Fálkinn - 28.08.1942, Síða 5
FÁLKINN
5
IV., og mikilfengleikur og iburður
herbergjanna verður ekki minni,
þegar litið er á hin vönduðu hús-
gögn, sem eru ýmist í enskum eða
frönskum stil. Veggirnir eru al-
þaklir dýrindis málverkum, sjer-
staklega eftir lioilenska meistara.
Að visu er málverkasafnið í Buck-
ingham Palace ekki eins dýrmœtt
og i Windsor Castle, en þó er j)að
talið að minsta kosti þriggja milj-
óna sterlingspunda virði. En þrátt
fyrir öll málverkin þá finnur maður
að hjer er fyrst og fremst manna-
bústaður en ekki málverkasafn.
II. WINDSOR CASTLE.
lfi'lTT ártal í sögu Englands þekk-
ir hvert barnið; það er ártal
Vilhjálms sigursæla, 1066, — er Eng-
land var unnið í síðasta sinn. Vil-
hjálmur frá Normandí Ijet það verða
sitt fyrsta verk, eftir að liann kom
í landið, að styrkja víggirðingar
höfuðborgar sinnar, sem þá var far-
in að vaxa, á þeim sama stað og
hún stendur enn, við Thames sem
næst sjónum, en þó ])ar, sem liægt
væri að byggja brú yfir ána. Vil-
hjálmur tjet reisa hið l’ræga virki
Tovver of London, til þess að verja
óvinaskipum leiðina inn að borg-
inni, og síðan reisti hann virki
kringum borgina, í um 44 kiló-
metra fjarlægð. Windsor Castle varð
frægastur þessara útvirkja. En þetta
var ekki i fyrsta sinn, sem Windsor
kom við sögu Englakonunga, því að
hinir saxnesku konungar liöfðu gert
sjer bústað i Windsor, vegna þess
hve veiðilöndin voru góð í konungs-
görðunum þar í kring. En þessar
veiðilendur voru miklu stærri í þá
daga, en þær eru nú.
Höll hinna saxnesku konunga
hal'ði staðið á láglendi í skóginum,
þægilega nærri Thames, því að þá
leið fóru konungarnir milii London
og Windsor, og ekki langt írá
Runnymede hlíðinni, sem Jóhann
konungur kaus sjer til ])ess að gei'a
þegnum sínum rjettarbótina Magna
Charta, árið 1215, en sú rjettarbót
er grundvöllur allra enskra stjórn-
laga enn þann dag í dag. En um 5
km. þarna frá hefir áin grafið sjer
geil upp að bröttum ási. Vilhjálmur
sigursæli sá fljótt, að þarna var
góð aðstaða til varnar og flutti höll-
ina upp á ásinn, og bygði hana sem
virki, að þeirra tíma sið, i mjög
líku formi og hún er enn þann dag
í dag. Enda eru virkisveggirnir á-
kaflega fornlegir, og sama má segja
um byggingarnar, sem standa inn-
an þeirra, þó að 'þeim hafi vitanlega
verið inikið breytt síðan í öndverðu,
i samræmi við það sem kröfur
nýrra tíma heimtuðu. Mestu breyt-
ingarnar, sem gerðar hafa verið í
Windsor, eru frá 1360, og gerðar af
Játvarði þriðja, næstu aðalbreyt-
ingarnar eru verk Charles annars,
frá 1670 og loks ljet Georg IV. gera
miklar breytingar á Windsor 1825.
Slíkar breytingar til aúkinna þæg-
inda hafa jafnan verið gerðar á
gömlum húsum, sem notuð hafa ver-
ið til íbúðar.
Kastalinn sjálfur nær yfir 4%
hektara svæði og stendur á hæð, og
er ummál hennar eigi ósvipað töl-
unni 8 í laginu. Þar sem hallar-
garðarnir tveir mætast, á mjóddinni
í miðju, stendur Normannski Hall-
arturninn — Norman Keep —hár
og tignarlegur á grænum hól. Þessi
turn er bygður árið 1084. Hann
ver inngöngudyrnar að húsakynn-
um konungsins, og er þar aðeins
einn inngangur: stórt bogahlið með
þykkuin múrveggjum og í bogahlið-
inu er rambyggileg grind, sem liægt
ar að draga upp og niður. Slíkur
dyraumbúnaður er algengur í ensk-
um miðaldarvirkjum. Á efri hæðum
Normannaturnsins, þar sem áður
var bústaður virkisstjórans og varð-
liðsins, eru nú geymd hin konung-
Hjer sjest kórinn í St. George Chapel i Windsor. Loftið' er tals-
vert frúbrugðið því sem venja er tit um gotneskar kirkjur og
útskurðurinn yfir kórstöfunum með því fegursta, sem til er
af slíku í Englandi. Ofar á veggjunum hanga fúnar enskra
sokkabandsriddara.
legu skjalasöfn. Efst á turninum er
flaggstöng ein afar mikil, og blakt-
ir þar fáni konungsins. Úr brjóst-
virkjunum — og þangað hefir al-
menningur aðgang — er hið feg-
ursta útsýni yi'ir hæðólt skógarlönd
í allar áttir, en nær liðast áin
Thames eins og silfurstrengur. í
dalnum fyrir handan ána blasir við
Etonskólinn frægi og leikvellir hans.
