Fálkinn


Fálkinn - 08.04.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.04.1944, Blaðsíða 12
12 F A L K I N N Tígrisdýrið Stutt skáldsaga eftir PEARL BUCK 4 Hún mintist föður sins og bæjarstjóranna sem voru að telja saman Tígrisskattinn. Gamla konan hristi höfuðið. — Ungi Tígrisinn les hækur. En það sæmir eklci herstjóra. Honum væri nær að hugsa um rifla og skotfæri og um ræningjaferðir nið- ur i bæina. En það er henni móðir lians sálugu að kenna, livíslaði hún. -— Hún kendi honum að lesa. Gamli Tígrisinn kann ekki að lesa. —Hver var hún? spurði Mollie. — Það vitum við ekki. Kona, sem gamli Tígrisinn var ástfangin af. Hún var korn- ung stúlka, þegar hann kom með hana hingað, en hún var alltaf sigrátandi þang- að til hann sonur hennar fæddist, enda þótt gamli Tígrisinn gæfi henni allt sem hún óskaði og sljanaði við hana. Hann hafði þann sið að segja við liðsmenn sína: — Hafið þið með ykkur jade-stein og perl- ur og' gull þegar þið komið aftur. En eftir að hún kom hingað sagði liann jafnan: — Komið þið með hækur lianda henni. Hún hætti ekki að gráta fyrr en sonur hennar fæddist. En þá varð hún hljóð og róaðist, en aldrei steig hún fæti sínum út fyrir þrösk- uldinn þarna. Ef jeg hyrjaði að segja henni frá einhverri ránsferðinni, sem tekist hafði vel og af öllum ránsfengnum, sem kom- ið hafði i virkið, þrýsti liún höndunum upp að eyrunum. Svo að smámsaman hætti jeg að segja henni frá slíku. En sjerðu, Tígris- dýrið er alveg eins og hún, en ekkert líkur föður sínum. Hún dæsti og hjelt áfram að segja frá liðinni, undursamlegri tíð — tímum har- daga og stórtíðinda — hvernig mörg hund- ruð manns hlupu eins og hindir niður fjall- ið, ruddust inn um horgarhliðin og fóru um strætin hlægjandi, öskrandi, drukknir og hlaðnír ránsfeng. — Var ungi Tígrisinn nokkurntíma i þessum ránsferðum? spurði Mollie. — Aðeins einu sinni, svaraði gamla kon- an. — En þá grjet móðir hans svo sáran, að gamli Tígrisinn vildi ekki láta hann fara oftar. Og gerir liann það ekki hetdur síðan hún dó? — Núna, sagði gamla konan fyrirlitlega. Iljeðan hafa engar ránsferðir verið farnar síðastliðin tíu ár, lireytti hún út úr sjer. Ekki síðan gamli Tígrisinn fór að nota ópíum til þess að deifa kvalirnar í lifrinni — hann mókir svona sí og æ. Við lifum af sköttum, sem borgararnir í bæj- unum borga okkur, í stað þess að lifa á heiðarlegum ránsferðum. En við lieimtum allt af þeim ríku og hlífum þeim fátæku. Loksins sofnaði Mollie frá rausinu i gömlu konunni, og liana dreymdi, að hún væri fangi í stórri stofu. En hún var hvorki fangi nje í hlekkjum, hún gat farið leið- ar sinnar ef hún vildi. Dyrnar stóðu opnar, en í hvert skifti sem hún ætlaði út fanst henni lmn reyrð við gólfið. Hún var í svitalöðri þegar hún vaknaði. Það var morgun, og' rúmið var jafn mjúkt og lilýtt eins og rúmið liennar heima. Dyrnar opnuðust, og gamla konan kom inn og hjelt á niessingskál með heitu vatni. — Ungi maðurinn spyr, hvort þú viljir eta morgunverð með honum? tók gamla konan til máls. Mollie vatt sjer fram úr rúminu — lijer var ekkert að, þetta var aðeins draumur. Þau höfðu talað saman um allt — þau höfðu lagt óteljandi spurningar livort fyrir annað, því að þau vildu vita allt hvort um annað. Jeg hefi aldrei liitt fyrir konu eins og þig, sagði hann. Þegar þau höfðu lokið máltíðinni fóru þau út í sólríkan garðinn og lijeldu áfrarn að tala sáman og töluðu enn meira saman. Þau átu kvöldverð sainan og töluðu og töl- uðu. Mollie sagði honum, að sjer væri mein- illa við musterið — hve þreytt hún væri af iðjuleysinu, og hve mjög sig langaði til þess að fá að taka sjer eitthvað serlegt verk fyrir hendur. — En hvað? Jeg liefi oft hugsað um, að það væri gaman að hafa eitthvert