Fálkinn


Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 03.03.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 „Ja, vi elsker dette landet“. Um ljóð og lag. Árið 1859 voru miklar frelsis og þjóðernishreyfingar i Evrópu. Við vopnabrak og lúðrablástur hjelt nú frelsið innreið sína i löndin og gagntók hug þjóðarinnar. í Noregi var stórskáldið Björn- stjerne Björnson mjög áberandi og áhrifamikill maður um þessar mund- ir. Hann var þá 27 ára. Má telja hann þá þegar orðinn þjóðarleiðtoga. — Hann var ávaít þar sem bardagarnir voru harðastir. Hann orkti leikrit ljóð og sögwr’ og ritaði fjölda blaða- greina. Einnig flutti hann arga fyrirlestra. Björnson var nýgiftur Karoline Reimers. Hann var á besta aldri, andlegur og líkamlegur atorlcumaður með mikið baráttuþrek og sterka umbótaþrá. Hann vildi framfarir, frelsi, andriki. En litla stund, máske nokkra daga, gleymdi hann öllu nema kvéeðinu fræga, þjóðsöng Norð- manna, „Ja, vi elsker dette Landet“. Hann orkti þjóðsönginn um haust. Hann hugsaði um landið sem heild, þjóðina sem lútandi ættjarðarástinni. Hann gleymdi öllum flokkum, ólík- um skoðunum og sundrungargirni. Minningarnar frá bernskudögunum í hinum fagra Romsdal lifnuðu, fengu vængi. Og i guðmóði orkti hann þetta djúpa, innilega kvæði, sem nú er elskað og virt um öll Norðurlönd, þó að Norðmennn, vit- anlega unni því heitast. En jjað vantar lag við þetta á- gæta kvæði. Lag sem væri því samboðið. Og það var tilviljun hve vel fram úr þvi ræltist. Richard Nordraak hjet ungur maður er heima átti í Oslo. Hann var frændi Björnsons. Hafði Nordraak samið nokkur lag- leg smáíög. En ekki náð neinni frægð sem hann þó þráði. Björnson kom að heimsækja Nordraak eldri rjett eftir að hann hafði ort hið ágæta kvæði. Líklega hefir hann beðið gamla manninn að láta son sinn spreyta sig á nýju lagi við kvæðið, er síðar varð þjóðsöngur. Jæja, gamli Nordraak fer inn til sonar sins með handritið í hend- inni og veifar því framan í son sinn og segir við hann: Hjer er nýtt kvæði eftir Björnson. Hann yrkir í sífellu. En hvað hefst þú að?. Hinu 17 ára gamla tónskáldi varð þungt í skapi. Hann skyldi brýninguna. Hann finnur nýtt afl streyma um ÓPERUR, SEM LIFA. Frh. af bls. 6. og misgripin komast ekki upp fyrr en hjónavígslunni er lokið, þvi að öll liafa hjúin verið með grímur, sem nú eru feldar. Þremenningarnir Falstaff, Cajus og Ford, sjá nú að illa hefir verið á þá leikið af kátum og kænum kon- um, og er ekki trútt um að þeir verði skömmuslulegir. En Ford liark- ar af sjer, leggur blessun sína yfir ungu elskendurnar, og faðmar konu sína, glaður í huga yfir því, að hún hefir reynst honum trú. sig. Richard þagði. Hann tók hand- ritið og ljet ekki sjá sig í tvær stundir. Að þeim tima liðnum kom liann mqð lag það sem sungið er við þjóðsöng Norðmanna. Andinn hafði komið yfir hann. Kvæðið hafði lyft honuin í hæðir. Þeir fyrstu sem sungu lagið og höfðu yfir tekst ann i sambandi við söng, var sjó- liðsforingja-kvartett (fjórsöngvarar). Þessir menn voru staddir á heimili Nordraak. Unga tónskáldið skilaði laginu. Fáir voru viðstaddir vigslu Ijóðs og lags. Feður skáldanna, skáld- in og fáeinir vinir þeirra voru áheyr- endur. Þrátt fyrir það að söngvar arnir urðu að syngja af blöðum skildu allir viðstaddir að hjer var ódauðlegt listaverk að ræða. Skömmu siðar ljet Björnson prenta kvæðið í Aftenpósten. En við það blað var liann meðritstjóri þá. Jóhann Scheving. Langar Diocletians. Meðan Rómverjar voru á inesta blómaskeiði sinnar gullaldar, þótti þeim engin skemtun betri en sækja baðstaðina, sem yfirvöldin sáu al- menningi fyrir. Af þeim sex frægu baðstöðum i Róm, sem bygðir voru á keisaratímunum, voru laugar Dio- cletians langfrægastar. Gátu 2000 manns laugast þar samtímiS. Vatnið streymdi án afiáts