Fálkinn


Fálkinn - 21.04.1944, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.04.1944, Blaðsíða 13
F Á L K 1 N N 1? KROSSGÁTA NR. 494 Lárjett skýring: i. Korn, 4. skýrir frá, 7. dvali, 10. FriÖa, 12. liöónýtar, 15. bilamerki, Iti. kyrsett, 18. feiti, 19. handsama, 20. matur, 22. spor, 23. tónverk, 24. umhyggja, 25. meining, 27. hrædd- ur, 29. horðuðu, 30. stóra, 32. náms- grein, 33. framleiðsla, 35. fiska, 37. óskyít, 38. drykkur, 39. sóðast, 40. flugur, 41. úthaldsgóð, 43. iipra, 40. her, 48. kærleikur, 50. knapt, 52. ó- færa, 53. lin, 56. nuggað, 57. reykja. 58. hragðvond, 60. ákafi, 62. jarmur, 63. við.hnakk, 64. óþæg, 66. iþrótta- fjelag, 07, skjótt, 70. sljettar, 72. á fæti. þáguf., 73. kvaka, 74. úrgangur. Lóðrjett skýring: 1. rcif, 2. fiska, 3. taugaóstyrk, 4. missir, 5. tímabil, 0. dinglar, 7. prýðileg, 8. keyrði, 9. þekt, 10. Ijós- teit, 11. liægi á, 13. hár, 14. togari, 17. .umbúðir, 18. íþrótt, 21. þramma, 24. dugleg, á0. rándýr, þolf. 28. láta ílla, 29. tmahíili, 30. virt, 31. ávext- ir, 63. ávextirnir, 34. ósljett, 36. rif- í-iidi, 37. sjór, 41. skammakrókur, 42. málmur, 44. mánaðarheiti, 45. eldhúsáhald, 47. vond, 48. hæðir, 49. lifað, 51. brýtur, 53. lpgið, 54. linigna, 56. stafur, 57. karlm.nafn, 59. stúlka, 61. hvatning, 63. fjörug, 65. þrír eins, 68. leit, 69. mynni, 71. skst. LAUSN KR0SSGÁTU NR.493 Wárjett ráðning: 1. Kög, 4. stáss, 7. bær, 10. rósótt, 12. ákafur, 15. át, 16. laut, 18. krók, 19. gá, 20. stó, 22. kná, 23. rif, 24. ólm, 25. æsa, 27. akrar, 29. ýsa, 30. skark, 32. nem, 33. skæra, 35. ramn, 37. mátt, 38. yl, 39. reistir, 40. eg, 41. galt, 43. snar, 46. grafa, 48. kul, 50. aléiii, 52. fól, 53. súrur, 55. lið, 56. Ása, 57. ben, 58. kýs, 60. fró, 62. íá, 63. sæma, 64. tros, 66. at, 67. 'agninu, 70. annast, 72. tog, 73. ræð- ur, 74. ýtt. Lóðrjett ráðning: 1. Róttæk, 2. ös, 3. gól, 4. stuna, 5. ás, 6. sárir, 7. bak, 8. æf, 9. ruglar, 10 rás, 11. tak, 13. kóf, 14. rám, 17. tákn, 18. kram, 21. ósar, 24. ósæt, slygg, 31. kurla, 33. sárna, 34. augun, 26. Ará, 28. reksfur, 29. ýkt, 30. 36. net. 37. mis, 41. gróa, 42. afl, 44. all, 45. reif, 47. afsagt, 48. kúna, 49. lukt, 51. iðrast, 53. semur, 54. rýrar, 56. ála, 57. bæn, 59. son, 61. ótt, 63 sig, 65. sný, 08. no, 69. áð, 71. at Henni liaf'ði orðið litið á íoður sinn í einum glugganum, sem vissi úl að garð- inuni og Itafði sjeð að hann fylgdi hon- úní eftir með augunum, sem voru full meðaumkvunar. Það er þessi meðaumkv- un, sem hún átti svo bágt með að þola. : Hún hljóp inn i herbergið sitt og læsti dyrunum á eftir sjer. Hvað átti liún að gera við þennan mann, sem bún hafði gifsl? Það var ekkert rúm fyrir liann í. venjulegu lmsi. Og ef þau færu til Shang- ahi .— livað áttu þau þá að taka sjer fýrir hendur þar? Hún fleygði sjer upp í rúmið og há- grj-et eins og barn. Hún elskaði mann- inn sinn, en hún vissi að hún gat ekki gert hann hamingjusaman. Loks stóð hún upp aftur og þurrkaði sjer um aug- un. Hún ætlaði að reyna á nýjari leik. Hún fór út að leita að honum, en þá var hann liorfinn. Garðurinn var tómur og mannlaus. Hún gekk garð úr garði og leitaði, en hvergi var hann. Hú.n leitaði. hátt og lágt í húsinu, en hann var heldur ekki þar. Svo fór hún niður að hliðinu, þang- að sem gamli dyravörðurinn sat og svaf á bekknum. — Hefir maðurinn minn gengið út um hliðið? spurði hún önug og ruskaði við