Fálkinn


Fálkinn - 08.04.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.04.1944, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N HrúðkaupiÖ aö Hepgstaö. Fremst O'l vinstri Pjetur Gantúr. I’jctur Gautur. Frh. af bls. 3. mynd, sem þaulvön listakona eins of> frú Gerd Grieg hugsar sjer ltann. Siunir okkar liafa minnimáttar- . kennd en aðrir eru „sig selv nok" eða meira en það. Þeir fyrneíndu rntmu hafa sagt sem svo, að það væri hrjálæði — vegna leikendafæðar — að fára að fást við eitt dýrasta verk mannlegs anda. Aðrir treysta sjálfum sjer — pg íslendingum — í allt. Rjettast væyi að fara bil heggja. Við eigum að vísu ekki mik- ið af þaulvönum leikendum, og stundum vill skorta á góða leik- stjórn. Hjer skal eigi hrugðið út a*f vana og farið að gagnrýna ein- staka leikendur. En víst er um það, að aðallilutverkið og það næst- stærsta, Pjetur og Ása, fengu mjög góða meðferð, sem enginn viður- kenndur listamaður þarf að skamm- ast sín fyrir. Önnur hlutverk eru flest smá en þau veigamestu eink- ar vel af hendi ieyst, svo sem „sú grænklædda“, Smiðurinn og l)ofr- inn. Samleikurinn ber votl um ítar- lega þjálfun og leikstjórnin um djú'pan skilning og mikla lmg- kvæmni. Það mega beinlínis heita galdrar, livernig tekist hefir að koma leiknum fyrir á sviðinu, og manni verður ósjálfrátt að hugsa til þess, hvernig hann mundi njóta sín á sviðinu við Ilverfisgötu. Þetta veit að Ibsen. En það sem veit að Edvard Grieg var eigi siður i Jagi en liitt og kanske fremra. Hinir töfrandi tónar, sem mesta tónskáld Norðurlanda samdi við frægasta verk frægasta leikrita- höfundar Norðurlanda, fengu þá meðferð, sem jjeim sæmdi hjá hljómsveit Tónlistarfjelagsins undir liandleiðslu hins ágæta stjórnanda hennar, dr. Victors Urbanschitcb. Tónlistina úr „Per Gynt“, eða flest úr lienni, þekkja fleiri íslendingar en leikinn. En þeir niunu vera margir, sem eigi hafa heyrt og sjeð Ilvorttveggja saman, það er vonandi að sem flestir noti tækifær- ið til að gera það, þvi að það er göfgandi. Umbúnaður leiksins er allur hinn vandaðasti. Lárus íngólfsson mál- aði tjöldin og teiknaði búningana, Hallgrímur Backmann sá um Ijósa- tilbrigðin, en það er mjög vanda- sannir þáttur í þessum leik, og Ásta Normann æfði dansana, sem setja svo mikinn svip á brúðkaupið á Heggstað og atriðið í lielli Dofrans. — Leiknum var tekið með mikl- um fögnuði og aðalleikendur og frú Grieg og dr. Urbanschitch fengu mikið af blómum. Sendiherra Norð- manna færði frú Grieg i leikslok blómvönd frá norsku stjórninni í London og þakkir heniiar fyrir hið ágæta starf frúarinnar fyrir kynn- ingu norskrar mennigar á ísiandi. Bókafregn Árnesingafjelagið i Reykjavík lief- ir nú byrjað útgáfu Árnesingasögu sinnar með því að gefa út fyrsta bindið af þeini sex,- sem áætluð eru, og hefst ritið á rjettum enda, því að í þessu fyrsta bindi er nátt- úrulýsing hjeraðsins með jarðsögu eftir Guðmund Kjartansson, jarð- fræðing frá Hruna, en lienni fylgir svo stutt yfirlit yfir „Gróður i Ár- nessýslu“ eftir Steindór Steindórs- son menntaskólakennara á Akur- eyri. í öðru bindi er ráðgert að birtist landfræðileg lýsing á lijer- aðinu, eða það, sem að byggingu jiess veit, en í hinum fjórum bind- unum saga jiess. En allt ritið i heild nefnist Árnesingasaga. Með jarðsögu Guðmundác Kjart- ánssonar er vel af stað farið. Það er engan veginn vandalaust að semja svona rit svo vel fari. Fræðimaður- inn verður að gera lesanda, ■ sem í flestum tilfellum kann lítil skil á jarðfræði, Ijóst hvernig landið hefir byggst frá örófi alda, en hann má ekki nota sömu aðferðfna og notuð mundi, ef hann skrifaði fyr- ir jarðfróða menn, og eigi getur hann heldur notað jiá aðferð, sem liann mundi gera, ef liann væri að semja kennslubók. Þá er og á það að lita, að málið er fátækt af jarðfræðiorðum, og verður höfund- urinn því að mynda mörg nýyrði. Að minu viti liefir allt þetta tek- ist mæta vel. Guðinundur er eigi aðeins dugandi visindamaður og vel kunnnr jarðfræði hjeraðsins, sem hann skrifar um, heldur er honuin mjög Ijett um ljósa fram- setningu og er orðhagur og ritar einkar fallegt mál. Þessvegna get- ur þesai jaráilýsing lians orðið öðrum til fyrirmyndar, sem hjeraðs- jarðsögu rita. Hann gefur lesandanum fyrsl í vegarnesti almennt yfirlit yfir jarð- sögu landsins og afstæði hennar til sögu linattarins, svo að liann átti sig á hvar liann er staddur, þegar sköpun jieirra jarðlaga, sem Ár- nessýsla hefir að geyma, hefst. — Svo leiðir hann