Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1942, Qupperneq 12

Fálkinn - 02.10.1942, Qupperneq 12
12 F A L Ií I N N Louis Bromfield: 27 AULASTAÐIR. því að þakka, að hann vissi sitt af hverju, sein Dorta kom illa að aðrir vissu. Hann svaraði því rólega: „Kanske þú viljir heldur fara í ríkisfangelsið en slá niður saursnepil eins og Gunnfánann?“ * „Hvað ertu að tala um ríkisfangelsið? Ekki hafa þeir neinar sakir á mig.“ En Ilirsh var ekki af baki dottinn. Hann henti með fingrinum á blaðið á borðijiu og sagði: „Heldurðu kanske að þau liafi eilt öllu púðrinu, sínu í eintóm tilrauna- skot, og eigi svo ekkert eftir?“ Það kom dálítið fát á Dorta gamla. „Heyrðu mig nú, Hirsh,“ sagði hann. „Jeg hef verið hjer i borginni lengur en þú og þekki pólitíkina hjer. Það getur enginn liaft ríeitt á injer eða minum gjörðum." Hirsli braut rólega saman eintakið af Gunnfánanum og sagði: „Gott og vel. En farðu nú samt að mínum ráðum. Hugs- aðu þig um og láttu mig vita seinna í kvöld. En mundu bara eftir því, áð það eru fleiri en þú, sem geta byggt upp logn- ar ákærur.“ „Hvað áttu við?“ „Jeg býst ekki við, að þú sjert eini maðurinn, sem hefir orð að segja um ríkis- pólitík.“ Dorti gamli frísaði. „Og þessi bölvuð ekkisins hátíð á morgun.“ Hann sló á lærið og einhverju, sem Iíktist aðdáun, brá fyrir i augnaráði hans. „Þessi bölvaði lmndur. Ríkharðs. llann er ekki svo vit- laus að velja einmitt daginn fyrir há- tiðina, til þess að skvetta úr koppnum sínum yfir mig. Við hefðum átt að bjóða honum 2000 dali á mánuði fyrir að koma til okkar. Hann hefði verið vel þess virði.“ Hirsh svaraði: „Hann hefði aldrei komið til okkar fyrir tvær miljónir á máriuði.“ „Hversvegna ekki ?“ „Bara vegna þess, að hann er ekki þannig gerður. Jeg liefi sjeð svona karla fvr. Ekki marga að vísu, en þeir fáu tiafa ekki verið nein lömb að leika sjer við. Þeir eru alls ekki til sölu. Þetta er einskonar geðveiki. Og peninga kunna þeir ekki að meta frem- ur e’n skít.“ Þegar Dorti gamli fór úr skrifstofu „Frjetta“ og áleiðis heim til sin, hjeldu Hirsh og ritstjórinn áfram fundinum. yfir bjórflöskum og brauðsneiðum. Hirsli hafði þessa atvinnu sína sem íáðs- maður blaðsins eingöngu til þess að geta gert grein fyrir sjer. „Frjettir", Flesjuborg og pólitikin þar áttu lítið af huga hans. En hann hafði sitlhvað gagn al' þessari stöðu sinni samt. Hann gat farið, dulbú- inn sem hr. Hirsh, um öll Suðvesturríkin, og varist þar laganna þjónum betur en liann var farinn.að geta í öðrum ríkjum, eins og Illinois og Indiana. Því í þessum ríkjum brann jörðin undir fótum hans, og átti kanske eftir að gera í mörg ár enn, og auk þess var ekki trútt um, að Sam- bandslögreglan væri líka með ýmsar spurn- ingar á takteinum, sem hún vildi gjarna leggja fvrir hr. Hirsli. Dorti gamli vissi þetta alll upp á sína tíu fingur. Hann og Hirsli voru, ef ekki gamlir vinir, þá að minsta kosti gamlir kunningjar. Hirsh lijet nú alls ekki því nafni, heldur Sulzherger, og' þeir höfðu hist, endur fyrir löngu á einhverju Demó- krataþingi. Sem ráðsmaður var, Hirsli ekki neitt sjerstaklega fær, en hann hafði aðra eiginleika, verðmæta i augum Dorta. Hann kunni alt, sem liægt var að kalla pólitíska spillingu, upp á sina tíu fingur, kunni að nota skotvopn, til þess að fá máli sínu framgengt og gat stappað upp hóp af glæpamönnum, með stuttum fyrirvara. Það voru slíkir heiðursmenn, sem höfðu tvisvar brotið alt og bramlað inni hjá Gasa-Maríu, þegar hún vildi ekki greiða skattinn til Dorta. Því fór fjarri, að Hirsh bæri innræti sitl utan á sjer, með feitu, Ijósrauðu kinnarn- ar, gljáandi gleraugun, stúlkuvarirnar og feitu hendurnar, vel hirtu. Hann var miklu líkari miðaldra, einhleypum sunnudaga- skólakennara en morðingja, en hann hafði gaman af því að slita fætur af flugum, og enginn annar en næturvörðurinn hjá „Frjettum" vissi, að hohum var að kenna um brunann, sem bafði evðilagt allan blaðapappírinn, fyrir hálfu ári. Það kom í ljós, að hr. llirsh liafði eitt kvöldið helt bensíni yfir rottu, sem var í einni gijdr- unni dyravarðarins, og slept henni