Fálkinn


Fálkinn - 21.04.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.04.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 JS N >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦<♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« Tígrisdýrið Stutt skáldsaga eftir PEARL BUCK 6 ætlaÖi að segja lionum að hann skyldi halda áfrani íneð herferðina sína. Að hún ætlaði heim og að hún óskaði, að hún hei’ði hann aldrei augum litið. Það væri brjálæði að kona eins og hún skyldi giftast öðrum eins þjösna og honum. En nú væri því hjónabandi lokið.. Hún elskaði liann eklci lramar. — En þegar hún kom inn i skrif- stofuna til hans stóð hann við skrifborðið. Hann hafði tekið af sjer sverðið og horfði nú á hana., Örvæntingin skein úr dimm- um augunum. Þú hefir rjett að mælá, sagði hann áður en hún komst að með að segja nokkuð, og rödd hans var með hrygðarhreim og auðmýktar. — Jeg veit að jeg er fávís þjösni — en ef jeg missi þig verður tilvera mín dimm og' óbærileg. Þú komst til mín eins og ljós dagsins. Jeg skal gera allt, sem þú skipar mjer. Jeg elska þig. Þau horfðust i augu og hún gleymdi gömlu konunni og reiðu mönnunum. Hún hljóp til hans. —- Hvernig stendur á því að við skulum hafa getað orðið óvinir? hvíslaði liún og þrýsti sjer að lionum. Og þá lieyrði liún að sverð hans datt á steingólfið svo að söng í. í rauninni var því ekki þannig varið að þau hefðu nokkurntima verið óvinir Þau elskuðust út að lífinu. Morguninn eftir fór hann út og sagði liðsmönnum sínum að hver skyldi halda iieim til sín. Það yrði ekkert úr herferðinni gegn Bláa-Úlfi. Hann borgaði þeim málann, hverjum og einum, en þeir hypjuðu sig á brott og botn- uðu ekki í neinu. Það varð hljótt í virkinu. Tígrisinn ein- blindi á Mollie. Hvað á jeg nú að gera? spurði hann eins og barn. Við skulum fara heim, sagði hún eins og úti á þekju. Mig langar svo að komast Jieim. Áður en sólin var Jíomin i hádegissfað voru þau komin niður af fjalli og niður á grundirnar. Hún hafði ihugað nálívæmlega livernig hún átti að liaga öllu. Nú væri móðir lierinar komin lieim. Hún ætlaði að fara beint inn í stofu til hennar með mann- inn sinn. Pabbi og mamma ætlaði hún að segja. Þetta er maðurinn minn, sonur Tigris- ins. —^ En svo vissi enginn livað á eftir skeði. ABBI og mamma, sagði liún. — Þetta ér maðurinn minn. Gömlu hjónin sátu í bókastofunni og störðu á Iiana. móðir hennar var sorgarklædd. Hún var i hvítum skóm og með hvítt band um hárið. — Jeg hjelt að þú værir dáin, hvíslaði móðir hennar. Jeg lijelt að þú liefðir fyrirfarið þjer, af því að þú varst svo reið vð okkur. — En jeg sagði þjer, að það hefði ekki verið andi hennar, sem jeg sá, sagði faðir Iiennar þá. Þau gátu ekki skilið þetta. Þarna stóð hún bráðlifandi með háan, ungan mann við hliðina á sjer-----— Maðurinn þinn, sagði móðir hennar. Jeg' þekki hann ekki. - Og jeg hefi aldrei sjeð hann, lautaði gamli maðurinn. En jeg sagði þjer að jeg ætlaði að velja mjer mann sjálf, giftast manni sem jeg kysi sjálf, sagði Mollie. Hann er sonur Tígrisins. Faðir hennar starði á hana og gapti af undrum Ertu gengin af vitinu, sagði hann. Við hefðum aldrei átt að senda hana til Ameríku, kjökraði móðir hennar. Mollie snjeri sjer að Tígrisinum. — Segðu eitthvað við þau, sagði hún. —i Hvað á jeg að segja? Það gildir eiriu — segðu eitthvað, svo að þau geti heyrt í þjer röddina og sann- færst um að þú sjert lifandi manneskja. — Dóttir ykkar kom í hús mitt, hóf hann máls, og röddin var mjúk og viðfelldin. En svo þagnaði hann og snjeri sjer að Mollie og sagði: - Þú hefir aldrei sagt mjer í hvaða erindum ])ú komst í mitt hús. Líttu á, faðir minn, flýtti hún sjer að segja. — Jeg' sá að þú.liafðir miklar áhyggj- ur þennan dag, sem þú sast