Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1943, Síða 9

Fálkinn - 16.07.1943, Síða 9
VÁLKINM 9 körinur fullar af mjólk. Viljið þið nú. ekki gjöra svo vel að út- skýra fyrir okkur hvað alt þetta á að þýða?“ En nú gat vesalings Elsa ekki geymt leyndarmálið lengur. Hún kastaði sjer á bekk, fól andlitið í höndum sjer og stundi grátandi: „Drelckið, drekkið, frelsið líf ykkar. Við erum öll dauðánym ofurseld.“ „Jeg er byrjuð að deyja,“ kveinaði Gústa aumkunarlega. „Má jeg hiðja um skýringu?“ sagði hr. Valter alvarlega. Hvor i kapp við aðra sögðu stúlkurnar frá þvi, sem liafði komið fyrir, og Elsa bðetti við snöktandi: „Eigum við þá öll að deyja? Er með engu móti undankomu auðið?“ Læknirinn var alt í einu orð- inn náfölur. „Hver seldi Gústu eitrið?“ spurði hann. „Hún keypti það í lvfjabúð- inni í þorpinu,“ svaraði Elsa. Landareign hr. Valter var góðan spöl fyrir utan þorpið, en Stein Jæknir ljet strax söðla hest húsbóndans og flýtti sjer alt livað af tók áleiðis til þorps- ins, án þess að taka nokkurt tillit til Elsu, sem grátbændi hann um að yfirgefa hana ekki eða láta sem liann lieyrði aumlc- unarlegan jarm Gústu, sem tautaði i sífellu: „Jeg verð dá- in þegar læknirinh kemur aft- . ur. Jeg er nú þegar byrjuð að deyja.“ klulckustund. Hr. Valter gekk klukustund. Hr. Valter gekk um gólf, og svipur hans varð sifelt þyngri og hrukkurnar í enni hans dýpri. Kona hans sat í legubekknum og grjet hljóð- lega, Elsa, sú seka, kveinaði hátt og neri hendur sínar, litlu systkinin skildu varla upp nje niður í þessu einkennilega lát- bragði fullorðna fólksins, og Gústa var við og við að líta inn í setustofuna og spyrja um hvort þetta „schweinfutter“ væri ekki farið að hafa sín áhrif ennþá. Loks kom læknirinn aftur. Allir fóru á móts við hann nema Elsa. Fæiur hennar voru þung- ir sem blý, og hún beið, sem Iömuð, dóms síns. Rödd læknisins var einkenni- lega glaðleg. „Er Gústa ekki dáin?“ spurði hann Aage litla, sem fyrstur kom á vettvang. „Nei, liún lifir ennþá,“ full- yrti drengurinn, „og við hin líka.“ „Það er ágælt! En hvar er sú sem framdi banatilræðið?“ Læknirinn flýtti sjer inn til Elsu og tók hana í faðm sjer. „í þetta skifti var þjer forð- að frá að fremja fjöldamorð," sagði hann í spaugi. „En það sakar ekki þó að litla stúlkan min verði hjer eftir dálítið að- gætnari. Horfðu ekki svona angistarlega á mig. Þetta fór betur en á horfðist. Lyfjafræð- ingurinn fjeklc af einhverjum ástæðum þá flugu í höfuðið, að ykkar heiðarlega Gústa væri að hugsa um að fremja sjálfs- morð, og í stað þess að láta hana liaí'a eitrið, sem hún bað um, fjekk hann benni algjör- lega óskaðlegt litarduft.“ Elsa rak upp gleðióp, for- eldrarnir, sem tæplega voru húin að ná sjer eftir geðshrær- inguna, brostu, litlu 'systkinin lioppuðu af gleði, og þegar Gústa hafði áttað sig til fulls á því að liún myndi ekki deyja í þetta skifti, sagði hún hátíð- lega: „Það er þá liklega ekkert þvi til fyrirstöðu að við notum af- ganginn af kálfskjötssteininni á morgun.“ Hulcla S. Helgadóttir þýddi. Einkennilegur varð lífsferill negra- stráks eins, sem hjet George Carver. Hann fæddist árið 1860 í Missouri i Bandaríkjunum, en þar voru foreldr- ar hans þrælar, þvi að þrælahaldið var ekki afnumið fyr en eftir borg- arastyrjöldina, nokkrum árum síðar. Hann sætti sömu meðferð og títt var um jjrælabörn í þá daga, það er. að segja: hann var seldur, eða rjettara sagt höfð skifti á honum og hesti! En svo vildi til, að hin heimskunna hctja negranna, dr. Booker T. Wash- ington tók eftir drengnum, sem var með afbrigðum vel gefinn, kom hon- um á skóla og sá honum siðan fyr- ir framhaldsnámi. Varð hann siðar ffiægur vísindamaður og prófessor við Tuskagee-háskólann i Banda- rikjunum. Á efri árum fjekk liann tilboð um að taka að sjer fram- kvæmdastjórn verksmiðju einnar, og buðust 100.000 krónur i árslaun. En hann kaus fremur að gegna visinda- störfum sínum áfram í næði og af- þakkaði boðið. Þannig farnaðist drengnum, sem í æsku var seldur fyrir hest. ELLEFU MENN OG EINN HUNDUR. Þessir ellefu menn björguSust af skipi, sem var í skipalest er varö fgrir aðsókn Þjóöverja ú leiö til Rússlands. Skipiö sökk en þessir menn björguöust ásamt hundinum, sem er meö þeim á myndinni, og heitir „Lassie“. Þeir viröast hafa gleymt öllu andstreyminu, eftir bnosinu á þeim aö dæma. Á VERÐI í SKIPALESTINNI. LiÖsforinginn til hægri er aö gera mœlingar meö sextanti, en viö hliö hans cr maöur meö kíkir, á njósnum eftir óvinun- um. Ýms skip úr lestinni sjást í fjarska. FOCKE AVOLF CONDOR N lieitir þessi þýska flugvjel, sem skotin hefir veriö niöur og er tætt i smátt aö framanveröu. En á bak viif hana er bresk Hurri- cane-flugvjel aö tyfta sjer til flugs. t

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.