honum. — Nei, nei, umlaði hann i svefnrofunum. — Hjer hefir heill her getað komist inn án þess að þú liefðir orðið nokkurs var, sagði hún æst. Þá tók hún eftir að þarna var mikið af sporum eftir fótatak í dustlaginu á eftir sólahreiða skó, sömu tegundar og þeirrar, sem ræningjarnir notuðu. Höfðu þeir komið til að sælcja liann — og hafði hann farið með þeim? — Jeg fer á eftir honum, sagði hún í hálfum hljóðum, flýtti sjer upp í Iier- bergið sitt og setti upp þykku göngu- stígvjelin sín. Hún læddist út gegnum garðinn, opn- aði hliðið hljóðlega, án þess að vörður- inn, sem var farinn að blunda aftur, tæki eftir nokkru. Fyrir ntan húsið biðu, að vanda, ýms- ir burðarmenn með stóla sína. Hún bað um einn þeirra. Og er hún var komin i hvarf bak við gluggatjöldin fór hún að íhuga hvað til bragðs skyldi taka. Þau gætu sest að uppi á fjalli hún ætlaði að láta hann fara sínu fram — öllu, ef hún gæti,__aðeins gert hann hamihgju- samán. Upp við fjallsræturnar hitti hún bónd- ann, sem hafði fylgt henni þegar hún fór upp á fjallið í fyrsta sinn. Hvenær fór maðurinn minn hjerna hjá, spurði hún. Enginn hefir farið hjerna lijá í dag, svaraði hann. Hann hlýtur að hafa farið hjerna hjá, sagði liún og espaðist. Þarna stendur hesturinn hans, sagði hóndinn og benti á gullfallegan, svartan hest, sem stóð á beit þarna skamt frá. Mollie þekkti liann undireins aftur. Tígr- isinn var þá ekki kominn i virkið. — Söðlið þjer liestinn, sagði hún skip andii — Hann hefir ekki. .. . byrjaði bóndinn að svara. Gerið eins og jeg segi yður, sagði hún. Þjer vitið að jeg er konan hans. Það var komin nótt þegar hún koin upp að virkishliðinu. Það var læst, en liún lamdi og harði á dyrnar, og loks kom gamli þjónninn. Er húsbóndi þinn lijer? spurði hún. — Ekki nema sá gamli. svaraði hann. Og liann sefur. Hann var þá ekki kominn heim. Hvað gat hafa komið fyrir hann? Hvar átti hún nú að leita hans? Hún var svo þreytt, að höfuðið seig niður á hringu. Jeg ætla inn og sofa, sagði hún svo. Gamli þjónninn opnaði hliðið upp á gát.l fvrir henni og hún reið inn i forgarðinn, Þar sat gamla konan og var að jeta rísgrjón úr skál. — Ert það þú, kona? sagði hún. Já, svaraði Mollie. Og alll í einu fanst henni víst, að gamla konan og dyra- vörðurinn mundu vita hvar liann væri niður kominn. Hún skyldi veiða það upp úr þeim — ef hún findi hann ekki var lifið henni einskis virði. Hún fór inn í gamla herhergið sitt og opnaði borðskúffuna; þár lá litla skamm- byssan sem hún hafði gíeymt forðum. Gamla konan kom inn á eftir henni. — A jeg að færa þjer. . . . byrjaði hún. Mollie fór fram að dyrunum og stað- nædist þar. —- Segðu mjer hvar hann er. skipaði hún og miðaði skammbyssunni á gömlu konuna. Þeir liafa tekið liann i ógáti, svaraði hún. Það varst þú sem ræningjarnir ætluðu að ná i. Hvað vildu þeir mjer? Þeir sögðu að það væri þjer að kenna að þeir fengu ekki að fara í stríð, svo að þeir seldu Bláa-Úlfi þig. Það átti að nema þig á brott. Hvenær? 1 dag, um það leyti sem allir eru að hvíla sig. Tveir menn áttu að fara inn og segja........ Hvaða menn voru það? Tveir af okkar mönnum, sem áttu að visa mönnum Bláa-Úlfs til vegar. . . . Og hvað svo? Hinir biðu fvrir utan, til þess að hjálpa ef þörf gerðist. —- Jeg heyrði elcki að neinir væru við hliðið heima. • — Það var eðlilegt, því að þeir lokkuðu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.