Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 augu, en hann mundi ekki hve- nær. Hann heilsaði ungu stúlk- unni, sem kafroðnaði, en móðir- inn tók kuldalega undir kveðju hans, og síðan fóru þær burt. En dökku augun fylgdu lionum eftir og viku ekki úr huga hans. Loks tókst honum að komast áleiðis til leyndardómsins gát- unnar. Nú mundi hann það. Þetta voru augu Fanny Lobom- irska, hinnar óhamingjusömu frænku lians, sem hlaut svo hryllilegan dauðdaga í þessari borg. Nú fjekk hann ákafan áhugu fyrir þessari ungu stúlku. Hann skipaði herhergisþjóninum að leita upplýsinga um konurnar, og hann kom með þær frjettir, að þetta væru þvottakonur hótels- ins, frú Vertot og dóttir hennar. Fjölskylda þeirra væri mjög fátæk, en reglusöm og lieiðar- leg í hvivetna. Þegar greifinn skipaði þjóninum að sækja mæðgunar, vissi hann ekki fylli- lega hversvegna liann gerði það. Hann var alls ekki fyllilega viss um að þetta væri liin týnda frænka hans. Hvernig átti liann líka að húast við að finna hanæ hjer, sem franska þvottakonu? Frú Vertot kom með dóttir sinni, en hað um að samtalið færi fram í áheyrn hótelseig- andans. Hún var hrædd um mannorð dóttir sinnar og vildi ekki gefa átyllu til söguburðar. Þegar greifinn stóð aftur aug- liti til auglitis við ungu stúlk- una kom hann varla upp nokk- uru orði. Nú sá hann enn betur hve mikið hún líktist fursta- frúnni; það voru ekki aðeins augun, það var einnig vöxtur- inn, hár og spengilegur, og lögun þessa jmdislega andlits, nefið fagurlega lagað, munnur- inn lítill og varirnar rjóðar. Þessi unga stúlka var lifandi eftirmvnd furstafrúarinnar. — Loks jafnaði hann sig, sagði nokkur vingjarnleg orð við ungu stúlkuna, og síðan bað hann móðurina og hóteleigandann að koma með sjer í næsta herbergi. — Þessi unga stúlka, — er hún dóttir yðar? stamaði hann. — Rosalie er mjer eins kær og væri hún dóttir mín, sagði hún stuttlega. — Rosalie! Guð minn góður! Getur það verið að þetta sje aðeins tilviljun? Frú, jeg særi yður við allt, sem heilagt er að segja mjer sannleikann. Það veltur á meiru en þjer haldið. Er Rosalie dóttir yðar? Frú Vertot horfði undrandi á hann. Honum hlaut að vera alvara. — Jeg hefi ekki fætt hana, sagði hún loks. — En mjer finnst hún vera dóttir min. — Talið þjer frú. Segið mjer allt. Guð er til vitnis að mjer gengur gott eitt til að spyrja yður. — Jæja, jeg skal segja yður það sem jeg veit. Jeg tók Rosa- lie unga til fósturs. Hún er dóttir enhvers vesalings fanga, sem var færður frá Conciergeri- fangelsinu til aftökustaðarins. Þegar jeg tók hana til mín vissi enginn um nafn hennar, hún var kölluð „Fangelsisbarnið“ — Fornafn sitt, Rosalie, mundi liún sjálf. Meira hefi jeg ekki að segja. En þjer megið ekki taka liana frá mjer, elsku, góða barn- ið mitt. Jeg hefi unnið fyrir henni og hún hefir hvílt við hjarta mitt, en jeg liefi ekki borið hana undir hrjósti. Fedor greifi gat loks full- vissað gömlu konuna um að sjer bvggi ekkert illt í liuga, en innst i sál hans fólst enn efi. Ef hann ljeti nú augun blekkja sig og kæmi heim með óvið- komandi stúlku í ættina? Árang- urslaust hugsaði hann um al- gjöra lausn gátunnar. Allt í einu datt honum nokkuð í hug. Hann minntist þeirra stundar jægar hann, sem unglingur, stóð við hlið hinnar yndislegu frænku sinnar, við silkiklædda hvílu litlu dóttir hennar, og fyrir evru hans leið veikur ómur af pólska vöggulaginu, sem hún var vön að svngja hana í svefn með á hverju kveldi. Kæra, gamla vöggusöngnum, sem lika hafði verið sunginn við vöggu hans. Eins'og gripinn af nýrri liugsun opnaði hann hljóðlega dyrnar á herberginu, sem að Rosalie var í. Hún sat þarna inni og beið. Hún var niðurlúl með hendurnar i skauti sjer. Hann byrjaði að syngja. Við fyrstu tóna þessa rólega lags, lyfti hún höfðinu. Djúpur roði breiddist um andlit liennar og hún greip hendinni um ennið, grannvaxinn líkaminn skalf eins og hrísla og hún rak upp húlfkæft óp, sem virtist koma frá innstu fylgsunm hjarta henn ar. — Hún hafði þekkt aftur gamla lagið, vöggusöng móður sinnar. Nú fer að liða að sögulokum. Fedor greifi tók ekki aðeins endurfundnu frænkuna heim með sjer, lieldur einnig fóstur- móður hennar og fóstursystkini; við þau vildi hún ekki skilja. í ætlandi hinnar þakklátu fóst- urdóttur eignuðust þau annað heimili. Eftir að unga furst- vnjan hafði notið menntunar um nokkurt skeið, giftist hún einum frænda sínum. Árið 1814, þegar öll stórmenni Evrópu voru saman kominn á höfðingjaráðstefnunni i Vínar- borg, var það ung, pólsk aðals- kona, sem vakti almenna undr- un og hi’ifningu með hinni ó- venjulegu fegurð sinni. De la Grange greifi kynnti hana fyrir samkomunni sem Rosalie Rxewonska greifafrú. Það var þvottakonan frá Gránd Vataliere, — „Fangelsisbarnið“. Hulda S. Helgad. þýddi. Loftárás á Hamborg. Hamborg er mesta höfn Þjóðuerja og næststærsta borg, og hafa fáar eða engar borgir Þýskalands orðið eins illa úti i loftárásunum eins og hún. Þar var og smiðaður um þriðjungur allra kafbáta þýskra. Yfir borgina var varpað 2.300 smálestum af sprengjum aðfaranótt 24. júlí síðastliðiiui, þremur nóttum siðar sömu þgngd, og en.n sama sprengjumagni 29. júlí. Árás- irnar hjeldu áfram í ágúst og voru sjö fermílur af borginni þá lagðar'í rúst. Iljer sýnir teiknarinn árás fjögra hreyfla sprengjuflugvjela á Hamborg. Um borð í „Illustrious". Nafns hins fræga flugvjelamóðurskips Breta ,,Illustrions“ verður sennilega oft gctið áður en stríðinu lýkur, og það sem af er hefir það getið sjer glæsilegan orðstir. Það voru flugvjelar frá því, sem sundruðu italska flotanum á Tarantoflóa i nóuember 194-0. Árið eftir varði skipið og flugvjelar þess kaupskipaflota, sem sigldi með mikilvægan flutning frá Malta til Pireus. Laskaðist skipið þá i sprengjuhríð þýskra steypiflugvjela og varð að fara til Bandarikjanna til viðgerðar. Meðan skipið lá þar hjeldu flugvjelar þess áfram störfum, frá landstöðvum við Miðjarðarhaf. „lllustrious“ var einnig nærstatt þegar banda- menn settu lið á land i Salerno. Myndin er tekin á þilfari skips- ins, þegar verið er að taka þaðan tóm skothylki. f

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.