Fálkinn - 16.07.1943, Síða 4
4
F Á L K I N N
Eufemia UJaage:
Endurminninnar uin pamlan vin
Jeg hef oft verið að óska þess,
að eitthvert skólasystkina minna
vildi skrifa minningarorð um
gamla kennarann okkar, Jón-
as Helgason, organleikara, en
ekkert þeirra hefir orðið til
þess til þessa. Menn munu nú
spyrja hversvegna jeg hafi ætl-
ast til þess af öðrum, en eklci
gert það sjálf. En þá er því til
að svara, að jeg hef aldrei treyst
mjer til að gera það þannig,
að jeg væri sjálf ánægð með
það, eða mjer fvndist hann íull-
sæmdur af. Eitt sinn hafði jeg
orð á þessu, við einn kunningja
ininn og skólabróður, en hann
hefir ekki látið að orðum mín-
um. Áleit jeg að þessum manni
væri kunnugt um lcennarahæfi-
leika Jónasar, þar sem hann
hafði ágæta tónlistarhæfileika
sjálfur en þá kom það til
greina, en hann var hljedræg-
ur unglingur og má vel vera,
að Jónas liafi þess vegna ekki
lært að meta til fulls þær gáfur,
sem með honum bjuggu og
hann þá ekki heídur kynst Jón-
asi nógu vel. En hann sagði
mjer samt, að þar liefði liann
lært að syngja eftir nótum og
liefði aldrei þurft að læra það
síðan.
Hvað mig og systkini mín
snertir, þá vorum við aldrei
sökuð um, að setja ljós okkar
undir mæliker, að minsta kosti
ekki á þeim árum, svo að Jónas
vissi vel, að sum okkar voru á-
gætlega söngvin, þótt jeg væri
þar ekki fremst í flokki. Var
hann því framúrskarandi góður
ur við okkur öll, finst mjer þá
koma til minna kasta, þegar
aðrir- verða ekki til þess og er
nú að vita, divernig til tekst.
Jónasar liefir auðvitað oft
verið minst á síðari árum í
hlöðum og tímaritum, eins og
eðlilegt er, því að hann var um
langt skeið helsti tónlistarfröm-
uður landsins og hafði marg-
þætt störf með höndum í þágu
listarinnar, svo sem söngstjórn,
sönglagasmíði, útgáfu söngfræði
og sönglaga, fyrir utan aðal-
starf sitt, sem var organleikara-
starfið við dómkirkjuna í
Reykjavík. En mjer hefir elcki
fundist neinn hafa gert full skil
frábærum kennarahæfileikum
hans, sem að líkindum hafa
verið honum :í blóð bornir, en
studdust engu að síður við ást
hans á starfinu, skyldurækni
og bjargfasta trú hans á gildi
þess og nauðsyn. „Nauðsynleg-
ustu fögin eru söngfræði og
landafræði“, sagði Jónas oft og
þótt það kunni að hafa hvarfl-
að að einhverju okkar barnanna
nð fleira væri nú gott að kunna,
þá hreifði enginn mótmælum
gegn þessu, enda mundi það
ekki bafa liaggað sannfæringu
kennarans, þótt til þess hefði
komið.
Kýmnigáfu hal'ði Jónas í rík-
um mæli og hló svo hjartan-
lega, að unun var að, sjerstak-
lega man jeg eftir, hve dátt
hann liló, þegar krakkarnir
sögðu skemtileg „göt“, eins og
þegar einn drengurinn sagði,
að strikin á nótnaslrengnum
hjetu ansnastrik; skil jeg þá
ekki í öðru, en að einhver
krakki hafi öfundað drenginn
af því, að geta skeml kennaran-
um svona vel.
Hann var um langt skeið kenn-
ari í öllum skólum bæjarins,
nema latínuskólanum. Stein-
grímur Johnsen kendi söng þar.
Hygg jeg, að það hafi ekki þótt
sæma, að aðrir én stúdentar
væru þar kennarar. En Jónas
var upiihaflega járnsmiður og
liafði smiðju i Bankastræti, þar
sem nú er liús Helga Magnús-
sonar. Munu ýmsir vinir hans
og velunnarar hafa stutt að því,
að hann stundaði tónlistarnám,
vegna ágætra hæfileika sinna,
og var frú Olufa Finsen, kona
Hilmars Einsens landshöfðingja
víst ein þeirra. Fór hann þá til
Danmerkur og stundaði þar
nám um tíma, en tók síðan við
organleikarastarfinu, eftir dauða
afa míns, Pjeturs Guðjohnsens.
Heyrl hefi jeg að litil vinátta
hafi verið milli afa míns og
Jónasar, en ekki veit jeg neina
ástæðu til þess, nema ef vera
skyldi, að eldri manninum hafi
fundist sá yngri vilja komast
áfrarn á sinn kostnað, eins og
oft vill verða, hvort sem slíkt
er á rökum bygt eða ekki. En
ekki bitnaði sú fáþykkja á okk-
ur börnunuin, þvi að Jónas ætl-
aðist altaf til að við lijeldum
heiðri ættar olckar á lofti og
vildi styðja að því. Móðir mín
og Jónas voru líka virktarvinir
á síðari árum og voru fáir
menn, sem jég heyrði mömmu
meta meira en liann. Þegar
mentamaður einn, skrifa'ði eft-
irmæli eftir hann, að honum
látnum og sagði, að hann liefði
ekld verið sinekkmaður á
tónlist, þá man jeg að manna
sagði: „Nú þykir mjer vitleysan
kasta tólfunum.“
Eitt sinn hafði hann söngfje-
lag, sem „Harpa“ nefndist, býst
jeg við að það bafi verið við
líði um allmargra ára skeið, en
þetta var „í árdaga“, svo að mig
rámar aðeins í, að það liafi
haldið samsöngva og get því
ekkert um það sagt annað, en
að jeg heyrði, að það hafi verið
gott söngfjelag. Fjelagar í því
voru ýmsir bæjarmenn stúdent-
ar og verslunarmenn. Jeg veit
að Hólsbræður, synir Guðmund-
ar Þórðarsonar á Hól, voru í
fjelagi þessu, enda voru þeir
ágætir raddmenn, jeg man líka
eftir Sigurði Waage, mági
minum og Guðmundi Ólsen,
sem líka voru góðir söngmenn.
