Fálkinn


Fálkinn - 21.04.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.04.1944, Blaðsíða 9
F Á L K 1 N N 9 í'jeítiléga fyrir sig, og við teljuni gestina lijerna vini okkar.... Vilj- ið þjei- líta á hérbergið yðar? Það verður nr. 113.... Þjer eruð von- andi ekki hjátrúarfullur? Sarconi, viljið hjer fylgja þessum gesti á nr. 113. ... Þjer gcrið svo vel að greiða þessa 300 dollara hjá gjaldkeranum- .... skrifstofan hans er þarna.... >| J;éan Moonier leitaði að einhvers- konar mandrápsvjel í herberginu |)egar liann kom inn, en það var á- rangurslaust. EGAR liann kom niður á and- dyrið á leið til miðdegisverð- ariijs, sá hann ekkert nema dömur í flcgnum kjólum og herra í smo- king. Gistihússtjórinn kom beint í flasið á lionum: — Æ, herra Moonier. Jeg var ein- mitt að gá að yður. . . . Af þvi að þjer eruð einn yðar liðs datt mjer i hug, að þjer liefðuð kanske gam- an af að verða inötunautur eins gestsins lijerna, frú Kerby Sliaw. Moonier ypti öxlum. Hann varð eiginlega dálítið ergilegur. —í Jeg er ekki hingað kominn. til ]jess að taka þátt' í samkvæmis- lífinu. ... en vitanlega er þetta undir þvi komið að.... Getið þjer sýnt mjer þessa dömu án jiess að kynna mig fyrir henni? Ekkert hægara. Það er þessi unga dama i hreistraða kjólnum, sem situr við flygilinn og er að fletta nótnabök.... Jeg lield að þjer munuð ekki iðrast eftir að kynnast henni.... Öðru nær.... Hún er sjáfstæð og greind dama.... mjög listræn að eðlisfari. .. . ' Frú Kerby Shaw var i sannleika fögur kona — augun blið og glaðleg í senn. Hvernig stóð á að svona konu langaði til þess að deyja? — Er frú Kerby Shaw. .. . jeg á við .... er þessi dama gestur yðar í sama tilgangi komin .... eins og jeg er? Vitanlega, svaraði Boerstecker og lagði áhersluna á orðið: Vitan- lega. — Þá skuluð þjer kynna mig. . Þegar þau höðu lokið við óbrot- inn en einkar ljúffengan miðdegis- verð, þekti Jean æfi Clairc Kerby Shaw í stórum dráttum. Hún hafði verið gift ríkum og góðum manni, sem llún því miður hafði aldrei elsk- að r—; og fyrir missiri hafði hún farið frá honum, til þess að fara með ungum enskum rithftfundi til Evrópu. Hún hafði haldið að þessi maður ætlaði að kvænast sjer undir eins og hún hafði fengið lögskilnað frá manni sínum; en þau voru ekki fyr komin til Evrópu, en liann ýtti henni á bug, með lirottalegu móti. Og ]>á var það einn daginn, að hún rakst á umburðarbrjef frá Thanatos i póstinum sínum og skildi þegar að þarna væri skjót og þægileg lausn allra rauna. —• Eriið þjer þá alls ekki hrædd við dauðann? spurði Jean. Jú, auðvitað. . . . en minna en við liitt, að þurfít að lifa. . . . Jeg segi það ekki til þess að segja það, sém fallegt er. . . . En segið mjer nú.... hversvegna eruð þjer hjerna? Hun vítti hann þegar hún hafði heyrt skýringu hans. —v Mjer finnst þetta ótrúlegt.... Dettur yður í hug' að deyja vegna þess að hlutabrjein yðar liafa i'all- ið í verði? Sjáið þjer ekki, að eftir eitt, tvö. . eða kanske þrjú ár hafið þjer gleymt öllu, og líklega unnið upp tapið. — Nei, jeg skal segja yður, að eiginlega er tapið aðeins átylla, og aðeins önnur Iilið málsins. Ef jeg hefði aðeins eitthvað til þess að lifa fyrir mundi jeg hafa byrjað að berjast fyrir lifinu á nýjan leik; en jeg sagði yður áðan að konan mín liefði yfirgefið mig.... Jeg' á heldur engin ættmenni heima í Frakklandi. .. . engan vin. . . .jeg verð að skrifta yður það, að jeg yfirgaf land mitt mettur vonbrigða .... það var kona. Fyrir hvern ætti jeg að fara að berjast i dag? Fyrir sjálfan yður auðvitað og fyrir l>á, sem einhvertíma þykir vænt um yður. .. . Þjer hittið áreiðanlega innan skamms einhvern þann, sem þess er verður. Þó að þjer hafið verið óheppinn hingað til, og ekki fundið neinn verðugan, megið þjer ekki fordæma allar kon- ur. . . . vegna unnustunnar yðar í Frakklandi eða konunnar yðar. Dettur yður i hug að til sjeu kon- ur — jeg meina konur, sein eru lík- ar yður — sem gætu elskað mig og mundu játast undir að lifa nokkur ár i fátækt og baráttu fyrir lífinu? Jeg er sannfærð um það, sagði hún með hita. — Ýmsar konur kjósa sjer baráttu fremur en vel- sreld.... sem finnst eitthvað æfin- týralegt í sameiginlegu hasli karls og konu. ... til dæmis jeg. .; . Þjer spurði hann ákafur. - Nei, jeg .