Fálkinn


Fálkinn - 08.04.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.04.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Cíiillleitariiiaðiftrliiii Síðla kvölds í aprílmánuði ók hann inn dalinn. Snjóskaflar lágu ennþá i skuggahlíðunum og þröng- um lækjarfarvegum. En sólarmegin var hjörkin þegar farin að springa út. Áin flóði langt yfir bakka sína. Og smálækir, sem komu ofan úr hliðinni og hömrunum hrntu sjer leið víðsvegar. Þeim lá svo mikið á, að þeir höfðu ekki tínaa til þess að leita uppi gömlu farvegina sína. í birkiskóginum kringum bæinn sungu vorfuglar fjörlega. Mr. Jan Jolinson sat álútur í ljettivagninum og liorfði og hlustaði á allt, sem fyrir augu og eyru bar. — Svona var þá vorið lijer í gamla landinu! Það hafði liann aldrei vit- að og aldrei hugsað út í það. Og þó varð honum svo hlýtt um hjarta- ræturnar, að það kom kökkur i háls- inn og hann varð að leyna tárun- um sem brutust fram.... Vor- minningar frá bernskustöðvum, jafn- gamlar honum sjálfum, liðu hægt um hugann eins og niður vaknandi elfar eftir langan, Iangan vetur. Jan Johnson kom frá Ameríku. Hann liafði aðeins verið tveggja ára, þegar faðir hans seldi jörðina slna í „gamla landinu“ og sigldi yfir Atlantshafið. Hann hafði ver- ið gripinn einskonar æði. En hon- um hafði vegnað vel í Amei-íku — átt stórt bú í Minnesota með fjölda hesta og nautgripa. Samt sem áður gat leikið nokkur vafi á því, hvort hann hafði gert það, sem rjett var. Þau höfðu aldrei verið ánægð, hvorki pabbi eða mamma. Og fyrst og síðast hugsuðu þau ekki um ann- að og töluðu ekki um annað en „jþrðina" „sveitina“ og „landið“. Jan Johnson brosti. Honum liafði aldrei getað skilist, hvernig menn gátu orðið fjötraðir við magran engjateig og akurhlett i afskektri fjallabyggð i fátæku landi. Og þó að liann kæmi heim núna, þá var það aðalega til gamans. Hann lang- aði til að sjá þetta. Og auk þess veitti honum elcki af að hvíla sig i nokkra mánuði. Hann hafði erfiðað svo mjög í rnörg ár. Já, og loks var það vegna gullsins, sem faðir hans hafði sagt iionura frá, — að hann kom. Víst var um það.... Gullið sem geymt var á akurteigin- um „hexma“. Það var mönnum dulið almennt og kom engum við, nema ættinni. Það var hennar eign. Sagt var að engum leyfðist að hreyfa við því, fyrr en bærinn væri orðinn svo hrörlegur, að það yrði að byggja hann upp að nýju. Þá átti einhver í ættinni að gral'a það upp og reisa hæ á gömlu tóft- ununi. Jan Johnson gat ekki varist brosi. Hann leit á þessa fátæklegu hæi og grýttu akra milli snjóskaflanna. — Það virtist ekki vera' beiplínis við- eigandi að grafa gullið niður í moldina, — ef hún var þá nokkur til. — Og eigi að síður voru það einkum gömlu munnmælin, sem höfðu dregið hann hingað. Jan Jolinson setlist að á gisti- húsi. Og eftir sólarlag sama kvöld- EFTIR SVBM MOREM ið fór hann að leita að bænum. Hann spurði til vegar og fjekk greið svör. Það var áðeins um eina leið að ræða. Hann átti að ganga beina leið, þar til að liann koin norður fyrir þjettustu byggðina. -— Þar stóð hærin undir fjalli, sólar- megin. Annars var nú enginn bær þar lengur. Það var búið að rífa hann og flytja burt trjáviðinn og og akrarnir voru orðnir að heiti- landi. —- Hvaðan ætli hann sje nú þessi náungi? — All right, sagði Jan Johnson og lyfti hattinum. Honum liafði verið vísað rjett til vegar. Þarna lá landið undir fjallshlíðinni og