Fálkinn


Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 6
ö - LITLfi SfíBfín - Gömul ástarsaga AJexandro StradelJa fæddist árið 1045, annaðhvort í Neapel eða í Feneyjum. Þessir bæir rífast um þann lieiður livor sje fæðingarstaður þessa tónsnillings. Sama liefir gerst um önnur mikilmenni t. d. Homer og Cervantes. Um þá var sagt i sjö borg- mn að þeir hefðu fæðst þar. Stradella var ungur, þegar hann fjekk það álit að vera talinn mesta tónskáld og hljóðfæraleikari Ítalíu Engin Ijek hetur en hann á fiðlu, liörpu og orgel. Hann var einnig ■ nafntogaður söngvari. Þetta eru dóm- ar frægra tónlistarsagnfræðinga, svo sem Burney Wanley o. fl. Rockstro segir að liinn mikli Hándel liafi notað liugmyndir og Jagliluta frá Stradella. Einkum frá hinum lítt jjektari tónsmíðum hans. Um þritugt var Stradella i Fen- eyjum. Þar var hann álitinn mesti meistari borgarinnar i öJJu er að tónlist laut. Þar var hann nefndur Appolo liljómlistar og sönglistar. Stradella var fagur og tígulegur maður. í Feneyjum bjó á þessum tíma aðalsmaður að nafni Contarini. Hann hann vann að þvi að Feneyjar yfir- stigi allar ítalskar borgir á sviði tónlistar og gerðist verndari og leiðtogi þeirrar starfssemi. Áhugi þess manns fyrir tónlist hefir lík- lega að nokkru leyti, átt rót sína að rekja til þess, að ástmey hans, hin fagra Ortensia hafði góða sópr- an rödd og var skáldlega sinnuð. Contarini ákvað að fá bestu kennara er fáanlegir væru til að kenna Ort- ensíu. — Stradella varð vitanlega fyrir valinu. Það er almennt viðurkennt að ekkert sameini betur lijörtun en hljómlist og söngur. Contarini tók þetta elcki með i reikninginn. — Er þau Stradella og Ortensía sáust l'yrst horfðust þau lengi í augu. Var |iað ást við fyrstu sýn? — Það vita menn ekki. En hitt er áreiðanlegí að þau urðu al'ar ástfangin hvort i öðru. Og kvöld eitt þegar máninn sendi hið bleika silfurskin yfir Ad- ríahafið, og söngur „gondol“ræðar- anna hljómaði veikt í kvöldkyrð- inni flýðu þau Ortensia og Stradella l'rá hinum stranga Contarini. Þau fóru til Rómaborgar. Contarini ákvað þegar að hefna sín grimmilega á Stradella. Hann keypti í því augnamiði tvo misindis- rnenn, fyrir 100 pistolur (1500 kr.) til jiess að myrða Stradella. Helm- ing upphæðarinnar greiddi Contarini fyrirfram. Stradella sat við orgelið í Lateran- kirkjunni í Róm og Ijek hið nýja oratorium sitt, — er hann nefndi Giovanni Battista (Jóliannes skirari) en siðar var þa'ð nefnt kirkjuaria Stradella. Morðingjarnir læddust inn i kirkjuna og fólust bak við súlu e'ða stóð, og drógu rýtinga sína úr slíðrum. — Þeir hlusta á hljóðfæra sláttinn og sönginn, því Stradella söng einnig. Var það þessi guðdóm- F Á L K 1 N N legi söngvari og hljóðfæraleikari, sem þeir áttu að myrða? Þeir stungu hnífunum i vasana. Þeir gátu ekki drepið jiennan unga mann er söng og ijek himneska sælu á jörð vora. Þeir gengu til Stra- della og sögðu honum hvert erindi þeirra liafði verið, og baðu liann að forða sjer undan hefnd Contarini. Stradella flýði strax ineð sína elsku'ðu Ortensíu til Turin. Þar fjekk hann vernd hertogans af Savoien. Ortensíu var komið í klaustur í bráð, til liess að hún losnaði undan ofsóknum Contarini. En í Turin fjekx Stradella hirðsöngvaraembætti. Turin var á þessum timum góður griða- staður. Þar var haldið uppi ströng- um aga. Hraustir varðmenn og marg ir hjeldu vörð utan við horgarmúr- ana. Það virtist því ómögulegt að morðingjar kæmust inn í borgina. En Contarini var ekki af baki dottinn. Hann