Fálkinn - 28.08.1942, Page 14
14
F Á L K I N N
Nálverkasýning
Kjarvals
Jóhannes Kjarval gengur ekki
annara manna götur. Hann
heldur til dæniis málverkasýn-
ingu um hásumariS, þegar sagt
er að allir sjeu í „fríi“. Samt
sem áður kvað það hafa farið
svo, að flestar myndirnar sjeu
seldar. Sýnir þetta hve mikilli
viðurkenningu listamaðurinn
hefir náð hjá þjóðinni.
Hjer hirtist mynd af sýning-
unni. „Hamraþil“ kallar málar-
inn Jiana. Og litla myndin er af
hinilm starfandi listamanni.
Sviðin jörð - árið 514 f. Kr.
Árið 514 fór einn af stærstu herj-
ura fornaldarinnar yfir Bosporus.
Heródót segir frá því, að gríski
byggingameistarinn Mandrocles smíð-
aði brú yfir sundið úr sex hundruð
skipum, milli Litlu-Asíu og Evrópu.
Þessa brú fór her Daríusar Persa-
konungs, ýmist ríðandi eða gangandi,
en Daríus var eigi aðeins mikill
lierkonungur heldur hafði hann og
stofnað ríki, sem var fyrirmynd
annara ríkja á þeirri tíð, ríki, sem
hafði komið ágætu skipulagi á fjár-
mál sín, stofnað reglulegar póstsam-
göngur og komið sjer upp lögregiu.
Nú langaði Daríus til að auka ríki
sitt og leggja undir sig Skytha, hina
fornu íbúa Ukraina.
Ukraina var þá eins og siðar
stórkostlegt kornforðabúr. Þar var
og ræktað feikn að maís, lauk, hvít-
lauk, baunum og hirsi. Þarna ætl-
aði Darius að berjast til úrslita, en
ekki að koma nærri Krímskaga, því
að ferðamenn, sem þangað höfðu
komið, sögðu þaðan hinar mestu
tröllasögur. Ferðamenn frá Krim
sögðu, að þar væri það lenska, að
menn ætu lík feðra sinna, en aðrir
kynflokkar, hinir svonefndu Iyracar
(sem eru taldir forfeður Kósakk-
anna), lægi í leyni nætur og daga
i skógunum, viðbúnir að hremma
óvini sína og drepa jiá. Þarna voru
og aðrar mannætur ýmsar. Og hið
mikla gull, sem var til á Krím •—
og sem Daríus hefði víst gjarnan
þáð að eignast — var varið af óg-
urlegum fuglum, einskonar gömm-
um. En fyrir norðan Ukraina var
líka hættulegt að vera, vegna veðr-
áttunnar; því að stundum sást þar
ekkert nema „hvítar fjaðrir ú flugi
um loftið“, og að því er Heródót
segir var vetur þar í átta mánuði
en kalt í fjóra. Kuldinn var svo
ógurlegur, aÖ horn gátu ekki vaxið
á sauðfjenu, eins og í Lybíu, og
sama var að segja um nautpening-
iun!
Undir eins og Skytha-konungar
frjettu um innrásaráform Daríusar
hjeldu þeir fund til þess að ræða
um sameiginlegar varnir gegn fjand-
mönnunum. En vörnunum var hætta
búinn vegna þess, að i fyrslu var
ósamkomulag milli flokkanna. Ann-
ar vildi komast að samningum við
óvinina, en liitt voru hraustir af-
komendur Skythanna, sem endur
fyrir löngu höfðu farið herferðir
langt inn í Litlu-Asíu. Þeir sem
ákafastir voru í að berjast voru, að
sögn Heródóts, hinir frjálsu kon-
unglegu Skythar, Sarmatíánar (sem
ættaðir voru af liökkum Don-fljóts),
hinir ljóshærðu og bláeygu Budínar
og Gelónar, sem voru bændaþjóð.