lijerna á fundi með bæjarstjórunum, og svo afrjeð jcg með sjálfri mjer að jeg skyldi fara ein míns liiðs upp á fja.ll til Tígrisins og útskýra fvrir honum hve illa það væri gert að kúga fólkið og þröngva því til þess að horga sjer skatt. Jeg hjelt þá að þetla væri gamall og menningarsnauður maður, og gerði mjer von um, að jeg gæti talið honum hughvarf, ef jeg gæti sýnl honum fram á, að hann væri þjóðinni til vansæmdar. Mig langaði svo mikið til að hjálpa þjer, faðir minn. Nú, var það svoleiðis, svaraði faðir hennar liissa. Og svo komstu með Tigris- inn liingað með þjer. Ó hve jeg hefi beðið guðina heitt og innilega, kjökraði móðir liennar. — Jeg bað þess að þú yrðir komin i hjónaband áður en mánuður væri liðinn. Og svo hafa ])eir leikið svona á mig. Jcg cr ekki eins bölvaður eins og þið haldið, sagði Tígrisinn upp úr eins manns hljóði. — Reynið þið að kynnast mjer áður en þið dæmið mig. — Ef það eru guðirnir, sem hafa sent hann hingað þá verður þú að taka vel á móti honum, inóðir góð, sagði Mollie og brosti. En livað sem liún sggði og hvérnig sem hún reyndi, þá gat liún ekki fengið foreldra sína til að gleyma, að hann var Tígrisinn. Hvernig ætlarðu að tjónka við hanri? sagði faðir hennar eitl kvöldið. Hann er ekki vanur að lifa í bæ. Hann hringsnýsf hjerna fram og af-tur eins og villidýr í búri. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Mollie sá að nú voru góð ráð dýr. Kyrðin og friðurinn þarna í gamla húsinu ætluðu beinlínis að kæfa Tígrisinn. Jeg get ekki andað í þessu lognmollu- lofti, sagði harift. - Þella heita, raka loft utan af hafiriu er að kæfa mig. Jeg er van- ur svölu fjallaloftinu. Og liann hafði samviskubit útaf því að hann hafði yfirgefið gamla Tígrisinn, föður sinn. Jeg hefði ekki átt að yfirgefa hann svona snögglega, sagði hann við Mollie. Það er brot á því sem Konfúsíus hefir kent okkur. — Nú á dögum tekur enginn mark á Kon- fúsíusi, sagði hún fyrirlitlega og vpti öxl- um. Konfúsius vissi vel hvað hann söng. — Farðu aftur upp í virkið þitt, ef þú af- berð ekki að vera hjerna, sagði hún reiði- lega. Æ, nei, flýtti hún sjer að hæta við, Þetta var ekki alvara mín. . . . Hann fór ekki til baka. Eins og fyrr áttu þau langar viðræður saman í trúnaði, og hún skildi að þó að heili hans hefði litla og einhliða þjálfun hlotið þá var hann fljót- ur að skilja. Og viljaþrekið var mikið. — Mundi þig langa til að menntast? spurði hún hann einn daginn. — Já, svararði hann áfjáður. Hún náði i skólabækumar sínar og fór að segja honum til, og þau átlu marga skemtilega stundina saman. En stundum hafði hann það til að spretta upp, alveg upp úr þurru, og þjóla út í garð og fara að þramma þar fram og aftur. Það var þessi óþreyja, sem föður hennar gatst ekki að. i — Hann er eins og dýr í búri, sagði hann oft. Og Mollie skildi að þessi maður, sem var fæddur og uppalin til þess að stjórna hálf- viltum her, var í þann veginn að sálast úr eintómu aðgerðarleysi. Hún lá andvaka á nóttinni og' var að brjóta heilann um hvað hún ætti að taka til bragðs. Við verðum að komast á burt hjeðan, hugsaði hún með sjer. - Honum mundi þykja gaman að koma til Shanghai. Morgunin eftir sagði hún við hann: Heldurðu að þú hafir ekki gaman af að koma til Shanghai? Ilvað ættum við að gera þar ? Skoða allt sem ])ú hefir ekki sjeð flugvjelar, bifreiðar, og koma i kvikmynda- hús. Það hefir enginn gaman af því nema bprn, sagði hann. — Hvað’ á jeg að gera við hann? spurði hún sjálfa sig, úrkula vonar. Og svo skeði það einn góðan veðurdag að hann var horfinn. í einu óþreyjukast- inu hafði liann hlaupið út í garðinn og farið að æða þar fram og aftur, alveg eins og liann væri að missa vitið..........

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.