Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1942, Síða 3

Fálkinn - 02.10.1942, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1—(> BlaSið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/. Frú Sigríður Þorvaldsdóttir, Borgarnesi, varð 50 ára 19. sept. Sigur&ur Sigurðsson, bóndi að Syðri-Hömrum, Rangárvallas., verður 70 ára h. okt. Sigríður Magnúsdóttir frá Litla- landi, Ölfusi til heimilis Hverf- isg. 58, varð sextug 2h. sept. Skraddaraþankar. „NÚ ER ÞAÐ SVART, MAÐUR” Orðið „J>egnskapur“ heyrist pft nefnt í ræðu og riti nú á dögum — oftar en nokkru sinni áður. En verknaðurinn, sem orðið lýsir — livar er hann. Sjaldnast hefir minna horið á honum en einmitt nú. Einn er sá þegnskapur, sem allar þjóðir heimsins, þær sem nú eru í stríði, verða að sýna. Þær verða að vinna meira en áður — og þær verða að spara. Hvernig eru þessar greinar þegnskaparins ræktar hjá oss ? Vinnum við meir'a en áður? Það má heita víst, að meira sje unnið i landinu en áður, vegna þess að færri ganga atvinnulausir. En hins- vegar lætur fjöldi fólks sjer nægja, að vinna styttri tíma en áður, alveg eins og engin þörf væri á meiri vinnu, en af hendi er leyst. Það er alment hrópað á stytting vinnu- tímans. En innan um þau liróp heyrast önnur, sem virðast benda á. að skortur sje á vinnuafli í land- inu •— að meira þurfi að vinna. Síldarbræðslurnar, sem mala milj- ónir gátu ekki starfað af fullum krafti, vegna fólksleysis. Bændurna vantaði fólk til heyvinnu, svo að talað var um, að fækka yrði kvik- fjenaði í stórum slíl í haust. Vega- viðhald og -viðauka var ekki hægt að framkvæma í þeim mæli, sem til stóð. Og fleira mætti nefna. Vinnum við fyrir lægra kaupi en áður? Um það þarf engan að spyrja, allir vita það. Vinnan er betur borguð nú en nokkru sinni áður, nema þá helst vinna opin- berra starfsmanna og fastra starfs- ínanna einkafyrirtækja — fólksins, sem þurft hefir að mentast undir lífsstarfjð. Góður aflahlutur á sild- arvertíðinni jafngildir meðalárs- kaupi skrifstofumanns i Rvík. Spörum við? Ónei. Þeir eru að vísu margir — auk hinna svonefndu stríðsgróðamanna, — sem hafa svo miklar tekjur að þeir leggia upp. En þeir eyða fyrir þvi -— allir eyða í óliófi, nema gamla fólkið, sem lifir æfikvöldið af lífeyri sín- um eða liins opinbera. Það hefir ekkert af ensku eða amerikönsku peningaflóði að segja. Það verðúr að spara. En hinir spara ekki. Þeir sýna ógegnd. Enda er ísland víst um j>að bil eina landið í veröldinni, sem hefir alt á boðstólum, sem hugann iystir — nema kanske nauðsynja- vörur, eins og t. d. skóhlífar, því að það þykir lientugra, að hundrað mann verði rakir i fæturna, en að einn bifreiðaeiganda vanti gúminí á lúxusbílinn sinn. Skopleikur Emils Thoroddseti varð nokkuð siðbúinn á siðustu leikver- tíð, svo að fjarri fór því, að allir þeir hefðu sjeð hann sem vildu. Það mætti fremur segja, að sýningarnar hefðu verið aðeins nýbyrjaðar, þeg- ar sumarið skipaði fólki að liætta að ieika. Það er þessvegna engin furða, j>ó að Jiessi vinsæli leikur hafi nú ver- ið tekinn til meðferðar á ný, eftir að skuggsýnt fór að verða á kvöld- in. Þvi að jafnvel vandfýsnustu menn, sem hafa það til a.ð fitja upp á trýnið við flestu, og eru ekkert nema gagnrýnin, urðu að játa, að leikurinn væri prýðilega saminn og ágætlega með hann farið. „Nú er það svart, maður!“ á vafalaust fyrir böndum margar sýningar á kom- andi mánuðum. Sumar visurnar eru með því besta, sem lijer hefir heyrst af jieirri vísnagerð, sem hjer er um að ræða, og tilsvörin missa aldrei marks. Leikendurnir eru Jieir sömu og siðast. Þar skal fyrst frægan telja Gunnar Bjarnason sem mikilmennið Adam Roltulord, með sinn „bitri helming" Emiliu Jónsdóttur og „af- kvæmið" tíidu Möller. Þá koma þeir Alfred Andrjesson öðru nafni Kvíðbogi Kvalar, fornsali og vísi- tölusjerfræðingur — og Háiþór, hús- og dúfnaeigandi (Jón Aðiis), sem sjást hjer á myndinni i heimspeki- legri viðræðu. Og svo kemur öll hersingin: Brassó nuggettisti' (W. Norðfjörð), Leigjandinn og Leigj- öndin Bráðabyrgir og Höfðahorga (Lárus Ingólfsson og Helga Kalman), Jitterbuggurnar tvær, Roger Sailor, Leasa Lend, Eygló Grænlauks, Banga-Banga, Hongkong-Lizzie, og Maðurinn hennar Jónínu. Eins og nöfnin bera með sjer er þetta alt valið fólk og víðreist, bæði utan lands og innan. Leikurinn var sýndur i fyrradag, i fyrsta skifti á haustinu — auð- vitað fyrir troðfujlu húsi. Ýmislegt smávegis liefir breyst í lionum síð- an í vor, eins og gefur að skilja, þvi að heimurinn stendur ekki í stað um þessar mundir, og síst af öllu Reykjavik. Það er orðið býsna tamt að grípa til þessara orða „nú er það og má best sjá það af sögu, sem Alþýðublaðið sagði í sumar. Tveir menn voru í fjallaferð og sváfu i tjaldi. Einn morguninn þegar J>eir vöknuðu leit annar út undan tjald- slcörinni til þess að gá til veðurs, og sjer þá að alt er orðið hvítt al' snjó. Þá varð honum að orði: „Nú cr J>að svart, maður!“ Gunhild Horne-Rasmussen: Deanna Durbin Kvikmyndadísin og söngkonan lleanna Durbin, er án efa sú leik- kona, sem glæsilegustum sigri hefir náð í hinni ströngu samkepni kvik- myndalistarinnar á síðustu áratug- um. Hún verður tvítug 4. des. næst- komandi, en varð fræg fyrir söng- gáfu sína fyrir sjö árum. Það er einsdæmi að söngfólk nái frægð að- eins þrettán ára gamalt, eins og Deanna Durbin gerði, og enn sjald- gæfara að J>að samá fólk verði. einn- ig frægt fyrir leik. Þessvegna er æfi- fcrill Deanna alveg einstæður. Ög hún er þegar orðin ein af tekju- mestu leikkonum Bandaríkjanna. Frá öllu J>cssu segir lítil og lagleg bók, sem nýlega er komin út. Það er æfisaga, skrifuð af Gunhild Horne-Rasmussen, en þýdd af mag. Sigurði Skúlasyni. Sextán stórar myndir eru i bókinni, flestar af Deanna í ýmsum kvikmyndahlut- verkum, en nokkrar teknar af henni utan leiksviðsins. Sjansína, Bransina og Roger Sailor.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.