Fálkinn


Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfrani HERBERTSpren/. SKRADDARAÞANKAR Pjetur og Páll gera sjer tíðrœtl um það hve veröldin sjc orðin grá- bölvuð i samanburði við það, sem hún var í þeirra ungdæmi. Nú drepa þeir hvern annan úti i löndum og drepa ekki aðeins þá, sem eru í herklæðum heldur láta þeir sprengj- ur og eldi rigna yfir saklaus börn og örvasa gamalmenni. Aldrei lief- ir heimurinn komist á annað eins hástig villimennskunnar, segja þeir. Það er mikið satt í þessu. Ver- öldin er ljót — hún er ferleg ó- freskja. Og engir munu finna það betur en þeir, sem sjálfir standa í eldinum og undir sprengjuregninu. En þeir lifa i von um að betur muni birta eflir þessa styrjöld en nokkra aðra, sem á undan er gengin, alveg eins og forfeður okkar trúðu á hina nýju, fögru veröld, sem rísa mundi eftir Ragnarökkur. Það er þessi trú, sem alltaf liefir bjargað mannkyninu frá algerri tortímingu — og mun alltaf gera það. En „maður líttu þjer nær“. — Liggur ekki í okkar eigin götu steinn, sem að sinu leiti er eins hættulegur okkar þjóðlífi og hitt, sem er að gerasl úti i veröldinni. Eða öllu heldur margir steinar? Styrjaldirnar spretta af meðfæddu innræti mannsins, drottnunargirni og fleiri hneigðum annars vegar, en sjálfsbjargarviðleitninni liinsvegar. Þeim sem ráðist er á, cr það í brjóst lagið að verjast, þvi að annars glat- ast liann eða verður ánauðugur þræll. Ef engin reyndi að verjast rangsleitninni yrði aldrei stríð, því að þá fengi ofbeldisseggurinn jafn- an það sem honUm dytti í liug að krefjasl. Það má segja uin okkur að við sje- um svo srnáir, að við getum aldrei varist erlendri rangsleitni eða ofbeldi Öll okkar framtið er komin undir ])ví, að aðrir sýni okkur rjettlæti, og að jafnaði verði til voldugar þjóð- ir, sem cigi láti ganga á rjett okk- ar. En þá er eftir okkar hluti, en hann er sá, að við liöldum okkur við rjettinn og víkjunt ekki frá lion- um. — En tii þess að svo verði þarf þjóðin að vera heilbrigð í skoð- unum og menntuð. Og ástunda alla góða menningu. Þetta tekst þvi að- eins, að uppeldismálin sjeu i lagi, þvi að þau eru hornsteinninn. En eru einmitt þau ekki áhyggjuefni nú. Samkeppni um Neskirkju. Sóknarnefnd Neskirkju ákvað að efna til verðlaunasamkeppni um leikningu af væntanlegri kirkju til handa söfnuðinum en iienni liefir verið ákveðin staður á Melunum, skammt fyrir vestan íþróttavöllinn en sunnan Reynimels. Var fimm ntanna dómnefnd skipuð lil að dæma um uppdrættina, auk tveggja sjer- fróðra manna, sem húsameistara- fjelagið tiinefndi, en voru þeir liúsa- íneistararnir Halldór Jónsson og Gunnlaugur Haildórsson. Dómnefnd- ina skipuðu þeir próf. Alexander Jóhannesson, síra Jón Thorarensen sóknarprestur, Sigurjón Pjetursson fulitrúi, Sigurður Jónsson skólastj., og Björn Ólafs i Mýrarluisuin. Nefndin dæmdi um þær 8 teikn- ingar sem henni bárust, i vikunni sem leið og sýndi blaðamönnum teikningarnar skömmu siðar, auk iíkans, sem borisl hafði af einni kirkjunni. Hafði úrskurður nefndar- innar orðið á þá leið, að Ágúst Pálssyni voru dæmd I. verðlaun, 7.000 kr., önnur verðlaun fjekk Bárð- ur ísleifsson, 5.000 kr. en þriðju verðlaun þeir Sigurður Guðmunds- son og Eirikur Einarsson, 3.000 kr. Þrátt fyrir verðlaunin hefir söfnuð- urinn óbundnar liendur um hvaða teikningu liann velur þegar til fram- kvæmda kemur. Kirkjuteikningarnar gera ráð fyr- ir sjerstakri kapellu og samkomusal, likgeymsluklefa, fatageymslu og öðru sem nauðsynlegt er fólki, sem á langan veg til kirkju. Eru kirkjurn- ar miðaðar við að þar geti farið frain almenn safnaðarstarfsemi í sem ríkustum mæli. Hjer birtast myndir af þeim teikningum sem verðlaun lijutu. Um teikninguna sem fjekk fyrstu verðlaun, skal þess getið, að lienni er ætlað að rúma 600—700 manns í sæti og er um tuttugu metra há, en luin fer smá hækkandi fram að turninum, sem er næst teikn- ingunni. Gluggafletirnir eru ská- hallir, þannig að birtan beinist inn að kórnum, og sama tilhögun er á kirkjuveggjum þeirra Sigurð- ar og Eiríks. NEÐANJARÐAR- VERKSMIÐJA í LONDON. Önnur verðlaun: Báröúr ísleifsson. Atján metrum undir yfirborði eins sprengjurifna strætisins í London er ein af einkennilegustu hergagna- verksmiðjum Breta. Fyrir tveimur árum voru þarna ófullgerð göng fyr- ir neðanjarðarbraut, 9 kílómetra löng en hálffull af grjóti og allskon- ar ruðningi. En nú er þarna vjelsmiðja í full- um gangi, sem býr til mikilsverða flugvjelahluti i stórum stil. Það var verkfræðingafirma í Belfast, sem kom þessu i framkvæmd og var enginn liægðarleikur, einkum að finna ráð til þess að hitinn af vjel- unum yrði ekki of mikill þarna i und- irheimum . En verkfræðingarnir frá Belfast kunnu ráð við að ná honum á burt. Þeir smíðuðu loftræsti’ngar- vjelar, sem gátu haldið liitanuin stöðugum á ákveðnu stigi, hvað sem vjelunum leið. Nú voru afhellar höggnir í jarð- göngin, nákvæmlega liæfilega stór- um fyrir vjelar þær sem þarna átti að nota, og síðan sjeð fyrir iyftum og rennibrautum til aðdráttar og fráflutnings og þrystiloftsvjel kom- ið fyrir í jarðgöngunum, því að þaihia eru allar vjelar knúðar með þrystilofti. Og innan ótrúlega skami tima var verksniiðjan farin að starfa. Lítill lögfræðingur slóð frammi fyrir opinberum ákærenda í rjetti, sem vitni. — Ákærandinn spurði hann að lieiti og stöðu og er hann hafði fengið svarið, sagði hann: — „Þjer lögfræðingur? Jeg gæti stung- ið yður í vasa minn!“ „Það er ekki ósennilegt,“ svaraði liinn. En ef þjer gerðuð það, þá munduð þjer liafa meiri lögfræði i vasanum en þjer hafið í kollinum." Þriðju verðlann: Sig. Gnðmumissoii og Eiríkur Einarsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.