Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Einar Jónsson sjötugur Útvarpserindi flutt 11. maí af Hjörvarði Árnasyni Hver, sem tekst á hendur aS kynna sjer listaverk Einars Jónssonar, hlýt- ur ávallt i upphafi að styðjast við hina ágætu ritgerð prófessors Guð- mundar Finnbogasonar, sem birtist í fyrstu útgáfunni af MYNDUM, 1925. í þessari ritgerð hefir Guðmundur bent á og fært rök að skyldleika Einars við dróttkvæðaskáldin ís- lensku. Hann hefir, með skilgrein- ingu sinni á nokkrum mikilshátar verkum Einars, sýnt okkur inn í hugarheim myndasmiðsins; og hann hefir lagt áherslu á það, að Einar er óháður beinum áhrifum eldri myndlistar. Því verður auðvitað ekki neitað á missir sjerhver tilraun til þess að skýra inyndlist hans, sem framhald eldri höggmyndalistar marks. En eitt má þó segja, og þaðerþetta: Að list Einars Jónssonar er ákaf- lega rökrjett þróun úr erfðavenjum og náttúru íslands, föðurlands hans. Með þessu á jeg ekki aðeins við það, að viðfangsefni og margar fyrir- myndir sem listamaðurinn notar sjeu sprottnar úr þekkingu hans á landinu og sögu þess, heldur að list hans verður samstundis skiljanlegri þegar haft er í huga, að ísland á mikinn samsvarandi bókmentaarf en ekkert samsvarandi í höggmynda- list. Sú staðreynd, að íslendingar Nitttröllið. að þótt Einar sje einhver frum- legasti snillingurinn í sögu högg- myndalistarinnar, þá má þó rekja áhrif og benda á áþekka hluti hjá öðrum í efnisvali, tækni, og stund- um jafnvel liugmyndum þeim, sem myndir hans tjá. Það er blátt áfram æfaforn sannleikur, að enginn lista- maður hefir nokkru sinni verið ó- háður eldri iist. Myndin, sem kölluð er Fornlistin, er af ásettu ráði gerð í griskum stíl. Sú notkun línunnar og áhersla á útlínur, sem við finnum í Engli lífs- ins og mörgum síðari myndum Ein- ars, er, að þvi er sögu höggmynda- listarinnar snertir, gotnesk að upp- runa; og það dylst ekki að myndin Konungur Atlantis og margar húsa- teikningar listamannsins minna mjög á egypzka list. Að rekja þessháttar áhrif, sem listamaðurinn hefir orðið fyrir vit- andi eða óafvitandi, og benda á á- þekka hluti, hefir þó ekkert annað gildi en það, að sýna fram á færni hans að færa sjer i nyt reynslu lið- inna alda og er fjarri því að skýra sjereinkenni hans eða mikilvægi listagáfu hans. Hin frjósama, frum- elga, og í rauninni, einstœða sköp- unargáfa hans er ótrúleg, og eins og Guðmundur Finnbogason hefir bent liafa í þúsund ár tjáð hugsanir sín- ar með orðsins list en ekki í mótuð- um myndum, veldur auðvitað þeirri lineigð listamannsins að nota það listform, sem hann hefir valið sjer, til tjáningar margþættum og flókn- um viðfangsefnum. En það nægir ekki að segja bara að Einar sje myndaskáld, og beina allri athygl- inni að bókmenntalegri túlkun á viðfangsefnum hans. Þótt þess hátt- ar skýringar sjeu nauðsynlegar til þess að skilja listamanninn til hlít- ar, getum við aldrei gleymt því, þegar við metum verk hans, að hann er myndasmiður, og sem mynda- smið verður' að dæma hann. Það er örðugt að finna nokkurn myndasmið áþekkan honum í sögu höggmyndalistarinnar, Umhverfið, sem list lians og persónuleiki hafa þróast úr er svo einstætt. Verkum hans hefir oftast verið jafnað til verka Rodins, en þrátt fyrir það, að nokkurn skyldleika megi finna þar i einstökum atriðum, þá eiga þeir i rauninni mjög lítið sameigin- legt. Þrátt fyrir þau gífurlegu áhrif sem Rodin hefir liaft á nútíma list, og þau tímamót sem hann hefir markað i sögu höggmyndalistarinn- ar, þá er honum, að minni skoðun, skorinn miklu þrengri stakkur sem Hjörvarður Árnason listfrœðingur. listamanni en Einari Jónssyni. — Rodin hefir oft verið kallaður mik- ill og tjáningarauðugur listamaður fyrir ákaft og ofsafengið látbragð mannamynda hans og brotna fleti og impressjónistiska meðferð þeirra. Hann var mikilhæfur og þróttmikill raunsæismaður, djarfur brautryðj- andi um form og tækni í höggmynda smiði, en honum voru raunar langt- um þrengri takmörk sett en flestir gera sjer ljóst, að því er varðar tján- ingu merkra hugmynda. Þvi ítar- legar, sem verk Rodins eru rann- sökuð, því ljósara verður að við- fangsefnin eru tekin lausatökum, og að undanteknum ef til vill fáeinum erótiskum viðfangsefnum eiga þær sjer ekki rætur i neinni innilegri sannfæringu. Miklu heldur væri að jafna Einari við Michelangelo, að þvi er snertir viðhorf hans til alheimsins, og það sem hann er að reyna að gera úr listformi sínu og efni. Og að minni hyggju mun samanburður á Michel- angelo og Einari verða til þess að varpa ljósi á heimspeki Einars og liugmyndir um form. Báðum er þess- um listamönnum fyrst og fremst um- hugað um að tjá hugsjónir í list- fórmi höggmyndanna, og það má jafnvel finna nokkurn skyldleika milli þeirra hugsjóna, sem mest hafa ráðið í verkum beggja. Alla æfi sina var Michelangelo kristinn Platons-sinni, og það er nauðsynlegt að gera sjer þetta ljóst til þess að skilja höggmyndir hans tilhlýtar. Eins og kunnugt er, var nokkrum af kenningum Platons breytt svo, að þær urðu næstum ó- Vr álögum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.