ritaði vini sínum -— franska sendiherranum í Turin, og hað liann að greiða götu nokkura klæðskera, er liann mundi senda til borgarinnar í erindagjörðum sem voru i lians þágu. Hann bað sendi- herrann um húsnæði fyrir skraddar- ana meðan jjeir dveldu í borginni. Þessn játaði sendiherrann. Og á þennan hátt áttu skraddararnir. að vera lausir við afskifti yfirvald- anna af för þeirra og dvöl í Turin. Sendiherrabústaðurinn var óliáður eftirliti — friðhelgur. Svo gerðist jiað kvöld nokkurt í myrkri að þrír grímuklæddir menn rjeðust á Stradella og stungu liann með rýtingum. Álitu þeir hann dauð- an og flýðu i hús sendiherrans. En Stradella höfðu jieir ekki drepið. Hann lá lengi í sárum. Að lokum varð hann lieill heilsu. Þá flýði liann með Ortensiu lil Genova. Þar dvöldu þau í fimm ár. Þau unnust svo heitt að fádæmi er talið. Óx ást þeirra jiví meir ,sem þau voru lengur sam- an. En líf þeirra var eins og byggju þau á eldfjalli, er þá og j)egar mundi gjósa. — Og 1681 tókst morðingjum Contarini að drepa Stradella og Ort- ensíu i Genova. Jóhaiui Scheving þýddi. ThEDdúr Arnason: Operur, sem lifa Fallstaíí Efniságrip: Ópera í þremur þáttum, (eða lýriskur gamanleikur) — eftir Verdi (1813-1903). Uppistaðan í tekstamun er sjónleikur Shake- speares: „The Merry Wives of Windsor," en var stilfærður fyr- ir Verdi af ítalska rithöfund- indinum Arrigo Boito. Frum- sýning í Skala-leikhúsinu i Milano 9. febráar 1893. Verdi var áttræður jjegar hann samdi þessa siðustu óperu sína og á maður bágt með að trúa l)ví, svo full er hún af iðandi fjöri og fyndni, — og frumleg að auk. Og þessi ópera er með allt öðru yfirbragði en hinar fyrri, svo að varla er hægt að skynja, að liún sje eftir sama höfund og j)ær. Hinar fyrri óperur Verdis voru all)ýðlegar og auðskild- ar, í venjulegu ítölsku formi. En í Falstaff skellir Verdi skolleyrunum við öllum hefðbundnum venjum, — það er eins og hann vilji sýna það áður en hann hætti að yrkja, hvað i honum bjó, —'að hann var miklu frumlegri og fjölliæfari en menn ætluðu, og fullfær um að fara ó- ruddar slóðir. Þessvegna var Fal- staff ekki tekið með slikum fögn- uði og öðrum óperum lians t. d. Aida, — fyrst í stað, þó að Verdi mætti raunar vel við una viðtök- unnar sem óperan fjekk á Ítalíu, — og hún var fljótlega tekin til leiks- á flestum hinna stærri óperuleik- húsa heimsins. En músikin var flókn- ari og frumlegri en í liinum fyrri óperum, og þarf meiri tónlistar- þroska til að skilja hana en þær. En nú eru tónsmíðarnar og hljóm- sveitar-búningur þeirra viðurkennt meistaraverk. Fyrsti þáttur gerist á veitinga- stofu í Garter, og gerist þar fált Jíðinda, sem liægt er að rekja, en þátturinn er eins og undirbúning- ur undir það, sem síðar gerist. — En þetta gerist lielst: Falstaff lendir í orðasennu við frakkneskan lækni, Dr. Cajus, — en þjónar Falstaff tveir, Bardolpli og Pistol höfðu rænt læknirin ölvaðan. Þegar þessari orða- sennu er lokið, ætlar Falstaff að senda þessa þjóna með tvö ástar- brjef, og er annað stilað til Mrs. Alice Ford, en hitt til Mrs. Meg Page. En þjónarnir bregðast við hortugir, og segjast ekki vilja legg- ja sig í að fara slíka sendiferð, eða að vera milligöngumenn i ástarmál- um. Falstaff segir þeim þá að fara lil fjandans, og felur. Robin vika- dreng að lcoma brjefunum til skila. í öðrum þætti hittast frúrnar, sem Falstaff hafði sent brjefin. — Sýna þær þau hvor annari og ákveða síðan að hefna sín á „hinu feita flóni,“ eins og þær nefna Falstaff. Og nú liafa þjónar