Fálkinn - 31.07.1942, Page 8
8
FÁLKINN
ÞAÐ ER EKKERT GAMAN AÐ
SITJA MEÐ SKAMMBYSSU AÐ
BAKISJER OG EIGA AÐ STÝRA
BÍL FYRIR GLÆPAMANN Á
FLÓTTA. EN JOHN SUMMERS
VAR EKKI HRÆDDARI EN
SVO, AÐ HONUM KOM RÁÐ
I HUG.----
Fx Ó skrítið mætti heita, var
John Summers eiginlega
ekkerl hræddur. Hann var ró-
legur maður og æðrulaus og
kallaði ekki alt ömmu sina, og
hann gerði sjer það Ijóst undir
eins, að svo lengi sem hann
gerði eins og lionum var skip-
að, mundi engin hætta vera á
férðum. Hann hjóst ekki við,
að förunautur hans mundi gera
annað en láta hann finna til
skammbyssuhlaupsins á bakinu
við og við, svo að hann skyldi
muna, að hann væri þarna og
væri vopnaður.
En það var skritið að hugsa
til slíkra farþega á þvi herrans
ári 1935. John Summers mintist
þess, að fyrir tuttugu árum,
hafði hann staðið andspænis
byssuhlaupum. Hann hafði ekki
minna en þrivegis mætt óvin-
unum í einangraðri skotgröf,
þegar hann var merkjavörður
í styrjöldinni miklu. Tvö fyrstu
skiftin hafði honum tekist að
komast undan. En í þriðja skift-
ið hafði hann verið óheppinn
og afleiðingin varð sú, að hann
sat í fangabúðum til ófriðar-
loka.
„Akið til hægri, þarna við
vegamótin!“
Summers kinkaði kolli og
hlýddi. Um leið og hann leit
við til að sjá, hvort vegurinn
væri torfærulaus, tókst honuni
að stelast til að líta á farþeg-
ann. Það var engin furða, þó
að honum hefði tekist að leika
á hann. Maðurinn var alls ekki
útlits eins og glæparnenn eru
yfirleitt. Það mundi hver sem
vera skyldi hafa haldið hann
farandsala eða skrifstofumann.
Dökkbrúnu fötin hans voru
sæmilega þokkaleg — livorki
of ný nje of gömul. Og hann
var með harðan, svartan hatt
á höfðinu.
Þegar öllu var á botninn
hvolft, fanst Summers alls ekk-
ert tiltökumál, að honum lrefði
orðið það á, að láta manninn
leika á sig. Að vísu hafði hann
syndgað gegn þeirri reglu, sem
hann hafði sett sjer fyrir mörg-
um árum, að láta aldrei bif-
reiðina sina staldra við, er hann
hitti menn, sem hann þekti ekki
á förnum vegi, þó að þeir bentu
STEPHEN ROSS:
MAÐURINN MEÐ KOFFORTIÐ
og bæðu um far — ekki af því,
að hann vildi ekki unna veg-
móðum göngumanni þess, að
hvíla hann stundarkorn, heldur
af þvi, að hann langaði ekkert
til að eiga á hættu, að fá kúlu
gegnum hausinn aftan frá, sem
þakklæti fyrir hjálpina.
En þetta tilfelli hafði verið
svo einstakt. 1 fyrsta lagi virt-
ist maðurinn alls ekkert grun-
samlegur. 1 öðru lagi hafði hann
verið staddur í mikilli umferð
í hæ, en ekki úti á víðavangi,
hafði stöðvað bifreiðina, þegar
umferðaljósin sögðu til, og með-
an hann beið eftir því, að um-
ferðaljósin sýndu, að halda
mætti áfram, liafði ókunni
maðurinn komið að bifreiðinni.
Hann var með þunga hand-
tösku og spurði, hvort hann
vildi lofa sjer að sitja i á rnóts
við járnbrautarlestina, sem var
tvo til þrjá kílómetra undan.
Það lrefði verið stii'fni að
neita þessari bón, úr því að
maðurinn virtist vex-a heiðar-
legur borgari. Hann hafði hag-
að sjer eins og prúðmenni,
þangað til þeir voru komnir út
fyrir bæinn. Þá hafði hann alt
í einu dregið upp skammbyss-
una og skipað Summers ineð
hrottalegri rödd að hlýða skip-
unum þeim, sem hann gæfi.
„Hafið þjer nokkuð á móti
því að segja mjer, hvert við
eigum að fara?“ spurði Summ-
ers rólegur.
„Þjer fáið að sjá það bráð-
um.“
„Jæja. En jeg ætlaði bara að
geta þess, aðy ef við eigum að
fara langt, þá má jeg til að
staldra við einhversstaðar og
fá mjer meira bensn.“
„Jeg ræð yður til að reyna
ekki að pretta mig. Bensínmæl-
irinn yðar sýnir, að þjer liafið
þrjátíu lítra — það ætti að
nægja til að koma mjer þang-
að, sem jeg ætla.“
John Summers brosti.
