Fálkinn - 31.07.1942, Blaðsíða 6
G
F Á L K I N N
- LlTLfl 5flEflH -
Roger Regis:
Óp í næturkyrðinni
OKAN varð ljettari eftir því sern
myrkrið færðist yfir hafið. —
Það var eins og ósýnileg hönd
drægi hverja slæðuna af annari yfir
sjóndeildarhringinn, þangað til þok-
an var orðin að grásvörtu þaki.
„Hvaða skrambi,“ sagði Goneff
og hló. „Við erum að komast í
klípu, svo að okkur veitir ekki af
að hafa augun hjá okkur.“ En
Pierre, sem stóð við stýrið, svaraði
rólega: „Við tökum þessu með þol-
inmæði, við þekkjum þessa leið.“
Þetta var fimta ferð veiðiskipsins,
sem Goneff stýrði, á miðin við Nevv
Foundland, þar sem franskir sjó-
menn sóttu fiskin í greipar hafsins
og urðu oft að borga sóknina með
lífi sínu.
En þrátt fyrir ósjó og liættuþokur
liafði Þyrniblómið aldrei orðið fyr-
ir óhappi þessi 5 ár á New Found-
landsmiðunum. Goneff treysti mönn-
um sínum og skipi og hásetarnir
treystu fleytunni og skipstjóranum.
En í kvöd varð að vera á verði
umfram venju. Þegar þokan og
myrkrið var skollið á, sást ekki tíu
faðma frá skipinu. Og í sliku myrkri
geta stóru skipin, sem sigla hratt,
nálgast fyr en varir. Það eina, sem
stoð er að undir slikum kringum-
stæðum eru þokulúðrarnir. Og á
slíkum nóttum má maðurinn við
stýrið ekki vera i giftingarþönk-
um.
Maðurinn við stýrið var Pierre.
Hann var aðeins þrítugur, en heyrði
best, sá best og var rólegastur af
öllum skipsmönnum. Goneff var því
óhræddur, en fanst hann samt verða
að segja fyrir siðasakir:
„Nú máttu ekki hugsa um ástir
í kvöld, kunningi!“
En Pierre svaraði jafn rólega og
áður: „Maður hugsar ekki um slíkt,
skipstjóri, þegar lífið liggur við.“
Svo varð liljótt á þilfarinu. Sjór-
ínn rjómalygn, ekkert heyrðist nema
suðan við byrðinginn. Skipsljósin
voru eins og glórur í þokunni, og
nóttin var óhugnanleg og dularfull,
stjörnulaus og dimm, er skipið
paufaðist áfram.
En Pierre gerði sjer engar á-
hyggjur. Með höndina á stýrinu
starði hann óaflátanlega fram; hann
var safnmynd sálar allrar áhafnar-
innar og vilja hennar til að komast
að markinu og bjarga lífi sínu.
Hann vissi, hve mörg skip, lik
Þyrniblóminu, mundu lenda i ná-
munda við skipin, sem voru i för-
um milli Evrópu og Ameríku, og
hve oft hafði viljað til, að þau
rákust á og sukku áður en nokkurt
neyðaróp heyrðist og án þess að
nokkur í landi fengi að vita um
afdrif þeirra.
Hann vissi vel, að þegar svo
stendur á, dugir ekki að vera úti
á þekju, og honum fanst hlægilegt
af Goneff að minna hann á það.
Þvi skyldi hann vera í ástarhug-
leiðingum. Skipstiórinn var víst að
gera að gamni sínu.
Unnustan hans.... Hún hjet
Marie-Jeanne. Tuttugu ára og átti
heima á Bretagneströnd, skamt frá
Audierne.
Hversvegna hafði Goneff sagt
þetta? Áðan hafði hann hvorki hugs-
að um stúlkuna nje heit hennar;
honum hafði ekki dottið hún í hug.
En nú hafði skipstjórinn mint hann
á 'hana með þessari glensfullu at-
hugasemd og vakið hjá honum
drauma. Var hann að erta hann?
