Fálkinn - 14.01.1944, Side 10
10
F Á L K 1 N N
Æfintýri Buffalo Bill
Gody í klípn.
Frh.
Buffalo Bill hafði rjelt l'yrir sjer.
Það varð brátt ijóst að Siauxindíán-
arnir fórn hraðar en hann eftir
brúninni.
Paff!
Skammbyssa hans sagði til sín,
og fremsti Indíáninn sendi frá sjer
skerandi vein út í geiminum um leið
og hann steyptist niður í hyldýpið
og baðaði út öllum öngum.
Ping!
Riffilkúla frá öðrum rauðskinna
klestist út á klettinum fyrir ofan
höfuð Cody.
„Vel er skotið!“ umlaði njósnar-
inn. Hann sendi frá sjer aðra kúlu
til svars og annar Indíáni fór á
eftir þeim fyrri.
En honum var ekki svarað aftur
í þetta sinn. Indíánarnir voru alveg
orðlausir af hræðslu vegna skot-
fimi njósnarans og gátu varla stun-
ið upp svari, þegar einn þeirra loks
hafði hug á að spyrja hvað þeir ættu
að gera.
„Þeir ætla líklega að lofa mjer að
komast að brúnni á undan sjer,“
liugsaði Cody. „Þeim finst það víst
öruggara að ráðast á mig, þegar jeg
sný bakinu við þeim, þessum líka
hetjum.“
Hann hafði lialdið áfram göng-
unni allan timann sem skothriðin
átti sjer slað — hann hafði ekki
einu sinni stoppað til að miða, þeg-
ar hann skaut. Brátt voru ekki nema
nokkrir metrar eftir að trjábolnum.
Rauðskinnarnir hjeldu sjer enn
í liæfilegri fjarlægð.
Nú var ekki meira um að ræða
en sex til sjö fet að bolnum! Fjög-
ur — þrjú — tvö!
Áður en heili lians gat raunveru-
lega farið að komast að þvi, hvernig
hann hefði komist út á trjábolinn
og hvernig hann ætti að haga því
ferðalagi, stóð hann nú upprjettur
á sljettu og mjúku trjenu hálu og
hættulegu eftir allar rigningar og
óveður, sem geisað liöfðu í tilveru
þess þarna.
En Cody hafði ekki tíma til að
stoppa og liugsa um hvað væri fyrir
neðan hann eða hlusta á nið Svörtu-
fossanna.
Nokkrar örvar og álíka margar
riffilkúlur hvinu við eyru hans, eu
hann hjelt áfram og ljet ekkert hafa
álirif á sig. Loksins lioppaði liann
síðustu tvo, þrjá metraua yfir á
örugga grund og sá þá mjótt klif sem
skarst inn í klettinn.
Hann stökk inn í klifið og hrós-
aði happi yfir því, að þarna væri
staður, sem liánn gæti dvalist á,
nokkurnveginn öruggur og skotið
niður óvini sína um leið og þeir
kæmu í augsýn. Þetta var ekki í
fyrsta skifti sem rauðskinnarnir
gerðu axarsköft, ])egar þeir hörð-
ust við liann.
Ktifið endaði í lielli, þar sem kol-
dimt var inni og Cody gat ekki sjeð
meira en um meter frá sjer. Hann
var um það bil að snúa við og
ganga út að munnanum aftur, þegar
æðislegt urr skall á hljóðhimnum
hans og stór, svartur skuggi reis
upp fyrir framan hann.
Bjarndýr — stór svartbjörn, óður
af reiði yfir þvi, að svo skyndilega
skyldi ráðist inn í bæli sitt!
Byssa Buffalo Bill þaut eins og
elding út úr hulstrinu aftur. En um
leið og liann lyfti upp hendinni og
miðaði á annað hinna lýsandi augna
sveiflaði björninn öðrum hrammin-
um í áttina að höfði hans. Hann
beygði sig —• og bjargaði þannig
lífi sínu, en við sveifluna náði loð-
inn hrammur óargadýrsins til byss-
unnar og sló hana eitthvað út i
dimmuna.
Buffaló Bill rak upp reiðióp. Það
var ómögulegt að ná aftur byssunni
í þessari dimmu. Hann þreif til
staðarins, sem linífur lians átti að
vera, en rnundi þá alt í einu að
hann hafði fleygt honum frá sjer
með byssunum og skotfærunum til
Walt Withers.
