Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Page 4

Fálkinn - 09.04.1943, Page 4
4 F Á L K I N N ASATRUIN var ekki siðlaus nje bygð á skurðgoð- um heldur siðferðilega há- leit og þroskuð trú, segir danski rithöfundurinn Johannes Beck í eftirfarandi grein. HVE margir gera sjer það Ijóst, að ekki eru nema þúsund ár síðan forfeður vorir stóðu vígbúnir til að verja átrúnað sinn með valdi, gegn þeim sem komu að sunnan og reyndu eigi aðeins að neyða þá til að kasta barnatrú sinni, heldur til þess að níða trúna og kalla hana inyrkraverk og hindurvitni. Kaþólsku prestarnir og munk- arnir sem komu sunnan að þektu sárlitið til átrúnaðar forfeðra vorra, og það litla, sem þeir höfðu kynt sjer höfðu þeir misskilið eða reynt að afbaka. Það var skaðlegt að kristna trúin og ásatrúin skyldu mætast á svo fjandsamlegum meiði, því , að ef trúboðamir suðrænu hefðu skilið betur kosti ásatrúar- innar mundi margt gott úr henni hafa gengið inn í hin nýju trúar- brögð. Þor, hreysti og drengskapur hefðu sameinast kærleiksboði kristnu trúarinnar. En það varð fullur fjandskapur milli trúarbragðanna. Adam Oel- enschláger lætur þennan fjandskap koma fram hjá hinum kristna Ólafi Tryggvasyni og hinum heiðna Há- koni Hlaðajarli, i leikritinu „Hákon jarl“. Þar segir konungurinn: „Leiftur himinsins mun hitta þig,“ en jarlinn svarar: „Þór mun kljúfa krossinn með hamri sinum.“ Þannig mættust ásatrúin og hin Johannes Beck rithöfundur. kristna trú austurlanda, en enginn skildi, að í eðli sínu voru þær af sömu rót. Þær voru eins og riddar- arnir, sem urðu ósáttir um litinn á skildinum — annar sagði að hann væri rauður en hinn að hann væri blár, og báðir höfðu rjett að mæla þvi að skjöldurinn var rauður öðru- megin og blár hinumegin. En þeir stóðu sinn hvoru megin skjaldarins. Nú mætti spyrja: Hver er þá grundvöllur ásatrúarinnar? Var nokkur berandi hugsjón í henni? Nokkuð, sem vert var að halda trútt við og sem söknuður var að missa, er hinn nýi átrúnaður var tekinn upp. í fyrsta lagi: Þetta var ekki ný trú. Trúin á guð, alföður, var öld- um saman áður en páfatrúin hófst, trú feðra vorra. Grundtvig, sem var hrifinn af ásatrúnni og liinum háleitu hugsjónum hennar, sagði svo: „Höje Odin, hvide Krist! slettet ud er eders Tvist, — begge Sönner af Alfader.“ En snerist þá ekki trú forfeðr- anna um alla þessa afguði — Óðin, Þór og Loka og hvað þeir nú hjetu, Æsirnir? Nei. Þetta var ekki trú forfeðr- anna heldur kreddutrú, sem borist hafði sunnan að nokkru á undan páfatrúnni, og þessi trú hefir aldrei verið tekin alvarlega af þeim, sem framarlega stóðu í andlegri menn- ingu. Ekki fremur en maður sem hefir Kristmynd á veggnum hjá sjer lætur sjer detta í hug, að þar áje Kristur sjálfur. — — . v v\ fVí % a - 4, %:%-^ þm Völvan í Völvuspá. Óffinn og Fenrisúlfurinn.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.