„Sannast að segja datt mjer
heldur ekki í hug, að þjer
munduð gína við þessari flugu,“
sagði liann. „En þjer láið mjer
víst ekki, þó að jeg reyndi að
telja yður trú um, að við þyrft-
um að stansa til að fá bensin,
er það? Jeg verð auðsjáanlega
að finna einhverja betri átyllu
næst.“
Þeir óku nokkra kílómetra
þegjandi. Þá sagði maðurinn
með skammbyssuna alt í einu:
„Heyrið þjer — það er kanske
eins gott, að jeg segi yður, hvað
á spítunni hangir — þá skiljið
þjer líklega að fullu, að hót-
anir minar eru alvara og að
yður þýðir ekki að reyna nein
undanhrögð! Jeg er með nálægt
fimm þúsund sterlingspund
hjerna í töskunni — og jeg ætla
að koma þessum peningum á
öruggan stað, jaf'nvel þó að það
kosti líf yðar.“
„Nú, já —- bankaþjófnaður?“
spurði Summers.
„Já, eitthvað í þá áttina. En
hvað sem því líður, þá er þetta
það eina, sem þjer verðið að
hugsa um í hili: að koma mjer
heilu og höldnu til Dover i
skyndi, svo að lögreglan nái
ekki í okkur á leiðinni. Við ök-
um að kofa, sem stendur spöl-
korn fyrir utan borgina og þar
bíður kunningi minn og tekur
á móti mjer.“
„Og livað ætlið þið að gera
við mig, þegar þangað kemur?“
spurði Summers.
Nú brosti farþeginn.
„Meðan þjer gerið eins og
jeg skipa, þurfið þjer ekkert
að óttast,“ sagði hann. „Jeg
kann altaf illa við að drepa
menn — nema þegar jeg get
ekki komist hjá því. Ef þjer
hagið yður skikkanlega, skal
jeg ekki gera yður neitt mein.
Auðvitað verðum við að binda
yður og setja bitil upp i yður
áður en við förum frá kofan-
um —- en jeg skal sjá til þess,
að þjer finnist næsta dag, þegar
við erum komnir á hak og
burt.“
„Það er einstaklega nærgæt-
ið,“ sagði Summers þurlega.
„Hvernig hafið þjer hugsað vð-
ur að haga því?“
„Jeg sendi lögreglunni brjef-
spjald i póstinum. — Þjer verð-
ið að hægja á yður hjerna —
við beygjum til vinstri og upp
á aðalveginn þarna.“
„Þá það — jeg þekki veginn
vel á þessum slóðum. Segið þjer
mjer — eruð þjer altaf vanur
að nota lánsbifreiðar og hil-
stjóra, þegar þjer eruð i svona
snatti?“
„Nei — að minsta kosti ekki
bílstjórann. Jeg hefði að rjettu
lagi átt að lienda yður út fyrir
nokkru, en jeg hefi meiðst dá-
lítið á annari hendinni og það
er ekki gott að stýra bifreið
með einni hendi.
Summers skotraði augunum
aftur til mannsins og sá, að
hann hafði hægri liendina í
vasanum, en hjelt skammbyss-
unni í þeirri vinstri.
Maðurinn virtist gela lesið
v i
hugsanir hans.
„Jeg skýt alveg eins vel með
vinstri hendinni og þeirri hægri,“
sagði hann. „Og jeg skoða ekki
huga minn um að skjóta, ef
þjer gerið ekki alveg eins og
jeg segi yður. Munið það
engan leikaraskap.“
„Nei, — jeg get ekki látið
mjer detta neitt í hug heldur,“
sagði Summers. „En hefir yð-
ur ekki dottið sá möguleiki í
hug, að yður verði veitt eftir-
för? Þarna kemur hifreið rjett
á eftir okkur.“
Maðurinn leit rólega við.
„Ju, það eru tvær heldur en
ein, og jafnvel fleiri,“ sagði
hann ofur róleg^. „En þessar
bifreiðar eru ekki að elta okk-
ur. Ef það væri, þá mundu þær
vera komnar fram hjá og væru
búnar að stöðva okkur.“
Hann hagræddi sjer í sætinu
og bætti við:
„Svo að þjer skuluð ekki
verða fyrir vonbrigðum, ætla
jeg að fræða yður á því, að
enginn eltir okkur i nokkra
klukkutíma. Bankarnir loka
klukkan þrjú, eins og þjer vit-
ið, og þegar varðmaðurinn ligg-
ur hundinn og keflaður niðri
í kjallara, mælir alt með því,
að hann muni ekki finnast fyr
en eftir nokkra klukkutíma.
Nú, hvað er að. Hægið þjer á
yður aftur, segi jeg.“
Hann rak skammbyssuhlaup-
ið hart í bakið á Summers um
leið og hann sagði þetta. Summ-
ers flýtti sjer að minka bensín-
gjöfina og ljet bifreiðina renna
á meðal ferð.
„Hvað er að?“ spurði hann
sakleysislega.
„Þjer hjelduð vist, að yður
mundi takast að fá lögregluna
til að stöðva okkur fyrir óleyfi-
legan ökuhraða?“ sagði maður-
inn með skammbyssuna þjösna-
lega. „Jeg held yður væri holl-
ast að reyna ekki að hugsa um
slíkt.“
Summers virtist vera móðg-
aður.
„Þjer sögðust vera að flýta,
yður,“ sagði liann.
„Jú, það er satt — en jeg
þarf ekki að flýta mjer svo
mikið, að jeg vilji eiga á liættu
að vera stöðvaður fyrir óleyfi-
legan akstur.“ Hann leit við til
að gá að bifreiðinni, sem kom
á eftir þeim.
„Haldið þjer, að það sje lög-
reglan?“ spurði Summers.
„Nei, það held jeg ekki —