Nei, nei. Hann ætlaði ekki að
hugsa til Marie-Jeanne; hann vildi
það ekki, hafði ekki leyfi til þess.
Pierre strauk hendinni um ennið,
eins og hann væri að þurka út
endurminninguna, og starði svo á
ný út í þokuna. Hún var hvít og
honum fanst hann grilla í fjarska
i hvítan höfuðdúk og ungt stúlku-
andlit. Honum mislíkaði þetta. En
alt í einu mundi hann nokkuð: I
dag var 10. mai og þann dag 1 fyrra
höfðu Pierre og Marie-Jeanne trú-
lofast. Rjett ár var liðið frá þeim
mikla viðburði.
Unga manninum var óinögulegt að
liafa hugann við starf sitt. Hann
treysti heyrninni og gaf sig á vald
draumórunum. í huganum sá hann
sjálfan sig skamt frá Audierne. Hann
gekk hratt meðfram ströndinni. Til
vinstri við hann bærðist hafið blátt
og rólegt og litlar öldur fjellu að
sandinum og þá heyrðíst hljóð líkt
og þegar silkipjatla er rifin.
Til hægri stóðu lág hús og urðu
strjálli eftir því sem á leið. Hann
hjelt enn áfram. Nú var hann kom-
inn að sljettum móa, þar sem grænn
litur sást aðeins á görðunum og
kræklóttum trjám. Himininn var
grár og skýjaður. Lævirki heyrðist
syngja. Hann gekk enn áfram.
Loks sá hann á ferhyrnt hálm-
þak, sem hafði staðið stormana af
sjónum. — í húsglugganum stóðu
blómapottar og í húsdyrunum stóð
grönn stúlka; hún var með hvítan
höfuðklút, i svörtu pilsi og með
svarta svuntu og klút bundinn í
kross á brjóstinu. Hún brosti o.g
starði út i fjarskann. Þetta var
Marie-Jeanne.
Pierre greikkaði sporið undir eins
og hann sá hana. Það var ekki að
furða, þó að hann hlakkaði til að
taka um litlu skjálfandi hendurnar
á henni eftir svona margra mánaða
útivist, þrýsta kossi á ennið á henni,
sem hún hafði rjett fram daginn,
sem þau trúlofuðust, og endurtaka
orðin, sem hann sagði þá:: „Marie-
Jeanne, þú ert fegurst allra — jeg
elska þig!“
Það var eins og stúlkan, sem stóð
þarna í jdyrunum, gæti lesið hugs-
anir hans, þvi að hún rjetti fram
hendurnar og þá hljóp hann sem
fætur toguðu heim stiginn. En sú
sæla, sem var í vændum!
En alt í einu, þegar Pierre átti
aðeins nokkra metra eftir þangað,
sem Marie-Jeanne stóð, hreyttist
andlitið á henni, liún afmyndaðist
og skelfingin skein út úr andlitinu.
Og hún gaf Pierre merki um að
nema staðar.
Hann skildi ekki, hvað hún átti
við og hjelt áfram. En þá heyrðist
hún hrópa hástöfun og eins og i
örvæntingu: „Stýrið á bakborða!“
Pierre hrökk ' alt í einu upp af
draumum sínum. Hann var á skonn-
ortunni sinni í náttmyrkri og þoku.
Hann stóð við stýrið og hlýddi mót
vilja sínum hinní dularfullu skipun
draumsins, sem enn hljómaði í eyr-
um hans. Með loppnum fingrunum
lagði hann hart á stýrið til bak-
borða.
Skipið tók sveiflu og hossaðist
á öldunum, vindurinn tæmdist úr
seglunum og þau löfðu blaktandi.
Skipverjar skildu ekki í þessári
stjórn hjá Pierre og urðu skelkaðir,
og Goneff hrópaði:
„Halló, Pierre. Hvað er að hjá
þjer?“
Pierre gafst ekld tóm til að svara.
Fram úr þokunni rann stórt og
svart ferlíki; gegnum þokuna grilti
í fjölda af upplýstum kýraugum.
