Fálkinn - 25.07.1941, Síða 11
F Á L K I N N
11
Axel Wenner-Gren.
Kynjamaðurinn frá Sviþjóð.
Axel Wenner-Gren er einkum kunn-
ur hjer á landi fyrir stórgjöfina, er
hann gaf fyrir nokkrum árum til
e'flingar norrænni samvinnu í við-
skiftamálum og vísindarannsóknum.
Sú gjöf var 30 miljónir. En 30 milj-
ónir gefa ekki nema ríkir mfenn.
Hvernig græddi Wenner-Gren auðæfi
sín, og hvaða áhrif liefir hann á
stórviðburðina? Það er t. d. sagt, að
hann hafi komið friði á milli Finna
og Rússa í fyrra. Eftirfarandi grein
úr „Toronto Star“ leitast við .að
svara þessum spurningum:
— — Af þeim fáu upplýsingum,
sem eru fyrir hendi og af ýmsum
viðburðúm, sem gerst liafa þrjú síð-
ustu missiri, er liægt að gefa þessi
svör við spurningunni: Hver er Axel
Wenner-Gren?
Hann er ríkur sænskur iðjuhöldur,
sein á hagsmuna að gæta í mörgum
löndum, og það var liið skrautlega
skemtiskip hans, ,,Soulhern Cross“,
sem nýlega flutti hertogahjónin af
Windsor frá Nassau á Bahamaeyjum
til Miami á Florida.
Hann er svokallaður vildarvinur
Hermanns Goerings marskálks, og
var milligöngumaður í sanmingunum,
sem bundu enda á stríðið milli Finna
og Rússa — fyrir tilmæli Goerings,
að þvi er sagt er.
Hann er vopnaframleiðandi og það
átvikaðist svo, að skemtiskip hans var
nærstatt þegar farþegaskipið „Athen-
ia“ var skotið tundurskeyti í hyrj-
un stríðsins, og hjargaði ])að mörgum
af farþegunum.
Hann er maðurinn sem sigldi um
varnarsvæði Canada, Kyrrahafsmeg-
in, í sumar sem leið, og tóku þá
canadiskir varðmenn hæði byssur
og vjelskeytlur af skipsliöfn lians
um stund.
Þrátt fyrir mikil auðæfi, margs-
konar áhugamál og að því er virðist
mikil áhrif, er hann einn af þeiin
stórlöxum veraldar, sem allur þorri
almennings veit minst deiti á.
í orði kveðnu er framkoma hans
sem baktjaldamanns ýmsra mikil-
vægra fyrirtækja víðsvegar um heim
oftast að kenna eða þgkka einskærri
en endurtekinni tilviljun. En þó virð-
ist nasasjón og ásetningur einnig liafa
ráðið ýmsu um, hversu ágengt mann-
inum hefir orðið.
Wenner-Gren ræður fyrir stóru
raftækjaiðjuveri í Svíþjóð, sein liefir
dótturfjelag í Bandarikjunum og
fleiri löndum. Frá þessum inerg auð-
æfa lians og iðnaðarvalds ganga svo
ýmsar greinar; hann er skógaeigandi,
framleiðir trjákvoðu og pappír, rekur
námugröft, smíðar flugvjelar og á
hergagnaverksmiðjurnar í Bófors.
Auður lians og vald og hið víð-
feðma hagsmunasvið lians veldur því,
að hann getur ef til vill liaft áhrif á
málefni margra landa. Það er sann-
að, að hann hefir liaft áhrif á alþjóð-
leg málefni og er maður til að gera
það oftar.
í ýmsum þeim tilfellum, sem liann
hefir komið við sögu stórmála, sem
komist hafa á almanna vitorð, liefir
viljað svo til, að liann hefir verið
um borð á liinu mikla skemtiskipi
sínu, Southern Cross, þegar atburð-
urinn gerðist. Það er talið að kaup-
verð þessa skips og endurbætur á
því, ásamt útbúnaði skipsins hafi
kostað hann 13 miljónir króna, en
skipið er 1851 tonn og talið stærsta
skemtiskip veraldar i einstaks manns
eign.
Síðan ófriðurinn hófst hefir þótt
bera sjerstaklega mikið á því, að
Wenner-Gren hjeldi sig um borð á
Soiithern Cross. Skipið liefir verið
honum bæði ftjótandi heimili og far-
andskrifstofa í senn, og þaðan hefir
liann haft tvöfalt loftskeytasamband
og haldið tengslum við liin marg-
háttuðu kauþsýslufyrirtæki sín og
fylgst með rás heimsviðburðanna.
Hann hefir siglt þessu skipi víðsveg-
ar, þar á meðal yfir Atlantshaf; til
og frá hinu íburðamikla aðsetri sínu,
Shangri-La á Hog Island, skamt frá
Nassau á Bahamaeyjum. Og langar
ferðir hefir hann farið.
Bæði Wenner-Gren og frú lians,
sem er amerikönsk að ætt, liafa
stundað nám í Berlín og eiga þar
vini og sambönd. Frúin heitir Mar-
guerite, fædd Liggett og er frá Kans-
as City.