svo, eftir að hafa borið logandi eldspýtu að lienni. Rottan leitaði þegar skjóls í geymsl- unni, þar sem blaðapappírinn var. Þessi atburður hafði liaft í för með sjer tvær launahækkanir hjá dyraverðinum, á þess- um sex mánuðum, og enginn vissi af þeim, nema hr. Hirsli. Hvað ritstjórann snerti var hann þreytt- ur maður og dauður úr öllum æðum. 1 37 ár hafði hann unnið sem blaðamaður í meðalstórum borgum í Suðvesturríkjun- um, og nú, er hann var hálfsextugur, hafði hann ekki í laun nema. 3500 dali á ári og á Jiví átti hann að halda sjálfan sig, sí- noldrandi konu og fjögur börn af sjö. sem enn voru óflogin úr Itreiðrinu. Og enda þótt hann hjeti aðalritstjóri, stjórnaði hann engu. og hafði ekki meiri völd en dyra- vörðurinn. Þá sjaldan það kom fyrir, að honum væri trúað fyrir því að rita rit- stjórnargrein, var efnið takmarkað 'við veðrið, vikumarkaðinn eða eitthvað álíka hættulaust efni, sem ómögulegt var að verða sjer til skammar á. Því Dorli gamli sköðaði bann sem hvern annan bjána, sem ekki væri trúandi fyrir öðru en ])ýða á sæmilegt mál greinarnar, sem liann sjálf- ur ritaði með tilheyrandi málvillum og ritvillum, á hverju kvöldi í skrifstofunni sinni í fína húsinu. Ritstjórinn var að því leyti ólíkur Hiisli, að það var varla um, að villast hvaða stöðu hann gegndi. Hann var dauflegur á svip- inn og ólánlegur í vexti, og virtist ekki vera annað en kantar og liðamót. Hann var illa til fara og notaði svartar ermahlífar, til þess að spara þvott. Tvisvar á þessum þrjátiu hjónabandsárum sínum, bafði liann eignast tvibura með geðvondu konunni sinni. En undir ytra manninum, sem líktist einna mest ómáluðu búsi á ankannalegum stað, var harin fullur gremju. Gremju gegn forlögunum og lífinu yfirleitt, gremju gegn konunni sinni, og gremju gegn börnunum, sem honum fanst nú vera óþarfur ábaggi. Ilann var og gramur við Dorta gamla og sömuieiðis við Kobba fyrir að vera ungur og laglegur og njóta allra hinna forboðnu ávaxta, sem honum sjálfum höfðu fyrir- munaðir á lians aldri af trúarlegum ástæð- um. Og þó var aðalgremjan gegn Hirsh. Ilann var ekki einungis aðskotadýr, held- ur rjeð hann líka talsverðu um blaðið og i svikavjel Dorta yfirleitt. Hann kúgaði starfsmenn blaðsins á ógeðslegasta hátt, og stundum hafði ritstjórinn jafnvel trúað konunni sinni fyrir því, að sjálfur Dorti virtist vera hræddur við Hirsli. Já, hann hataði Hirsh. En Hirsh hataði ekki ritstjórann. Fyrir- leit hann bara. Meðan þeir sálu þarna vfir matnum og' bjórnum, var lítið úr samtali. Þessi fund- ur var ekki annað en látalæti og þeir vissu það báðir. Og Hirsh var ekkert að revna til að gefa honum ríeitt annað útlit, en sú framkoma hans bætti ekki skap rit- stjórans. En þótt þeir töluðu ekki margt, hugsuðu þeir því fleira. Öðru megin við borðið lmgsaði IJirsli: „Gamli maðurinn getur farið bölvanlega út úr þessu öllu saman, ef hann gætir sín ekki. Gallinn .á honum er sá, að hann er ekki annað en vasapólitíkus. Hann er orð- inn úreltur. ... og ástandið eins og það er nú, er einmitt heppilegt fyrir Bill Swain, til þess að 'gera honum bölvun.“ Hann vissi ekki, hversu víðtæk svik og óheiðarleiki Dorta höfðu verið, en þóttist þess aðeins vís, að það væri talsvert svart- ara en Dorti hefði nokkru sinni trúað nokkrum manríi fvrir. Og svo var gamli maðurinn farinn að lýjast. Nei, það var svei mjer ekki eins og hann væri búinn til bardaga. Til dæmis það að vera að súta þetta, sem kynni að vera milli Kobba og stelpunnar, þó, þó. Nei, í skítapólitik þýddi nú ekki annað en vera samviskulaus, þótt það kostaði það að drepa sína allra nán- ustu. Hvað sem um stelpuna var, þá varð, hvað sem raulaði og tautaði, að koma Gunnfánanum fyrir kattarnef, áður en það væri um seinan, og eins varð að ganga frá þessum uppskafningi, Ríkliarðs á einn eða annan hátt. Hirsh lyfti bjórglasinu upp að rósrauðu stúlkuvörunum, og þegar liann hafði sett það frá sjer, smjattaði hann, þó ekki af ánægju yfir bjórnum, heldur af tilhugsun- inni til þess að ganga frá Ríkharðs. Iion-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.