átti bara við.... Hún þagnaði, hikaði og hjelt áfram: Jeg lield að við ættum að ganga hjerna fram fyrir. . . . Við erum orð- in ein eftir i borðsalnum, og þjón- ana langar víst til þess að losna við okkur. —- Haldið þjer ekki, sagði hann og lagði hermalinkragann á herðar henni, — haldið þjer ekki að undir eins í nótt.... Nei, áreiðanlega ekki. Því að þjer eruð nýkominn. —• Hvenær komuð þjer? Fyrir tveimur dögum. — Þegar þau skildu höðu þau afráðið að fara Ianga göngu upp i fjöll morguninn eftir. Og morgúninn bjarmaði i fegurð yfir gistihúsi dauðans, og Jean Moonier, sem var að koma úr ísköldu baði hugsaði ósjálfrátt með sjer. En livað lífið er yndislegt. En svo minntist hann þess, að liann átti ekki nema örfáa dollara eftir og ekki nema fáa daga ólifaða. Og hann andvarpaði. Klukkan er orðin tiu. Claire er víst farin að bíða eftir injer. Hann flýtli sjer að koníast i hvitu ljereftsfötin sin og honum leið vel þegar hann hitti frú Kerby Shaw við tennisbrautirnar skömmu siðar. Hún var lika hvítklædd og var að tala við ungu stúlkurnar, sem hann hafði orðið samferða í lestinni og bifreiðinni daginn áðúr. Þær flýttu sjer á burt þegar þær sáu Frakkann. Eru þær hræddar við mig? Nei, en þær eru dálítið feimii- ar. Þær voru að segja mjer af yður. Eitthvað spennandi?. . . . Hvað sögðu þær? Segið mjer það. Gátuð þjer sjálf sofið í nótt? Jeg svaf ágætlega, en jeg hefi þennan Boerstecker grunaðan um, að hann blandi einhverju i það, sem við drekkum. Ekki held jeg að liann geri það, tók liann fram í. — Að vísu svaf jeg eins og steinn, en það hefir verið eðlilegur svefn, þvi að jeg hefi ekki vott af höfuðverk. Og eftir augnabliks þögn sagði hann: Jeg er svo sæll. Hún brosti lil hans og sagði ekki neitt. Við skulum ganga upp þenn- an stíg, sagði hann, — og svo verðið þjer að segja mjer eitthvað af þess- um tveimur ungu stúlkum. Þjer get- ið leikið hlutverk Sheherzade í „1001 nótt“. — Þjer gleymið því að við eiguni ekki 1001 nótt framundan. Því miður. . . . Næturnar okk- ar...... Hún flýtti sjer að þagga niðri í honum: .... þessar systur eru tvíburar.... þær ólust upp í Wien og' síðar í Bútapest. Þær hafa ætíð verið hvor annari allt, og aldrei átt neinar vinkonur aðrar en hvor aðra. Þegar þær voru 18 ára að aldri hittu þær ungan og forkunnarfríð- an Ungverja af góðum ættum, tón- listarmann ágætan, og urðu ást- fangnar af lionum báðar. Eftir nokk- ura mánuði bað hann annarar þeirra og hin reyndi þá að svifta sig lífinu en það mistókst. Sú útvalda afrjeð |)á að neita sjer um hjónabandið, og systurnar báðar urðu sammála um, að deyja saman. Um þær mundir fengíi þær umburðarbrjef frá gisti- húsi datiðans, éins og þjer líklega skiljið manna best. —Mikið brjálæði, hrópaði Jean Monnier. — Þær eru ungar og fall- egar. . . . Hversvegna setjast þær ekki að lijerna í Ameríku? Iljer er nóg af mönnum, sem þær gætu orð- ið hamingjusamar með.... Ef þær sýna þolinmæði i nokkrar vikur. . —Það er ávalt vöntun á þolin- mæði, sem veldur þvi að fólk kemur hingað, sagði hún. Og það var mæða i rftdd hennar. Hinir gestirnir sáu liessi tvö hvít- klæddu ganga saman allan daginn, ýmist í garðinum eða klettunum