Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN n n ♦ Tígrisdýrið Stutt skáldsaga eftir PEARL BUCK — Jeg afber ekki aö húka hjerna í þessnni gamla og grútleiðinlega bæ, þar sein aldrei gerist neitt, það sem eftir er æfinnar. hugs- aði hún mædd. 1 sömu svifum beyrði liún Orchid liósta hak við sig, hún snjeri sjer við og þá stóð litla þernan hrosandi Itak við hana. — Hvað er um að vera — hversvegna hrosir þú? sagði Mollie. — Veistu um hvað hún móðir þín er að biðja, ungfrú góð? spurði Orchid, og var glampi í augnaráðinu. .— Nei, það er ekkert sem mjer kemur við, sagði Mollie. — Jú, það er einmitt málefni sem þjer kemur við, sagði Orchid hlægjandi. — Hún er að hiðja um mann handa þjer. Mollie starði undrandi á hana. — Mann lianda henni. — Þegi þú flónið þitt! sagði hún svo. — Já, ungfrú góð, svaraði Orchid hlíð- lega. En liún hafði sagt það sem húa vildi. Nú kom ínóðir hennar til hennar í must- erisdyrunum. — Þetta hefir verið góður dagur, sagði liún. — Jeg fann að guðinn leit niður til mín til þess að lilusta a bæn mína, og hann hefir áreiðanlega bænheyrt miíg. Nú skulum við fara heim. Mollie sá það á augnaráði móðir sinnar að hún hjó yfir ráðagerð. — Ef hún lieldur að hún geti gift mig manni, er liún kýs mjer sjálf, þá skjátlast henni heldur en ekki! hugsaði unga stúlk- an. — Hún er vís til að segja mjer að guðirnir hafi valið mannsefnið. Þær stigu upp í burðarstólana, sem biðu þeirra við dyrnar. Mollie vildi alls ekki ræða þetta mál við móður sina. Nei, hún ætlaði að tala við föður sinn undir eins og hún kæmi heim. — Pabbi, jeg vil ekki giftast! ætlaði hún að segja við hann. — Jeg vil ekki giftast, nema því aðeins að .... Aftur og aftur velti hún því fyrir sjer livað hún ætlaði að segja. Eftir augnablik voru þær komnar lieim. — Hvar er hann faðir minn? spurði hún þjóninn við hliðið. — Hann sefur inni í bókastofunni, svar- aði þjónninn og Mollie flýtti sjer inn flisa- lagðan stiginn, gegnum garðinn. En faðir hennar svaf ekki þegar hún kom inn í bókastofuna. Hún lieyrði hreimlausu baðstofuröddina lians gegnum lokaðar dj'rn ar og hún ruddi upp hurðinni, án þess að herja að dyrum. Þrír gamlir menn, borgarstjórar bæjar- ins sátu þarna, hver með sína teskálina fyr- ir framan sig, en þeir voru ekki að drekka úr þeim, þeir lutu saman höfðum og pískruðu. Þeir litu forviða upp og horfðu á liana, þegar hún kom inn, og faðir hennar stóð upp. — Jeg' var í þann vegin að senda boð eftir þjer, Mollie, sagði liann. — Hvar er hún mannna þín? Þið verðiö báðar að fara til Sjanghai svo fljótt sem auðið er. — En-------hversvegna? stamaði Mollie. Hann ýtti henni á undan sjer út úr dyr- unum í flýti. Tígrisdýrið ætlar að ráðast á bæinn, hvíslaði hann. Hann starði á hana og skelf- ingin var uppmáluð í andlitinu. —- Eins og það sje nóg, Japanarnir herja á strendur okkar? taulaði hann í liugaræsingi. — Við eigurn líka að þola þær raunir, að tígris- dýrið rífi okkur í tætlur innan frá. Svo lokaði liann dyrunum. Mollie stóð þarna agndofa um augnarblik, eins og' barn sem er rekið út. Tígrisdýrið. Faðir hennar var auðsjáanlega bræddur. Hún liafði lieyrt getið um tígrisdýrið frá barnæsku — tígris- dýrið sem allir hræddust. Það hafðisl við uppi í austurfjöllunum — höfðingi með yfir tultugu þúsund bófa. Bærinn borgaði honum griðaskatt á hverju einasta ári, til þess að hann ljeti fólkið í friði. Hún Iiafði heyrt föður sinn tala um tígris-skattinn. Litlu bæirnir, sem ekki höfðu efni á að borga skattinn til tígrisdýrsins og ræningja hans, urðu að þola það bótalaust að illþýði þetla kæmi þeysandi inn i bæina og rændu heimili og verslanir. Um leið og þeir fóru setlu þeir upp auglýsingar á bæjarbliðun- um: „Haltu áfrain, við böfum þegar verið rændir. Ekkert var eftir skilið.