Fálkinn


Fálkinn - 21.04.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 21.04.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N VHCt/W l£/&HbUKHIR Á eyðieyju Ef Nellie liefði ekki verið skáti og auk þess úrræðagóð að eðlisfari, liefði liún aldrei getað bjargað sier eins vel og lnin gerði þessa sex daga, sem hún varð að hýrast aieín úti á eyunni. Ennþá skalf liún af ótta ei hún liugsaði lil þessara hrreðilegu tima, meðan stormurinn og brimið var að liða sundur skipið, sem hún var á. Hún vissi eiginlega ekki hvernig það hafði atvikast, að hún komst í land — hún mundi aðeins óljósi, að alda hafði riðið yfir skipið og sogað hana með sjer, þangað 111 að hún fann sandinn undir fótuih sjer i fjörunni. Þarna var skipið langt úti í myrkr- inu, eða voru það öldurnar? Morg- uninn eftir sá hún ekkert af því, og hún fylltist hrylltngi þegar hún hugsaði lil þess, að það skyldi liafa farist. — Fyrst og fremst verö jeg nú að hugsa um að telja dtgana, hugs- aði hún með sjer, þegnr húh gekk i skógarbrúnina. Jeg retla að gera eins og Robinson: skera skoru i trje fyrir livern dag. Og það gc.rði hún og síðan gekk hún varlega upp að skóginum. En nu var hún ósköp svöng og langaði skelfing i eitthvað að borða. —Mikil heppni var að jeg skyldi stranda á svona góðum stað, lmgs- aði hún skömmu síðar, þegar hún hafði uppgötvað að þarna voru ósköpin öll af banönum. Og svo Itafði hún fundið lítinn lœk, svo að nú þurfti hún hvorki að kvíða hungri nje þorsta. En það var annað sem hún kveið: að rekasl á villidýr eða villimenn. Þessvegna hljóp liún alltaf í felur og hlustaði, þegar hún heyrði eitt- hvert hljóð, og var vör um sig, að hún sæist ekki. En haldið þið ekki að lnin liafi orðið hissa þegar hún var að skera skoruna í (rjeð sjötta daginn. Þá heyrði hún hljóð fyrir aftan sig, og þegar lnin leit við sá hún litla stúlku, ofuriítið minni en hún -var sjálf, ákaflega brúna í andliti og með svart, hrokkið hár. En þegar Nellie sá að litla telpan varð hrædd og fór að gráta, óx henni hugur — það var ólíklegt að þessi litla telpa mundi vinna ltenni mein. Nellie brosti vingjarnlega, og gekk til hennar og rjetti henni hendurnar. Hvað henni Nellie þótti vænl um að hitta þessa litlu tejpu — lnin hafði Jiegar reynt hvað Jtað var að vera einmana og nú gat hún skilið til fullnustu hve Robin- son hlaut að hafa orðið glaður þegar hann hitti Frjádag forðum. Allt i einu rak Nola upp óp og benti -— og nú kom Nellie auga á mann sem stóð skammt frá og starði á telpurnar. Þetta var svarthærður villimaður, og hann hvarf áður en Nellie hafði getað skoðað hann al- mennilega. En hún Jtóttist visss um að hann mundi ekki vilja þeim neitt gott. — Komdu með mjer, Nola, jeg veit af góðum stað, sent við getnm falið okkur á, sagði hún og dró telpuna að sjer. Hún hafði dvalið undan- farnar nætur í hellisskúta rjett ofan við fjöruna. Og ltangað viðaði hún nú að sjer steinum, til þess að reyna að verjast, ef einhver reyndi að sækja að þeim. Svo Jiðu nokkrir ljlukkutímar, en )>á heyrði Nellie skrjáfa i lauf- inu fyrir utan hellisskútann. Og J)á greip hún einn steininn og kastaði honum. Og undir eins heyrði hún að sagt var úti: — Þetta var slæmur steinn, Nola. Vertu ekki að Jjessu. Þú veist vel að þú mátt ekki gera þetta. Nelly varð forviða þegar hún heyrði að þetta var sagt á hennar máli. Og nú kom kona, klædd eins og Evrópufólk í hitabeltinu, upp að hellinum. — Hvað er þetta? sagði konan. — Nú, þú ert kanske þessi hvíta vinstúlka hennar Nolu? Heyrðu nú væna mín, þú mátt ekki æsa hana Nolu upp. Og hversvegna kastar þú grjóti í mig? — Jeg — jeg skil þetta ekki, stamaði Nellie. —• Jeg hjell að J)ið væruð mannætur, sem ætluðit að ná í okkur.... — Barnið mitt gott, hjer eru engir villimenn. Jeg er kennslukona við trúboðsskólann hjerna; og Nola strauk á burt úr skólanum — faðir hennar sá hana með þjer rjett áðan og kom til mín og sagði mjer af ykkur. — Faðir hennar? Nellie starði forviða á konuna. — Já, ltún var nú hrædd líka. .. . jeg hjelt að hann væri villimaður, sem væri að leita að henni. Faðir hennar er garðyrkjumað- ur og besti maður í alla staði. Hann vill láta Nolu læra eitthvað, en hún hefir meira gaman, af að stelast á burt og leika sjer. Nola skildi vel hvað þær voru að segja. Hún varð