Áttu þeir ágætt riddaralið, en voru
ekki nægilega liðsterkir til að etja
kappi við hinn fjölmenna persneska
her. Þessvegna urðu þeir að fara
aðra leið orustunnar til þess að
sigrast á fjandmönnunum. Heródót
lætur þess ekki getið hver hafi
fundið ráðið, en það ráð sem tekið
var, var að „sviða jörðina“ Skythar
afrjeðu að ginna fjandmennina eins
langt inn í landið og unt væri, og
ná sjer á þann hátt niðri á rag-
-mennunum, sem vildu komast að
samningum, því að vitanlega mundu
Persar ræna þá. Þeir mundu neyða
Persaher til þess að fara yfir Dóná,
I
©
©
I
!
©
*
©
♦
©
♦
O
*
©
♦
0
- © © -•'inill.- •
Samkvæmiskjólar,
eftir miðdagskj ólar,
og blússur
í fjölbreyttu úrvali.
Í Saumastofan Uppsölum
1 Símar: 2744 og 3085
1
©
í
♦
d
1
O....... O
Dniester, Bug og Dniepr, og halda
liðinu meðfram ströndum Asovs-
hafs og ginna þá síðan áfram aust-
ur í Don-dalinn. En Skythar ætluðu
að brenna „allar jurtir og grös á
leið fjandmannanna og byrgja all-
ar uppsprettur og lindir". Svo ætl-
uðu þeir að láta riddaralið sitt
flækjast fyrir og hörfa undan, í þess-
ari nýju eyðimörk, hægt og liægt,
svo að persneski herinn misti aldrei
sjónar af því, en kæmist hinsvegar
aldrei í færi við það.
Þannig hófst stríðið. Persar hjeldu
liði sínu um lönd Skytha og Sar-
inatía, en fundu Jiar ekkert til að
ræna, því að landið hafði þegar
verið lagt' í auðn. Þeir sáu enga
akra, engar bygðir; Jieir fundu
hvergi vatn. Og óvinir þeirra liöfðu
meira að segja horfið líka. Þ j.r
urðu að hætta við að koma sjer upp
bráðabirgðastöðvum, eins og þeir
liöfðu ætlað sjer að gera, í þeim til-
gangi að óvinirriir rjeðust á Jiær
slöðvar. En þarna voru engir óvin-
ir, enginn til að ráðast á, enginn til
að hrekja á flótta, ekkert til að ræna
og ekkert að leggja i auðn.
HII10SOLUBIR6ÐIR ARNI JÓNSSON. HAFNARSTR S
Það var ekki nema um eitt að
gera, að lialda undan lil baka.
Daríus varð að skilja eftir mikinri
hluta hers síns i óvinahöndum —
þá særðu, ]iá sem gáfust upp á göng-
unni vegna þreytu, þorsta eða hung-
urs. Og liað var með mestu herkj-
um, að þeir fullfrisku björguðusl
úr þessari eýðimörk. Þannig iiiðu
Persarnir ósigur, ekki aðeins fyrir
hugrekki óvina sinna heldur miklu
fremur fyrir slægvisku þeirra og
hugkvæmni hins ókunna manns, sem
varð fyrstur til að uppgötva hið
hræðilega vopn: sviðna jörð.
/VWIWjW/V
NORSKA KVÖLDIÐ
OG FRÚ GERD GRIEG.
Frh. af bls. 3.
sýningunni var sá, að áhorf-
andinn fjekk ekki allan leik-
inn að sjá. Það er vafalaust,
að hver og einn, sem situr í
’seikhúsinu, og horfir á frú
Grieg tína blöðin að handriti
Lövborgs í eldinn, vill sjá meira
að þessari dularfullu persónu
Ibsens.
Leikurinn hefir verið sýndur-
fjórum sinnum, og um hessar
mundir er verið að sýna hann
á Akureyri. Vonándi gefur Leik-
fjelagið kost á, að lofa fleirum
að sjá hann og koma á norska
kvöldið. Það er igagnlegur og
merkilegur viðburður í leik-
listarsögu Reykjavíkur, sem
gerst hefir með komu hinnar
ágætu norsku leikkonu.