Fálkinn - 21.11.1941, Page 2
2
FÁLKINN
- GAMLA BÍÓ -
LEYNDARMÁL DR. KILDARE.
„Leyndarmál dr. Kildare“ bregí5-
ur nokkurri birtu yfir sumar nýj-
ungar læknisfræðinnar og me'ðal
annars sýnir liún notkun lungna-
bólgumeðalsins „sulfapyradin“. Til
þess að alt væri sýnt rjett viðvíkj-
andi því læknisfræðilega' í mynd-
inni, var sjerfræðingur fenginn til
þess að liafa eftirlit með mynda-
tökunni.
En efni myndarinnar er það, að
auðkýfingur, Paul Messenger (Lionel
Atwill), 'á dóttur, sem þjáist af ó-
læknandi sjúkdómi, sem að ein-
hverju leyti er sálarlegs eðlis. Hann
leitar til frægs sjerfræðings, dr.
Gillespie (Lionel Barrymore), sem
hniginn er á efri aldur og orðinn
veiklaður af of mikilli vinnu. Dr.
Gillespie lætur ungan lækni, nem-
anda sinn dr. Jimmy Kildare (Lew
Ayres) fara til stúlkunnar, sem ekki
mátti vita, að hann sje læknir, því
að lækna vill hún ekki sjá nje
lieyra. Hann er kyntur sem vinur
i fjölskyldunni og fær þannig tæki-
færi til að athuga sálarástand stúlk-
unnar. Dr. Gillespie er hinsvegar
svo önnum kafinn við rannsóknir
sínar á hinu nýja lungnabólgumeð-
ali, að hann fær aðsvif af ofþreytu
og starfsfólkið á spítala hans sjer,
að liann muni ganga sjer til liúðar
á skömmum tíma, ef liann fáist
ekki til að taka sjer hvíld. Og
hann felst á það, nauðugur viljugur,
eftir að aðstaðarlæknir hans hefir
FLYQEL - PÍANO - MINIPÍANO
BROADWOOD KONUNGLEG HIRÐSALA
Meðal þeirra, sem keypt hafa Eavestaff Minipiano eru:
Ingiríður krónprinsessa og dætur
Englandskonungs. - Ennfremur ýmsir
heimsfrœgir útuarpskraftar, suo sem -
Gracie Fields, Frances Day, Harry Roy,
<£$ Charlie Kunz, Ambrose og margir fieiri.
Einkaumboð:
Hljóðfærahús Reykjavíkur
tilkynt honum, að hann sje svo
bundinn við lækningu miljónamær-
ingsdótturinnar, að hann geti ekki
hjálpað honum neitt fyrsta kastið.
En aðstoðarlæknirinn, dr. Kildare
hefir nú uppgötvað ýmislegt við-
víkjandi sjúkdómi ríku stúlkunnar,
m. a. það, að hún er undir sterkum
áhrifum frá fóstru sinni, sem er að
reyna að láta skottulækni lækna
stúlkuna. Hinsvegar kemst læknirinn
að því, að stúlkan sje með arf-
gengan heilasjúkdóm. Hún verður
skyndilega blind. Nú heitir læknir-
inn á liinn gamla fræga læriföður
sinn til fulltingis sjer og þeim tekst
að lækna stúlkuna, með furðulegu
móti. En það gerast fleiri lækni-
fræðileg og furðuleg æfintýri áður
en sögunni lýkur, þó að lijer verði
staðar numið.
Mynd þessi er gerð eftir sögu
eftir Max Brand, sem vakti mikla
athygli, þegar hún kom út. Og að-
alhlutverkin eru í svo prýðilegum
höndum,
Carl Proppé verður 6‘5 ára 22.
þessa mánaðar.
Stefán Jónsson (Á.), meistari í 100
og hOO m. sundi, frjáls aðferð.
Sundmeistaramót Íslands var háð í
Sundhöll Reykjavíkur dagana 20. og
23. okt. s.l. Keppendur voru 44 frá 3
íþróttafjelögum, 19 frá Glímufjelag-
inu Ármann, 13 frá Knattspyrnufje-
lagi Reykjavíkur og 12 frá Sundfje-
laginu Ægir. Kept var um meistara-
tign í 7 sundgreinum, fjekk Ármann
4 meislara, Ægir 2 og K. R. 1 meist-
ara. Þessir urðu sigurvegarar: 100
m. frjáls aðferð Stefán Jónsson (Á.)
á 1 min. 5.2 sek. (er það næst besti
tími sem hefir náðst hjerlendis),
400 m. frjáls aðferð Stefán Jónsson
(Á) á 5 mín. 57.0 sek„ í 200 m.
bringusundi Sigurður Jónsson (K.
R.) á 3. mín. 2.8 sek., í 400 m.
bringusundi Sigurjón Guðjónsson
(Á) á 0 mín. 34.3 sek„ í 3x100 m.
boðsundi (þrísund) sveit Ægis á 3
mín. 53 sek., í 4x50 m. boðsundi A-
sveit Ármanns á 1 mín.-56.4 sek. Á
Sundmeistaramótinu blutu Ármenn-
ingar 12 verðlaun, Ægir 9 og K. R. 6
verðlaun. Ármenningar liafa á þessu
ári ennfremur hlotið bæði sæmdar-
heitin Reykjavíkur- og íslandsmeist-
arar í sundknattleik og má því með
Sigurjón Guöjónsson (Á.)
meistari í hOO m. bringusundi.
rjettu kalla Glímufjelagið Ármann
„Besta sundfjelag íslands“. Þjálfari
Ármanns í sundi er Þorsteinn Hjálm-
arsson, hinn ágætasti sundmaður,
Þorsteinn Hjálmarsson
þjálfari Ármanns í sundi.
er um mörg ár var methafi á ýms-
um vegalengdum í bringusundi.
I'ramfarir sundmanna Ármanns liafa
verið mjög miklar undir ágætri for-
ustu hans, nú hin síðari ár. Alt starf
Þorsteins er unnið án nokkurrar
þóknunar og mætti starf bans í í-
jjróttamálum okkar verða öðrum,
sem að þeim vinna; tit fyrirmyndar
um margt. Glímufjelagið Ármann er
nú orðið þróttmesta og athafna-
samasta íþróttafjelag landsins, sem
ber með rjettu sæmdarheitin: „Besla
sund-, róðrar-, glímu-, hnefaleika og
fimleikafjelag íslands.“ J.
Woisey
sokkarnir
eru heimsþektir fyrir gieði
og fallega áferð, svo sem,
Kvensokkar, ekta silki.
gervi silki.
“ alullar.
Herrasokkar, alullar.
Barnasokkar, alullar, bómull.
Fjölbreytl úrval,
„ W O L S E Y “ ullarsokkar
hlaupa skki við þvott.
Tryggir gæðin