liálffallnar trjágirð- ingar voru i kringum gamla akur- inn. Vegurinn var orðinn grasi vaxinn. Húsin voru horfin. En á víð og dreif voru gamir múrveggir að hverfa ofan í jörðina og grasið. Svört kjailaratópt gein við vorhimni inum. Honum fannst hún kalla til sín á máli, sem hann skildi ekki.. Mikið hafði verið unnið hjer, það skildi hann nú. Allstaðar voru mikil gteinræsi við brekkur og hvola milli akurreina. Hann gekk um túnið g'ainla. Það var svo heitt, að liann varð að laka af sjer hattinn. Það var svo eyði- legt og kyrlátt hjer, —- hann skreið inn í ræsi og faldi sig og lá þar þangað til dimmdi um kvöld ð. Um miðnættið fór hann á kreik og litaðist um. Það var hljótt á bænum og engin umferð um veg-. inn, svo þessvegna þurfti hann ekki að fela sig. Það var undaideg til- viljun að hann fann gamlan pál i urð einni. Hann stóð lengi og vóg liann í liöndum sjer og varð hæði meir og óttasleginn. En svo varpaði liann því á bug. Hann var yankee* og ætlaði ekki að verða myrkfælinn hjer: — All right, sagði hann og hjó pálinum niður í vollinn. Moldin var ekki eins ljeleg og iiann liafði haldið. Jarðvegurinn var bæði djúpur og myldinn. Og það var auðvelt að fletta gömlum og gljúpum jarðveginum ofain af. — Hann gekk aftur og fram með pál- inn, sjer til gamans, sleitulaust þar lil nýr dagur sló bjarma á elfuna. Þá gekk hann lieim til gistihússins og lagðist til svefns.--------- Hann skammaðist sín fyrir sjálf- um sjer um morguninu, þegar liann vaknaði. Hann skammafist sín fyr- ir að hafa setið í steinræsi og grátið, skammaðist sin fyrir að hafa fundið gamlan pál og leitað að gulli, þetta gat víst ekki veríð annað en draumur. Hjer var vist ekki meira gull en það, sem ijienn þurftu á að lialda. Ef hann endilega þyrfti að leita *) Frab. janki, ibúi Bandaríkj- anna. Þíið. að gulli, varð hann að fnra þáhgað sem það raunveruiega fanst, -- en ganga hjer ekki eins og flón. En í sólskininu uiii kvöldið gekk liann aftur norður veginn og vatt sjér inn í gömlu girðinguna. Og þegar fólk á næstu bæjunum gekk iil hvílu, tók hann pálinn sjer í hönd og fór að grafa. Og nú vann hann að miklu meira kappi. Það gat verið, að sannleikskorn fælist í gömlu sögninni. Og það væri gam- an að finna þarna einhverjar menjar gömlu ættarinnar, sem hafði setið þarna mann fram að manni í haa lierrans tíð. En hann vac óvanur erfiðisvinnu; við og við varð hann að setia sig niður, kaáta mæðinni og livila sig. Það var gott' og fagurt útsýni yfir dalinn. Byggðin var ekki eins litii og liann liafði lialdið. En liún var afskekkt og fornleg. Bæirnir voru traustir og vel byggðir. Það voru ómáluð timburhús nieð sólbj'endum veggjum og torfþökum. — Silgræn engi og brúnir akrar náðu alveg að skógarjaðrinum og fjallsrótun- um. Annars voru hliðarnar þjett- vaxnar skógi. Það var að mestu leyti gréniskógur með myrkuin og þungum litum. Það var hálfdimmt og kyrrlátt hjer bæði dag og nott. Það var geymdur og gleymdur heim- ur. Hjer mundi hann alls ekki verða gamall, liann... Hann lirökk upp og snjeri sjer snögglega við. Það kom einhver neðan brekkuna frá skóginipn. — Það lilaut að vera huldumær sem var svo seint á ferli. Hún var líka búin eins og huldumær, í blá- um kufli og liafði gullt liár, — og hörundsliturinn var bjartur, svo að af lienni stafaði geislum. Hánn reis á fætur og greip til pálsins föstum tökum um leið og hún kom neðan