Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1942, Blaðsíða 15

Fálkinn - 31.07.1942, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 NOTIÐ MELTONIAN SKÓÁBURÐ á góða skó. Fæst t öllum skóverslunum. Einkaumboð: Heildverslon Kr. Benediktsson (Ragnar T. Árnason) Garðastræti 2. Simi: 5844. Tilkynning Að gefnu tilefni viljum vjer benda heiðr- uðum viðskiftavinum vorum á, að það er aðeins til að eyða tíma þeirra og starfs- manna vorra að tala um flutning á einka- bifreiðum frá Ameríku í náinni framtíð. Reykjavík, 28. júlí 1942. H. í. Eimskipafjelag íslands Halldór Þórðarson, bóndi, Kjal- vararstöðum í Reykholtsdal, verður 75 ára þann 4. ágúst n.k. Frú Margrjet lngibjörg Gissur- ardóttir, Ásheimum, Selfossi, varð 45 ára þann 26. júlí. Haraldur Guðmundsson alþm. varð 50 ára 26. þ. m. HOWARD SMITH. Frh. af bls. 2. sendiherraembættið fyrir Danmörku var lagt niður, 13. april 1940 — fjórum dögum eftir innrás Þjoð- verja í Danmörku. Og tveimur dög- um áður en ísland var hernumið var hann skipaður sendiherra Bret- lands lijer á landi, og kom hingað 10. maí, eins og áður er sagt. -----Charles Iloward Smith var einkar prúðmannlegur og alúðlegur i framgöngu og viðkynningu, svo að orð var á gert af þeim, sem kynt- ust honum, hvort heldur voru æðri eða lægri. Hann var starfsmaður svo mikill að af bar. Iþróttamaður var hann mikill á yngri árum, svo að orð var á gert i heimalandi hans. Og enn sást það meðan hann dvaldi lijer, að hann undi vel útivist, þvi að jafnan fór hann gangandi til skrifstofu sinnar í bænum innan Ágúst Jónsson, bóndi að Sauð- holti, Rangárv. verður 65 ára 5. ágúst n.k. Sveinn Þorláksson símstöðvar- stjóri í Vík í Mýrdal verður 70 ára 9. ágúst. P. L. Mogensen, lyfsali, verður 70 ára 4. ágúst n.k. frá Höfða, bæði sumar og vetur. Trúmaður var hann mikill. í einu orði mun mega segja, að hann hafi verið lifandi ímynd þess, sem Eng- lendingurinn leggur í orðið „gentle- man“. Howard Smith sendiherra kvænt ist, árið 1920, Sarah Thorne, og varð þeim þriggja barna auðið, son- ar og tveggja dætra, sem öll eru í Englandi. Frú Sarah Howard Smith dvaldi aldrei lijer á landi. Fyrsla koma liennar liingað var siðastlið- inn laugardag, er hún flaug hingað til þess að fylgja manni sínum látn- um frá hinu íslenska heimili hans. Lík sendilierrans var flutt á skips- fjöl á sunnudaginn var, og safnaðist líkfylgdin saman á Hringbraut ofan- vert við Laugaveg. Hornaflokkur frá amerikanska setuliðinu fór á undan líkfylgdinni. Kistan var á fallbyssu- vagni, sem dreginn var af brynvar- inni bifreið, og var kistan sveipuð enska fánanum. Næst lienni gengu ekkja sendiherrans, Ross aðalræðis- maður og starfsfólk ensku sendi- sveitarinnar og ræðismannsskrifstof- unnar. Þá Sveinn Björnsson rílcis- stjóri og frú hans, Ólafur Thors forsætisráðherra og fni, Magnús Jónsson ráðherra og Stefán Þor- varðarson skrifstofustjóri. Næst komu allir sendiherrar og sendi- fulltrúar erlendra ríkja og margir ræðismenn. En jiá sveitir úr s.|ó- her, landher og lofther Breta. Lúðrasveitin ljek sorgargöngulög alla leið niður á brvmgju. Þar var leikinn sálniur, en síðan háru fyrir- liðar úr landhernum kistuna um borð og að þvi loknu var leikinn breski þjóðsöngurinn. VERNDUN MÓÐURMÁLSINS. Frh. af bls. 5. — löngum köflum o. s. frv. Vel má og vera, að ýmislegt fleira skil- greini betur efni eða hugtak í ræðu og riti, en „stór stilT, t. d. grettis- tak, brautryðjandi eða annað þess- konar. Fyrir utan dönskusletturnar og aðrar útlenskar, þarf að varast mis- notkun almenna málsins innlenda. Nýlega las jeg i dagblaði: „að fara úr skónum“, í stað þess að taka af sjer, eða leysa af sjer skóna. Frem- ur má afsaka þá, sem húa meðal annara þjóða og tungumála, þó að þeir stöku sinnum „dragi dání af sínum sessunaut.“ Sjálfum þjóðrækna, mikilvirka vísinda- og fræðimanninum, Þorv. Thoroddsen, hrutu af vörum og úr penna, m. a. þessi orð: „Þegar árn- ar gerði miklar“ (uxu eða voru í vexti). — Er því engin furða þó okkur ólærðu smámennunum verði hált á svellinu. En þess verður maður að óska, og þess ættu sem allra flestir að krefjast, að þeir sem meira læra og betur kunna, geri líka betur og leiðrjetti það er aflaga fer. í grein þessari eru 2 prentvillur: „ekki“ er ofaukið i 31. línu að fram- an, og „hafa“, fyrir haga, í 19 línu í næsta dálki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.