“ Lika komu aðrir ræningjar í bæina, svo sem „Bóf- ar bláa úlfsins,“ en fólk var ekki eins hrætt við bláa úlfinn og við Tígrisdýrið. Allir liöfðu vonað að gamla tígrisdýrið numdí lirökkva upp af, en þá tók ekki betra við, því að afkvæmi hans, unga tígris- dýrið óx upp í staðinn. Og þá var öll von úti, því sá ungi var helmingi sterkari en faðir hans og helmingi slóttugri, sagði fólkið, þó að enginn hefði sjeð hann. Mollie stóð og hugleiddi alt það, sem Orc- hid og vinnufólkið bafði sagt henni, og svo langaði liana allt í einu svo ósegjanlega mikið til ])ess að vera kominn til Ameríku og lifa í skipulegu þjóðfjelagi. — Það nær engri átt að lifa undir ræningjaveldi á tutt- ugustu öldinni, hugsaði hún með sjer. Og henni rann í skap. Hún stappaði í gólfið og hrinti aftur upp bókastofuhurðinni. Allir gömlu mennirnir borfðu skefldir á hana. Faðir liennar hafði verið að telja saman hve mikla ])eninga þeir gætu greitl saman til þes að borga Tígrisdýrinu fyrir að íófa bænum að sleppa. Þetta verða fjörutíu og sjö þúsund pund, reiknast mjer, sagði liann. — Jeg bæti við þrem þúsund pundum og þá verða það fimtíu þúsund. Ifaldið þið að það verði nóg? — Pabbi, hversvegna gefur þú ræningj- um peninga? spurði hún hátt og livellt. Hann horfði forviða á hana. — Við liöf- um alltaf borgað Tígrisdýrinu skatt, sagði hann. — Gamla tígrisdýrið var ekki sem bölvað- ast. En það yngra lætur sjer detta margt í hug. — Og þú lætur þjer detta í hug að hjálpa bófunum? Faðir bennar stóð upp. - Viltu ekki fara inn til hennar móður þinnar, sagði hann með þjósti. Jeg kæri mig ekki um afskifti þin af þessu máli. Þú liefir oft beðið um að lofa þjer til Sjanghai — nú jæja, nú færðu að fara þangað og heimsækja frænkur þin- ar og dansa og skemta þjer. — Og láta þig verða lijer eftir? Jeg er ekki ung og' óreynd stelpa, sagði liann og ýtti henni út úr dyrunum. — Farðu nú. Sjerðu ekki að þú gerir mig að fíl'li í augum samborgara minna? Láttu að minsta kosti eins og þú hlýðir mjer. Hún fór upp á lierbergið sitt og' settisl, kafrjóð af reiði. Hvílíkt land þetta Kína. Gamlar, afkáralegar guðamyndir úr leir, með álímdum mislitu pappírsræmum og gyllingu — kakkfeitar lúkurnar á musteris- verðinum, sem ljet jafnan lófana snúa upp — burðarstólarnir í stað bifreiða, og loks ræningjaforingi, sem ætlaði að mergsjúga bæinn. — Jeg á ekki heima lijerna, sagði bún hugarangruð við sjálfa sig. — Þetta er við- bjóðslegt land. Jeg gel ekki orðið hjerna, jeg' þoli ekki að vera hjerna. Hún fór að hugleiða ýms úrræði og var svo niðursokkin í hugsanir sínar og hún heyrði ekki að liurðin var opnuð. Hún vissi ekki fyrr en bún heyrði mjúka röddina hennar Orchid við eyrað á sjer. — Við eigum að fara til Sjanghai, ungfrú góð; sagði liún. — Við eigum að leggja upp undir eins. Það er Tígrisdýrið, sem nú er komið í nýja ránsferð. Móðir þín segir, að jeg eigi að taka saman dótið þitt. — Jeg veit það, Orchid, sagði Mollie svo blíðlega að Orchid rak upp stór augu. Vissir þú það? Ert þú ekki hrædd við Tígrisdýrið? — Jeg hræðist ekki neinn. Ú ER augnablikið komið, — liugsaði Mollie. Litli strandferðabáturinn var búinn að blása í þriðja sinn. Faðir liennar var farinn heim. — Sælar, bless- aðar og sælar; bafði hann kallað neðan frá hafnarbakkanum og svo hafði hann stigið upp í burðarstólinn sinn. — Jeg fer nú að bátta, Mollie, hafði móðir hennar sagt. — Annars verð jeg sjóveik. — Já gerðu það marnrna, bafði liún svar- að, og þá hafði liún sagt einmitt það, sem bún hafði áfoi'mað áður. — Það er best að þú farir með benni mömmu, Orchid. — Haltu á handtöskunni minni, Orchid, hafði gamla konan sagt. Og Orchid hafði tekið dýru svínsleðurstöskuna með snyrtj- gögnum frúarinnar og farið á eftir lieririi undir þiljur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.