Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1943, Side 6

Fálkinn - 09.04.1943, Side 6
-<i F ÁLKINN - LITLfí 5fiBTin - Philip Ciarke: „Mjer fanst pað sto tilgangslanst“ r UT um gluggann á búningsher- bergi nautabanans sá yfir hæð- irnar í NorSur-Mexikó, eins og krappar öldur, sem gnæfðu við kó- boltbláan himin. José Martal hall- aði sjer út í gluggakistuna og horfði út. -— Hann heyrði þysinn neðan af leiksviðinu eins og veikan óm. Hann var snöggklæddur ennþá, en tilbúinn að ganga inn á liringsviðið með augnbliks fyrirvara. Gullbryddi jakkinn hans lá á borðinu og leður- hylkið með korðunum. Axlaskýlan hjekk á þilinu. Það var opnað og Martal vissi að það var leikstjórninn hans, Hernan, sem kom inn. „Hvernig líður Rih- era?“ spurði hann. Hernan svaraði: „Hann er kominn á sjúkrahúsið, José. En jeg hefi náð í annan nautahreili, fyrsta flokks mann.“ „Fyrsta flokks mexíkanskan nauta hrelli,“ sagði Martal háðslega. „Ef hann er duglegur, þá ætti að standa á sama hverrar þjÓðar hann er,“ sagði Hernan ergilegur. „Ann- ars hefi jeg sjeð hann að starfi — i borgarastyrjöldinni á Spáni.“ Martal horfði á hann um stund og sagði svo hægt: „Með hvorum harðist hann? Jeg krefst þess að jVÍta með hvorum flokknum hann ..barðist.“ „Jeg hefi ekki spurt hann um stjórnmálaskoðanir hans,“ sagði Hernan og roðnaði af gremju. „Vor- uð þið ekki báðir að berjast fyrir ^ættjörðina?" Hann fór út og Mart- al tók vopn sitt og fór út á eftir. Þegar kom niður í ganginn sneri Hernan sjer við og sagði: „Hann heitir Cliavey og er maður, sem kann sitt verk. Hann á virðingu skil- ið fyrir það.“ Martal svaraði ekki. Hann iðraðist eftir að hafa farið að pexa um þetta. En hvernig gat hann þagað, þegar gremjan og sársaukinn nísti hann? Sú gremja og sársauki, sem aðeins sigraður maður finnur. Hann hugs- aði til föður síns, sem hafði fallið við Guadalajara, og hvernig liann hafði barist sjálfur eftir að öll von var úti ...... Þeir komu út í bjart sólskinið og Martal lieyrði Hernan segja: „Þetta er Pedro Chavey, nýi nautahrellir- inn okkar.“ Og nú stóðu þeir augliti til auglitis — þeir hofðust fast i augu. Martal heyrði ekki þysinn frá hringsviðinu lengur. Hann heyrði annað hljóð fyrir innri eyrum sjer. Ausandi skothríðina í Teruel, þar sem þeir höfðu barist rúst úr rúst yfir dauðra manna lík. Og hann mundi langa augnablikið við horn- ið á einu múrhúsinu. Hann sá augu andstæðings sins undir rifinni fal- angistahúfunni .... byssuna, sem lyft var i hæð við byssuna hans. Þelta hafði staðið óendanlega langa sekúndu. Þá lieyrðist livinur í fall- byssukúlu og múrinn lirundi og alt var dimt. Hann hjelt að nú væri úti um sig, en þá lieyrði liann raddir. Sveitin lians var komin og var að ryðja grjótinu ofan af honum .... Hernan hafði litið frá, og Martal sagði lágt: „Þú þekkir mig aftur, sje jeg!“ Chavey svaraði: „Já . ... á augun- um. En þá varstu með skegg.“ „Jeg hafði annað að liugsa um, en að raka mig,“ sagði Martal stutt. „Jeg hafði verk að vinna, sem mjer tókst ekki að Ijúka við.