Fálkinn - 26.09.1941, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
Fellibyljir.
Frh. af bls. (i.
lœgt tuttugu kílómetrum á klukku-
stund, svo að það var liægt að gera
boð á undan fellibylnum, þá 9—10
daga sem hann venjulega stendur yf-
ir. í útjaðri stormsveipsins er vind-
urinn sæmilega hægur en ágerist eft-
ir því sem nær dregur miðbikinu,
en i sjálfum miðpunktinum er iá-
deyða eða veikir kastvindir. Mæling-
ar, sem gerðar hafa verið sýna að
vindhraðinn i stormsveipum getur
orðið 400 kílómetrar á klukkustund
og er oft 250 kílómetrar. Ein af ná-
kvæmustu mælingunum af þessu tagi
var gerð í Miami í Florida árið
1926, en þó fauk vindmælirinn áður
en lauk.
Ládeyðissvæðið í sveipvindunum
er venjulega upp undir tuttugu kíló-
metrar í þvermál en við jaðar þess
kemur harðasti vindurinn. Þessvegna
er það oft svo í fellibyljum, að eftir
verstu ofsahríðina fellur alt í dúna-
logn á svipstundu, en þegar ládeyðan
er farin lijá keiiiur sama afspyrnan
aftur, og kemur þá úr gagnstæðri átt.
Þegar skip á sjó lendir í svona lá-
dcyðu þá gefst að visu ofurlitil hvíld
í hamaganginum, en sjórinn verður
enn óviðráðanlegri. í stað þess að
öldurnar komu áður úr ákveðinm
átt þá rísa nú upp háar öldur og
hnútar á sama blettinum, teygja sig
himinhátt og falla svo í sjálfar sig,
svo að skipið hoppar eins og það
sje lamið í loft upp eins og knöttur.
Og meðan loftið er kyrt í kring lieyr-
ist ýlfrið í fellibylnum eins og ösk-
ur í fjarska, himininn er heiður beint
upp yfir manni, en alt í kring er
hringur af grásvörtum skýjabólstr-
um. Oft koma þá hópar af uppgefnum
fuglum að og setjast á skipið til að
hvíla sig. Um leið og dregur úr
storminum feliur loftvogin stórkost-
lega en hitinn vex og verður eins og
á sólskinsdegi í eyðimörku.
Fyrirbrigði, sem að vísu oft kem-
ur án þess að um fellibyli sje að
ræða, en þó er stundum samfara
þeim, eru hinir svonefndu „Torna-
dos“, sem algengir eru í Bandaríkj-
unum. Þetta eru sveipvindar, sem eru
afar litlir um sig en ná geigvænleg-.
um hraða. Vindhraðinn getur orðið
800 kílómetrar á klukkustund og ef
slíkur vindgári fer um bygt land,
eins og risavaxinn reykjarstrókur,
getur hann afmáð heila bæi og á
sjönum getur ekkert skip staðist.
Flóðöldurnar eða sjávarflóðin, sem
sigla í kjölfar sveipvindanna, eyði-
lcggja ekki minan en þeir. Ein mesta
eyðileggingin af því tagi varð í
Santa. Cruz del Sur á Cuba, í nóvem-
ber 1932. Veðurfræðilegar skýrslur
um þennan atburð eru ekki til því að
veðurfræðingurinn á staðnum drukn-
aði í flóðinu, sem sópaði veðurstof-
unni á burt með sjer. Við þetta tæki-
færi druknuðu 2500 af 4000 íbúum
bæjarins.
Ennþá ferlegri sjóflóð hafa orðið
eftir fellibylji við strendur Indlands.
Árið 1864 druknuðu 50.000 þúsund
manns í sjóflóði við Kalkutta og ár-
ið 1876 fórust 100.000 i Backergunge,
skamt fyrir austan Kalkútta, en ann-
að eins dó af pest á eftir. í þessum
flóðum steig vatnið 40 fet yfir venju-
legt háflæði. Jnfnhátt komst sjórinn
i flóði sem varð við Fjelagseyjar
árið 1903.
Um flóðið, sem varð eftir fellibyl-
inn i Suður-Florida 2. sept. 1935 seg-
Ist aðstoðarmanni veðurstofunnar svo
frá: „Fyrrihluti fellibylsins liafði
gengið hjá og jeg var staddur í lá-
deyðunni, á Long Key (sem er eyja
við suðurodda Florida). Það fór að
birla yfir i norðri, maður sá stjörn-
ur og það var aðeins hægur andvari.
