Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1942, Page 2

Fálkinn - 31.07.1942, Page 2
2 F Á L K I N N Charies Howard Smith C. M. G. sendiherra Breta i Islandl. Naumast mun fráfall nokkurs út- lends manns hafa vakið jafn al- mennan söknuð hjer á landi og hið sviplega andlát Howard Smíth sendi- herra. Hann hafði farið alheill hjeð- an úr bænum á fimtudagsmorgun síðastliðinn, ásamt Ross aðalræðis- manni, frú hans og fleira fólki og var kominn upp að Langá á Mýrum. þar sem hann ætlaði að veiða nokkra daga. Þegar liann hafði stað- ið stutta stund við ána, linje hann niður örendur. Hafði hann einskis meins kent sjer undanfarið, en þenn- an sama dag hafði hann þó tvívegis minst á, að hann hefði einskonar þrengsli fyrir brjóstinu. Charles Howard Smith sendiherra kom hingað 10. mai i hittifyrra, sama daginn og enska hernámsliðið. Það var talandi tákn, að um leið og landið var hernumið, sendu Bret- ar hingað hinn fyrsta fullgilda sendimann sinn, en önnur lönd, sem liernumin voru það sama vor, mistu sína erlendu sendifulltrúa, og með þvi var undirstrikað, að þau lönd liefðu engin utanríkismál framar. En hjer skifti þannig um, að ísland tók- fyrst að fullu og öllu við sín- um utanríkismálum eftir að jjað var hernumið. Það verður ekki dregið i efa, þó að eigi sje það opinberlega kunnugt nema að litlu leyti, að starf enska sendiherrans hefir verið erfitt og umsvifamikið, ekki síst fyrstu mán- uðina eftir að hernámið fór fram. Hann var í flestu meðalgöngumaður milli stjórnar sinnar og hernáms- liðsins annarsvegar og íslensku stjórnarinnar og þjóðarinnar hins- vegar. En hverjum augum sem menn annars litu á hernámið, þá heyrðist aldrei annað, en að enski sendiherr- ann tæki á hverju máli af hinni fylstu sanngirni og vildi aldrei skilj- ast við nokkurt málefni öðruvísi eh svo, að íslendingar mættu vel við una. Enda ávann hann sjer brátt traust allra þeirra, sem hann átti nokkuð saman vrð að sælda. Og fólk út í frá varð þess áskynja, að hann væri sannur maður og velvilj- aður í hvívetna. Þessvegna mun þessa fyrsta sendiherra Bretlands á íslandi minst lijer lengi með hlýj- um hug. Howard Smith sendiherra varð aðeins rúmra 54 ára, þvi að fæddur var hann 17. maí 1888. Faðir hans var dómari í Wolwerhampton í Staffordshire, skamt frá Birming- ham. Nám sitt stundaði hann i Winchester og við Brasenose College í Oxford og tók meistarapróf þar, en gerðist svo, 24 ára gamall, starfs- maður i utanríkismálaráðuneytinu. Var um skeið einkaritari þingmanns- ins Cecil Harmsworth (bróður þeirra lávarðanna Northcliffe og Rothermere), en varð ráðunautur í utanríkismálaráðuneytinu árið 1929. Árið 1932 'var hann sæmdur Orðu St. Michael and St. George (C.M.G.). Árið 1933 varð hann aðstoðar- vararáðherra i utanrikismálaráðu- Norcgskonungtir og Ólafnr krónprins. — Sitjandi: Muud drotn- ing, sem andaðist úrið 1937 og Marthe krónprinsessa. Silfurbrúðkaup áttu 21. þ. m. frú Ólafía Einarsdóttir og Pétur Lárusson fulltrúi. Er myndin tekin á silfurbrúðkaupsdaginn á heimili þeirra hjóna, Sólvallagötu 25. neytinu og varð fjárhaldsmaður ráðuneytisins árið 1935. En i október 1939 — eftir að stríðið hófst — var hann skipaður sendiherra í Danmörku og íslandi og kom til Kaupmannahafnar þá um haustið. Þar var liann þangað til Frh. d bls. 15. Ljósmynd: U. S. Army Signal Corps. Líkfylgdin í Bankastræti. Ljósmynd: U. S. Army Signal Corps.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.