Hann var óvopnaður með óarga-
dýr fyrir framan sig og villimenn
fyrir aftan!
Björninn færðist nær og rak upp
ægilegt öskur, sem var alveg að
æra hann og stóð nú upp á aftur-
fæturna til að gera út af við fórn-
arlamb sitt.
Cody vissi of vel, hverjar afleið-
ingar högg bjarnarins hlaut að hafa
í för með sjer. Ekki eitt einasta
bein i skrokk hans gæti staðist
þunga þess og ægilegur dauði hlaut
að bíða hans á næsta augnabliki.
■ Hinn heiti, ógeðslegi andardráttur
dýrsins skall á ándlit honum og
æsti hann til framkvæmda. Hann
rak tvö högg með hnefanum i skrokk
dýrsins og stökk síðan aftur á bak.
Björninn fylgdi fast á eftir og rak
hann út á brúna. Cody rann á hálu
trénu og bjargaði sjer aðeins frá
að falla niður i djúpið með því að
spenna út fæturna um leið og hann
rann og snúa sjer við í fallinu.
Hann kom niður með fæturna sín
hvoru megin við trjeð og þar sat
liann — eins og stoltur riddari á
hestbaki.
Siaux-Indíánarnir voru nú komn-
ir að brúnni og öskrin, sem þeir
ráku upp við að sjá andstæðing sinn
í svo grátbroslegri stöðu komu bang-
sa til að stoppa og liugsa sig um. Það
voru of margir andstæðingar hinum
megin, til að villidýrinu gæti geðj-
ast að því. Það ákvað því bara að
bíða og settist því við rætur trjá-
stofnins, þar sem það áleit víst að
það gæti tekið á móti Cody, ef hann
skyldi voga sjer að stíga aftur fæti
sinum i bæli þess.
„Jeg verð líklega að kveðja fyrir
fullt og allt í þetta sinn,“ var sú fyr-
sta hugsun sem þaut í gegnum heila
Cody. „Eiginlega get jeg alveg eins
strax gert út um þetta og dreklct
mjer í flúðunum hjer fyrir neðan
eins og að biða lijer eftir þvi að þeir
rauðu murki úr mjer lífið. Hana nú!
Þeir ætla þá ekki að höggva mig
niður?‘“
Einn af Siauxindiánunum var að
höggva með mesta ákafa í hinn end-
ann á trjástofninum, hin bitra öxi
lijó stærðar stykki úr trjenu við
hvert högg.
Eftir nokkrar mínútur yrði stofn-
inn orðinn svo veikur, að liann hlyti
að falla undan þunga Cody.
En skyndilega geklc einn Indíán-
inn út úr hópnum, klæði hans hentu
til, að hann væri foringi þeirra.
Hann gaf manninum með striðsöx-
ina slcyndilega einhver fyrirmæli,
sem stöðvuðu hendi þess stríðs-
nianns og komu i veg fyrir að aðrir
hleypti af boga.sem hann hafði ein-
mitt spent og beint að Cody.
„Bræður mínir hafa gleymt“, sagði
foringinn á indíánamáli. „Það á ekki
að svifla Pa-ehas-ka (nafn Indíán-
anna á Cody, sem þýðir sitt hár)
lífinu þegar við liöfúm hann í hendi
okkar.
Píningarhædlinn stendur heima
og bíður eftir honum, ungu menn-
irnir okkar skulu fá að gleðjast yfir
auömýkt lians. Verið nú kyrrir
meðan jeg, svarti úlfur, tala við Pa-
e-has-ka.
FALLIN í VALINN.
Það var Bandamönmtm mikill styrkur í orustunni um Sikil-
cy hversu fljólt þeim tókst að gera fhigvellina þar nothæfa,
cn auðvitað höfðu Þjóðverjar eyðilagt þá eftir megni, er þeir
Ijetu undan síga. Það var strandhöggslið, sem vann þetta starf.
Hjer er flugvöllurinn við Comisco á Sikiley og sjest þar eyði-
lögð þýsk herflutningafhigvjel, Ju 52.
BRESKJR HERMENN A SIKILEY.
Ilópur breskra hermanna á göngu á Sikiley eftir að Catania
var tekin. Á myndinni sjest kerra með eyjaskeggjum á leið heim
til sín. Þeir höfðu margir flúið undan fyrst i stað, er farið
var að berjast á eyjunni.