starf, sagði hann. — Jeg er leiður á þessu gamla virki, og faðir minn sefur sig áfram. Hann er orð- inn gamall. Þau skildu ekki fyr en seint um kvöld- ið, og' annar dagurinn leið eins og sá fvrsti. Hún liafði gleymt að liún dvaldi i virkinu og að hann var Tígrisdýrið. Annað kvöklið hugsaði hún með sjer að nú mætti lmn til með að fara heim. Tveir dagar. Nú mundi hún móðir hennar vafalaust hafa símað föður hennar. Hún varð að fara heim í hýtið morguninn eftir. En það var svo skelfing erfitt að taka sig upp. Tigrisinn tók um liöndina á henni og hað hana um að fara.ekki frá sjer. Það er svo skelfing margt, sem við eig- um ósagt hvoru öðru ennþá — og jeg liefi ekki sýnt þjer fjallið, sagði liann. Jeg verð að fara heim — annars send- ir lianu faðir minn aila sem vettlingi geta valdið, af stað til þess að leila að mjer dauðaleit, svaraði hún. Þau stóðu niðri við liliðið Hfesturinn hans beið söðlaður eftir henni. Ma'our einn átli að fylgja henni niður að fjallsrótunum, en þar beið hurðarstóll, sem átti að flytja liana niður i bæinn. Hún horfði upp lil lians og þau gátu ekki slitið augun hvort af öðru. Heuni fannst eins og að hún gæfi ekki hrevft sig úr stað — alveg ems og. i draumnum uin nóttina. Hliðið sf.óð upj) á gátt, og bún var.frjáls ferði si. i .ui hvers- vegna fór hún þá ekki? — Hvenær eigum við að hittast aftur? hvíslaði liann. Fylgdarmaðurinn brosti i kampinn. — Mollie dró að sjer hendurnar. — Þú getur komið og rænt hæinn, sagði hún og' hló við. En liann hló ekki. IJann liorfði á hana með alvörusvip. Meðan hún var á leiðinni niður fjallið lifði hún hið furðulega æfintýri sitt upp i huganum. Það voru ekki nema tveir dag- ar siðan hun hafði hlaupið hrott af skipinu, frá móður sinni og Orchid. En á þessum stutta tíma hafði allur heimurinn breyst. xYIdrei hafði liún hitt nokkurn ungan mann, sem var Týgrisdýrinu lílcur. Frænd- ur hennar, ungu mennirnir i Sjanghái, voru ekki nema ræksni í samahurði við hann. Sólin stafaði lieitum geislum á fagurl hjeraðið — yfir þorp, fagra akra og yfir grænan bambusskóg'. Tíg'risdýrið átti alll þetta, fólkið sem átti heima þarna, liafði greitt honum skatt i mörg ár. Hann var eins konar lconungur, sem ríkti yfir þeim öllum, fansl henni. Og hlóðið hrann i kinnum hennar. Það var ekki fyrr en hún stóð við hliðið heima hjá sjer, að það rifjaðist ujip fyrir henni, að hún liafði g'leymt litlu skanmi- byssunni sinni. IJún lá á horðinu i stofunni sem hún hafði sofið í. Svo liló hún lágl þvi að hún liafði lika gleymt öðru. Hún liafði gleyriit að segja honum í hvaða erindagjörðum hún hafði kornið. Gamli vörðurinn njeri augun alveg stein- hissa. — Er þetta ekki ungfrúin góð? spurði hann. — Jú, svaraði hún ofur rólega. Hvai- er hann faðir minn? - Hann er í vondu skajri. Hann situr inni í hókastofunni og' er að naga á sjer neglurnar. Við vitum ekki hvað að honum amar. Jæja, svo liann hafði þá heyrt, að hún liefði liorfið af skipinu. Hún gekk gegnum garðinn og opnaði hókastofudyrnar. Faðir hennar sat við borðið og var að telja hlaða af silfurdoll- urum. Hann leit upp — andlit hans var grátt og tekið þó að sólin skini á það. — Hvað er þetta? Ert það þú, Mollie. Ilvar er hún irióðir þín? Hann liafði þá ekki frjett, að hún liefði liorfið af S'kipinu. — Um borð í skijrinu, sagði hún og lok- aði á eftir sjer hurðinni. Jeg hætti við að fara með lienni. — Hvar hefir þú þá verið? Á þessu augnabliki varð henni fyrst ljóst, hvað það var sem liún liafði gert. Ef hún segði föður sínum, að hún hefði heimsótt Tígrisinn á fjallinu, mundi hann halda að hún væri brjáluð. — Hvar hefir þú verið? spurði hann aftur. — Jeg get ekki sagt þjer það, faðir minn, svaraði hún.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.