Fálkinn - 31.07.1942, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
Hákon Noregskonungur sjotugur
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið keinur út hvern i'östudng
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
Auglijsingaverd: 30 aura millim.
HERBERTS prent.
Skraddarabankar.
Þegar leið á síðustu styrjöld var
farið. að spá Jivi, að hvernig sem
úrslit liennar annars yrðu, þá mundi
svo mikið vist, að konungsdæmun-
um í heiminum mundi stórlega
fækka, að henni lokinni. Enda tor
það svo, að tveir af þremur keis-
urum hcimsins mistu vöklin, og ann-
ar líl'ið í tilbót, en nokkrir lconung-
ar á Balkan og furstar í Þýskalandi,
sem ýmist báru konungsnafn eða
annað hefðarheiti, hurfu úr sögunni.
En svo skeði afturhvarf í þessu
efni. Balkankonungarnir komu aftur, í
Grikklandi, Búlgaríu og' hinu nýja
ríki, sem stofnað var upp úr Serb-
íu. Hinsvegai- urðu öll hin nýju rtki,
sem stofnuð voru eða fengu l'ull-
veldi með friðarsamningunum, lýð-
veldi —- Finnland, Eistland, Lett-
land, Lithauen, Pólland og Tjekkó-
slóvakía. Austurríki, það sem eftir
var skilið af því, varð einnig lýð-
veldi, en Ungverjaland hjelt kon-
ungdæmisfyrirkoinulaginu og settu
sjer rikisstjóra i konungsstað. Eftir
það' breyttist lítið fram undir nú-
verandi styrjöld, nema að Spánn
varð lýðveldi, sem siðar breyttist í
einræðisveldi, eða því sem næst.
Nú eru margir konungar land-
flótta. En það er ekki vegna Jiess,
að Jijóðir þeirra hafi rekið Jiá ai'
höndum sjer, heldur hafa þeir flúið
fyrir ofríki annars crlends ríkis,
sem liefir hernumið land Jieirra.
Þannig er ástatt um konung Noregs,
drotningu Hollands, konung Grikk-
lands og Júgóslavíu, og konungur
Belga situr sem stofufangi Þjóð-
verja suður í Frakklandi. Forsetar
Póllands og Tjekkóslóvakíu eru og
landflótta i Englandi. En aðeins
einn iandflótta konungur liefir feng-
ið ríki sitt aftur: Haiie Selassie hefir
tekið við Abessiníu á ný — enda
hafði hann beðið lengst.
Það er á slikum timum, sem nú
ganga yfir hernumdu þjóðirnar, að
þær gera sjer kanske til fulls grein
íyrir hvers virði konungurinn er
þjóðinni. Það liefir orðið lenska, að
kalla hina Jjingræðisbundnu kon-
unga „toppfígúrur“, sem í raun og
veru gerði ekkert til eða frá um.
En á tímum neyðarinnar skilst Jijóð-
inni, að konungur er sameiningar-
tákn þjóðarinnar. Hann þarf ekki
að verða landflótta til Jdcss. Menn
hafa heyrt, livers virði Kristján kon-
ungur hefir verið Dönum, síðan
landið var hernumið.
Menn heyra lika, af munni Jieiri a
Norðmanna, sem mega láta til sin
heyra, hvers virði Hákon konungur
hefir verið þeim. Persóna konúngs-
ins er brennidepill þeirrar baráttu,
sem Norðmenn heyja nú fyrir sjálf-
stæði sinu.
Fjarri landi sínu lifir hinn fyrsti
konungur Norðmanna síðan 1380,
sjötugsafmæli sitt. Fiigi i útlegð, þvi
að Jjað eitt er útlegð, sem þjóðin
dæinir í, hvort hlutaðeigandi er
þegn eða Jijóðhöfðingi. F.n l'yrir of-
beldi erlendrar þjóðar verður Há-
kon konungur sjöundi nú að dvclj-
ast erlendis. Eigi sem aðgjörðarlaus
og valdalaus þjóðhöfðingí, heldur
sem loringi þjóðar sinnar í barátt-
unni fyrir endurlieimt landsins.
Þegar Garl prins, næstelsti sonur
Friðriks áttunda, settist á konungs-
stól Noregs, var tckinn upp á ný
þráður, sem fyrir löngu hafði rofn-
a'ð, lió að jafnan væri Noregur kon-
ungsríki. Næsti fyrirrennari hans,
sem konungur Norðmanna í l'ullum
skilningi, var Hákon VI. Magnússon,
Eiríkssonar, sem dó árið 1380, að-
eins fertugur að aldri. En hann
kvæntist Margrjetu dóttur Valdimars
Atterdags, sem kunnugt er, og varð
sá lijúskapur til þess, að ríkistengsl
urðu milli Noregs og Danmerkur í
430 ár og Danmörk þá jafnan of-
jarl Noregs í rikjasambandinu. Fjór-
iiin árum áður en Hákon dó hafði
Olafur, sonur Hákonar og Alargrieí-
ar verið kjörinn konungur Dan-
merkur, eftir lát Valdimars Atter-
dags, árið 1376.