fyrir ofan. Þau virtust tala saman i ákefð. Þegar skyggja tók snjeru þau aftur lieim í g'istihúsið, og garðyrkju- maðurinn mexikanski snjeri sjer undan þegar hann sá þau kyssast. F FTIH niiðdegisverðinn dró Jean Claire á eftir sjer inn i litla mann- lausa stofu. Þau seltust þar og hann var alltaf að hvisla einhverju að henni, sem augsýnilega kom við hjartað i henni. Áður en hann fór upp á herbergið sitl náði liann í Boerstecker gistihússtjóra. Hann hitti hann á skrifslofunni hans, þar sém hann sat með stóra, svarta bók ópna á skrifborðinu. Hann var auðsjáanlega að lita yfir reikning- ana, og við og við setti hann stórt rautl strik i bókina. Gott kvöld, herra Monnier. . . . Var það nokkuð? Já, jeg vona að minsta kosti að. .. yður finnst það ef til vill hlægilegt, sem jeg liefi á samvisk- unni. . Svona skyndileg umbreyting .... En lifið er svona. . . . í stuttu ináli - jeg er kominn lil að segja yður, að mjer hefir snúist hugur. . mig langar ekki til þess að deyja. Boerstrecker spratt upp, forviða: Er yður alvara? Jeg geng að þvi visu, sagði Frakkinn, að yður þyki jeg vera hviklyndur. En finnst yður ekki eðlilegt, að uýjar aðstæður geti liaft álirif á hug manns?.... Þegar jeg fjekk brjef yðar fyrir viku liðinni, var jcg í örvæntingu, og mjer fannst jeg vara aleinn í heiminum. Þess- vegna rjeðist jeg ekki í að berjast áfram. En viðhorfið er gjörbreytt í dag.... og það er eiginlega yður að þakka....... Mjer að þakka? — Já, vegna konunar, sem þjer ljeluð sitja hjá mjer við borðið i gærkveldi. Hún á þátt i þessu krafta- verki.... Frú Kerby Shaw er töfr- andi manneskja. . . . — Var það ekki það, sem jcg' sagði yður? .... - Töfrandi og hugrökk .... Þegar hún heyrði, hve illa mjer hafði farn- ast vildi hún þegar berjast við fá- tæktina með mjer. Finnst yður það ekki einkennilegt? — Eiginlega ekki. .. Við erum svo alvön því að lieyra þessliáttar hjerna.... en jeg segi ekki annað en það, að mier ])ykir vænt um þetta Þjer eruð ungur ennþá korn- ungur maður. — Yður er þá ekki á móti skapi, að við förum bæði hjeðan á morg- unn? Svo að frú Kerby Shaw ætlar |)á líka að... . Auðvitað. Hún mun staðfesta þetta sjálf að vörmu spori .... En það er aðeins ofurlítið vandkvæða- mál, sem jeg á óminnst á ennþá. Þessir 300 dollarar, sem jeg hefi greitt gjaldkeranum yðar, og eru eiginlcga aleiga mín -— eru þær eign gistihússins, eða er nokkur von um, að jeg geti fengið svo mikið til baka, að jeg geti greitt járnbrautar farið okkar? — Við erum heiðarlegl fólk, hjerna á þessum stað, herra Moonier.... Við tökiim aldrei borgun fyrir það sem gestirnir njóta ekki. Á morg- unn býr gjaldkerinn til handa yður reikning fyrir tíu dollurum á dag fyrir veruna og svo þjónustugjald að auki. Og svo greiðir hann yður afganginn. — Þjer eruð sannur vinur i raun, sagði Jean Moonier hrifinn. Yður rennur ekkj grun i hve þakklátur jog er.... Endurheimt hamingj- una. . . . Geta byrjað nýtt líf. . . . — Við hugsuni aðeins um það eitl að gera gestum okkar dvölina sem ánægjulegasta, sagði Boerstecker for- stjóri. Hann horfði á eftir Jean þangað til liann var kominn út úr dyrunum. Þá tók hann upp símatólið og sagði: Látið Sarconi koma hingað. , ■pVYHAVÖRDUHlNN kom inn að ' vörmu spori: Viljið þjer tata við mig? Já, Sarconi.... Hafið þjer allt viðbúið til þess að veita gasi inn i nr. 113. .. . Best að biða þang- að til svona um klukkan tvö. - Á eg að gefa somnial fyrst? Jeg lield að þess þurl'i ekki með. Hann sofnar vist ágætlega... Svo er það ekki annað í kvöld, Sarconi, en á morgun luigsið þjer fyrir þessum tveimur teipum á nr. 17. eins og við höfum talað um. Frú Kerby Sliaw kom inn í Frh. ú bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.