Fálkinn - 28.08.1942, Qupperneq 1
16 síður
UR KERLINGARFJÖLLUM
/llviðrishnúkar voru þeir stundum kallaðir, hæstu tindar KerlingarfjaÉla. Og vitaidega er það nafn árangur af reynslu manna
nm langan aldur. Það er einnig reynsla núlifandi manna, að oft sje veðrasamt í Kerlingarfjöllum. En þeir, sem hafa átt þvi
láni að fagna, að vera þar í góðu veðri, fá endurminningu, sem endist fyrir alt lifið. — Það hefir verið venja flestra, sem
segjast hafa komið i Kerlingarfjöll, að þeir hafa farið um hveragljúfrin við Árskarðsá, og kanske gengið á Loðmund. En
Kerlingarfjöll eru heilt og sjálfstætt ríki, í íslenskri náttúru. Og innan skamms birtir árbók Ferðafjelagsins lýsingu af öllum
þessum fjallaklasa, skrifaða af einkar hæfum mönnum. — Mynd sú, sem hjer birtist, er tekin af Snækolli, hæsta tindi Kerl-
ingarfjalla og sjer þar yfir auðnina suður á bóginn. Fjallið, sem rís í fjarska, er Hekla. Ljósmynd: Sigrún Gisladóttir.