Það voru Jiessi tvö nöfn, Hákon
og Ólafur, sem upp voru tekin við
ríkistöku Hákonar konungs VII. ár-
i'ð 1905. Og Haraldsnafninu lieitir
sonur Ölafs krónprins, kornungur,
sem nú dvelst i Ameríku me'ð móð-
ur sinni og systriun tveimur, Ragn-
hildi og Ástriði.
Hákon VI. átti eldri bróður, Ki-
rlk að nafni, sem var'ð konungur
Svíjijóðar. Og Hákon VII. var yngri
bróðir Kristjáns konungs X., sem
tók riki i Danmörku eftir föður
sinn, 7 árum síðar en Hákon tók
ríki i Noregi.
— — Eftir að samningar náðust
við Svia um fullan skilnað, 7. júní
1905, hafði Oskar II. Svíakonungur
látið í ljós, að liann óskaði ekki,
að sænskur prins tæki við konungs-
tign í Noregi, ef landið yrði kon-
ungsríki. Því var það, a'ð N'orðmenn
sneru sjer til Kristjáns IX. og t'óru
þess á leit, að sonarsonur hans gæfi
kost á sjer til konungs. Kristján kon-
ungur svaraði Jjví til, að l)á yrði
þjóðin sjálf a'ð skera úr l)ví með al-
kvæði sínu, livorl hún óskaði að
l'á Carl prins til konungs eða ekki.
Sú atkvæðagreiðsla fór fram dag-
ana 12.—13. nóvember, og greiddu
atkvæði 328.827 manns. Al' þe'mi
greiddu 259.563 atkvæði með kon-
unginum, en aðeins 69.264 vildu
fremur liafa lýðveldi. Stórþingið
samþykti þvi næst i einu hljóði að
kveðja Carl prins til ríkis í Noregi
og sendi nefnd til Kaupmannaliafn-
ar i þeim erindum. Og 25. nóvem-
ber, gráan liaustdag, kom Hákon
konungur til Noregs, ásamt Maud
drotningu og Ólafi syni þeirra, þá
á þriðja ári, og steig á land í Osló.
Tveimur dögum siðar vann liann
konungseið sinn i Stórþinginu. En
22. júní árið eftir var hann krýnd-
ur með mikilli viðhöfn i Dómkirkj-
unni í Þrándheimi.-------
— — Plákon konungur var 33.
ára, J)egar hann tók ríki í Noregi.
Hann fæddist í Fredensborghöll i
Charlottenlund 3. ágúst 1872 og gekk
i sjóherinn aðeins 16 ára gamall,
varð kadett árið eftir og undirlautin-
ant árið 1893, fór þá langa ferð
um Miðjarðarhaf með skipinu
„Dannebrog“, en árið 1895 var hann
með „Heimdalli" i sex mánaða ferð
til íslands, því að skipið annaðist
þá strandgæslu hjer. Þá mánuði
kom konungsefnið á marga staði á
íslandi, og kyntisl ýmsu lolki. Á
næsta ári eftir íslandsferð sína
kvæntist hann Maud EnglaprinseS.su,
dóttur Játvarðar Bretakonungs. Fór
hrúðkaup Jjeirra fram i Buckingham
Palace 22. júlí 1906.
Kjörorðið, sem liinn nýi konung-
ur tók sjer var „Alt for Norge“.
Hann þykir liafa haldið J)að kjörorð
trúlega til Jjessa dags. Hann hafði
verið kallaður til Jiess að taka við
gömlum dýrum arfi, æðsta embælt-
inu í því ríki, sem einmitt „kongs-
tanken“ — konungshugsjónin —
hafði verið hið sameinandi afl þjóð-
arinnar, alt frá dögum Haralds hár-
lagra. Og hann sýndi i verki, að
liann vildi vcra sameiningarmerkið,
konungur allrar þjóðarinnar og ríkja
í friði við alla, halda liig og stjórn-
skipun þegnanna og njóta innilegr-
ar samvinnu við stjórn sina á hverj-
um tíma. Þetta tókst svo vel, að al-
drei hljóp snurða á.
Hann varð líka vinsæll af þjóð-
inni fyrir það, hve vel honum tóksl
að semja sig að háttum hennar og
hve mikinn áliuga hann fjekk lyrir
íþróttum hennar og siðtim. Aldrei
Ijet hann sig vanta þegar um meiri-
liáttar skiðamót var að ræða, og
skemtisiglingar slundaði liann sjáli'-
ur af áhuga, en Ólafur krónprins
varð afreksmaður í hvorutveggja.