Hvein látlaust í þokulúðri, svo að
ekki heyrðist mannsins mál. Þetta
var eins og draumsýn, sem rann
þarna fram hjá, nokkrar álnir frá
skonnortunni, og hvarf svo aftur
út í inyrkrið.
„Nú hrá mjer!“ inuldraði Goneff.
„Ef þú hefðir ekki sveigt í tíma
hefði þessi dreki bútað okkur í
tvent.“
„Já, við sluppum vel,“ svaraði
Pierre. „Það var gott, að jeg var
aðvaraður í tíma.“
„Hver aðvaraði þig?“
„Það hafið þjer víst gert, skip-
stjóri, eða einliver annar. Jeg heyrði
greinilega að kallað var til mín:
„Stýrið á bakborða!“ og jeg hlýddi.
Það var það, sem hjargaði okkur.“
„Eins og jeg hafi kallað. ónei,
jeg svaf.“
„Jæja, þá hefir einhver annar
kallað.“
Skipshöfnin var spurð, en enginn
hafði kallað. Enginn hafði heyrt
Rakarinn frá SEuiIla.
II Barbiere di Seviylia
Efnis-ágrip.
Tveggja þátta gaman;-ópera
eftir ít. tónsk. Rossini (1792
1868). Textinn bygður á fræg-
um sjónleik Beumarchais
(1775), sem búið var að búa
i óperuform oftar en einu
sinni, áður en verk Rossinis
kom fram. Rakari Rossinis var
sýndur fyrst í Rómaborg 20.
febr. 1816, Fór sigurför um
allan heim og er enn leikinn
þrásinnis og altaf fagnað.
Fyrri þáttur: Læknir, Bartóló að
nafni, er fjárráðamaður ungrar
stúlku, sem Rósína heitir, og lætur
hana búa lijá sjer. Læknirinn er
maður við aldur, en hefir það þó
bak við eyrað, að taka sjer skjól-
stæðing sinn fyrir konu, og gætir
hennar þvi sem best hann iná fyr-
ir öllum ungum mönnum. En Al-
maviva greifi, ungur maður og
gjörvilegur, hefir veitt Rósínu at-
hygli og er bálskotinn i lienni.
Hann reynir að vekja á sjer athygli
hennar með þvi að syngja man-
söngva fyrir utan gluggann hennar,
en það virðist vera tilgangslaust.
Hún lætur ekki sjá sig, og greifinn
sjer frain á það, að hann verður
að neyta einhverra annara áhrifa-
meiri hragða til þess að „ná sam-
bandi“ við stúlkuna. Frjettir hann
nú af frægum bragðaref og galgopa,
sem Fígaró heitir og er rakari.
Greifinn kemst í kynni við þennan
káta karl, tjáir honum vandræði
sin og hiður liann að gefa sjer góð
ráð. Rakarinn bregst vel við, og
stingur upp á því, að greifinn geri
„innrás“ í hús læknisins á þann
hátt, að hann dulbúist sem liermað-
ur og útvegi sjer einrvernveginn
skilríki fyrir því, að honum sje
ætluð vist hjá lækninum.
Nú er það svo, að auðvitað hel'ir
Rósína lieyrt hina fögru og heitu
ástarsöngva greifans, en hún veit
ekki annað en að hann sje það, sem
hann segist vera, eða óbreyttur
hermaður, Lindoró að nafni. En
það er lieitt í henni blóðið, liún er
breinræktaður Suðurlandabúi, og
hún er ljettlynd, eins og það er alt,
fólkið í þessum leik, i— en þar með
er ekki sagt, að það sje ljettúðugt
til skaða. Og Rósina fellir ástarhug
til hins fríða og föngulega biðils,
og er fús til að verða eiginkona
hans.
Fígaró er milligöngumaður og all-
ur á hjólum, og það er hann, sem
stingur því að Rósínu, að ungi greif-
inn elski hana. En hún fær honum
jiessi orð, sem allir áttu lif sitt að
launa.