Hinn 9. mars 1940 flutti New York
Tiines svolátandi l'regn.;
„Wenner-Gren, sænskur vopna-
kongur var milligöngumaður i um-
leitunum um frið milli Rússa og
Finna, fyrir áskorun Goerings mar-
skálks, nazista nr. 2. Þetta vitn-
aðist meðal stjórnarerindreka lijer
í borg í dag.
„Hinn l'rægi sænski iðjuhöldur,
sjerstakur, ganiall vildarvinur Goer-
ings í hópi liinna mörgu sænsku
vina lians, var á skémtisiglingu í
Nassau á Bahamaeyjum þegar hann
fjekk dulmálskeyti frá Goering, sem
sagði lionuni að það væri ósk Þýska-
lands að bintla enda á finsk-rússneska
slriðið og bað um aðstoð Wenner-
Grens til þess. Wenner-Gren lijelt
þegar til New York. Þaðan fór liann
til Evrópu á Rex, 17. febrúar ....“
Sennilega liefir það ekki eingöngu
verið vegna álirifa Wenncrs-Grens
meðal valdamanna í Þýskalandi, Svi-
þjóð og máske öðrum löndum, sem
honum var kleift að ráða úrslitum
finska striðsins, lieldur vegna þess
fjármagns, vopna og skotfæra, sem
hann liafði yfir að ráða.
Seint á vorinu 1940 hvarf hann
aftur til Ameríku. Eftir að hafa far-
ið til Nessau og heimsótt ýmsa staði
í Bandaríkjunum, lagði hann af stað
í langferð með konu sína. Þau fóru
vestur um Panamaskurðinn og svo
var lialdið norður með vesturströnd
Bandaríkjanna og lónað lengi í Puget-
sundi, við norðanverða strönd Was-
liingtonfylkis.
Jafnvel þarna tókst honum ekki
að komast algerlega út úr andrúms-
lofti stríðsins. Ýmsir staðir við Puget-
sund og neðan við landamæri U.S.A.
og Canada eru meðal ramlegast víg-
girtu blettunum á meginlandi Amer-
íku.
Wenner-Gren hjelt áfram lengra
norður og sigldi um liafið út af
British Columbia um það bil mán-
uð. Hann kom til Vancouver 31. júlí
og meðan hann dvaldi þar hafði
liann í boði sínu um borð margt
fólk, seni , hann hafði bjargað af
Athenia, þegar hún sökk. Gáfu gest-
irnir lionum minningarskjöld um
björgunina við þetta tækifæri.
Meðan Southern Cross sveimaði
fyrir utan Britisli Columbia tóku
canadiskir tollverðir nokkrar vjel-
byssur og riffla úr skipinu, sem
þeir skiluðu þó aftur, er það fór.
Skýringin,- sem gefin var á því að
vopnin væru um borð var sú, að
skip, sem væri í langferðum á ófrið-
artímum þyrfti að liafa vopn, ef eitt-
hvað óvænt bæri að höndum.
Frá því í fyrrasumar og þangað
til í vor hefir Wenner-Gren horfið
sjónum almennings. En það er sagt,
að liann liafi haft tal af kunningj-
um og viðskiftavinum í Bandarikj-
unum, einkum í New York og Was-
hington „síðustu mánuðina“. Og það
er sagt, að liann liafi stofnað nýtt
fjelag i New York, Mawen Motor
Corporation, ásamt Emilc Mathis, en
liann er franskur og var samstarfs-
maður Henry Fords þangað til eftir
að styrjöldin hófst.
Þetta Mawen-fjelag er sagt vera
að gera tilraunir með nýjan, loft-
kældan stjörnuhreyfil, ekki stóran,
sem hægt eigi að vera að nota hæði
í flugvjelar og bifreiðar.
í desember 1940 beindist athygli
Canadamanna sjerstaklega að Wenn-
er-Gren, vegna þess að blöðin sögðu
frá því, að Viking Foundation liefði
veitt TorontOháskóla 45.000 krónur
til rannsókna í jarðeðlisfræði, jarð-
fræði, námufræði og skyldum grein-
um, og að þetta framlag væri úr
sjóði, sem Wenner-Gren liefði gefið.
Viking Foundation er velgerðastofn-
un og lögheimili liennar er í Panama
(þar er Southern Cross einnig lög-
skráð), og starfar að eflingu rann-
sókna og vísinda.
Það er ýmislegt, sem bendir á að
Wenner-Gren liafi talsverð áhrif á
skoðanir einangrunarstefnumanna í
Bandaríkjunum.
Þessi niaður, sem hefir tekið jafn
mikilsverðan þátt í stórvægilegum
heimsviðburðum siðustu árin, þó að
ekki hafi hann gert það sem opin-
ber persóna, byrjaði mjög smátt.
Gáfuna, sem hann virðist nota nú til
jiess að selja hugmyndir um alheims-
málefni, notaði liann þegar liann var
drengur til þess að selja körfur og
öskubakka, og til þessa hafði liann
lióp af jafnöldrum sínum. Nú er hann
orðin 59 ára.