Hákon konungur brást aídrei
kjörorði sínu. Síst þegar þrumuveð-
ur styrjaldarinnai’ og innrásarinnar
dundi á Noregi, 9. april 1940. Óvinir
Noregs sýndu þá, að þeim var mik-
ið í mun, að ná konunginum, dauð-
um eða lifandi á sitt vald. Þess-
vegna Ijetu þeir flugmenn sína skjóla
úr vjelbyssum að konunginum aust-
ur í Trysil og eltu hann siðan stað
úr stað. Ferðalag konungsins frá
Osló og til Elveium, ásamt stjórn
og stórþingi og siðan með stjórn-
inni norður eftir Noregi, uns liann
fór til Englands 7. júní, mun síðar
verða annálsverður þáttur i norskri
sögu.
Stórþingið liafði kvalt Hákon VII.
til konungs i einu hljóði, í nóv. 1905.
Og enn fól Stórþingið sama kon-
ungi og stjórn hans i eimi liljóði
víðtækasta umboð, sem J)að hefir
falið nokkrum konungi og stjórn.
Það umboð, að lialda áfram baráll-
unni gegn óvinum Noregs þangað til
yfir lyki. Stórþingið afhenti stjórn-
inni öll völd sín, gerði sjálft sig a'ð
ógildri stofnun þangað til J)að gæli
komið saman á ný undir hinni lög-
legu stjórn Noregs. Þetta umboð
dugði norsku sjálfstæði vel sumarið
1940, Jiegar J)ýsku yfirvöldin reyndu
að safna stórþingsmönnum saman
til J)ess að setja konunginn af og
rjúfa stjórnskipunina. Samþyktin
frá Elverum er sú yfirlýsing, sem
minnir hvern , Norðmann á, að alt
sem nú er gert í Noregi, er ólög-
legt, og að hin eina löglega stjórn
Noregs starfar enn i London: stjórn
Hákonar konungs VII.
Þungir urðu ellidagar konungsins,
sem í nær 25 ár hafði rílct með
friði í ríki sínu, vinsæll og virtur.
En aldrei hefir hann verið vinsælli
en nú. Þrengingarnar hafa orðið
til J)ess, að þrýsta konungi og þjóð
betur saman en nokkru sinni hefði -
orðið ella. Viðkynning og samhugur
verður aldrei eins náið og á dögum
neyðarinnar. Og sá dagur, sem Há-
kon konungur stigur aftur fæti á
land í ríki sitt, verður enn meiri
gleiðidagur, en J)égar liann steig
i land í Osló í nóvember 1905.
Hvenær kemur sá dagur?
Prófessor Johan Holst
Yfirmaður sjúkrahúsa og' heil-
brigðismála Norðmanna utan Nor-
egs, Johan Holst prófessor, var á
ferð hjer á landi í síðustu viku. Er-
indi lians var að lita eftir sjúkra-
húsmálum og heilbrigðismálum
norska hersins hjer á landi og ferð-
aðist hann þeirra erinda milli
helstu stöðva Nor'ðmanna hjer, á
Austfjörðum, Akureyri og Reykja-
vík.
Holst prófessor liefir um margra
ára skeið verið einn af viðurkend-
ustu heilbrgðismálafræðingum Nor-
egs og unnið mikið starf að skipu-
lagningu þeirra mála i Noregi. Eftir
að landið var hernumið hjelt hann
enn áfram þessum störfum, sem
með'limur í heilbrgðismálaráðinu
norska, en valdsvið Jiess þrengdist
með hverri vikunni að heita mátti,
því að liin norska stofnun hafði
ekki í fullu trje við ofurefli liins
þýska „Herrenvolk“. Loks varð próf.
Holst ekki vært í Noregi, vegna
deilna við Þjóðverja og tóksl hon-
um J)á að komast úr landi, í fyrra-
sumar. Hafði liann þá kynst aðför-
um Þjóðverja i Noregi nokku'ð á
anuað ár.
Þegar hann kom lil Englands var
honum J)egar falin forusta heil-
brigðismála norska hersins, en dr.
Evang, fyr heilbrigðismálastjóri i
Noregi, er eftir sem áður „land-
Iæknir“ þeirra Norðmanna, ánnara
en liermanna, sem í Englandi búa.
En mjög náin samvinna er á milli
Jjessara tveggja aðila, enda er sum-
staðar erfitt að greina á milli, svo
sem þegar sjómenn af kaupförum
eiga hlut að máli.
Norski herinn liefir komið sjer
upp sjúkrahúsum i Skotlandi, og
er hið stærsta þeirra í Edinburgli,
og' einnig er. hermannasjúkralnis í
London. í Reykjavik rekur norski
herinn sjúkrahús fyrir sjúklinga, á
Eiríksgötu, og verður það stækkað
undir eins og ástæður leyfa. í sam-
bandi við sjúkrahúsin starfa rann-
sóknarstofur, og sjerfræðingar eru
þar i, ýmsum greinum.
Próf. Holst er mikill slcipulagn-
ingarmaður og hefir æfingu i þeirri
Frh. á bls. Vt.