um steinflúraðar laugarnar; var það leitt.ofan úr hæð- unum fyrir austan Róm i þröngum vatnsrennum, sem voru liin mestu mannvirki, en gegnum borgina i pípum, sem skeyttar voru saman með silfri og bronsi. Það var hitað i leiðslunum, sem lágu gegnum ofna og allir gátu fengið svo heita eða kalda laug, sem þeim líkaði. Þarna voru. og gufuböð og steypuböð. Gestirnir ltomu ýmist gangandi eða i burðarstólum og dvöldu marg- ir hverjir daglangt í laugunum, þvi að jiær voru einskonar skemtistaður jafnframt. Þegar inn var koriíið tók við stór salur með dýrindis málverk- um undir hárri hvelfingu, sem borin var uppi af marmarasúlum. Milli niðandi gosbrunnanna í þessum sal heilsuðu menn kunningunum, lilustuðu á nýjustu frjettir eða lásu Acta Diurna dagblað borgarinnar. Þegar menn höfðu fengið baðið, se,m þeir óskuðu, reikuðu þeir um unaðslega garða, undir kliptum lindi- trjám og meðfram limgirðingum, um kýprusviðargöng og kringum fögur marmaralíkneski. Þeir sem nenntu fóru inn á fimleikasvæðið og tóku þátt í leikjum og líkamsæfingum. — Síðan snæddu menn góða máltið og á eftir var l'arið í bókasafnið, á hljómleika eða í leikhús. Carcassone. Fullkomnasta sýnishornið, sem til er af hinum frægu viggirtu riddara- borgum frá miðöldunum, er háborg in eða Cité í hinum • gamla bæ Carcassone við ána Aude í Suður- Frakklandi. Er þarna æfagamall bæjarstæði, jjví að þarna var bær þegar Cæsar var að herja á Galliu. En gainli bærinn sem nú sjest á hæðinni, innan tvöfaldra múra um sjö kilómetra langra og með 50 virk- isturnum, eins og úr gömlu æfin- týri, er frá elleftu og tólftu öld. „Nýi bærinn, sem borgarbúar kalla svo, er frá þrettándu öld, en þá varð bylting í gamla bænum og þeir, sem flýja urðu bæinn, reistu annan nýjan á árbakkanum beint á móti. Það væri efni i heila bók ef rekja ætti liina æfintýralegu sögu Car- cassone, hvernig borgin gekk Róm- verjum úr greipum og í liendur Vestgota og siðan Araba og lil Pípíns stutta og varð loks eign greifanna al' Carcassone, sem ríktu þar óháðir þangð til Simon de Montefort hjelt krossmannaliði sínu lil borgarhliðs- ins og neyddi Raymond Roges greifa til þess að gefast upp. Árið 1356 stóðst kastalinn árásir „Svarta prins- ins enska. En loks var borgin inu limuð í Frakkland, árið 1659. Fjöldi skemtiferðafólks heimsækÍL þetta vígi 11. og 12. aldar og „nýi bærinn" þykir merkilegur líka, þó að liann sje „aðeins“ frá 13. öld. BERLÍN „UPPSKER FELLIBYLJI“ . .Aldrei hafa Berlínarbúar sannað það betur en nú, að það var rjett sem Harris loftmarskálkur, yfirstjórnandi sprengiflugvjel- anna bresku, spáði fijrir nokkrum mánuðum er liann sagði: .Pjóðverjar sáðu stormi" yfir Rotterdam, Varsjava, Coventry og London 1839-40. En þegar þetta er ritað hafa Bretar gert á þriðja tug stórra loflárása á Berlín, svo stórfenglegar að þar hefir stundum rignt um 80 smálestum af sprengjum á mínútu. Síðan hinar eiginlegu loftárásir hófust á Berlín, í nóvember siðaslliðnum, og fram til loka janúarmánaðar, er talið að yfir 20.000 smálestum hafi rignt yfir höfuðstað Þýskalands, auk þess sem aðrar borgir hafa orðið fyrir. Margar hetstu járnbraut- arlestir borgarinnar hafa eyðilagst, auk fjölda verksmiðja og merkra bygginga, svo sem kanslarahallarinnar og ýmsra stjórnar- býgginga annara, og þriðjungur borgarinnar brunninn til ösku. Hjer birtist teikning af þyngstu sprengjuflugvjehim Breta yfir Berlín. En hin myndin er Ijósmynd tekin af breskum flugmönnum eftir heimkomu þeirra úr flugárásinni, sem gerð var á Berlín aðfaranótt 23. nóv. sl. Er verið að yfirheyra þá um hvar i borgi.nni þeir hafi kastað sprengjum, vopnaviðskifti við þýskar flugvjelar, svo og um hvar þeir hafi sjcð elda og hvaða byggingum þeir hafa sjeð sprengjur lenda á.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.