Leiðin heim að kastalanum ligg-
ur frá suðri og er vegurinn þráð-
beinn á fimm kílómetra spotta heim
að kastalanum. En beggja megin
vegarins er tvöföld röð af liáum
álmtrjám. Þetta eru talin fegurstu
trjágöngin í Englandi og ljet Cliar-
les II. gróðursetja trjen árið 1684.
í öðrum enda kastalans eru liúsa-
kynni konungsfjölskyldunnar og
gesta þeirra, sem hún tekur á móti.
Þegar fullskipað er í þessum húsa-
kynnum við hátíðleg tækifær', eru
þar rúm handa 250 manns. Þetta
eru aðeins gestaherbergin, því að
auk þeirra eiga heima í kastalan-
um um 50 fjölskyldur, í sjerstökúm
húsum, og búa þar alt árið, hvort
sem konungsfjölskyldan dveíst þar
eða ekki. Við þetta bætist svo tals-
vert af allskonar starfsfólki og iðn-
aðarmönnum, sem hafa starfs að
gæta innan kastalans, en eiga heima
í nágrenninu. Þannig er sjálfur
Windsor-kastali eins og sveit út af
fyrir sig, og hún alls ekki litil.
í öðrum enda kastalabyggingar-
innar er raunveruleg klausturbygð,
kringum hina frægu St. George-kap-
ellu. Þar eru íbúðir dómprófastsins
og prestanna, söngflokksins og
kirkjuþjónanna. Þessi kapella er
lielguð hinum heilaga Georg, vernd-
ardýrlingi Englands, og er eitt hið
allra fegursta guðshús í landiuu.
Hún er bygð skömmu fyrir alda-
mótin 1500 og er miðskipið afar
breitt og hátt undir loft og stein-
bogarnir og steinútskurðurinn dJ-
samlegt listasmíði. Yfir steinsnuð-
inni i neðanverðum veggjunum
hanga raðir af fánum liðinna sokka-
bandsriddara. Þvi að kór kapell-
unnar er helgistaður þessarar fræg-
ustu orðu Bretlands, og hjer eru
saman komin um 800 skjaldarmarki,
gerð í mislitri emaliu, og eru þau
elstu frá árinu 1348, en þá var
þessi orða stofnuð.
Það er langt síðan að liætt var
að nota Windsor Castle sem virki,
því að i síðustu 400 ár hefir kast-
alinn verið opinber konungsbústaður
og er enn. En höllin í Windsor er
svo stór, að núverandi konungum
þykir þægilegra að búa i einu af
smærri húsunum í hallargarðinum,
þvi að þar er miklu vistlegi-a og
„heimalegra“. En eigi að siður dvel-
ur konungsfjölskyldan ávalt nokkr-
ar vikur innan hinna miklu hall-
arveggja, sjerstaklega meðan verið
er að halda hinar frægu kappreiðar
i Ascot, á friðartimum. Þá er mann
margt i Windsor og þá gengur hin
fræga forna saga kastalans i endur-
nýjung lifdaganna.
En i dag sefur Windsor Castle,
umvafinn trjágróðri í þögulli tign.
Hann vaknar aftur síðar til betii
daga og þá mun tekinn npp aftur
þráður hinnar gömlu sögu, sem
varðveist liefir í fast að 900 ár.
H. R. MOORE VARA-AÐMÍRÁLL
er nú orðinn varaforseti flotamúla-
rúðsins enska, en var úður einn af
aðstoðarforsetum þess. Hann er jafn-
frarnt einn af yfir-umboðsmönnum
ensku flotamúlastjórnarinnar.
LEUTENANT-GENERAL
C. D. NOYES
var hœstrúðandi yfir norðursveitnm
hersins í Indlandi og hefir tu'r tekið
við yfirstjórn indverska hersins eftir
sir Alan Fleming Hartley. Noyes
gekk í kgl. stórskotaliðið enska úrið
tðOð og var hjeraðsforingi í ind-
verska hernum 19'rO—íl. Hann er
nú 57 úra gamatl.
Til þess að skilja Japana er nauð-
synlegt að gera sjer það Ijóst, að
þeir trúa þvi sjálfir, að þeir sjeu
afkomendur guðanna og öllum
mönnuin æðri. Þetta hefir orðið
þessari þjóð hin mesta lyftistöng í
örðugri lífsbaráttu.
Japanar skifta ölluin mönnum í
þrjá flokka. í fyrsta flokki eru vit-
anlega þeir sjálfir, öllum æðri. í 2.
l'lokki eru aðrir gulir menn og livit-
ar þjóðir og í 3. flokki, sem er litil-
fjörlegastur, eru íbúarnir i Indlandi,
á Ceylon og allir blökkumenn.
SELDAR í NÆSTU BÚÐ.
WILLIAM J. WHITWORTH
VARA-AÐMÍRÁLL,
2. sjóvarður fíretlands, yfimrnboðs-
maður ensku hermálastjórnarinnar,
var hœstrúðandi ú enska ornstu-
skipinu ,,Warspite“ við Narvile forð-
ttrn, þegar enska flotanum tókst að
sökkva þar sjö þýskum tundurspiU-
nm. í síðustu heimsstyrjöld var
Whitworth aðmírúll yfirforingi ú
lundiirspilli, en stjórnaði sveit or-
% ustubeitiskipa, þegar núverandi
styrjöld braust t'it. Hjer er nýjasta
mynd af varaaðmírálntim.
I