hans, þeir Bartolph og Pislol, sagt eiginmanni Mrs. Ford frá fyrirætlun húsbónda síns, en hann sver þess dýran eið að vernda konu sína og hafa gætur á Falstaff. Nú koma nýjar persónur til sög- unnar, Fenton og Anna dóttir Mrs. Ford og i þessum þætti sjá þau sjer færi að láta vel hvort að öðru, en annars er það ætlan föður Önnu að hún giftist Cajusi lækni, sem er auðugur maður. En sjálf vill hún heldur Fenton þótt fátækur sje. Aftur hittast hinar kátu konur og er nú ætlun þeirra að ginna Falstaff i gildru. Mrs. Quickley er send út af örkinni þeirra erinda, að bjóða Fal- staff lieim til Mrs. Ford, — maður hennar sje ekki lieima. — Þakkar Falstaff boðið og kemst nú allur á loft. Nú heimsækir Mr. Ford Falstaff undir fölsku nafni og hefir ineð nokkrar flöskur af gömlu Cyprusar- víni, sem hann býður Falstaff upp á að drekka með sjer, og þiggur Falstaff það fúslega. Mr. Ford, sem nefnir sig Born, dregur nú upp pyngju fulla af gullpeningum, sem hann vill afhenla Falstaff í því skyni að hann komi sjer í mjúkinn hjá Mrs. Ford. En Born kveðst liafa gert árangurslausar tilraunir tii þess. En Falstaff segir honum þá hróðug ur frá þvi„ að þessi frú liafi ein- mitt boðið sjer til stefnumóts, — og þar með skilur hann við liinn dulbúna Mr. Ford, sem verður nú miður sín af afbrýðissemi. í næstu sýningu er svo Falstaff í heimsókninni hjá Mrs. Ford. Þessa heimsókn hafa hinar kátu konur undirbúið og er sýning þessi ærið skopleg. Og þegar Falstaff heldur að allt sje að falla í ljúfa löð þeirra á milli, kemur Mrs. Meg og óriýtir alt fyrir honum, því að hún segir að eiginmaður Mrs Ford sje að koma heim. Falstaff er nú i mesta flýti troðið ofan í þvottakörfu, en Ford kem- ur með nokkra kunningja sína og leita þeir hans árangurslaust. Kon- urnar fjórar sitja á körfunni og gera að gamni sinu, enda er nú ástæða til þess að þær sjeu kátar, því að hrekkurinn hefir blessast prýðilega. En Falstaff tiggur við köfnun í körfunni, stynur hann þung an og grátbiður þær a’ð sleppa sjer úr prisundinni. En þær skella skoll- eyrum við öllum lians bænum, — velta körfunni út á svalir og hylta henni fram af þeim og niður i siki, sem þar er fyrir neðan, — skellihlæjandi. í þriðja þætti tekst Quickley að lirekja Falstaff öðru sinni. Ilún býð ur honum aftur til stefnumóts í skemtigarðinum, um miðnætti næsta kvöld, og ráðleggur liún honum að vera dulbúinn sem Heline „hinn svarti veiðimaður.“ Hún segir liinum konunum frá þessari glettni, sem þær eru meira en fúsar til að taka þátl í, til þess að liirta istrubelginn fyri.- heimsku hans. Ford hefir lieitið Cajusi lækni því, að þetta sama kvöld skuli hanr. láta gefa þau saman, Önnu og liann, og segir lionum að koma í munka- kufli, í skemmtigarðinn, en Anna muni vera hvítklædd. En Mrs. Ford hefir legið á hleri, og heyrt þessa ráðagerð og eyðileggur liana. Hún útvegar Fenton svartan munkakufl, en Anna býr sig i gerfi álfadrotning- arinnar Titaniu. Þegar Falstaff kem- ur til stcfnumótsins, er þegar ráð ist að honum úr öllum áttum. Eru það álfkonur, flugur og allskonar skorkvikindi, sem kvelja hann þang- að til að hann æpir upp og hiðst vægðar. Cajus kemur í gráum kufli og svipast um eftir brúði sinni. Loks birtist hávaxinn hvítldædd kona, (Bardolph), sem fellur fúslega í faðm honum. Hinu megin á leik- sviðinu koma þau svo fram, Anna og Fenton. Mr. Ford hefir sjeð fyrir því, að prestur er þarna við hendina, sem gefur saman bæði þessi „pör“ — Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.