„Þig hlýtur að hafa dreymt,“
sagði Goneff;“ en annars kemur
jiað út á eitt. Aðalatriðið er, að
við erum fljótandi."
Þegar Þyrniblómið kastaði akk-
erum i franskri höfn fjekk Pierre
brjef, sem stimplað var i Audierne.
Það var frá Marie-Jeanne og jiar
stóð meðal annars þetta:
„Hjerna um kvöldið — það var
á trúlofunardaginn okkar, 10. mai,
dreymdi mig um þig. Jeg sá þig
greinilega við stýrið. Þú brostir ti!
min. En alt i einu fanst mjer stórt
skip sigla afarhratt beint á skipið
ykkar. Og ])á hrópaði jeg, alveg eins
og mjer findist þú geta heyrt til
mín, þarna fyrir liandan tiafið. Jeg
hrópaði.... jeg hrópaði.“
brjef til greifuns, sem hún helir
skrifað á laun.
Læknis-skrióðurinn er gamall rel'-
ur og hverjum manni slægari,
og einhvernveginn þefar liann það,
að ekki muni alt vera með feldu.
Það er blek á fingrunum á Rósínu!
Hverjum er hún að skrifa? Og liann
skerpir nú enn athyglina.
Dátinn (þ. e. greifinn) kemur nú
slattfullur heim í hús læknisins,
eða læst vera fullur. Læknirinn seg-
ir Rósínu að fara út, en leitast við
að koma dátanum al' höndum sjer
og kveðst hafa fengið undanþágu
frá því að hýsa nokkurn liermann,
og geta sýnt skilríki því til sönn-
unar. En greifinn liugsar sem svo.
að þar sem innrásin" hal'i nú tek-
ist, þá sje ekki annað sæmandi en
að halda velli. Þybbist lxann við, og
fer Barlóló þá að leita í skjölum
sínum að skilríkjum fyrir því, að
hann sje undanþeginn þeirri al-
mennu kvöð, að liýsa liermenn. En
á meðan gerir greifinn sjer hœgt
um hönd og fer að dufla við Rós-
ínu. Þegar læknirinn kemur aftur,
verður hann æfur og uppvægur og
gerist nú sá dómadags liávaði og
rifrildi, að alt ætlar um koll að
keyra, og nágrannar læknisiins
koma askvaðandi til þess að for-
vitnast um, hvað á seyði er. Loks
koma varðmenn og telja dátann
(greifann) á að hafa sig á hrott
um sinn.
Síðari þátlur: Aftur tekst greil'-
anum að ná fundi Rósínu. Keinur
hann nú í annað sinn i dulargerfi,
og þykist nú vera staðgengill söng-
kennara hennar, sem Basilío heitir og
er sagður þungt haldinn af hitasótt.
Hygst Almaviva nú að kenna Rós-
ínu söng, En auðvitað snýst söng-
kenslan upp í ástabrall, eða „kenslu"
í ástaleikjum ýmiskonar.
En þegar kenslan er að kornast í
algleyming, kemur sá rjetti „maest-
io“ eða kennari, Basilio, og virðisl
munu rugla, öllu fyrir hinum ungu
elskendum. „Fyrir góð orð og beial-
ing“ gengur hann þó inn á það, að
liverfa aftur á brott, en elskend-
urnir koma sjer saman um að flýja
næstu nótt.
En Bartóló er slægur, eins og áð-
ur er sagt, og á síðustu stundu tekst
honum að bregða fæti fyrir áform-
þeirra Rósínu og greifans, svo að
það fer út um þúfur. Hann hefir í
höndum brjefið, sem Rósina hefir
skrifað Lindoró og hampar þvi
framan í þau. Rósínu bregður i
svíp, þvi að hún heldur, að nú
sje hún komin í klipu, en vill sjálf
heldur söngkennarann en dátann
Lindoró. En þegar það kemur á
daginn, að Lindoró og greifinn eru
Frh. á bls.'il.
Theodór Árnason: Operur, sem lifa.