst því, að það búi einhver heil- brigði og greind i honum sjálfum. En ekki má hann þakka sjer það“. Bæði i ætt hennar og föðurætt Roosevelts liefir frjálslynt fólk jafn- an verið í meirihluta. Maðurinn, sem tók „Mayflower“ á leigu, var for- faðir hennar. „Sonur minn berst fyrir mannúð, ekki aðeins af því, að heilbrigð skynsemi lieimti mannúðar- kendina, heldur af þvi, að liann liefir hana í blóðinu," sagði Sara Roose- velt. Tveggja ára gamall drengur kemur vappandi inn í stofuna og fer að brölta upp á linjeð á frú Roosevelt. Þetta var Franklin Delano III., son- arsonur forsetans. „Hvernig var Franklin Delano, þeg- ar hann var drengur?“ „Fullur af fjöri og hugmyndum,“ svaraði hún. „Hann hafði altaf eitl- hvað fyrir stafni. Hann smíðaði skip og bygði vígi, safnaði frimerkjum, stoppaði út fugla eða eitthvað ann að. Einu sinni sagði jeg lionum, að hann mætti ekki safna eins mörgum slrákum að sjer, eins og hann lagði í vana sinn. „En, mamma, ef jeg skipaði þeim ekki fyrir, þá kæinu þeir engu í verk,“ svaraði hann. Hún hristi höfuðið döpur, þegar minst var á Frakkland undir járn- hæl Þjóðverja í dag, og hún talaði með aðdáun um ensku þjóðina. „Það er skapfestan sem mestu varðar,“ sagði hún, „og Bretarnir eiga skap- festu. Þeir eiga skapfestuna og Churchill!“ Sara Delano giftist James Roose- velt, föður forsetans, þegar hún var Frh. á bls. U. Hamborgarhryggur. Svo er svínshryggur nefndur, þeg-. ar búið er að ljettsalta hann og reykja. Hryggurinn er soðinn í 1 ld.st. Takið siðan lirygginn af eldinum og látið liggja í soðinu, uns kalt er. Síðan er hryggurinn brúnaður, lát- inn á fatið og það skreytt með all- konar grænmeti, sem völ er á. Sósan er búin til á þann liátt, að % 1. af soði og 1 1. vatni er blandað saman. Brúnið nokkur lárberjablöð og lauk á pönnu. Hellið síðan soð- inu út á þetta og sjóðið þetta vel saman. Bakið 250 g. smjör og 250 g. hveiti og þynnið það út með seyð- inu. Stuttu áður en súpan er fram borin, þá bætið hana með 2—3 pel- um af rauðvíni. Salt og pipar eftir smekk. Rabarbaragelé. Sjóðið iYi pela af vatni. Vigtið 375 gr. sykur. Leysið upp 15 blöð af matarlími. Blandið í þetta 3 pelmn af rabarbarasaft og 1 pela af sherry. Vætið tvö randform og hellið blönd- unni í þau og látið röndina storkna. þeytið 3 pela af rjóma. Hvolfið rönd- inni á fat og sprautið rjóma yfir röndina. Ef niðursoðnir ávextir eru fyrir liendi, er ágætt að skreyta með þeim. NB. Ef þið sjóðið nýja stilka er 1 1. saft og 125 gr. sykur soðið saman. Agurkur eru mjög ljúffengar, bæði með heitri steik, ennfremur með ýmsu á köldu borði. Agurkurnar eru skornar þunt nið- ur, stráð yfir þær borðsalti og settar í pressu 1 kl.st. Að því loknu eru agurkurnar undnar upp úr vatni því, sem pressast hefir út úr þeim. Sið- an eru þær settar i löginn, sem þær eiga að lýsast í. Lögurinn er búinn til á þana hátt, að edik er þynt út liæfilega eftir bragði. Þrjár matskeið- ar af sykri, sem leystar eru upp í heitu vatni, eru látnar út í blönd- una, ásamt nokkrum kornum af hvítum pipar. Hveitibrauð (franskbrauð) 2 kg. af liveiti, 4 teskeiðar af sykri, 4 teskeiðar af gerdufti, 4 te- skeiðar af salti, 3 pelar af undan- rennu. í liveitið er blandað gerduflinu, sykrinum og saltinu og bleytt í með mjólkinni. Þegar deigið hefir verið elt, er það látið í form, sem er áður vel smurt með smjöri. Siðan er brauðið bakað í vel heitum ofni í hjer um bil 1 kl.st. Hveitibrauðshorn. í hveitibrauðsliorn er notað sama deig sem í hveitibrauð, en þá er notað 50 gr. af smjöri i pd. (af liveiti) og smjörinu nuddað vel saman við hveitið. Deigið er flatt út og skorið út í þríhyrninga, sem sið- an eru vafðir upp, þannig að byr/ að er á breiðari endanum. Eggi er smurt á liornin og þau bökuð í ca. 20 mínútur við góðan hita. Smjörhorn. 375 gr. af smjöri er núið saman við 1 pd. af hveiti, 3 teskeiðar af sykri og 1 peli af undanrennu. Alt er þetta hnoðað saman, síðan flatt út í 1 cm. þykka köku, sem skorin er út i þríliyrninga. Þeir eru svo smurðir með eggjum og þeim dýft i blöndu af sykri og muldum möndi-, um. «

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.