niðurlút og skamm- aðist sin. — En hver ert ]ni? hjelt konan áfram. Og nú sagði Nellie henni frá þvi, sem fyrir hana hafði komið, og konan sagði: — Þá var það svei mjer lieppilegt að Nola skyldi stelast á Jjurt i Jtetta skifti og finna þig. Faðir þinn heldur að Jjú hafir drttkknað, skipið er komið í höfn, hinummegin á eyjunni. Það verður fagnaðarfundiur þegar ])ú kemst þangað! — Er Jtetta J)á ekki eyðiey? Nellie vissi ekki hvort hún ætti að Elsa: Heyrðu mamma, — ef jeg væri göldrótt þá mundi jeg breyta öllu í isrjóma og jeta það upp til agna. — Jeg cr hrædd um að þjer yrði illt af öllum þeim isrjóma, Elsa min. — Nei, nei, fyrst ætla, jeg að hreyta mjer í hval. (iömul kona var með tveimur litlum telpum i dýragarðinum, óg J)egar þær sáu storkinn, fór hún að' segja þeim söguna af því, að það væri þessi háfætti fugl sem kæmi með börnin inn í veröldina. — Telpurnar horfðu hver á aðra unt stund, þangað til önnur hvíslaði: — Heldurðu ekki að við ættum ekki að segja blessaðri kerlingunni sannleikann? Jón frændi hafði verið gestur á heimilinu og þegar hann fór gaf Itann bróðursyni sínum 20 krónur. „Mundu nú, Tommi litli, að fara vel ineð þessa peninga, og mundu hvað máltækið segir, Flónið og krónan verða fljótt viðskila.“ „Já, frændi,“ svaraði Tommi, „en jeg ætla nú samt að J)akka þjer fyrir að þið urðuð viðskila.“ /V/V/W/V Friggi var að Jeika sjer heima hjá Sigga. Þegar hann ætlaði lieint var komin hellirigning. Svo að móðir Sigga lánaði honum regnkápuna og skóhlifarnar af Sigga. — Verið Jtjer ekki að Jtafa svona inikið fyrir þessu, sagði Friggi ofur kurteyslega. — Jeg er viss um að hún mamma þín nntndi gera það sama fyrir hann Sigga, ef ltann væri i þinum spor- tim, sagði móðir Sigga. — Hún mamma mttndi gera miklu meira, sagði Friggi þá. Hún mundi bjóða Sigga að bíða hjerna þangað fil stytti upp, og bjóða honum upp á kvöldmat. Slráklingur hafði liorft á símavið- gerðarmann klifra upp í staur, tengja áhaldið sitt við símajtráðinn og reyna sambandið. En ])að var i ó- lagi. Stráksi hlustaði um stund, hljóp svo inn til sín og kallaði: Mamma, koindu fljótt út, það er maður uppi i síinastaurnum og er að tala til himna. — Af hverju lieldur þú að hann sje að tala til himna? — Af því að hann sagði: Halló! Halló. Halló. Drottinn minn livað er að hjá ykkur þarna upp frá? Getur enginn lieyrt til mín? vera glöð eða hrygg. En þegar hún hitti föður sinn aftur þá getið þið nærri hve giöð liún varð. Og ekki varð hann siður glaður. Ueta litla sat á linje afa sins, horfði grandgæfilega á hann um stund og sagði svo: — Afi, varst þú í Örkinni lians Nóa? — Sussu nei, ltarnið mitt, svaraði afi alveg steinliissa. — Hvernig stendur þá á að ])ú skyldir ekki drukkna? Þjer verðið að muna, frú, að lijer fyrir rjettinum verðið þjer að vinna eið að framburði yðar. l^ess- vegna skuluð þjer gera nákvæman greinarmun á því, sem þjer liafið sjeð og liinu, sem þjer hafið heyrt. Hvenær eruð þjer fæd? — Þann 7. maí 1923, herra dóin- ari. En það sá jeg ekki sjálf — mjer hefir bara verið sagt það. Uún: Hvað er að sjá í hvaða ástandi þú kemur heim, Jóhanncs. Þú getur varla staðið. Hann: — Við höfðum um það samkeppni í klúbbnum, hver okk- ar gæti drukkið mest whisky. Hún: — Og liver var númer tvö? /VA'WMI/V Frúin: — Það kemur hjérna send- eftir dálitla stund með kola, sem þjer eigið að sjóða til niiðdegisverðar, Maria. María: — Þið h,, ni.i ráðið hvað þið gerið, en jeg vil minn kola steiktan, frú. Frúhi: (við fjögra ára gamlan son sinn): — Hvað er að sjá þig barn — allan útataðan í sultumauki. Hvað mundir þú lialda ef þú sæir mig svona? Sonur: — Að þú ætlaðir í sain- kvæmi, mamma. VIÐ WATERLOO. Júlíus Cæsar vildi helst liafa feita menn kringum sig, ’vegna þess að þeir mögru hugsuðu af mikið. Þess- vegna var honum lítið um Cassius. En þeir feitu voru svo værukærir, að þeir nenntu ekki að gera lion- um óskunda. — Ert Napoleon sagði: - Jeg vil liafa neflanga menn kring- um mig. Hann vissi að langt nef var merki um athafnaþrá og vilja- þrek. Allir hershöfðingjar Napolons voru neflangir. Og þegar liann beið hinn endanlega ósigur sinn, við Waterloo, þá var það neflengsti hershöfðingi heimsins, hertoginn af Wellington, sem kom honum á knje.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.