“ Svo sneri liann sjer pndan. Hann þóttist sann- færður um, að maðurinn væri njósn- ari. En hann skyldi sjá honum far- borða. Hann gat drepið hann með einu orði. Fyrsta nautið var erfitt viður- eignar. Það var lirætt og því hættu- legt, þvi að ekki var liægt að vega að þvi á venjulegan hátt. En þessi viðureign sýndi, að það var ekkert oflof, sem Hernan liafði sagt um Cliavey. Maðurinn var ágætur nauta- hrellir, liðugur, viss og leikinn. Og svo var hann hógvær og reyndi ekki að trana sjer fram. Hann gerði ekki annað en æsa nautið upp, undir viðureignina við Martal .... Annað nautið var djarfara og hóf atlögu undir eins, og Martal fjekk tækifæri til að sýna leikni sina með axlarskýlunni. Síðan tók Chavey við. Hann gerði nautið ólmt með því að stappa framan í það og orga. Og þegar mál var til komið skaut hann spjóti í það, einmitt þar sem það átti að vera. FTIR þessa ógætu framgöngu fór hann út að sviðgrindunum og horfði á nautið ólátast á sviðinu. „Það sækir dálitið til vinstri,“ sagði hann við Martal, en hann svaraði stutt: „Jeg hefi sjálfur augu til að sjá.“ Chavey tók nokkrar örvar í við- bót, fór út á sviðið og orgaði til nautsins, sem rjeðst þegar að hon- um. Þeim lenti saman við grind- urnar, rjett hjá Martal. Atlagan var hættuleg, en Chavey tókst snildar- lega. Martal gat ekki annað en dáðst að fimi hans. En þá skeði það að fótur Chaveys flæktist í lykkju á tjaldsnúru við grindina svo að hann datt, og þá var nautið fljótt til bragðs. Martal hljóp að ólmum griðungnum, alveg ósjálfrátt. Hann sá Chavey liggja ósjálfbjarga í sandinum, með svöðu- sár á lærinu og íiautið beygði haus- inn til þess að stanga hann. Martal veifaði axlaskýlunni sinni með rauða fóðrinu. Alt í einu datt honum í hug: En hvað það væri einfalt að fara sjer liægt núna! Ekki svo hægt að tekið væri eftir því. En bara svo að nautið gæti stangað! Chavey lá grafkyr og starði á hann. Augun voru köld, enginn ótti í þeim, eða bón um lijálp. En nú leið óendanlega löng sekúnda, eins og í Teruel. Þá vatt Martal sjer að dýrinu og veifaði skýlunni rjett við nasirnar á því. Nautið sneri sjer frá Chavey og fór að elta Martal þvert yfir svið- ið. Á meðan var Chavey borinn burt. Martal fór á spitalann eftir atið. Læknirinn hafði bundið um Chavey og leyft honum að kveikja í sígar- ettu. „Jeg ætla ekki að þakka þjer,“ sagði hann þegar Martel kom inn. „Þvi að þú niunt ekki vilja þiggja þakkir minar og minna nóta.“ „Nei, helst ekki,“ svaraði Martal og bætti við. „Það var ekki af sam- úð, sem jeg gerði þetta —■ þjer skiljið það víst.“ Cliavey kinkaði lcolli. „En mjer fanst þetta svo tilgangs- laust,“ sagði Martal hægt. Chavey kinlcaði kolli. „Sama fanst mjer forðum — í Teruel.“ „Þjer liefði verið hollara að verða á Spáni,“ sagði Martal án þess að líta á liann. „Það eru ýmsir hjerna, sem'vita hevrnig þeir eiga að taka á ykkur þessum, sem þykjast vera flóttamenn.“ „Jeg bið yður einskis," sagði Cha- vey. „En milli okkar, sem báðir höfum horfst í augu við dauðann, ælti að vera dálítil hreinslcilni.“ Martal sagði ekki neitt og Chavey hjelt áfram: „Jeg skifti mjer ekkert af stjórnmálum framar. — Martal þagði enn, og Chavey sagði lágt: „Jeg stóðst ekki kröfurnar — ef ThEodúr Rrnason: TÚNSNILLINGAR LÍFS OG LIÐNIR CARL TAUSIG 1841— 1871 Trúað gæti maður því, að nokk- uð hafi til þess þurft fyrir unga tónsnillinga, að vekja á sjer athygli og afla sjer liylli í tónlistar-„hreiðr- inu“ Weimar, um það leyti, sem Liszt gamli var þar sem sjálfkjör- inn konungur með hirð sína, hina fjölhæfutitu og færustu sniílinga þeirrar tíðar, sein að honum söfn- uðust hvaðanæfa. Það er viðbúið, að í þá hirð hafi ekki verið tekinn hver og einn sem að gerði bar, held- ur liafi menn þurfl að vera miklum og óvenjulegum kostum og hæfileik- um búnir til þess, — jafnvel til þess að þeim yrði þar vært. Því að ekki mun Liszt gamli einn. liafa ráðið um slikt, þó að hann væri hinn tign- aði konungur. Heldur munu „hirð- mennirnir“ hafa viljað leggja þar orð í belg, og vísl verið fullkomlega eins vandfýsnir og gamli maður- inn. En mikils þótti