Fálkinn


Fálkinn - 08.04.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.04.1944, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiS kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram H ERBERTSprerí l. SKRADDARAÞANKAR Það viðurkenna víst allir, að þjóðinni sje brýn þörf á að efla og bæta innlendan iðnað og skapa honum aðstöðu til þess að standa jafnfætis erlendum. Þjóðin liefir oft fengið að kenna á því hve iítið hún kann og hve fábreytt fram- leiðsla hennar er. Eini iðnaðurinn, sem búasl má við að verði rekinn lijer i stórum stíl með útflutning fyrir augum, hlýtur að byggjast á framleiðslu þjóðarinnar sjálfrar, nema svo fari, að lijer takist að framleiða ódýrari orku en í nágrannalöndunum. — Stóriðnaðurinn lilýtur þvi í ná- lægri framtið að snúast um fram- leiðslu fullverkaðra matvæla, scm húsmóðirin, livar sem lnin er i verpldinni, geti Játið fyrirliafnar- laust í pottinn. Og ennfremur ýmis- konar framleiðslu úr lýsi, en liún er orðin margvísleg þegar og gel- ur orðið enn fjölbreyttari með sí- vaxandi framförum og nýmælum á sviði efnafræðinnar. Hinsvegar eru lítil líkindi til, að lijer geti vaxið upp iðnaður, sem byggir á meiri framleiðslu en þarf Iianda landsbúum sjáll'um. — ísland er fjarri öðrum þjóðum og flutningskostnaðurinn fram og' aft- ur verður ávalt svo mikill, að slík- ur iðnaður úr erlendum efnum, rnundi ekki standast samkeppni, nema því aðeins að vinna fengist miklu ódýrari hjer en annarsstað- ar, eða orka úr skauti náttúrunnar. Norðmenn gátu t. d. rekið ýinsan málmbræðsluiðnað fyrir stríð, þó að ekki liefðu þeir inálmana. Þeir gátu unnið nikkel úr málmgrýti vestan frá Canada, og þeir gátu framleitt aluminíumvörum úr „Baux- iti“ frá Frakklandi, vegna þess að þeir höfðu ódýrt rafmagn. Við eig- um að visu mikið af fossum, en þcir verða ekki virkjaðir eins ó- dýrt og norsku fossarnir forðum. Og það er alkunna, að vinnulaun eru nú hærri á íslandi en viðasl hvar annarsstaðar, og íslensk frani- leiðsla dýrari en erlend. Þetta kom- ast menn ekki hjá að athuga, hvað sem öllum atvinnumálum líður. t>að er eftirtektarvert, að skipa- smiðir hjer á landi liafa mótmælt J)ví að stjórnin hjerna greiði fyrir kaupum útgerðarmanna á sænsk- um skipum, sem seld verða mjög sanngjörnu verði. Hversvegna tit- kynna þeir ekki um leið hvaða' verð þeir vilja smiða skipin fyrir sjálf- ir, svo að hægt sje um samanburð. Lárns Pálsson sem Pjetnr Gautur. Pjetur Gautur á íslensku leiksviði. Sá maður hefði ekki þótt spá- mannlega vaxinn, sem hefði dirfst að halda því fram, að nokkur tök væru á því að sýna frægasta leik- ril Norðurlanda, — og jafnvel allr- ar verajdar síðan Sliakespeare leið — hjer í Reykjavík. „Að minsta kosti Jningað til Þjóðleikhúsið kem- ur,“ mundu menn liafa sagt. En þó hefir þetta sama skeð — í Iðnó gamla. Að vísu var sá Pjetur Gautur, sem maður fjekk að sjá siðastlið- ið föstudagskvöld, ekki allur. — Síðustu þáttunum varð að sleppa, enda var J>að líka gert á Norður- löndum þegar þetta mikla meist- araverk norræns anda var teikið ])ar fyrst. En á föstudaginn fjekk maður að sjá þrjá fyrstu l)æ.ttina, bina ógleymanlegu persónu eins og hún var áður en liún fer í flakk og gerist heimsborgari. Auðvitað liefði verið liægt að leika sum atriði síðustu þáttana hjerna líka. en sumum h.cfði ekki Jxídi viðeigandi að búta þá sundur. Þvi að vitán- lega eru ýms atriði síðustu þátt- anna allsendis óviðráðanleg hjer, svo seih ])egar skipið ferst með Pjetur þegar liann er að koma heim. En við liöfum fengið þrjá fyrstu þættina, til og með dauða Ásti, sem markar í rauninni meira en þáttaskifti, því að „Pjetur Gaul- ur“ gæti verið tvö leikrit, með sam- eiginlegu persónúnum Gaut og Sól- veigu, „som vil vente ■— meii en- gang vil du konnne for det tovte du síst“. — Og að ■ við höfum fengið þetta eigum við frú Gerd Grieg að þakka. Án hennar liefðu Leikfjelagið og Tónlistarfjelagið aldrei ráðist í þetta, og án liennar hefði þetta ekki tekist, þó að það hefði verið reynt. Miklar þakkir á hún skilið fyrir það sem hún hef- ir gert, og það munu engir finna betur en leikendurnir sjálfir, þó að aðrir finni' það líka. En Leikfjelagið og Tónlistarfjel- ið standa isienskir leikhússunn- endur líka í þakklætisskuld við, því að báðir aðilar ha'fa sýnt áhuga og áræði með þessu fyrirtæki sínu. Það hefir verið varið meiri tíma í æfingar undir þennan leik en nokkurn annan og það hefir verið leftt á tvær hættur með því að leggja út í að koma með hann fram. Þeir eru margir sem liafa lesið „Per Gynt“ annað hvort á norsku w Sólveifí (Edda Bjarnadóttir) ocj G autnr (I.. Pálsson). Dofrinn (Brynjólfur Jóhannesson) o(i „Sá •grænklædda“ (Alda Möller) fíautur setur Ásu móönr sina (fíimii- þórnn Halldórsdóttir) npp á kvarn- húsþakifí. „Sú c/rænklœdda" (Alda Möller) op Gautur, i III þætti. eða islensku, svo að líklega hefir aldrei verið sýndur hjer leikur, sem jafnmargir áhorfendnr liafa verið eins kunnugir og í þetta sinn. Og þetta er lærdómsríkt. — Við lestur leiks reynir lesandinn að mynda sjer í huganum porsón- urnar og umtiverfið, sem hann les. Svo sjer hann leikinn á sviði og margt er öðruvisi en hann hafði liugsað sjer. Sumt kann hann ekki við, en margl sjer liann að liann hefir misskilið, og nú fær hann nýjan skilning á veigamiklum at- riðum. Þessa er eigi sist þörf um þau skáldverk, sem djúpt rista. Og þessvegna er það bein auðgun and- ans að sjá „Pjetur Gaut“ í þeirri Frh. á hls. H.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.