lesandann á á- kveðna staði í lijeraðinu og sýnir þeim jarðlög og bergteguiidir, seg- ir þeim hvecnig þær hafi inyndast og hversvegna jiær hafi einmitt orðið eins og jiær eru. Vera kann að ýnisuni kunni að þykja efnið strembið i fyrstu, enda er jiað ekki til jiess ætlað að gleypa jiað hrátt. Ritið verður að lesa hægt og með umhugsun og athugun. En sje l>að gert þá verður það ráðning á bók náttúrunnar sjálfrar, og skýrir fyr- ir lesandanum gátur, sem honum þólti svo torráðnar, að liann lagði aldrei upp, að reyna að glíma við jiær. Þáttur Steindórs Steindórssonar er stutlur og ljettur aflestrar, enda er jiað hvorttveggja, að það er auðveldara almennum lesanda að gera sjer hugmynd um gróðurinn á yfirborði jarðar, en fjölda um- turnaðra berglaga og svo liitt, að hjer er ekki farið eins itarlega út í efnið. Ef framhald Árnesingasögu verð- ur likt byrjuninni miin þjóðin og þá sjerstaklega Árnesingar, eignast stórmerkilegt ritsafn, sem mun hafa gildi um aldir. Það hefir þvi miður verið svo, er ýmsir hafa efnt til hjeraðssögu, að þar hefir gleymst að gera áætlanir um vcrkið áður en Jiað var hafið, svo að úr hefir orðið livorki fugl njc fiskur. — Hefir of miklu fje verið eytt í þetta. Mjer er eigi kunnugt um, livort það er ritstjóri Árnesingasögu, — Guðni Jónsson magister, eða cin- hverjir aðrir, sem skipulagt hafa þetta rítsafn, en hvort lieldur er jiá virðist l>að geta orðið þeim, sem á eftir koma, til fyrirmyndar. Og útgáfan sjálf er liin vandaðasta. Kunnir kuikmyndalEikarar 5. CLARK GABLE. Hinn margdáði leikari Clark Gablc komst alls ekki sofandi að sælu frægðarinnar lieldur sannast á hon- um hið fornkveðna, að „enginn verður óbarinn biskup“. — Hann fæddist 1. febrúar 1901 i smábæn- um Cadiz í Ohio, misti móður sina barnungur og fluttist þá til afa síns og ömmu, sem bjuggu búi sínu i Pennsylvaníu. Faðir hans kvænt- ist aftur þegar drengurinn var 5 ára, og' þrem árum síðar fluttist hann til lians og stjúpu sinnar i Hopedale í Oliio. Að loknu mennta- skólanámi jiar gekk liann á liáskóla i Akron og fór að nema læknis- fræði. jafnframt jivi sem liann vann i gúmmíverksmiðju. Eitt kvöldið hafði hann komist inn i leikhús að tjaldabaki og jiá varð honum ljóst, að hann vildi ekki verða læknir lieldur leikari. Vik- um samán var hann að snuðra kringuin leikhúsið jiangað til að liann áræddi að gefa sig fram og biðja leikstjórann um atvinnu.. —- Gekk það eftir. En nokkru síðar dó stjúpmóðir lians og varð hann jiá að flytja með föður sínum lil Oklahoma og Jeita atvinnu hjá oliufjelagi þar. Vann hann. fyrir 12 dollurum á viku, en kunni illa við sig. Loks gekk liann í umferðaleik- fjelag eitt, sem ferðaðist um vestan- verð miðfylkin. Þ'egar því sleil l'jekk liann atvinnu hjá verkfræðing um, sem liöfðu tekið að sjer að mæla skóga í Oregon. Ilann vann áfram að sama slarfi uin hríð, þangað til að hanri gat komist að starfi sem honuin líkaði betur. Síðar vann hann hjá símafje- lagi í eitt ár, og hafði nú loks eign- ast svo mikla peninga, að liann gat komist til Los Angeles. í Hollywood fjekk hann suapa- vinnu, svo sem liermannahlutverk i „Romeó og Júlía“ hjá umferðaleik- fjelagi, en síðar hlutverk í „Whal Price of Glory“. Var lionum veitt athygli þar, svo að hann fjekk hlut- verk í „The Copperhead“ með Lionel Barrymore, en síðan , „Lady Frede- ric“ og „Frú X“. Var hann nú kom- inn fast að jirítugu en jiá fyrst .hófst kvikmyndastarfsemi hans. Nú livarf Iiann frá leik í 37 vik- ur, en komst jivinæst til New York. Þar fjekk hann hlutverk í leiknum „Machenal“ og síðar fleiri Jeikjum. En jiá var gert boð eflir honum vestur að Kyrrahafi og þar vann hann sinn fyrsta sigur í leiknum „The Last Mile“. Þar sá Barrymore hann á ný og minntist jiess að hann liefði leikið með sjer fyrrum og kom lionuni að hjá Metro Gold- wyn Mayer. Eftir jiað rak hver sigurinn ann- an. Clark Gable hefir nú leikið fleiri stórhlutverk en flestir aðrir og er viðurkenndur cinn besti kvik- myndaleikari Amerílai. Eigi var Jeik lians i ,,Á hverfanda hveli“ hvað sist veitt athygli, eða í „Tdiots De- light“. Gable er (i fel og 1 þuml. (ensk) á bæð, nálægt 190 pund, jarpliærður og gráeygður. Hann er nú i Banda- ríkjahernum. Hversvegna fóruð þjer úr síð- ustu vistinni yðar? — Vegna þess að jeg braut stóran postulínsvasa. — Var það eina ástæðan? — Ja—á -------ne—ei, það er að segja: frúin fjekk stóra kúlu á enn- ið um leið og jeg braut liann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.