Fálkinn


Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Finn Halvorsen: Stór blóðrauð blóm. T ÍTILL VJELBÁTUR göslaði öldurnar, sem liðu hægt og hljóðlega upp að ströndinni við Cattaro. Þetta var brennheitur sólskinsdagur i miðjum júlí. . hærðist ekki hár á liöfði og eng- inn skýhnoðri á himni. Tind- arnir sinn hvoru megin við sundið voru bjartir og hreinir í spegiltæru loftinu. Ungi Daninn sem sat í hátnum minntist allt i einu ferðar, sem hann hafði farið til Noregs. . . . Landslagið þarna í Jugoslavíu var svo nauðalíkt því, sem hann hafði sjeð í Noregi. Það voru aðeins þessir litlu hólmar í sjónum, sem sýndust vera eins og hallir og aldingarð- ar á sundi, sem átti ekkert skylt við Norðurlönd. Á stærsta hólm- anum sást musterisanddyri í grískum stíl, með háum kyþrus- trjám á háða vegu. Þetta var sama eyjan sem Böcklin hafði notað sem fyrirmynd er hann málaði „Eyju dauðans.“ Það var eins og það andaði gusti og óhugnan á fólkið í bátn- um, þrátt fyrir sólskinið, um leið og farið var framlijá eyj unni. IJinrik Tvgesen fanst liann fá sting fyrir hjartað. . en hann harkaði af sjer! Þegar verið var að ferðast sjer til skemtunar í dýrlegu, ókunnu landi, er ó- læknandi af ofurást og hefir þ.á sem maður elskar beint á móti sjer, er sannarlega enginn á- stæða til þess að vera að hugsa um dauðann. Auk formannsins, sem stóð við stýrið og gætti vjelarinnar voru 7—8 manns um borð. Það voru gestir frá Grand Hotel inni á ströndinni, sem höfðu gert sjer ferð til þess að skoða ná- grennið síðdegis um daginn. — Ymsra þjóða fólk. . . . Frakkar, Þjóðverjar og ensk dama. Og svo þessi ungi, ljóshærði Dani. Viðræðurnar fóru fram á ensku. . hana töluðu allir.... Henrik Tygesen kom þetta vel sumpart vegna þess, að hún var málið sem hann talaði hest en þó einkum af því að það var hennar mál - hinnar ungu ensku lafði Beatrice. Það var sem sje hún, sem hann hafði orðið svo bráðástfanginn af! Þau hittust i Dubrovnik, hinum undurfagra haðstað norður með ströndinni en þegar hún fór til Cattaro gat hann ekki stillt sig um að fara sömu leiðina. Honum duldist ekki, eð henni var það að skapi að liann skyldi koma. Henni fjell yfirleitt vel að láta aðra dáðst að sjer. Einn daginn þegar þau voru í baði og liöfðu gengið upp úr flæðarmálinu, þreif hún kór- allafesti af hálsinum af sjer og fleygði lienni út í sjóinn, þar sem dýpi var talsvert. Sækið liana fyrir mig! sagði hún. Hann kafaði eftir festinni og þegar iiann kom með hana til lands fjekk hann ljómandi bros að launum. IJún var með móleit augu. En þegar birtan fjell á þau á ská, þá sýndust þau vera rauð. Og munnurinn á henni sýndist vera svo einkennilega lokkandi og si^ottandi i senn. En alltaf voru varirnar glóandi rauðar, eins og kórallarnir, sem hún hafði um liálsinn. IJún virtist vera á þrítugs aldri — nokkrum árum yngri en hann. --------Lítið þið á, sagði lith Frakkinn allt í einu. Þetta lága skotbyrgi mun vera einn liður í varnarkerfinu hjerna? Formaðurinn, sem hafði lieyrt þessi orð, fór nú að segja þeim frá þessu sprengjuhelda flota- lægi Jugoslavíu. Beggja vegna innsiglingarinnar til Cattaro voru virki, hæði sýnileg og falin í jörð. Hann benti ferðafólkinu á fallbyssukjaftana, sein sáust efst í hæðunum. Allt þetta landsvæði hjerna við fjörðinn er liernaðarsvæði, sagði hann. — Ef óviðkomandi sjást þar, eru þeir undireins teknir sem njósnarar. — Og skotnir? spurði einhver. — Sennilega, svaraði formað- urinn. Það varð hlje á samtalinu. Báturinn fór nú aðeins liálfa ferð, svo að farþegarnir gætu notið útsýnisins hetur. Fjörður- inn var þröngur, en fjöllinn gengu ekki þverhnýpt í sjóinn, heldur var undirlendisræma meðfram sjónum, að mestu leyti gróinn þjettu kjarrri. Á hæð einni stóð stórt, lágt liús með flötu þaki, líklega liðsforingja- skálinn. Kringum það var garð- ur og í einu horni hans runnur, alþakin blóðrauðum blómum — Gaman þætti mjer að eiga