Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1942, Page 3

Fálkinn - 28.08.1942, Page 3
F Á L K I N N 3 Norska kvöldið og frú Gerd Grieg VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Síini 2210 Opin virka daga ki. 10-12 og 1-0 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram Auglýsingaverð: 30 aura millim. IiERBERTSpren/. SkradðaraþaHkar. Það var einkar vel til l'allið af lögreglustjórn bœjarins, að efna til hinnar svonefndu „hreinlætisviku“, í vikunni sem leið. Á þessari einu viku var litið eftir því, hvernig um- gengni fólks er, utanhúss, og hvort þoð gerir hreint fyrir sinum dyrum, sém kallað er. í ])essu efni hefir mjög verið pott- ur brotinn eigi síður hjer í Reykja- vík en annarsstaðar. Það er þó mjög misjafnt, hversu góð umgengni er í kaupstöðum landsins, og þykist glögt gestsauga liafa tekið eftir, að Akureyringar hafi sýnt einna mesta snyMimensku i þessu efni. En hinu her ekki að neita, að Reykvíkingum hefir stórum farið fram i utanhúss- þrifnaði hin síðustu ár. Þó iná enn sjá subbur, sem líklega hafa fengið iil uppeldi, skvetta úr skolpfötunum sínum út á gangstjettirnar eða henda rusli í bing i portinu lijá sjer, i stað þess að setja það í sorpílátið. Ein plága er nú algengust, þeirra, sem stafar af þrifnaðarvöntun og það er brjefaruslið. Brjefaskæðadrífurn- ar, sem sjá má í surnum götum og við sum hús, eru mesti ómenningar- vottur. í öðrum löndum er brjefa- rusli nú safnað saman og gerð úr því pappírskvoða á ný, og Englend- ingar kváðu jafnvel vera farnir að hirða pappirsafganga og brjefarusl á þeim stöðum lijer sem mikið er til al' því, svo sem í prentsmiðjunum. Við íslendingar sýnum ekki það sparnaðarsiwð á okkur um þessar mundir, að við höldum saman brjefarusli af sparnaðarástæðum, en við ættum að minsta kosti að sýna það menningarsnið á okkur, að brenna ruslinu i stað þess að fleygia því og láta það fjúka fyrir veðri og vindi um götur og inn i garða ná- grannanna, sem kanske ekki stend- ur á sama um þennan óþrifnað. El' fólk hættir að fleygju brjefarusli úti undir beru lofti eða lætur það i lokuð sorpílát, er þetta bæjarlýti úr sögunni. Meiri er galdurinn ekki. Aðkomumenn, sem vanir eru þrifnaðarborgum hafa flestir eitt út á Reykjavík að setja öðru freinur, og það er rykið eða moldbylurinn, sem hjer er að jafnaði í norðan- þurkum. Jeg veit ekki hvort ráða- menn bæjarins hafa athugað þetta mál sem skyldi og reynt að finna bót við því. En moldrykið er ó- geðslegt og óholt. Líklega kemur það aðallega frá lóðunum við höfnina og upp úr þeim götum, sem ekki eru malbikaðar. Og svo fýkur aurinn, sem berst af moldargötunum á mal- bik og hellustjettar. Er ekki hægt að binda moldina i götunum svo að hún fjúki ekki? Frú Grieg og Br. Jóhannesson, sem Heclda Gabler og assessor Brack. Ólafía G. Jónsdóttir og Lárus Pálsson — frú Elvsted og Lovberg. Iledda Gabler. Frú Grieg í niðurlagi 3. þáttar. „Nú brenni jeg börnin min.“ kom flutningur hennar á upp- hafi „Káts pilts“, sögunni, er allir kunna a'ð hafa lesið sem hörn, ýmist á norsku eða í ágætri is- lenskri þýðingu. „Eyvindur lijet hann, og grjet þegar hann fædd- ist“ — Öyvind het han og grát da han hle födt —. Það töfraði alla, að hlýða á hinn meistara- lega flutning frúarinnar á þess- ari ágætu sögu. Og loks komu þættirnir úr „Hedda Gahler“. Meðleikendur frúarinnar voru Valur Gislason (Tesmann), Brynjólfur Jóhann- esson (assessor Brack), Lárus Pálsson (Lövborg) og ólafía Jónsdóttir (Frú Elvsted). — Ljéku íslensku leikendurnir á norsku. Það mátti heita undra- vert hve heildarsvipurinn á leiknum var góður, þegar þess er gætt, að allir meðleikendur frú Grieg urðu að leika á öðru máli en sínu eigin —, og eins og á'ður er sagt, eini gallinn á Frh. á bls. 14. Frú Gerd Grieg og blómin eftir frumsýninguna. Síðastliðið fimtudagskvöld var frumsýning á 2 þáttum úr hin- um fræga leik Henriks Ibsen, „Hedda Gabler14. — Leikfjelag Reykjavíkur átti samvinnu við hina frægu leikkonu um þetta kvöld, og það eina, sem hægl er að setja út á leiksýninguna er þetta: að fólk skyldi ekki fá að sjá leikinn allan. En í staðinn fjekk það að heyra og sjá frú Gerd Grieg, sem söngkonu og upplesara. Norska kvöldið hófst með því, að frúin söng sex lög, eftir norsk tónskáld, með þeim ágæt- um í meðferð og flutningi. sem henni eru lagin. Og þar næst

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.