Eru sumir þeirra fjelaga enn á
lífi, svo sem Hannes Tboraren-
sen og síra Ólafur Magnússon
í Arnarbæli og ef til vill fleiri.
Þeir Hólsbræður dóu flestir
ungir og stúdentar voru altaf
óstöðugur grundvöllur að byggja
á og get jeg hugsað, að þetta
hvorttveggja hafi dregið mátt
úr fjelaginu og það lagst niður
af þeim orsökum, en ekki hygg
jeg, að það hafi verið af leti
eða áhugaleysi söngstjórans.
Eins og jeg gat um áðan, þá
kendi Jónas í öllum skólum
bæjarins, nema latínuskólan-
um. Það má revndar segja, að
það hafi ekki verið alt í, því
að það voru ekki nema barna-
skólinn og kvennaskólinn, auk
Mýrahússkólans, sem auð-
vitað er ekki í bænum, þótt
liann væri í sókninni Allir
skólastjórar þessara skóla voru
aldavinir Jónasar og geri jeg
ráð fyrir, að enginn þeirra hafi
gengið þess dulinn, hve frábær
kennari var þar á ferð, sem
hann var. Hann ljet það oft í
Ijós, að sjer þætli gaman að
kenna í barnaskólanum, en
öðru máli var að gegna um
kvennaskólann. Var bað raun-
ar eðlilegt, því að stúlkurnar
þar voru harla ósamstæðar, á
ýmsum aldri og af ýmsum
landshornum, en áttu flestar
sammerlct í því, að vera nauða
ófróðar í námsgrein þeirri, sem
hann átti að kenna. Má auðvit-
að segja það sama um börnin,
en þau voru mjúkur leir, sem
hægra var að móta. Jeg man
eftir einni sögu, sem gekk um
bæinn, um árekstur, sem varð
á milli kvennaskólastúlknanna
og Jónasar, segi jeg bana hjer
til gamans, en sel bana ekki
dýrara en jeg keypti.
Einu sinni var Jónas orðinn
dauðþreyttur á að stríða við
stúlkurnar og sagði í gremju
«
sinni, að þær syngi eins og
breima kettir. Þarna sáu stúlk-
urnar sjer leik á borði og að
þarna væri tækifæri til að fá
sjer „billegt“ frí. Gengu þær
því úr tíma lijá Jónasi.
Skólastjórinn, frú Tliora Mel-
steð, var eins og margir munu
kannast við, afar ströng og siða-
vönd kona og gætu orð skálds-
ins hafá átt við um hana: „Sak-
leysið, síst má án þess vera,
,en of mikið af öllu má þó gera“
Vildi liún auðvitað fá að vita,
hvað Jónas vinur hennar liefði
gert á hluta stúlknanna, en
enginn þeirra þóttist geta tekið
sjer slík orð í munn. Var því i
ein stúlkan kosin til að hvísla
því að frúnni. Frúin sá auð-
vitað, að hjer var um alvarlegt
brot á velsæmi að ræða, en af
því, að þessi maður átti í lilut,
þá sagði bún bara:„Þið verðið
að fyrirgefa honum, því að
hann hefur ekkert uppeldi
fengið.“
Enginn má skilja orð mín
svo, að Jónas hafi verið ókurt-
eis. maður, þvert á móti, liann
var virðulegur maður, rólegur,
skifti sjaldan skapi, snyrtilegur
í klæðaburði, án allrar sundur-
gerðar. Fór alt liávaðalaust
fram bjá honum og var yfir
höfuð ekkert út á framkomu
hans að setja.
Kenslustundir hans voru vana
lega á morgnana frá 9—10, en
samsöngur var kl. 2—3 á laug-
ardögum. Við kensluna notaði
Jónas stór prentuð spjöld, sem
hann setti upp á töfluna og
voru prentuð þar á ýmisleg
tákn sönglistarinnar, nótur,
þagnarmerki og bogar, en á
öðrum voru tersar, kvartar og
kvintar o. s. frv. Stóð liann þá
með fiðlu sína og langa mjóa
stöng í hendi, sem hann benti á
með og kendi okkur að þekkja
tónbilin, en síðan urðum við
að syngja þetta sjálf án aðstoð-
ar hans o^ fiðlunnar og með
sinni einstöku þolinmæði gat
liann kent mörgum krakkan-
um að syngja eftir nótum, en
jeg lield að það hefði á fárra
færi verið að ná þeim árangri,
sem liann náði.
Ein mesta hátið skólans var
líka tengd við Jónas, því að
daginn fyrir skólaupsögn var
lialdinn samsöngur í skólanum;
máttu börnin þá bjóða foreldr-
um sínum og sjálfur bauð liann
ýmsum vinum sínum. Þar var
Steingrímur Tliorsteinsson,
skáld altaf stöðugur gestur
liafði hann mikið yndi af söng
og hann átti líka mikið af vís-
unum, sem sungnar voru. Frú
Anna Pjetursson, píanókenn-
ari var líka einn af gestum Jón-