völlinn. Best að vera við öllu húinn. Hún fór framhjá honum og' virti fyrir sjer moldarhrúguna, sem liann var búinn að grafa upp. Þar staðnæmdist liún og leit á það sem liann hafði gert, undrunaraugum, virtist honum. Það var óþarfi að láta á sjer bera. Og ekkert vissi hún um hann. Það var best að feia sig. — Hann' ætlaði að læðast bak við stein og fara í felur, en um leið losnaði steinn, sem valt niður brekkuna til hennar. — Þá lirökk liún við og lagði á flótta — og um leið sá hún hann! All 'right, hugsaði hann og kom i humátt til hennar: • — Good evening, ungfrú! — Gott kvöld. Ert það þú sem ert að grafa hjerna í tóftirnar? — Yes, sagði liann. Hún rjetti úr sjer og liló; það skein í livítar tennur hennar: — Hefir þjer nú verið leyft þetta? — Nei. —- Áttu ekkert heimili? — Hm. Það er pabbi sem á þetta. Hann gæti látið sýslumanninn vita, að þú sjert að róta í moldinni í leyfisleysi. — No. Jeg þekki ekki your fath- er. En skilaðu til hans kveðju írá mjer —- frá mr. Johnson frá Minne- sota og það með, að jeg ætli að borga fyrir. —- Að hverju ertu þá að leita hjer, mr. Johnson? — No. Nothing. Þá hló hún aftur svo hreint og skært, að hláturinn endurómaði frá skógi og fjöllum. —■ Gamall fjársjóður, býst jeg við. Það er fimtudagskvöld, og. . . . — No, ungfrú, sjáið þjer nú til. Yes, gamall fjársjóður. — Gull... . Og nú var honum nauðuguv einn kostur að segja það. Og þegar hann var búinn að skýra frá því, hætti hún að lilægja. Hún horfði bara á liann lireinskilnislega og alvar lega: — Fyrst svo er, þá skaltj grafa. Hugsaðu þjer ef þú fyndir gull! — Já, ef jeg fyndi gull, sagði hann rólega. Hún leitaði fyrir sjer og stað- næmdist á gömhim teig. — Jeg held að þú ættir að grafa lijer, sagði hún og stappaði niður fætinum. —- Well, sagði hann og kom nieð verkfærið. Hann gróf og bjóst við því á hverri stundu, að gulir gull- peningar glitruðu fyrir fótum þeirra. En hvernig sem hann gróf, þá koin ekkert i ljós, nema svört mold- in. Að lokum varð liann þreyttur og settist: — Mjer er víst eins gott að hætta sagði hann, og fara mína leið. — Það held jeg þú ættir ekki að gera, sagði hún, úr því þú ert búin að fara alla þessa leið. Jeg held þú ættir að reyna hjer. Hún var komin a nýja akurinn. En liann sat þarna uppgefinn og var búinn að missa móðinn. Hann horfði yfir dalinn — og siðan á hana, sem stóð þarna. Hún bar traust lil lians, og trúði þvi, að hann ælti erindi hingað.* Þá tók hún sjálf verkfærið sjer i hönd og fór að grafa. Hún vann Jjettilega, og þó að hendur hennar væru smáar og' hvítar, liafði hún lag á að nota þær. Hreifingarnar voru mjúkar, og starfið var lienni bara leiluir. Hún hjelt áfram að grafa þangað til henni varð brenn- heitt. Hárfljeturnar losnuðu og gull- gulir lokkarnir liðuðust niðuv liá.Is- inn og lirundu ni'ður bakið. Það var nokkurs virði að eiga þaö gull, hugsaði hann og varp öndmni. Hún lijelt áfram að grafa þangað til sólin gylti hlíðarnar. Þá settist hún hægjandt og sagði í afsökunar- rónii: — Jeg gleymdi tímanum. — You fannst það ekki? spurði hann. — Nei. — Well. Jeg bið að heilsa pabba þínum, og segðu honum að senda mjer reikning i dag — fyrir há- degið. — Liggur svo á því? — Jeg fer í kvöld, sagði hann með nokkurum þunga. — Hvert? — Til baka. Yfir hafið. — Heim? — Heim? No. Til gresjunnar. Jeg á ekkert annað heimili.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.