Hann nam verslunarfræði í Berlín.
Síðar fór hann þó ungur væri til
Bandaríkjanna og vann fyrir 15
senta tímakaupi í verksmiðju í New
Jersey. í jiessari og fleiri verksmiðj-
um gafst honum færi á að kynna
sjer af sjón og reynd iðnrekstursað-
ferðir Bandaríkjanna, og seinna not-
aði liann þessa þekkingu ásamt
brjóstviti sínu á verzlun til þess að
skapa auð sinn.
Siðasta styrjöld varð þrándur í
götu fjárgróða-áætlana hans. En 1919
stofnaði hann ryksúguverksmiðjuna
Electrolux.
Wenner-Gren gengur líka undir
nafninu trjenikonungurinn, og skv.
siðustu fregnum er hann orðinn for-
maður sambands sænskra trjeni-
framleiðenda. Hann eignaðist meiri-
hluta hlutabrjefa í BoforsVopnaverk-
smiðjunum með því að kaupa af
Krupp hinum þýska yfirráðin yfir
einkaleyfunum á hinum alkunnu
Bofors-fallbyssum og hriðskotabyss-
um.
Loftvar.nabyssurnar frá Bofors og
ýms önnur hergögn þaðan eru notuð
i núverandi stríði af ýmsum þjóð-
um, þar á meðal Þýskalandi.
Egils ávaxtadrykkir
HHII
BLÖÐIN ERU GÖMUL.
Einskonar frjettablöð voru til i
heiminum löngu áður en prentlislin
kom til sögu. Meðal jiess elsta af jjví
tæi voru helluristur, sem settar voru
upp á torgum bæja í Assyríu og
Babylon. — í Rómahorg var gefið
út blað, sem hjet Acta Diurna (Dag-
leg tíðindi). Það var skrifað í mörg-
um eintökum og selt föstum áskrif-
endum í fjarlægum hjeruðum. Eftir
uppgötvun prentlistarinnar voru eink-
um gefin út flugrit með ákveðnum
frjettum, en jiau birtust ekki reglu-
lega. Árið 1562 fór að koma út í
Feneyjum mánaðarblað, sem hjet
Notizie Scritte. Það var liandritað
og liaft til sýnis á opinberum stöð-
um og urðu menn að borga litinn
skilding, sem gazetta hjet, fyrir að
lesa það. Þaðan kvað þetta orð vera
komið inni í lieiti ýmsra hlaða. —
Fyrsta blaðið i London kom út 1622
og hjet The Weekly Newes from
Italy, Germany etc. The Times í
London kom fyrst út árið 1785 und-
ir nafninu Daily Universal Register,
en fjekk sitt núverandi nafn þremur
árum siðar. Fyrsta reglulega blaðið
í Ameríku hóf göngu sína 1704. Það
lijet Roston News-Letter.
Eitt erfiðasta niðurrifsverkið, sem
sagan kann að lierma frá, er niðurrif
flotahafnarinnar þýsku og virkjanna
á Helgolandi, sem Þjóðverjar urðu að
framkvæma samkv. ákvæðum Versala
samninganna. Það liafði verið 24 ára
vinna að byggja þessi ramgeru virki
og kostað 700 miljón krónur. Það
varð tveggja ára verk að rifa þau og
kostaði — 5 miljard krónur.
Milli tveggja enskra útVarpsstöðva
hafði verið lagður jarðsími og var
köfnunarefni dælt inn á milli ein-
angrunarlaganna, sem á símanúm
voru, svo að einangrunin yrði ennþá
betri. En nú varð þess vart, að
köfnunarefnið lak út í gegnum ytra
einangrunarlagið. Verkfræðingarnir
voru i vandræðum með að finna leka-
staðina, sem köfnunarefnið færi út
um, en loks liugkvæmdist einum
þeirra að dæla gastegund, sem er
með líkri lykt og af köttum er, inn í
jarðsímann og láta svo þefnæman
liund hlaupa eftir leiðsluskurðinum.
Þó að skurðurinn liefði fyrir löngu
verið fyltur fann hundurinn fljót-
lega lekastaðinn og gróf holur þar
ofan í jörðiua. Á-þennan liátt fundust
fjórtán lekastaðir á jarðsímanum.
í franska bænum Brest hefir fjöru-
borð sjávarins verið mælt i síðást-
liðin hundrað ár og liafa þcssar mæl-
ingar sýnt, að sjórinn liækkar jafnt
og þjett. Lengi vel var talið, að þetta
sýndi, að landið væri að síga. En nú
liafa rannsóknir sýnt, að svo er ekki,
heldur er ástæðan sú, að liafið er að
liitna og þenst þar af leiðandi út,
því að inælingarnar komu heim við
breytingar þær, sem urðu á loftslag-
■inu. Jafnvel í heimskautálöndunum
hefir þess orðið vart, að hitastig sjáv-
arins hefir áhrif á fjöruborðið.