ungum tónsnill- ingum um það vert, að fá að vcra í þessum hópi og undir vernd og handleiðslu Liszts. Um það leyti, sem Tausig bar þar að garði, voru þarna fyrir nokkr- ir þeirra manna, sem þá þegar og í flokki tónsnillinga sinnar tiðar, einkum síðar voru taldir fremstir svo sem Hans v. Biilow, Prukner, Bronsart, Joseph Joakim (sem var forystumaður fiðlaranna í hljóm- sveit Liszts, eða ,,konzertmeister“), Joakim Raff (sem var staðgengill Liszts), og fleiri slíkir. Árin 1850 —58 var Weimar einskonar miðstöð „tónlistar framtíðarinnar", eins og þeir nefndu það sjálfir, þessir menn, svo má komast að orði. Maður í lier- sveitinni minni kærði mig fyrir að hafa vanrækt að skjóta andstæðing.“ „Jæja.“ „Það skeði í Teruel. Andstæðing- ur minn hafði hálfrotast af spreng- ingu, og rnjer fanst ómenska að skjóta hann, þegar hann gat ekki varið sig.“ Hann þagði og horfði á reykinn, sem lagði upp frá sígarettunni. „Það var ekki af samúð sem jeg gerði þetta heldur," sagði Chavey. En mjer fanst það svo tilgangslaust.“ — — Þeir sátu þegjandi um stund. Svo hjelt Chavey áfram: „En nú veit jeg, að við sem börðumst fyrir Franco þá vorum afvegaleiddir og fávísir. ViS skildum ekki að rjett- urinn var þjóðarinnar megin, og að borgarastyrjöldin á Spáni var und- irbúin af nasistum og fasistum, svo að þeir gætu reynt morðvopnin sín. En nú veit jeg hvar jeg á heima ..“ Enn varð hljótt.* Reykinn lagði liægt til lofts, og tveir menn sem ekki voru óvinir lengur, horfðu á hann. þvi að Liszt lagði þá mikið starf í það, að koma á frainfæri verkum, sem ekki höfðu fengið áhern, svo sem ,Tannhauser“ og „Lohengrin" Wagners, „Benvenuto Cellini“ Berli- oz, „Alfonso und Estrella“ SchuberL og fleiri slík snildarverk, sem síð- ar hafa orðið heimsfræg. Hann var þá að semja sjálfur liin symfónisku „Ijóð“ sín (Poémes symphoniques), endurskoða eldri tónsmiðar sinar, aulc þess, sem hann ritaði mikið í blöð og tímarit um tónlist og tón- listarmenn. Einn dag í viku hverri hafði hann „opið hús“ fyrir aðsloð- armenn sína og dáendur, sem nefnt var „kenslustund" og þó öllum ó- keypis, sem á annað borð höfðu verið teknir gildir í „klíkuna“. -jj- Hverjum, sem eitthvað hafði farm að flytja: nýja tónsmið eða nýæfða tónsmíð, var frjálst að láta ljós sitt skina. Gerði Liszt þá ýmist að gera við slíkt athugasemdir, eða lofa það, sem hann áleit, að ætti hrós skilið, — en hinir stungu saman nefjum, og liöfðu margt um hvert einstakt atriði að segja. En þessum samfund- um lauk venjulega með því, að Liszt settist við hljóðfærið sjálfur, og hljóðnaði þá alt skraf. í þennan hóp vandlátra snillinga kemur svó einn góðan veðurdag roskinn maður með fjórlán ára gamlan drengsnáða sjer við hlið. Voru þetta feðgar, Aloys og Carl Tausig, báðir píanóleikarar og komnir alla leið frá Varsjá i Pól- landi. Ekki ætlaði þó nema annar þeirra að ganga undir dóm Liszts klikunnar, og það var sá yngri þeirra eða drengurinn Carl Tausig. Komst það í hámæli, að drengurinn hefði alveg gengið fram af þeim Liszt og hinum ungu fjelögum hans, á þess- um fundi. „Mjer datt i hug, hvort þarna væri kominn Satan sjálfur,“ er haft eftir einum þeirra fjelaga. „Hann hikaði ekki við að bregða sjer á leik í Asdúr-pólónesu Cliopins, og löðrungaði hann okkur svo, að við roti lá, með áttundahlaupunum.“ Og það er skemst frá því að segja, að upp frá því, varð drengur þessi uppáhald og augasteinn Liszts gamla enda lýsti liann honum svo, að hann væri „óskeikull snillingur með stál- fingur.“ Frh. d bls. 11.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.