eina hlómagrein úr þessum fal- lega runni! sagði Beatrice. — Karlmennirnir svöruðu með vandræðalegum hlátri. En unga jugoslafneska stúlkan, María horfði inn til lands og sagði: — Það eru alveg samskonar hlóm í gistiliússgarðinum hjá Grand Ilotel. Lafði Beatrice hristi höfuðið og hló: —- Skiljið þjer ekki, að það er vegna þess að blómin eru á forboðinni grund, sem mig langar i þau? En María spurði jafn rólega og áður: — Hver á að sælcja þau? Þjóðverjinn og Frakkinn hlóu .... eins og þeir vildu slá þessu upp i gaman. En í augum liefð- arstúlkunnar mvndaðist dimm- úðlegur eldur. Hún brosíi en brosið titraði. Blóðið svall í æðum Hinriks Tygesen. Hann spratt upp og vatt sjer að skipstjóranum: — Leggið að landi, jeg borga það sem það kostar, sagði hann. Hann liafði tekið liendinni um stýrið, en skipstjórinn var á verði og ýtti honum frá: — Eruð þjer vitstola maður, sagði hann, og stóð sem fastast og Ieit svo af manninum. En hann jók á ferðina og báturinn stefndi á bæinn og gistihúsið. Hinrik Tygesen flutti sig aft- ur til lafði Beatrice og settist hjá henni. Hann skalf af hugar- æsingi og allir í bátnum heyrðu hann segja: — Þjer skuluð fá þessi blóm samt! Augnarbliki siðar fann hann að hún strauk hendinni um hand- arbak hans. . . . varmri og fullri af heitum. Þetta var eina svarið sem hann fjekk, og það var hon- um nóg! Nú sigldu þau enn frainhjá hinum töfrandi smáhólmum. — Útaf einum þeirra snjeri María sjer að honum og sagði: — Þetta er eyja dauðans. - Þjer ættuð að skoða hana. Hann hafði ekki veitt stúlk- unni athygli fyrr. . nú sá hann að hún var ljóshærð og leiðin- leg eins og hann sjálfur. SÓLIN VAR AÐ ganga til við- ar þegar Henrik Tygesen stóð við stálvírnetið, sem um - lukti allt hernaðarsvæðið, þrigg- ja metra liátt. Eklci var viðlit að komast gegnum ldiðið, því að þar va1 tvöfaldur vörður. Og það var eklci heldur neinn hægðarleikur að klifra yfir girðinguna, því að gaddavírsstrengir voru ofan á girðingunni. Hann rölti fram með girðing unni góða stund en lijelt sig þó inni i skógarjaðrinum, svo að hermennina skyldi ekki gruna neitt. Nú skildi hann allt í einu livílík fífldirfstka það var sem hann liafði ráðist í. En sótthit- inn brann í honum og gerði hon- um einskis afturhvarfs auðið, hitinn sem hún liafði valdið. Og svo hafði líka eitt mikils- vert skeð síðan í hátnum eftir nónið. Þegar liann hafði gengið gistihússganginn núna í kvöld, hafði liún stáðnæmst og beðið eftir að hann gengi framhjá henni. Hún stöðvaði liann með heiti og kossi. Það var farið að skyggja, og skuggarnir lögðust eins og lang- ar svartar rákir um skógar- botninn. Það var ein af þessum rákum, sem kom honum til að staðnæmast. Hún náði svo ein- kennilega inn y-fir girðingua. Það leið ekki á lörigu þangað til hann liafði gengið úr skugga um að það hafði verið grafinn liola undir girðinguna: hún var hálffull af visnu laufi og sprelc- um, en þó svo stór, að maður gat skriðið þarna undir. Það var óskiljanlegt hver hafði grafið þessa holu. . En Hinrik var ekki seinn á sjer að notfæra sjer hana. Staðurinn var miðja vegu milli tveggja varðmanna. Hinrik lagðist á magann og skreið inn á hina forhoðnu grund fyrir innan girðinguna var líka skógur og kjarr. Þegar hann var kominri inn fyrir stóð hann upp og gekk rólegur á- fram. Þarna voru stígar sitt á livað, en hann mundi sfefnuna. Það gat ekki verið nema klukku- tíma gangur að lága skálanum með garðinum, þar sem blóm- runnurinn var. Hann þóttist alveg öruggur. . sannfærður um að hann mundi ekki mæta neinum. í oflæti sínu ællaði liann að fara að kveilcja sjer í vindlingi en þá glumdu við hróp í eyrum lians. Hann staðnæmdist slcyndilega eins og að hann hefði fengið slag. Fyrst var honum alls ekki ljóst hvaðan hrópið kom....... honum fanst eins og það liefði komið ofan úr geimnum. Svo heyrðist hrópað aftur, og þegar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.