Um það bil í miðri ládeyðunni, sem
stóð 55 minútur, fór sjórinri að hækka
og jeg beindi sterku kastljósi út á
öldurnar. Þær risu eins og fjöll en
færðusl ekki nær, nema liægt. Jeg
sneri frá og hljóp eins og fætur tog-
uðu; en áður en jeg komst heim í
húsið mitt náði sjórinn mjer í mitti.
Húsið var umflotið og var komið á
flot. Það stóð þó kyrt á sama stað
og jeg gat komist inn og hafði hugs-
un á að líta á mælitækin. Klukkan
var tíu nrinútur yfir tíu og loftvog-
in sýndi 686 mm. Fimm mínútum
síðar hafði hún enn fallið nokkra
nrillimetra og nú kom stormhviðan
aftur. Húsið fór nú að láta undan,
jeg misti loftvogina og fauk út í
sjóinn. Sem betur fór náði jeg í kók-
uspálma og lijekk í lionum þangað til
jeg fjekk högg og misti meðvitundina.
Um morgunin klukkan 2% rankaði
jeg við mjer aftur og hjekk enn i
pálmanum, sex metra yfir jörðu.“
Ofsarigningin, sem oft fylgir felli-
byljunum veldur einnig stórtjóni. I
smábænum San Antonio í Texas er
rigningarmetið fyrir Bandaríkin og
er frá 7.—11. september 1921. Þar
rigndi 500 millimetra á einum sólar-
hring, eða meira en rignir á heilu
ári í sumum löndum með meginlands-
ioftslagi. Göturnar voru eins og stór-
fljót og vatnið í sumum húsunum var
þriggja metra djúpt. Árið 1935 var
mikið livassviðraár í Vesturindium,
eins og áður segir. Þar komu 5 felli-
byljir í ágúst—nóvember og þrír
þeirra snertu Florida. Þann 2. sept-
ember komst loftvogin þar niður í
669 mm.
Verstur var fellibylurinn í Florida
Keys, eyjaboganum, sem gengur frá
suðurodda Florida til borgarinnar
Key West. Þar voru 700 uppgjafalier-
menn úr stríðinu s'taddir þegar storm-
boðinn kom og var þegar send járn-
brautarlest til að sækja þá og koma
þeim í land. Iín lestin kom ekki fyr
en óveðrið var skollið á. Stormurinn
var svo mikill, að lestin fauk út í
sjó og 121 af hermönnunum fórust.
Alls fórust 400 manns en verðmæti
fyrir 6 miljónir tlollara eyðilögðust.
í fellibylnum sem kom 2. iióvember
sama haustið fórust 19 manns í
Miami en skaðinn varð 5% miljón
dollara.
Hvorugur þessara fellibylja kemst
þó í hálfkvisti við fellibylinn, sem
gekk yfir sunnanvert Florida árið
1926. Þá fórust 100 manns í Florida,
en skaðinn varð yfir 100 nriljón
dollara. Er það versti fellibylurinn
sem í Florida hefir konrið á þessari
öld og sá lians stað í mörg ár á eftir.
IIERTOGINN AF KENT IIJÁ PÓLSKUM FLUGMÖNNUM. e
Pólskir flugmenn i Englandi hafa getið sjer hinn ágætasta
orðstír fgrir frækni í stríðinn. Hafa þeir farið í sprengjuárása-
ferðir til Þýskalands og gert þar margan óskunda. — Hjer á
mgndini sjest hertoginn af Kent, yngsti bróðir Bretakonungs, i
heimsókn lijá pólskri flugmanasveit, sem gert hefir sprengiárás.
VALENTINE-SKRIÐDREKAR.
Iljer á myndinni sjást nýjustu skriðdrekar Breta, af svonefndri
Valentine-gerð. Eru þeir afar hraðskreiðir og vet vopnaðir. Skriðdrek-
arnir sjást hier á æfingu og eru nú framleiddir í stórum stíl. Áhafnir
þeirra eru einvalalið.
* Allt með íslenskum skipuni! *
— Jæja, Gestur, eruð þjer ennþá
að gera almannaleiðir að hættuslóð?
— Ójá, prestur minn. En nú hefi
jeg fengið slœma keppinauta þai
sem bilarnir eru.
PENKiOIL
„BREITT YFIR MERKIГ.
Það er algengt að sjá á suðurströnd Englands þýskar flugvjelar, sem
hrapað hafa eftir viðureign i lofti. En á sumum þeirra hefir verið
málað yfir þýsku einkennin, sem eru hakakross og járnkrossinn. Þann-
ig er það um þessa vjel, en auðsjcð er, að málningin hefir verið sett á
i flýti.